Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er nýjasta Disney-myndin
Óbyggðirnar (The Wild) sem sit-
ur í fyrsta sæti listans yfir mest
sóttu myndir síðustu helgar.
Kvikmyndin er bæði sýnd með ís-
lensku og ensku tali og rúmlega 3
þúsund Íslendingar, ungir sem
aldnir, skemmtu sér á henni um
helgina.
Christof Wehmeier hjá Sambíó-
unum segir að fullt sé út úr dyr-
um á öllum barna- og fjölskyldu-
sýningum og að krakkarnir láti
vel af, enda sé myndin virkilega
skemmtileg og vel teiknuð.
Í öðru sæti er einnig að finna
nýja mynd, John Tucker Must
Die. Hér er um að ræða gam-
anmynd um þrjár vinkonur sem
standa saman í að hefna sín á
fyrrverandi kærasta. Rúmlega
2.200 bíógestir sóttu myndina
sem skartar Sophiu Bush úr One
Tree Hill í aðalhlutverki.
Í þriðja sæti er það svo „deit“-
mynd ársins eins og segir í aug-
lýsingu eða Step Up. Myndin fell-
ur um eitt sæti á milli vikna en
heildarfjöldi gesta er orðinn ná-
lægt 12 þúsundum sem verður að
teljast nokkuð gott og er þar með
næstmest sótta mynd topp 10
listans á eftir Clerks 2 en þá
mynd hafa rúmlega 18 þúsund
bíógestir sótt.
Það er svo hasarmyndin Crank
með hinum eitursvala Jason Stat-
ham í aðalhlutverki sem situr í
fjórða sætinu. Tæplega 1.500
manns sóttu þá mynd um helgina.
Fjórðu frumsýningarmynd síð-
ustu helgar The Alibi tekst hins
vegar ekki að komast inn á topp
10 listann og endar í 14. sæti.
Myndin skartar þeim Rebeccu
Romijn og Steve Coogan í aðal-
hlutverkum en myndin er aðeins
sýnd í Sambíóinu Álfabakka.
Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi
Óbyggðirnar kalla
! "#
$% '
( )*
&*
+*
,*
-*
.*
/*
0*
1*
)2*
Reuters
Teiknimynd Óbyggðirnar (The Wild) eru í fyrsta sæti bíólistans yfir vin-
sælustu myndir síðustu helgar á Íslandi.
HINIR sívinsælu Asnakjálkar (Jac-
kass) náðu toppsætinu um helgina í
Bandaríkjunum með annarri mynd
sinni og skutu þar með bardaga-
mynd Jets Li ref fyrir rass. Í mynd-
inni gefur meðal annars að líta þá
félaga reka hvor annan með eldi-
brandi og þá fær einn asnakjálkinn
blóðsugu í augað. Keyptu bíógestir
helgarinnar miða á myndina fyrir
um 28 milljónir dala.
Toppmynd síðustu helgar Grid-
iron Gang með Dwayne „The Rock“
Johnson hafnaði í þriðja sæti en sú
kvikmynd er byggð á sönnum at-
burðum þar sem hópur vandræða-
unglinga kemst á beinu brautina
við að spila bandarískan ruðnings-
bolta.
Flugásamyndin Flyboys hafnaði í
fjórða sæti eftir sýningar helg-
arinnar en þar er á ferðinni stríðs-
mynd sem gerist í fyrri heimsstyrj-
öldinni.
Teiknimyndin Everyone’s Hero
er svo að finna í fimmta sæti. Mynd-
in fjallar um ungan strák sem
ferðast þvert yfir Bandaríkin til að
skila kylfu hafnaboltahetjunnar
Babe Ruth. Myndinni var leikstýrt
af Christopher Reeve heitnum.
Í sjöunda sæti er svo að finna
vonbrigði vikunnar en það er kvik-
myndin All the Kinǵs Men með
Sean Penn í aðalhlutverki. Kvik-
myndin hefur fengið afleita dóma
hjá gagnrýnendum þar vestra og á
opnunarhelginni tók myndin ekki
nema 3,8 milljónir dala í kassann.
