Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 35 ✝ Guðjón Guð-laugur Krist- insson fæddist á Kálfárvöllum í Stað- arsveit 12. febrúar 1925. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðjón Krist- inn Guðjónsson, f. 21. febrúar 1873 í Vatnagörðum í Landsveit, d. 16. febrúar 1954, og Geirþrúður Geirmundsdóttir, f. 22. október 1898 í Vatnabúðum í Eyrarsveit, d. 26. febrúar 1981. Þau bjuggu lengst af á Ytri – Knarrartungu í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi. Guðjón var þriðji í röð átta systkina: Kristín Þórunn var elst, f. 6. september 1921, d. 26. mars 1955, Jón Geirmundur, f. 17. desember 1923, Kristgeir Helgi, f. 4. júlí 1926, Danlína Hulda, f. 7. september 1927, d. 17. júlí 2002, Sigríður Fjóla, f. 25. apríl 1930, Elíveig Kristjana, f. 30. desember 1932, og yngstur er Bjarni Thorarensen, f. 25. sept- ember 1938. Guðjón Guðlaugur giftist Ingi- björgu Sólbjörtu Guðmunds- dóttur hinn 26. desember 1957. Þau skildu árið 1978. Þau eign- uðust tvær dætur: Þær eru: 1) Svan- borg Birna, f. 20. október 1957. Birna giftist Halldóri Jak- obssyni árið 1978 og eignuðust þau tvær dætur, þær Ingibjörgu Ástu, f. 1978, og Hildi, f. 1982. Birna og Hall- dór skildu. Ingi- björg Ásta á soninn Halldór Andra. 2) Guðlaug Rakel, f. 19. nóvember 1961. Rakel giftist Guðjóni Gunn- arssyni 1988 og eiga þau þrjár dætur, þær Gyðu Rut, f. 1986, Karenu Birnu, f. 1989, og Bryn- dísi, f. 1993. Guðjón Guðlaugur flutti ásamt foreldrum og systkinum að Ytri – Knarrartungu í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi árið 1932, þar sem hann ólst upp. Hann vann á sumrin við vikurflutninga neðan af Snæfells- jökli. Var síðan til sjós, á vertíð- arbátum frá Sandgerði og Vest- mannaeyjum. Hann starfaði hjá Símanum 1956-1963, Mjólkursam- sölunni 1963-1972, Jóni Loftssyni 1973-1978, Nýborg 1978-1986 og síðan hjá Byko 1986-1993. Útför Guðjóns Guðlaugs fór fram í kyrrþey frá Neskirkju 25. september. Elsku pabbi minn, lífsgöngu þinni er lokið. Það er svo ótrúlega end- anlegt, engu er hægt að breyta né bæta við. Það var að vissu leyti tákn- rænt að úrið þitt hætti að ganga í sömu viku og þú kvaddir. Ég fór með úrið til úrsmiðs til að skipta um raf- hlöðu en úrið fór ekki í gang aftur. Það var eitthvað meira að. Þú hafðir þinn sérstaka hátt á hlutunum og vildir „enga vitleysu“. Tilhugsunin um að verða upp á aðra kominn var þér ekki að skapi. Þú vildir geta sjálfur sinnt öllum at- höfnum daglegs lífs og ég tala nú ekki um að baka pönnukökur. Þú fylgdist vel með, leitaðir frétta og hafðir gaman af þegar við sögðum þér fréttir frá frænkukvöldunum. Þú varst mikill dansari og elskaðir íslenska dægurtónlist. Það stóðust fáir þér snúning á dansgólfinu. Þessi eiginleiki þinn var einmitt erindi í vísu um ykkur systkinin frá Tungu sem sungin var á ættarmótinu á Arnarstapa árið 1997. Það var oft glatt á hjalla á ættarmótunum þar sem ættin sjálf skipaði hljómsveit- ina, mikið spilað og sungið. Þetta eru dýrmætar minningar og stundir sem koma ekki aftur en ég veit þú slærð með okkur taktinn á næsta ættar- móti. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar vetur ár og daga (Sig. Jónsson frá Arnarvatni) Það eru margar dýrmætar minn- ingar sem leita á hugann, minningar sem ég mun geyma um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku pabbi minn, þakka þér sam- fylgdina og Guð geymi þig. Þín Rakel. Elsku pabbi minn. Þú breiðir arma bjarta og barnið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta, og hjartað fagnar mitt. Ég vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðarskjól: mitt veika líf er lilja, þín líkn er hennar sól. (M. Joch.) Þín dóttir Birna. Elsku nafni. Margs er að minnast og það er óhætt að segja að við frá- fall þitt hverfa nokkrir fastir liðir hjá okkur fjölskyldunni. Það verður örugglega tómlegt að ferðast innan- lands núna. Þú varst mjög duglegur við að hringja í okkur á ferðalögum og tilkynna okkur hvernig veður- horfur væru næstu daga. Þú varst okkar „veðurstofustjóri“. Þú ráð- lagðir okkur hvert við ættum að fara og hvar ætti að tjalda til að vera í skjóli. Einnig vaktir þú athygli okk- ar á því hvaða þáttur væri í útvarp- inu og hvort við værum örugglega ekki að hlusta á útvarpið. Síðan eru það jólin! Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma til þín á annan í jólum í hangikjöt og „afa – kartöflumús“. Ég er alveg sammála dætrum mínum að hún var sú allra besta. Síðan var það ómissandi að syngja og dansa í kringum jólatréð. Það mátti nú vart á milli sjá hver skemmti sér best. Nafni minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Hvíl í friði. Guðjón Gunnarsson. Elsku afi. Við viljum senda þér vísuna sem Bryndís fór með fyrir þig: Það vex hér inná heiðinni ein veðruð jurt sem vindar hafa ekki getað slitið burt. Þó að nísti blöðin hennar bitur nál ber hún lit að nýju um sumarmál. Og þó að gráan hélustilk hún hneigi í svörð hnarreist aftur rís hún er þiðnar jörð. Það sem henni yljar best er auglit þitt. – heiðin þar sem hefst hún við er hugskot mitt. (Olga Guðrún Árnadóttir) Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig um alla eilífð. Þínar Gyða Rut, Karen Birna og Bryndís. Hann elsku Guðjón afi minn kvaddi okkur á fallegum haustdegi. Það er alltaf sárt að kveðja þann sem manni þykir vænt um og er ég þakk- lát fyrir það að geta verið með hon- um síðustu stundirnar hans, það er mér mikils virði. Það var gaman að því hvað afi var ungur í anda og fylgdist með ýmsum þáttum sem að öllu jöfnu höfða frek- ar til unga fólksins. Við horfðum nokkrum sinnum saman á Idol- keppnina og þá tók hann upp gsm símann sinn sem hann var búinn að vefja vandlega inn í klút og kaus þann sem honum þótti bestur. Ég hafði mjög gaman af þessu. Afi var sinn eigin herra og sá um sig sjálfur. Hann fór í sund nær dag- lega og þótti honum gaman að spóka sig um í bænum og horfa á mann- lífið. Mikið á ég eftir að sakna þess að heimsækja afa á annan í jólum, að fá hangikjöt og kartöflumús sem var ávallt tilbúið á slaginu tólf. Eftir matinn gengum við alltaf kringum jólatréð og sungum hástöfum. Það eru góðar minningar. Ég trúi því varla ennþá að afi sé farinn frá okkur, en yndislegu minn- ingarnar á ég eftir að geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Við eigum eftir að sakna þín mik- ið, elsku afi minn. Hvíl í friði. Þín Hildur. Elsku afi. Þú skildir við á fallegum degi í september. Þetta var erfið stund og gerðist allt of snöggt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og halda í hönd þína, rétt áður en þú kvaddir. Eftir andlát þitt skutu margar minningar upp í kollinn. Núna á ég erfitt með að ímynda mér hvernig næstu jól verða án þín. Jólaboðið hjá þér ann- an í jólum hefur verið fastur liður í jólahaldi fjölskyldunnar síðan ég man eftir mér. Við vorum alltaf mætt til þín eigi síðar en kl. 12.00 í hádeginu til að snæða besta hangi- kjötið og kartöflumúsina í bænum. Eftir matinn hringsnerust síðan þú og fjölskyldurnar í kringum litla krúttlega jólatréð þitt og sungu jóla- lög hástöfum með. Það var engin af- sökun tekin gild við það að sleppa úr þessum dagskrárlið. Jafnvel þó að einhver fjölskyldumeðlimur væri á hápunkti gelgjunnar. Þú varst mjög hugulsamur og slóst fljótt á þráðinn ef mamma var erlendis á vegum vinnunnar, til að heyra í mér hljóðið. Þetta gerðir þú áfram þó svo að ég flytti að heiman fyrir nokkrum árum síðan. Mikið varstu síðan glaður þeg- ar Halldór Andri minn fæddist, sem jafnframt var fyrsta langafabarnið þitt. Það er óhætt að segja að hann hafi brotið blað með stúlkufæðingar í fjölskyldunni. Það var líka fínt að kíkja til þín um helgar í ískalt kók og pönnsur sem þú bakaðir sjálfur. Litla langafabarnið kunni líka vel að meta þær heimsóknir og gerði pönnukökunum þínum góð skil. Þetta eru allt stundir sem ég á eftir að sakna. Ég heyri þig ennþá í hug- anum syngja falle ralle ra… Við Halldór Andri færum þér hjartans þakkir fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði og guð geymi þig, elsku afi minn. Þín, Ingibjörg Ásta. Guðjón Guðlaugur Kristinsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, INGA BJÖRK HALLDÓRSDÓTTIR, Fellaskjóli, Grundarfirði, andaðist á Fellaskjóli laugardaginn 23. september. Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson, Benjamín Markússon, Anna María Hedman, Kristín Markúsdóttir, barnabörn, Jenný Halldórsdóttir, Guðmundur Finnsson, Ása Helga Halldórsdóttir, Ingvi Árnason, Sigurbjörg Halldórsdóttir. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SMÁRI GUÐMUNDSSON, lést aðfaranótt mánudagsins 25. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Jónsson, Halla Hansdóttir, Ástþór Guðmundsson, Valgerður Jónsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Brynjólfur Erlingsson, Þröstur Guðmundsson, Unnur Heimisdóttir og aðrir aðstandendur. Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elsku amma, Við skulum sól sömu báðir hinzta sinni við haf líta. Létt mun þá leið þeim, er ljósi móti vini studdur af veröld flýr. Takk fyrir allt, Valur Guðjón. Guðný Guðjóns- dóttir ✝ Guðný Guðjónsdóttir fæddist íReykjavík 27. febrúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og var útför Guðný Guðjónsdóttir Guðný Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 7. september. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.