Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 39
Atvinnuauglýsingar
Milljón á mánuði?
Ertu fær í samskiptum og með ríka þjónustu-
lund? Einstakt tækifæri í sölu og markaðssetn-
ingu á fasteignamarkaði. Metnaður og vand-
virkni í vinnubrögðum frumskilyrði. Reynsla
á fasteignamarkaði ákjósanleg. Aðeins 25 ára
og eldri koma til greina. Sendið ítarlegar uppl.
um menntun og fyrri störf til auglýsingadeildar
Mbl. eða á box@mbl.is merktar „M — 18900“.
Fjölbreytt starf
Heimavinna
Gagnavinnsla á netinu, sala, markaðssetning
og margvísleg verkefni fyrir heimavinnandi
manneskju með vinnuaðstöðu, síma og bíl.
Sveigjanlegur vinnutími. Góð ensku- og tölvu-
kunnátta. Góðir samskiptahæfileikar og sjálf-
stæði í vinnubrögðum.
Fyrirspurnir sendist á info@market.is
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Aðalstræti 20A, 01-01010, Akureyri (214-4654), þingl. eig. Veigar
Örn Ingvarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki
Íslands hf., aðalstöðv., föstudaginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Ásgarður, Svalbarðsstrandarhreppur (152881), þingl. eig. Haukur
Laxdal Baldvinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Bjarkarbraut 5, íb. 01-0301, Dalvíkurbyggð, (215-4691), þingl. eig.
LMS ehf., gerðarbeiðendur Ræsir hf. og Tollstjóraembættið, föstu-
daginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Einholt 24, Akureyri (228-2210), þingl. eig. Sigurgeir Bragason, gerð-
arbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 29. september 2006
kl. 10.00.
Hafnarstræti 20, 01-0202, Akureyri (214-6871), þingl. eig. Jórunn
Viggósdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaupþing banki
hf., Sýslumaðurinn á Akureyri og Tollstjóraembættið, föstudaginn
29. september 2006 kl. 10.00.
Hafnarstræti 79, íbúðarherbergi 01-0101, Akureyri (214-6927), þingl.
eig. Árni Steinar Jóhannsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður
og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., föstudaginn 29. september
2006 kl. 10.00.
Hjallalundur 7a, 01-0101, Akureyri (214-7439), þingl. eig. Ólöf Vala
Valgarðsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn
29. september 2006 kl. 10.00.
Hvammur, Hrísey, Akureyri (215-6376), þingl. eig. Kristján Ingimar
Ragnarsson, gerðarbeiðandi Samkaup hf., föstudaginn 29. september
2006 kl. 10.00.
Kjalarsíða 16f, 01-0206, Akureyri (214-8281), þingl. eig. Enikö Reynis-
son og Pétur Ingimar Reynisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Strandgata 49, 02-0103, Akureyri (225-4639), þingl. eig. Björgvin
Ólafsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Höfðhverfinga, föstudaginn
29. september 2006 kl. 10.00.
Strandgata 49, geymsla 02-0104, Akureyri (225-4640), þingl. eig.
Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Höfðhverfinga, föstu-
daginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Strandgata 49, geymsla 02-0105, Akureyri (225-4641), þingl. eig.
Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Höfðhverfinga, föstu-
daginn 29. september 2006 kl. 10.00.
Tunga, Svalbarðsstrandarhreppi , þingl. eig. Haukur Laxdal Baldvins-
son, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
29. september 2006 kl. 10.00.
Þingvallastræti 18, Akureyri (215-1850), þingl. eig. Anna Kristín Hans-
dóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., föstudaginn 29. september
2006 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
25. september 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Styrkir
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is
Menningarstarf
í Kópavogi
• Lista- og menningarráð Kópavogs aug-
lýsir eftir umsóknum um styrki til verk-
efna /viðburða á sviði menningar og lista
í Kópavogi.
Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir
geta sótt um styrki úr sjóðnum.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum um-
sóknareyðublöðum fyrir 9. október nk., ásamt
fylgiskjölum.
Eyðublöðin fást á skrifstofu Tómstunda- og
menningarsviðs Fannborg 2, 2. hæð og á
heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is
Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til
menningarstarfs
í Kópavogi
tvisvar á ári,
í október og apríl.
Tilkynningar
Efling - stéttarfélag
Fulltrúakjör til ársfundar
Alþýðusambands Íslands
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands
sem haldinn verður í Reykjavík dagana 26. og
27. október 2006.
Tillögur vegna ársfundar Alþýðusambands
Íslands með nöfnum 50 aðalfulltrúa og jafn-
mörgum til vara, ásamt meðmælum 120 full-
gildra félagsmanna, skulu hafa borist skrifstofu
Eflingar-stéttarfélags fyrir kl. 12.00 miðvikudag-
inn 4. október nk.
Kjörstjórn
Eflingar-stéttarfélags.
Félagslíf
Hamar 6006092619 I Fjst. EDDA 6006092619 I Fjhst.
I.O.O.F. Rb. 1 1569268-
Raðauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
SIF Ríkharðsdóttir
varði doktorsritgerð
sína í almennri bók-
menntafræði og
ensku við Washington
University í St. Louis
í Bandaríkjunum 12.
apríl síðastliðinn. Rit-
gerðin ber heitið
„Cultural Transform-
ations in Medieval
Translations: French
into Norse and Eng-
lish.“
Doktorsrannsóknin
beindist að því að
skoða hvernig þjóð-
félagsleg gildi og
skilningur á samfélaginu birtast og
lýsa sér í þeim bókmenntaverkum
sem sköpuð eru innan hvers menn-
ingarheims. Í ritgerðinni voru forn-
enskar og fornnorskar þýðingar á
fornfrönskum bók-
menntum skoðaðar
með það í huga að
kanna hvaða áhrif inn-
lendar bókmennta-
hefðir og samfélags-
skilningur höfðu á
endursköpun franskra
verka á Englandi og
Norðurlöndum á síð-
miðöldum og hvort
hægt væri að rekja
slíka útbreiðslu í ljósi
textalegra hliðstæðna
og samlíkinga.
Með því að skoða
þær breytingar sem
verða þegar textar eru
fluttir á milli menningarsvæða má
greina ákveðin þjóðfélagsleg við-
horf, hefðir, og þá hugmyndafræði
sem mótar hvert samfélag fyrir sig.
Þau hegðunarmynstur sem þá birt-
ast auka skilning okkar á menn-
ingu og hugmyndaheimi miðalda-
manna.
Í rannsókninni voru samfélög
lesenda (reading communitites) af-
mörkuð, þ.e. sá hópur lesenda og
áheyrenda sem búa yfir ákveðinni
sameiginlegri bókmenntahefð og
þekkingu sem mótar síðan nýsköp-
un bókmenntaverka og skilning á
þeim. Innan hvers málasvæðis geta
mörg slík samfélög verið til, þá sér-
staklega í þeim þjóðfélögum þar
sem margar stéttir lifa saman sem
og mörg þjóðarbrot með eigin hefð-
ir og sögu. Þær breytingar sem
eiga sér stað þegar bókmenntaverk
eru endursköpuð eða þýdd frá öðr-
um mála- eða menningarsvæðum
bera þarafleiðandi vitni um þá
þætti sem móta hið nýja samfélag,
þ.e. tungumál, bókmenntahefðir og
félagsleg gildi. Þá var hugtakið
„menningarleg heimsvaldastefna“
(cultural imperialism) einnig rann-
sakað í ljósi áhrifa hins ríkjandi
franska hámenningarheims á nær-
liggjandi þjóðsvæði, segir í frétt
um doktorsvörnina.
Foreldrar Sifjar eru Ríkharður
Kristjánsson, verkfræðingur, og
Ida Sveinsdóttir, lífeindafræðingur.
Sif lauk BA prófi í bókmenntafræði
og íslensku frá Háskóla Íslands
1996 og MA prófi í bókmennta-
fræði og þýsku frá University of
North Carolina at Chapel Hill
1998. Hún kenndi þýsku og ítölsku
við University of North Carolina
og bókmenntir við Washington
University. Hún kennir nú bók-
menntafræði við Háskóla Íslands.
Sif er gift Alexander Picchietti sér-
fræðingi í fjarskiptamálum og eiga
þau tvö börn, Tjörva 5 ára og Sess-
elju 3 ára.
Doktor í bókmenntafræði og ensku
Sif Ríkharðsdóttir
DEILDARRÁÐ læknadeildar Há-
skóla Íslands hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun:
„Í samstarfi við heilbrigðisvís-
indadeildir Háskóla Íslands mynd-
ar Landspítali – háskólasjúkrahús
stærsta mennta- og rannsóknaset-
ur landsins í heilbrigðisvísindum
þar sem um 1000 nemendur fá
starfsmenntun árlega. Starfsmenn
sjúkrahússins þurfa því í daglegum
störfum sínum að samflétta klín-
íska þjónustu við sjúklinga, mennt-
un heilbrigðisstétta og rannsókna-
vinnu sem er undirstaða þróunar
heilbrigðisþjónustunnar.
Starfsemi Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss er nú margskipt og
dreifð víða um borgina og telja má
að orsakir margra þeirra vanda-
mála sem við er að etja í dag felist
í óhagræði þessarar dreifingar.
Deildarráð læknadeildar telur
afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að
byggt verði nýtt háskólasjúkrahús
sem fyrst, svo unnt verði að ljúka
sameiningu sjúkrahúsanna í
Reykjavík og hvetur til samstöðu
allra innan sem utan Landspítala –
háskólasjúkrahúss um uppbygg-
ingu háskólaskólasjúkrahússins og
heilbrigðisvísindadeilda á einum
stað.
Deildarráð hvetur jafnframt til
þess að sú þekking og aðstaða, sem
fyrir hendi er utan Landspítala –
háskólasjúkrahúss, verði einnig
nýtt við klíníska kennslu, þjálfun
og rannsóknir nemenda í heilbrigð-
isvísindagreinum.“
Hvetja til samstöðu um nýjan spítala
Í KVÖLD, þriðjudaginn 26. sept-
ember kl. 20, verður fræðslufundur
í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands við Sturlugötu, þar sem rætt
verður um tryggingamál þeirra
sem veikjast af krabbameini.
Fundarboðendur eru sjö stuðn-
ingshópar krabbameinssjúklinga og
aðstandenda: Góðir hálsar, Kraftur,
Ný rödd, Samhjálp kvenna, Stóma-
samtökin, Stuðningshópur kvenna
með krabbamein í eggjastokkum og
Styrkur. Vilhelmína Haraldsdóttir
læknir verður fundarstjóri.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir leik-
skólakennari segir frá reynslu sinni
af því að vera tryggð og Páll Jens
Reynisson verkfræðinemi ræðir um
reynslu sína af því að vera ótryggð-
ur, Margrét Jónsdóttir félagsráð-
gjafi og forstöðumaður þjónustu-
miðstöðvar Tryggingastofnunar
ríkisins fjallar um öryggisnet al-
mannatrygginga og Bjarni Krist-
jánsson forstöðumaður sölu og
þjónustu hjá KB líf hf. kynnir sjón-
armið tryggingafélags. Í lokin
verða umræður með þátttöku frum-
mælenda.
Fundurinn er meðal annars hald-
inn vegna umræðna í fjölmiðlum í
sumar um að þeir sem hafa farið í
meðferð vegna krabbameins eigi
ekki kost á að fá sjúkdómatrygg-
ingar og líftryggingar.
Áður en fundurinn hefst og að
honum loknum verða veittar upp-
lýsingar um stuðningshópana og
starf þeirra. Fundurinn er ætlaður
öllum sem vilja fræðast um mál-
efnið og hópana.
Eru tryggingar
ekki fyrir alla?