Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 29
UMRÆÐAN
SKATTFRJÁLS
verslun erlendra ferða-
manna í miðborginni
hefur aukist gífurlega í
sumar, miðað við sum-
arið 2005, – svo mikið
að jafnvel er talað um
sprengingu í ferða-
mannaverslun. Þróun-
arfélag miðborg-
arinnar fagnar þessum
gleðilegu tíðindum.
Verslun erlendra
ferðamanna í miðborg-
inni hefur aukist ár frá
ári, enda hefur mið-
borgin verið á uppleið
undanfarin ár. Versl-
unum og veit-
ingastöðum í miðborg-
inni hefur fjölgað og
sífellt fleiri sækja í mið-
borgina til að spóka sig,
hitta kunningjana,
versla, njóta góðra veit-
inga, menningar og lista.
Þróunarfélagið hafði nýlega sam-
band við endurgreiðslufyrirtækin
Global Refund og Iceland Refund til
að kanna stöðu endurgreiðslna virð-
isaukaskatts til erlendra ferðamanna
í miðborginni og samanburð við síð-
asta sumar.
Rúmlega fjórðungs aukning
„tax-free“-sölu
Hjá Global Refund telja menn að
aukning á ferðamannaverslun sé
a.m.k. 20% frá fyrra sumri að með-
altali og hafi jafnvel farið upp í 30 –
35% hjá sumum verslunum í mið-
borginni.
Iceland Refund, sem
hefur meirihlutann af
tax-free markaðinum,
sendi yfirlit sem sýnir að
aukning á skattfrjálsri
sölu til ferðamanna í
miðborginni fyrstu átta
mánuði ársins miðað við
sama tíma í fyrra er
26,2%, ef miðað er við
fjárhæðir, en 21,4% ef
miðað er við fjölda ávís-
ana. Þá er athyglisvert
að meðalfjárhæð ávís-
ana hefur hækkað um
5% frá í fyrrasumar.
Mest varð aukningin
milli ára í apríl, 45,9%
hærri fjárhæð og 33,1%
fjölgun ávísana. Þetta
eru samanlagðar tölur
frá 153 verslunum í mið-
borginni.
Í skýrslu Iceland Ref-
und kemur fram, að aldr-
ei hafi verið verslað meira „tax-free“
en á þessu ári og margt stuðli að því,
– fjölgun ferðamanna, hagstæðara
gengi en í fyrra, fleiri endurgreiðslu-
staðir og að sífellt verði einfaldara að
versla „tax-free“ í miðborginni. Ice-
land Refund rekur tvo endur-
greiðslustaði í miðborginni. Meira en
þriðjungur af verslun ferðamanna
hér á landi, sem fer í gegnum fyr-
irtækið, á sér stað í miðborginni.
Oft hefur verið rætt um nauðsyn
þess að byggja viðlegukant fyrir
skemmtiferðaskip í gömlu höfninni
við miðborgina. Hugmyndir og til-
lögur um slíka framkvæmd í Austur-
höfninni voru m.a. ræddar í tengslum
við undirbúning að byggingu tónlist-
ar- og ráðstefnuhússins þar.
Þróunarfélag miðborgarinnar
sendi nýlega áskorun til borg-
arstjórnar og stjórnar Faxaflóahafna,
þar sem eindregið er hvatt til þess nú
í lok metsumars í komum skemmti-
ferðaskipa, að sem allra fyrst verði
hafinn undirbúningur að hönnun og
byggingu nýs viðlegukants fyrir
skemmtiferðaskip í Austurhöfninni,
þannig að öll slík skip, stór og smá,
geti lagst að bryggju steinsnar frá
miðborg Reykjavíkur.
Ekki þarf að orðlengja hvílík lyfti-
stöng slík framkvæmd yrði fyrir mið-
borgina. Farþegar gætu gengið beint
frá borði og upplifað stemmninguna í
hjarta borgarinnar, í stað þess að
þurfa að ferðast þangað með rútum
úr Sundahöfn, eins og nú er. Versl-
anir, veitingahús, söfn og önnur þjón-
ustufyrirtæki myndu njóta góðs af
auknum ferðamannastraumi í mið-
borginni.
Ferðamenn sem koma hingað með
skemmtiferðaskipum staldra flestir
stutt við og vilja vera í miðborginni
þegar þeir dveljast í Reykjavík. Nýr
viðlegukantur í Austurhöfninni
myndi breyta mjög til hins betra
ásýnd borgarinnar að þessu leyti og
gera þessum ferðamönnum viðdvöl-
ina auðveldari og eftirminnilegri en
ella.
Gífurleg aukning í verslun
ferðamanna í miðborginni
Einar Örn Stefánsson skrifar
um erlendra ferðamenn í mið-
borginni
» Skattfrjáls
verslun er-
lendra ferða-
manna hefur
aukist gíf-
urlega...
Einar Örn Stefánsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Þró-
unarfélags miðborgarinnar.
ÞRÓUNARSAMVINNU-
STOFNUN Íslands (ÞSSÍ) hefur
síðan árið 2000 í samvinnu við
malavísk stjórnvöld
stutt við uppbyggingu
heilsugæslustarfs á
Monkey Bay svæðinu
í Mangochi héraðinu í
sunnanverðu Malaví.
Aðstoð ÞSSÍ hefur
m.a. falist í byggingu
nýs svæðissjúkrahúss
í Monkey Bay bæn-
um. Batnandi um-
gjörð þjónustunnar
hefur m.a. leitt til
þess að þar er síðan í
apríl 2005 ráðgjaf-
armóttaka fyrir þá
sem vilja vita smit-
stöðu sína varðandi
alnæmi og fá síðan
viðeigandi ráðlegg-
ingar á grunni nið-
urstöðu blóðprófs.
Síðan í júní 2006 er
einnig mögulegt að
bjóða þunguðum kon-
um sem reynast smit-
aðar með alnæm-
isveirunni meðferð til
að minnka líkur á
smitun til barnsins og
fólk með einkenni um
alnæmi fær viðeigandi
lyfjameðferð. Auk
þessa hefur ÞSSÍ
stutt við og eflt sam-
skipti svæðissjúkra-
hússins við fjórar
heilsugæslustöðvar á svæðinu,
m.a. með kaupum og rekstri á
sjúkrabíl, bifhjólum og uppsetn-
ingu á talstöðvakerfi.
Mannauður og fagleg þekking
Það er auðvelt að staðfesta að
umgjörð þjónustunnar á Monkey
Bay svæðinu hefur batnað til
muna. Mannauður heilsugæsl-
unnar er þó afgerandi ef einhver
viðvarandi árangur á að nást. Auk
bygginga á starfsmannabústöðum
styður ÞSSÍ við símenntun fag-
lærðs og ófaglærðs starfsfólks á
öllu svæðinu sem lið í að bæta
gæði þjónustunnar. Stofnunin hef-
ur einnig haft íslenskan lækni og
ljósmóður á staðnum til að styðja
við og efla hið daglega heilbrigð-
isstarf á svæðinu.
Til að efla faglegar stoðir heilsu-
gæslustarfsins hefur ÞSSÍ styrkt
malavíska læknanema og íslenska
háskólanema til rannsóknarvinnu
á Monkey Bay svæðinu. Um er að
ræða rannsóknir sem snerta
grundvallaratriði í þjónustu við
mæður og börn, eins og mæðra-
vernd, fæðingarhjálp og getn-
aðarvarnanotkun, meðferð nýbura
og veikra barna, bólusetningar og
framkvæmd heilbrigðisþjónusta í
afskekktum þorpum. Rannsóknir
um forvarnir og þjónustu vegna
alnæmis og malaríu hafa einnig
verið framkvæmdar eða eru í und-
irbúningi.
Land á stærð við Ísland
Malaví liggur í sunnanverðri
Afríku og er meðal fátækastu ríkja
í heimi. Landið er á stærð við Ís-
land með um 12 milljónir íbúa og
er tæpur helmingur þeirra yngri
en 14 ára. Á Monkey Bay svæðinu
þar sem búa 110.000 manns eru
auk svæðissjúkrahússins fjórar
heilsugæslustöðvar. Heilbrigðisyf-
irvöld í Malaví sjá um og kosta
starfsmannahald heilbrigðisþjón-
ustunnar á svæðinu. Þannig sinna
malavískir læknatæknar (e. clini-
cal officers), læknaliðar (e. medical
assistants) og hjúkrunartæknar (e.
nurse technicians) móttöku veiks
fólks á Monkey Bay svæðinu. Á
svæðisjúkrahúsinu er lítil rann-
sóknarstofa þar sem meðal annars
er möguleiki á því að meta blóð-
hag fólks, leita að malaríu snýkju-
dýrum í blóði, flokka og gefa blóð
ásamt því að athuga smitstöðu
varðandi alnæmisveir-
una. Framundan er
meðal annars bygging
á skurðstofu og bætt
aðstaða fyrir rann-
sóknarstofuna og
meðferð vegna al-
næmis.
Umfangsmikil
starfsemi
Til marks um um-
fang starfseminnar
má nefna að árið 2005
voru komur rúmlega
70.000 vegna þjónustu
sem var veitt af starfs-
fólki svæðissjúkrahúss-
ins í Monkey Bay. Þar
er um að ræða þjón-
ustu við 150-200 veika
einstaklinga á hverjum
virkum degi, bólusetn-
ingar barna, mæðra-
vernd, ráðgjöf og að-
stoð við getnaðarvarnir
og fæðingarhjálp.
Einnig er í þessum töl-
um umfangsmikil þjón-
usta í afskekktum
þorpum þar sem börn
eru vigtuð og bólusett
og þungaðar konur fá
viðeigandi aðstoð. Auk
þessa starfs eru tugir
veikra barna og fullorð-
inna inniliggjandi á
sjúkrahúsinu á hverjum degi. Í
ljósi þessa er aðstoð Íslendinga
mikilvægur stuðningur við al-
menna heilsugæslu fyrir þúsundir
fátækra einstaklinga á svæðinu.
Við alvarlegri sjúkratilvik er fólki
vísað áfram til héraðssjúkrahúss-
ins í bænum Mangochi, miðstöð
Mangochi héraðsin, en þar búa um
750.000 manns. Starfar einn full-
menntaður almennur læknir þar
ásamt læknatæknum og hjúkr-
unarfólki en sjúkrahúsið þjónar
öllu héraðinu.
Þúsaldarmarkmiðin
og aðstoð Íslendinga
Aðstoð okkar Íslendinga er mik-
ilvæg fyrir svæði eins og Monkey
Bay. Hún er í fullu samræmi við
átta Þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna frá árinu 2000. Rauður
þráður þeirra er barátta gegn fá-
tækt. Þrjú þeirra snerta heilbrigð-
ismál beint og árangur hinna sam-
tvinnast á margvíslegan hátt við
árangur á því sviði. Aðstoð Íslend-
inga er auk þess í fullu samræmi
við áttunda markmiðið um al-
þjóðlega samvinnu.
Stuðningur Íslendinga við
heilsugæsluna í Monkey Bay
snertir mikilvæga uppbyggingu á
grunneiningu hins opinbera heil-
brigðiskerfis í Malaví. Aðstoð okk-
ar hefur áhrif á daglegt líf fátækra
einstaklinga sem eru að berjast
fyrir því að börnin lifi, að konur
geti fætt börn án þess að hætta lífi
sínu og veikt fólk fái viðeigandi
meðferð. Því er ánægjulegt að
finna fyrir vaxandi umræðu og
áhuga hér á landi um þann vanda
sem fátæk lönd standa frammi fyr-
ir hvað varðar almenna heilbrigð-
isþjónustu. Áhersla á aðstoð við
uppbyggingu heilbrigðisþjónustu
og menntakerfis er mikilvægt
framlag okkar Íslendinga sem
þátttakendur í hinu alþjóðlega
samfélagi, fátæku fólki og börnum
þeirra til hagsbóta til framtíðar.
Heilsugæsla í
Malaví og stuðning-
ur Íslendinga
Geir Gunnlaugsson fjallar um
stuðning Íslendinga við heilsu-
gæslu í Malaví
» Aðstoð okk-ar hefur
áhrif á daglegt
líf fátækra ein-
staklinga sem
eru að berjast
fyrir því að
börnin lifi, að
konur geti fætt
börn án þess að
hætta lífi sínu
og veikt fólk fái
viðeigandi
meðferð.
Geir Gunnlaugsson
Höfundur er barnalæknir og for-
stöðumaður Miðstöðvar heilsuvernd-
ar barna.