Bjuggust framleiðendur mynd-
arinnar við að sú tala yrði að
minnsta kosti helmingi hærri, sér í
lagi þar sem myndin skartar stór-
stjörnum á borð við Jude Law og
Kate Winslet í aukahlutverkum.
Þegar aðsókn síðustu þriggja
helga er miðuð við sama tíma á síð-
asta ári er árangurinn í ár 6 milljón
dölum lakari. Hins vegar jókst að-
sókn á milli vikna nú um 52%.
Asnakjálkar
á toppnum
Topp 10 listinn
1. Jackass Number Two
2. Jet Li’s Fearless
3. Gridiron Gang
4. Flyboys
5. Everyone’s Hero
6. The Black Dahlia
7. All the King’s Men
8. The Covenant
9. The Illusionist
10. Little Miss Sunshine
Reuters
Kjánar Mynd Asnakjálkanna vekur
lukku meðal Bandaríkjamanna.
Kvikmyndir | Vinsælustu
myndirnar í Bandaríkjunum
Eins og fjölmiðlar greindu fráhélt Hugo Chavez, forseti
Venesúela, berorða ræðu frammi
fyrir allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna á dög-
unum, þar sem
hann úthúðaði
George W. Bush
Bandaríkja-
forseta.
Í ræðu sinni
sýndi Chavez
fundargestum,
og um leið heim-
inum öllum, eintak af bók eftir hinn
virta rithöfund, málfræðing og
stjórnmálarýni
Noam Chomsky
og mælti sterk-
lega með því að
bandaríska þjóðin
kynnti sér efni
bókarinnar.
Bókin hefur
enska titilinn
Hegemony or
Survival: America’s Quest for Glo-
bal Dominance og er, eins og vænta
má, sérlega gagnrýnin á utanrík-
isstefnu Bandaríkjanna.
Áhrif ræðu Chavez voru slík að
bók Chomskys selst nú sem aldrei
fyrr. Var bókin í 26.000. sæti á
sölulista vefbókasölunnar vinsælu
Amazon.com, en eftir ræðuna
stökk bókin rakleiðis í 1. sæti.
Vinsælasta bókin á sölulista
Amazon áður en bók Chomskys
komst í fréttirnar var bókin The
Greatest Story Ever Sold: The
Decline and Fall of Truth from 9/11
to Katrina eftir greinahöfundinn
Frank Rich, en sú bók er sömuleið-
is sérlega gagnrýnin á bandarísk
stjórnmál og samfélag.
Samfélagsgagnrýni virðist eiga
upp á pallborðið hjá viðskiptavinum
Amazon því í þriðja sæti metsölu-
listans er Letter to a Chistian Na-
tion eftir Sam Harris sem gagn-
rýnir þar kristin trúargildi
Bandaríkjanna.
Fólk folk@mbl.is
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20
Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 UPPS.
Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk
eftir hópinn.
Mið 27/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20
Fös 29/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í
fylgd með forráðamönnum*
*Gildir ekki á söngleiki og barnasýnin-
gar.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
MEIN KAMPF
Mið 27/9 kl. 20 UPPS.
Fös 29/9 kl. 20
Lau 7/10 kl. 20
Sun 8/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir!
5 sýningar á 9.900 kr.
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk
Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil
Ólafsson
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lind-
gren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Manntafl e. Stefan Zweig
Alveg brilljant skilnaður e. Geraldine
Aron
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Lau. 30.sept. kl. 14 3.kortasýn. - UPPSELT
Lau. 30. sept. kl. 15 Aukasýning - nokkur sæti laus
Sun. 1. okt. kl. 14 4.kortasýn. - UPPSELT
Sun. 1. okt. kl. 15 Aukasýning - UPPSELT
Sun. 1. okt. kl. 16 Aukasýning - UPPSELT
Sun. 8. okt. kl. 17 5.kortasýn. - örfá sæti laus
Sun. 15. okt. kl. 14
Næstu sýningar: 15/10, 22/10, 29/10
Mike Attack - sýnt í Rýminu
Fös. 29.sept. kl. 21 1.kortasýn. - örfá sæti laus
Lau. 30.sept. kl. 21 2.kortasýn.
Næstu sýningar: 05/10, 06/10, 12/10, 13/10, 14/10
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn