Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Sveins-dóttir fæddist í Stórutungu í Bárð- ardal, 9. apríl 1921, og ólst þar upp. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Akraness 18. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sveinn Pálsson og Vilborg Kristjánsdóttir. Kristín var yngst fjögurra systkina, sem nú eru öll látin, hin eru: Margrét, f. 18.11. 1916, Páll, f. 24.12. 1911, Anna Guðrún, f. 2.9. 1908. Kristín kynntist Garðari Hall- dórssyni, f. 8.9. 1924, þá nemanda á Hvanneyri þar sem hún var starfsstúlka. Þau opinberuðu trú- lofun sína á sumardaginn fyrsta 1944. Börn Kristínar og Garðars eru: Gígja, f. 18.9. 1944, Gunnar Þór, f. 7.1. 1948, Alda, f. 26.11. 1949, Svavar, f. 27.1. 1952, Sveinn Vil- berg, f. 20.5. 1954, Ingimar, f. 18.12. 1959, og Halldór, f. 8.11. 1961. Kristín stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Laugum í S.- Þing. og síðar Kvennaskólann á sama stað. Að loknu námi Garðars á Hvanneyri árið 1944 flytjast þau að Hríshóli í Reykhóla- hreppi, uppeldis- heimili hans og hófu búskap þar. Síðar stofnuðu þau nýbýl- ið Hríshól 2 og bjuggu þar til ársins 1968, þá fluttu þau til Akraness þar sem þau hafa átt heima síðan. Kristín starfaði við fiskvinnslu fyrstu árin á Akranesi, en varð síðar dagmóðir og tók einnig að sér hlutverk fósturforeldris barna á vegum félagsmála- stofnunar bæjarins um nokkurra ára skeið. Síðustu árin sem Kristín var útivinnandi var hún við heim- ilishjálp hjá öldruðum. Kristín verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Ég verð bókstaflega að minnast þín í nokkrum orðum, sérstaklega þar sem þú kvaddir þetta líf á afmæl- isdaginn minn 18. september og ert kistulögð á afmælisdegi Kristjáns Óskars dóttursonar þíns, 22. septem- ber. En hann lést í bílslysi 22. maí 1999, og hefði því orðið 25 ára þennan dag. Er hægt að tengja okkur þrjú betur saman milli heima? Þetta er kannski engin tilviljun. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þig að í rúm 60 ár. Fyrst bjugg- uð þið pabbi á Hríshóli í Reykhóla- sveit og uppvaxtarárin voru yndisleg í sveitinni, alltaf nóg að gera í leik og starfi. Við erum 7 systkinin svo það var oft fjör. Síðan flytjið þið pabbi til Akraness 1968 og þá er ég að byrja minn búskap hér, þannig að þú varst alltaf í seilingarfjarlægð og það var frábært. Ég þakka þér fyrir að fæða mig í þennan heim þó harður sé. Ég þakka þér fyrir að leiða mig fyrstu sporin og reisa mig upp þegar ég datt á haus- inn. Ég þakka þér fyrir að setja plástur á meiddið, hugga litla stúlku og gefa henni pelann sem seint var sleppt. Ég þakka þér fyrir að kenna mér mun á réttu og röngu og sjá það jákvæða og góða í fari annarra og fyrirgefa brestina. Ég þakka þér fyr- ir að vera alltaf til staðar, ekki kröfu- hörð, ekki ágeng, bara til staðar. Ég þakka þér fyrir að segja mér frá þín- um æskudögum og uppátækjum í Stórutungu í Bárðardal, en þangað leitaði hugur þinn oft á fyrstu árun- um fyrir vestan. Ég þakka þér fyrir að vera börnunum mínum góð og skemmtileg amma. Ég þakka þér fyrir allt sem ég lærði af þér í sam- bandi við heimilishald, svo sem að baka brauð, kökur, kleinur, gera slát- ur, sauma út og prjóna og margt fleira. Ég þakka þér fyrir að segja ekki oft „Þetta sagði ég þér,“ þó ég hefði rangt fyrir mér. Ég þakka þér fyrir að ég var ekki skilnaðarbarn, ekki lyklabarn eða kom að tómu húsi, sís- vöng, þreytt og köld og enginn heima. Þú varst alltaf til staðar. Ég þakka þér fyrir allar okkar samveru- stundir í lífinu, öll þriðjudagskvöldin sem við sátum við útvarpið og hlýdd- um á „lífsaugað“ með Þórhalli Guð- mundssyni og þú vildir alltaf bjóða mér upp á ostaköku, ávexti og rjóma. Gestrisni þín var einstök og þú varst svo heppin að hafa yndislega heim- ilishjálp sem bakaði kleinur og snúða eins og þú óskaðir. Þú varst alltaf árrisul og laukst flestu fyrir hádegi. Ég þakka þér fyrir góða skapið og æðruleysið sem aldrei brást sama hversu lasin þú varst. Þennan eig- inleika vil ég gjarnan tileinka mér þó áliðið sé. Alltaf varstu svo innilega þakklát fyrir allt sem gert var fyrir þig, sama hvað lítið það var. Ég kveð þig mamma, en sé um svið að sólskin bjart þar er, sem opnar hlið að fögrum frið, og farsæld handa þér. Því lífs er stríði lokið nú, en leiðina þú gekkst í trú á allt sem gott og göfugt er og glæðir sálarhag. Það ljós sem ávallt lýsti þér, það lýsir mér í dag. Ég kveð þig, mamma, en mildur blær um minninganna lönd, um túnin nær og tinda fjær, mig tengir mjúkri hönd, sem litla stúlku leiddi um veg, sú litla stúlka – það var ég, og höndin – það var höndin þín, svo hlý og ljúf og blíð. Ég kveð þig, elsku mamma mín, en man þig alla tíð. (Rúnar Kristjánsson.) Guð gefi pabba og okkur öllum sem elskuðu hana, styrk í þessari sáru sorg sem nú sækir að. Þín elskandi dóttir Gígja. Mamma mín, ég minnist þín að morgni dags er sólin skín og sendir birtu á sæ og jörð og sveipar stafagulli fjörð. Þú straukst mér í bernsku um brá, blítt og hlýtt varð allt að sjá, allt svo hljótt og undur rótt þá yfir færðist nótt. Mig þú signdir mjúkri hönd, myrkrið hvarf í draumalönd. Tilveran eitt ljúflingslag leikur í minni sérhvern dag. Þau eru liðin þessi ár, og þínar hafa lokast brár. Í mínum huga ertu enn, að þér hændust dýr og menn sem ekki mikils máttu sín. Svo minnast vil ég alltaf þín. (Helga Finnsdóttir) Þín dóttir Alda. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, takk fyrir allt saman. Elsku afi, Guð styrki okkur öll. Ásgeir, María og börn. Kristín Sveinsdóttir ✝ Alice Gyða Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. nóvember 1928. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 15. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Einarson mál- arameistari og kaupmaður á Vega- mótum á Seltjarn- arnesi, f. 6. júlí 1892 , d. 27. desember 1945 og Anna Pál- ína Loftsdóttir húsmóðir, f. 7. maí 1900, d. 5. júní 2000. Uppeldis- bróðir Gyðu, sonur Önnu, er Karl Bergmann Guðmundsson fyrrv. skipulagsstjóri Landsbankans, f. 12. nóvember 1919, kvæntur Höllu Jónsdóttur húsmóður. Gyða giftist árið 1955 Ólafi Guð- björnssyni framreiðslumeistara, f. í Reykjavík 19. ágúst 1925. Hann kvæntur Ingibjörgu Jóhannes- dóttur hárgreiðslumeistara, synir þeirra eru Jón Axel, f. 1993 og Andri Geir, f. 1995. Sonur Gyðu og Kristins Magnússonar er Einar Örn bankastarfsmaður, f. 1949, kvæntur Áslaugu Stefánsdóttur lífeindafræðingi, börn þeirra eru Anna Margrét, f. 1975, Kolbrún, f. 1990 og eiga þau eitt barnabarn. Sonur Ólafs frá fyrri sambúð er Jóhann Valgarð bókbindari, f. 1948. Gyða ólst upp á Vegamótum á Seltarnarnesi. Ólafur og Gyða hófu sinn búskap í Reykajvík, bjuggu síðan um áratugaskeið á Akureyri. Eftir það fluttu þau á Seltjarnarnes og síðustu þrjátíu árin bjuggu þau í Hafnarfirði. Lengi starfaði Gyða með eiginmanni sínum við fram- reiðslustörf, auk þess sem hún var þerna á tímum strandferðaskip- anna. Lengst af starfaði hún við verslunarstörf, bæði á yngri árum og síðar eftir að börnin voru upp- komin. Útför Gyðu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. er sonur Guðbjörns Ásmundssonar frá Gerðakoti á Álftanesi og Kristbjargar Jónsdóttur sem fædd var á Krókhúsum á Rauðasandi. Börn Gyðu og Ólafs eru: Guðbjörn Steinþór sjómaður, f. 1956, sambýliskona Ásta María Janthnam. Anna Elísabet lög- reglumaður, f. 1958, gift Kristjáni Sig- urmundssyni for- stöðumanni, börn þeirra eru Ólaf- ur Halldór, f. 1977 og Edda, f. 1995, og eiga þau eitt barnabarn. Ólafur Rúnar kjötiðnaðarmeistari, f. 1961, kvæntur Oddnýju Krist- insdóttur húsmóður, dætur þeirra eru Alma Rún, f. 1982, Eva Dögg, f. 1984 og Gyða Björk, f. 1993 og eiga þau eitt barnabarn. Helgi Þór matreiðslumeistari, f. 1962, Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Gyðu Einarsdóttur. Ég hitti Gyðu fyrst fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar Anna Elísabet dóttir hennar kynnti mig fyrir for- eldrum sínum. Mér var tekið elsku- lega en með nokkurri varfærni. Enda var mikið í húfi þar sem maðurinn gerði tilkall til dóttur þeirra og þar að auki Ólafs Halldórs, fyrsta barna- barnsins, sem þá var kominn á fjórða ár. Það er skemmst frá því að segja að það gekk ágætlega að koma sér í mjúkinn hjá verðandi tengdaforeldr- um og hafa samskipti okkar verið traust og farsæl alla tíð. Eins og með mörg samheldin hjón er vart hægt að tala um annað án þess að hitt sé nefnt í sama mund. Þannig var með Gyðu og Óla. Þau voru svo sannarlega eitt í gegnum súrt og sætt. Gyða var gyðjan hans Óla og hann hefur borið hana á höndum sér í gegnum árin með óbilandi ást og um- hyggju. Helsta áhugamál þeirra eftir að ég kynntist þeim voru ferðalög inn- anlands. Þannig tengdu þau saman fjölskylduna og áhugann á að skoða landið. Eru margar sumarhúsaferðir minnisstæðar, sérstaklega frá fyrstu árunum okkar Önnu Lísu, þegar gjarnan var farið í Vaglaskóg. Þá skemmti stórfjölskyldan sér vel, mik- ið var sungið og rökrætt og Gyða hrókur alls fagnaðar. Eftirmæli mín um Gyðu eru þau að hún hafi verið yndisleg, frjálsleg og ákveðin í sínu. Hún vildi öllum vel, var örlát og umhyggjusöm gagnvart sín- um nánustu. Það var auðvelt að leita til hennar og hún var ekki aðeins móðir og amma, heldur einnig mikill vinur og trúnaðarmaður. Ólafur Halldór átti gjarnan athvarf hjá ömmu og afa fyrstu árin sín og átti hann ávallt stórt rúm í hjarta ömmu sinnar. Það var yndislegt og fallegt samband þeirra á milli. Trúði hann henni fyrir sínum leyndustu og villtustu draumum og raunum, sem Gyða meðtók af óend- anlegum skilningi. Það voru mikil við- brigði og missir fyrir Óla Halldór og einnig Önnu Lísu þegar minnisglöpin og annar heilsubrestur fór að hrjá Gyðu síðustu árin. Þetta hafði auðvitað einnig þau áhrif að yngri börnin í fjöl- skyldunni, eins og Edda mín, fengu ekki tækifæri til að upplifa ömmu og langömmu eins og þau eldri muna hana. En gæskan til þeirra allra og brosið voru til staðar til síðasta dags. Þegar ég segi að Gyða hafi verið frjálsleg þá á ég við að hún var svo fordómalaus og óbundin af kreddum og aldri í samskiptum sínum við fólk. Heimili hennar og Óla stóð alltaf opið fyrir vinum barna þeirra og Gyða átti trúnað þeirra margra. Þá var það aðdáunarvert að fylgjast með henni þegar hún vann um tíma við af- greiðslustörf á Hlemmi. Þar þjónaði hún fjölbreytilegri flóru mannlífsins af einskærri lipurð og elsku, hvort sem um var að ræða baldin ungmenni eða ógæfusamt útigangsfólk. Gyða var sannarlega föst á sínu og gat verið kröfuhörð, sérstaklega gagnvart tengdaföður mínum. Mín reynsla af þeirra sambandi er að Óli hefur alltaf tekið það sem sjálfsagðan hlut að geðjast gyðjunni sinni og upp- fylla allar óskir hennar eftir bestu getu. Við Gyða vorum ekki alltaf sam- mála, en virtum skoðanir hvort annars og ágreiningsmálin voru aldrei af þeim toga að skugga bæri á okkar góða sam- band tengdamóður við hennar eina tengdason. Sem dæmi má þó nefna að okkur greindi á um uppeldi, en Gyðu fannst við vera ströng í uppeldi barna okkar og fara of stíft eftir kenningum og fræðum þroskaþjálfans. Á léttari nótunum tókumst við á um menning- argildi sjónvarpsstöðva. Hún var ein- lægur aðdáandi Stöðvar 2 og vildi helst ekki horfa á annað, en mér hefur alltaf fundist RÚV uppfylla nægilega mínar þarfi fyrir sjónvarpsefni. Sameiginlega höfðum við Gyða áhuga á að leggja kapla og ráða krossgátur og undum við stundum saman við slíka áráttu. Eitt af því sem Gyða stóð fast á var að búa í sinni íbúð þar til yfir lyki, enda heima- kær. Þau voru sammála um þetta hjónin og þrátt fyrir stöðugt þverrandi heilsu hjá báðum og átakanlegan skort á þjónustu við hæfi tókst þeim að halda heimili sitt á Miðvanginum til þessa dags. Þessar aðstæður hafa mikið reynt á Óla tengdaföður minn og við höfum ábyggilega ekki gert okkur nægilega grein fyrir því álagi sem hann hefur mátt þola þegar Gyða var mikið veik heima. En hann tók þær byrðar á sig af trúfestu og miklum vilja fremur en mætti. Nú er komið að lokum þessarar jarðvistar hjá elskulegri tengdamóð- ur minni. Ég bið algóðan guð að blessa minningu Gyðu Einarsdóttur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eiga með henni þessa vegferð. Ólafi tengdaföður mín- um bið ég blessunar um ókomin ár. Þau verða ekki án Gyðu, því minn- ingin um hana mun ávallt vera með honum og okkur öllum sem unnum henni og áttum hana að. Kristján Sigurmundsson. Amma er farin og ég mun sakna hennar mikið. Ég er elsta barnabarn- ið og frá unga aldri var ég mjög mikill „ömmu strákur“ og hún gerði allt sem hún gat til að gera prinsinn sinn ánægðan. Ég man eftir því er ég var lítill, þá fór ég oft með ömmu og afa í sum- arbústaði. Það var hápunktur sumarsins því þar fékk ég nánast allt sem ég vildi. Minnisstæðar eru ferðirnar í Húsafell þar sem öll fjölskyldan hittist ár eftir ár. Það eru minningar sem gleymast seint. Á táningsaldri var alltaf gaman að fá að gista heima hjá þeim á Hring- brautinni. Þá fékk ég alltaf að labba út á myndbandaleigu, taka spólur, fá hamborgara sem amma gerði og vaka lengi. Er ég varð eldri hætti ég ekki að heimsækja þau og var alltaf jafn gam- an að sjá hana ömmu brosa þegar ég kom. Amma var hamingjusöm þegar sonur minn, fyrsta langömmubarnið fæddist. Henni þótti svo vænt um hann. Á tímabili var vinnutími minn þannig að ég var laus á morgnana. Fór ég þá oft fjórum sinnum í viku til þeirra og þau stjönuðu við mig og amma sagði að það væri engin fyrir- höfn. Síðustu dagana sem hún lifði heimsótti ég hana upp á spítala. Dag- inn áður en hún lést var ég hjá henni með afa og hún var svo hress. Við töl- uðum mikið saman og áttum góða stund. Ég sagði við hana áður en ég fór að ég elskaði hana og hún sagðist elska mig. Daginn eftir kom ég til hennar um kvöldmatarleytið og þá átti hún erfitt með að tala. Því sagði ég við hana „Ekki vera mikið að tala, ég skal bara tala fyrir okkur bæði“ og sat hjá henni og sagði henni hvað væri að gerast hjá mér. Þetta sama kvöld hringdi mamma og bað mig að koma upp á spítala. Og kvaddi hún þetta kvöld. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar mikið. Ólafur Halldór. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Með þessum ljóðlínum kveðjum við okkar kæru vinkonu með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir einlæga vináttu og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Óli,við sendum þér börnum þínum og fjölskyldum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Kristín og Rúnar Það kemur margt upp í hugann við lát æskuvinkonu minnar Gyðu. Við byrjuðum í Mýrarhúsaskólanum á Seltjarnarnesi átta ára gamlar, síðan í Landakoti og vorum einnig ferm- ingarsystur. Hún var frá Vegamót- um en ég frá Bjargi, svo stutt var á milli. Þarna voru hnýtt vinabönd sem entust ævina alla, þó oft væri vík milli vina. Þegar gamli vinkvenn- ahópurinn stofnaði saumaklúbb vor- um við flestar farnar að búa og komnar með börn. Þá var oft kátt á hjalla og gaman að hittast. Sigrún systir mín og Gyða bjuggu um tíma á Akureyri, vegna vinnu manna sinna. Þá skruppum við til þeirra allur hóp- urinn í heimsókn, en mig minnir að ekki hafi mikið verið saumað í það sinn. Eftir Akureyrardvölina fluttu Ólafur og Gyða á Nesið og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu svo til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa búið síðan. Nú síðast í fallegri íbúð með stórkostlegu útsýni, þar sem þeim leið mjög vel. Veikindi Gyðu síðasta árið voru erfið, en Óli hugsaði vel um sína konu. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust yndisleg börn og barnabörn sem voru ömmu og afa til mikillar gleði. Ég sendi Óla og öllum börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Góð kona er kvödd. Björg Ísaksdóttir. Gyða Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.