Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 15
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ÍSLENSKA bankakerfið hefur tekið róttækum
breytingum á undanförnu þremur árum og því
hefur gengið vel að takast á við breytingarnar þótt
þeir hafi haft í för með sér nýja áhættu og verk-
efni. Samfara miklum eignavexti viðskiptabank-
anna þriggja hafa þeir orðið umtalsvert háðir al-
þjóðlegum lánsfjármörkuðum um fjármögnun og
þá um leið viðhorfum markaðarins.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri
skýrslu alþjóðamatsfyrirtækisins Fitch Ratings
um íslenska bankakerfið. Þar segir að umrótið í
kringum íslensku bankana fyrr á þessu ári hafi
neytt íslensku bankana til þess að taka meira tillit
til sumra af áhyggjum lánveitenda, til að auka
gagnsæi og bæta upplýsingaflæði og takast á við
atriði eins og mikla hlutabréfaáhættu og kross-
eignartengsl.
Fitch lítur útrás íslensku bankanna jákvæðum
augum og segir þá hafa einbeitt sér að því að ná
fram meiri dreifingu á tekjusviðinu, m.a. með
kaupum erlendis, og þeir séu því ekki eins háðir
hinu sveiflukennda íslenska efnahagsumhverfi og
áður. Þannig segir Alexander Birry, aðstoðar-
framkvæmdastjóri hjá Fitch, það jákvætt að
stærstu íslensku bankarnir hafi fært út kvíarnar
til annarra landa. „En hinn hraði vöxur erlendis
hefur skapað bönkunum ný verkefni að kljást við,
sérstaklega hvað varðar áhættustjórnun og sam-
þættingu erlendra rekstrareininga sem þeir hafa
keypt,“ segir Birry.
Í Vegvísi Landsbankans segir að tónninn í
skýrslu Fitch Ratings sé jákvæðari og þar komi
m.a. fram að nýlegar samþættingar stærri fyr-
irtækja virðist hafa gengið vel. Bankarnir þurfi þó
að hafa hátt eiginfjárhlutfall vegna hinnar sér-
stöku áhættu sem þeir standi frammi fyrir.
Jákvæðari tónn í nýrri skýrslu
Fitch Ratings um íslensku bankana
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 0,5% í gær, í
6.222 stig. Verslað var með hluta-
bréf fyrir rúma 3,2 milljarða króna,
mest með bréf í Landsbankanum
eða fyrir tæpar 478 milljónir króna.
Gengi bréfa FL Group hækkaði mest
eða um 1,3%. Mesta lækkunin var á
gengi bréfa Avion Group en það
lækkaði um 9,3% en félagið birti árs-
fjórðungsuppgjör sitt í gær.
Krónan styrktist um 0,7% en velta
á millibankamarkaði nam um 17,3
milljörðum króna. Bandaríkjadalur
kostar nú 70,3 krónur, evran 89,6
og pundið 133,6 krónur.
Bréf Avion Group
lækkuðu um 9,3%
● Trygginga-
miðstöðin hefur
gert samning við
norska trygginga-
fyrirtækið Møret-
rygd um vátrygg-
ingasamstarf á
sviði frum- og
endurtrygginga.
Í tilkynningu TM
segir að samningurinn, sem sé ný-
mæli í íslenskum trygginga-
viðskiptum, nái til vátrygginga vegna
hátt á áttunda hundrað báta og
skipa og því sé um umtalsverð við-
skipti að ræða en samningurinn er til
þriggja ára. „Samningurinn við
Møretrygd er samstarfsverkefni TM
og Nemi og markar ákveðin tímamót
sem fyrsti samningur sem þessi fé-
lög koma saman að. Ráðgert er að
félögin muni vinna áfram saman að
fleiri verkefnum á erlendum vett-
vangi en eftir að TM eignaðist Nemi
er orðið auðveldara fyrir félagið að
bjóða fyrirtækjum á Norðurlöndum
þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Bátaábyrgðarfélagið Møretrygd er í
Álasundi á vesturströnd Noregs, og
félagið er stórt á sínu sviði á norskan
mælikvarða og hefur sterka stöðu á
markaðssvæði sínu. Møretrygd
tryggir um það bil 760 fley fyrir vá-
tryggingafjárhæðir sem nema tæp-
um 70 milljörðum. Árleg iðgjöld
nema tæpum 600 milljónum og
eigið fé er rúmlega 1,7 milljarður.
Møretrygd er meðal elstu trygginga-
félaga í Noregi.
TM semur við norska
tryggingafyrirtækið
Møretrygd
● LANDSBANKINN hefur lokið við
kaup sín á Cheshire Guernsey Ltd.
en þau voru háð skilyrðum um sam-
þykki eftirlitsaðila á Guernsey og Ís-
landi og hefur það nú fengist. Kaupin
voru fjármögnuð með eigin fé Lands-
bankans.
Nafni Cheshire Guernsey verður
breytt í Landsbanki Guernsey Lim-
ited. Bankinn er þar með orðinn hluti
af samstæðu Landsbankans. Hall-
dór J. Kristjánsson bankastjóri, Sig-
urjón Þ. Árnason bankastjóri og Mark
Sismey Durrant, framkvæmdastjóri
Heritable Bank, hafa tekið sæti í
stjórn Landsbanki Guernsey Limited
auk lögmanns bankans á Guernsey,
John Lewis.
Fram kemur í tilkynningu Lands-
bankans að kaupin séu í samræmi
við þá stefnu Landsbankans að
fjölga stoðum í fjármögnun hans og
gefa Landsbankanum færi á að ná
skjótri og öruggri fótfestu á markaði
fyrir alþjóðleg innlán og leggja þar
með góðan grunn að áframhaldandi
uppbyggingu alþjóðlegrar innlána-
starfsemi.
Kaup Landsbankans
á Cheshire Guernsey
frágengin
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI