Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 40
|þriðjudagur|26. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Mein Kampf var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina, en þar segir frá Adolfi nokkrum Hitler, ungum að árum. » 43 leikhús Óbyggðirnar tóku toppsætið á Íslandi um helgina en í Banda- ríkjunum eru það Asnakjálkarnir sem tróna á toppnum. » 42 bíó Arnar Eggert skellti sér á tón- leika ungversku söngkonunnar Mörtu Sebestyen í Kult- urBrauerei í Berlín. » 43 tónlist Góðkunningi úr sjónvarpinu, Auðunn Blöndal, fer senn af stað með nýjan sjónvarpsþátt á Sirkus sem heitir Tekinn. » 44 fólk SPURNINGALEIKURINN Orð skulu standa er á dagskrá Rásar 1 kl. 15.03 í dag, endurfluttur frá síðasta laugardegi. Gestir eru Pétur Blöndal blaðamaður og Vigdís Jak- obsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóð- leikhússins. Þau fást við þessa byrjun á limru: Það er mikill söngvari hann Magni sem mjög þenur raddbönd af lagni. Fyrripartur síðasta þáttar var svona: Hausta tekur, húma fer, hér við sitjum aftur. Páll Ásgeir Ásgeirsson botnaði í þættinum: Þó saman öll við sitjum ber þarð sér ei nokkur kjaftur. Sigurjón Kjartansson botnaði: Sauðdrukkinn í september Satans fylliraftur. Hlín Agnarsdóttir: Engar varnir, enginn her, ekki nokkur kjaftur. Og Davíð Þór Jónsson: Í partíinu okkar er aldrei rifinn kjaftur. Með málfræðilegu tilbrigði: Kaffisopinn indæll er sem ákaft hér er laptur. Hlustendur létu ekki sitt eftir liggja, t.d. Gunnsteinn Ólafsson: Orðin standa undir sér, enginn veit hvert prikið fer. Marteinn Friðriksson: Í dimmu Hlín má dilla sér og Davíð snillikjaftur. Eysteinn Pétursson sendi þrjá: Davíðs ólmur drottnar her, ef dvínar Hlínar kraftur. Davíð Þór, sá Drottins ver, er dálaglega skaptur. Agnars Hlín er ekki þver og enginn sóðakjaftur. Valdimar Lárusson botnaði og lét braghendu fylgja með: Þessu fylgja þykir mér þróttur bæði og kraftur. Gott var að hlusta á þáttinn þinn því hann var góður, enda mikill sagnasjóður. Svo að margur verður fróður. Kristín Sigríður Guðjónsdóttir á Hrafnistu í Reykjavík botnaði: Þið hafið eflaust borðað ber og bæst því aukinn kraftur. Auðunn Bragi Sveinsson sendi þennan: Það er verst, ef ekki er eftir nokkur kraftur. Hörður Þorleifsson: Karl hann stjórnar sterkum her, streymir ofurkraftur. Kona hans, Ólöf Helgadóttir, var að sulta á meðan þátturinn var: Sveitt er við að sjóða ber það sér mig ekki kjaftur. Íslenska | Útvarpsþátturinn Orð skulu standa er í fullum gangi á Rás 1 Magni þenur raddbönd af lagni Orðheppin Davíð Þór Jónsson, Karl Th. Birgisson og Hlín Agnarsdóttir í Orð skulu standa. Hlustendur geta sent sína botna í netfang þáttarins, ord@ruv.is, eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Ífyrsta sinn í sögu Ný-listasafnsins gefst gestum oggangandi tækifæri til aðskoða safneign safnsins í heild sinni í húsakynnunum á Laugavegi 26. Þar gefst mönnum kjörið tækifæri til þess að kynna sér stefnur og strauma í sam- tímalist frá árunum 1978-2005. Alls eru þetta um 650-700 listaverk og munu valdir góðvinir safnsins stýra spjalli um listaverkin. Opið verður daglega frá 20:00– 22:00 frá mánu- degi til föstudags og munu valdir góðkunningjar safnsins stýra óhefðbundinni leiðsögn kl 20:00. Laugardaginn 30. september verð- ur málþing í safninu kl: 17:00 en opið er frá 13:00. Síðasta sýning- ardaginn, sunnudaginn 1. október verður opið frá 13:00 til 17:00. Nína Magnúsdóttir, sem á sæti í stjórn safnsins, segir að þeir góð- vinir safnsins sem munu lóðsa gesta um gangana séu meðal ann- ars Ingólfur Arnarson, Goddur, Árni Ingólfsson, Hannes Lárusson og Gerla. „Við ætlum að koma öll- um verkunum fyrir og erum núna í miðri uppsetningu. Þetta er ekki sýning í hefðbundnum skilningi. Hvert og eitt verk fær ekki að njóta sín enda höfum við ekki pláss undir það. Við bjóðum gestum að sjá öll verk og skoða ofan í alla kassa sem Nýlistasafnið hefur haft í sinni safneign í hartnær 30 ár,“ segir Nína. Fyrir frumkvæði listamanna Hún segir að því fylgi vissar skyldur fyrir safnið að eiga svo stórt safn verka. Það hafi hins veg- ar aldrei haft fjárhagslegt bolmagn til þess að rækja þær skyldur al- mennilega. „Hérna innan um eru dýrgripir og á hverju ári kemur upp sú spurning hvernig við getum haldið utan um safnið svo vel megi vera. Til þess þyrfti starfsmann til þess að skrá safneignina og geyma hana.“ Nýlistasafnið verður til fyrir frumkvæði nokkurra listamanna ár- ið 1978 og frá þeim tíma hafa orðið mikil verðmæti í eigu safnsins. Morgunblaðið/ÞÖK Safnasýning Skoða má stefnur og strauma í samtímalist frá árinunum 1978-2005 í Nýlistasafninu. Hátt í sjö- hundruð verk Öll safneign Nýlistasafnsins til sýnis á einum stað um þessar mundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.