Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amkomulag um stofnun
Suðurlandsvegar ehf.
hefur verið undirritað af
hálfu Sjóvár-Almennra
og fjögurra sveitarfélaga
ásamt Mjólkursamsölunni og sam-
tökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Markmið félagsins er að stuðla að
umræðu um flýtingu Suðurlands-
vegar og benda á nýja kosti í því
samhengi. Er hlutafé félagsins 10
milljónir króna.
Sjóvá-Almennar tryggingar átti
frumkvæðið að stofnun félagsins og
á blaðamannafundi í gær, sem jafn-
framt var stofnfundur félagsins,
kom fram í máli Þórs Sigfússonar,
forstjóra Sjóvár, að ástæða fyrir að-
komu félagsins væri augljós. „Við
höfum þurft að horfa upp á mjög al-
varleg tjón á þessum vegi eins og
fleiri stofnbrautum í kringum höf-
uðborgarsvæðið og viljum að þetta
verði tekið föstum tökum,“ sagði
hann. „Við höfum gert margt í for-
vörnum en teljum rétt sem nútíma-
félag að taka næsta skref, sem er að
bjóðast til að létta undir og flýta
mikilvægum framkvæmdum í sam-
göngumálum. Þær framkvæmdir
geta auðvitað þýtt færri slys og tjón
á munum og um leið verulega bót
fyrir samkeppnisstöðu alls þessa
svæðis.“
Frá árinu 1972 hafa orðið 52
banaslys á leiðinni milli Selfoss og
Reykjavíkur. Samkvæmt gögnum
frá Samtökum sunnlenskra sveitar-
félaga er minnt á að nú standi yfir
framkvæmdir við fjögurra akreina
Reykjanesbraut og ákveðið hafi ver-
ið að leggja Sundabraut og tvöfalda
veginn að Hvalfjarðargöngum. Suð-
urland sé í samkeppni um fólk og
fyrirtæki við Suðurnes og V
urland og því nauðsynlegt a
jafnfætis í þeirri samkeppn
nýjum fjögurra akreina Su
vegi verði umferðin greiðar
hnökralausari, umferðarör
ist verulega, framkvæmdin
miklum þjóðhagslegum ávi
samkeppnisstaða Suðurlan
52 banaslys milli Selfoss og Reykjavíkur síðan 1972 kall
Stofna félag um að
tvöföldun Suðurlan
Suðurlandsvegur ehf. Frá vinstri eru Þór Sigfússon, forstjóri S
Árborgar, Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, og Aldís H
Sjóvá-Almennar og
sveitarfélög á Suður-
landi vilja auka um-
ferðaröryggi og auka
samkeppnishæfni Suð-
urlands með fjögurra
akreina vegi til Selfoss.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
MIKILVÆGUSTU áhrifaþættir í
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
eru mönnun, stjórnunaraðferðir
hjúkrunardeildarstjóra og sam-
skipti við sjúklinga og samstarfs-
fólk, að sögn dr. Sigrúnar Gunn-
arsdóttur hjúkrunarfræðings.
Vísar hún þar til niðurstaðna í
rannsókn sinni á starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga á Landspítala
–háskólasjúkrahúsi (LSH).
Rannsóknin náði til tímabilsins
september 2002 til nóvember 2003
og var liður í doktorsverkefni henn-
ar við London School of Hygiene &
Tropical Medicine. Sigrún varði
doktorsritgerð sína í nóvember
2005. Hún gerði grein fyrir helstu
niðurstöðum rannsóknarinnar á
opnum fundi í Háskóla Íslands í
gær. Erindið bar yfirskriftina: Hafa
stjórnendur áhrif á líðan starfs-
manna á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi?
Svar hennar við þessari spurn-
ingu var einfalt: „Já, stjórnendur
hafa áhrif á líðan starfsmanna á
LSH. Einkum og sér í lagi deild-
arstjórar.“
Sigrún dró heildarniðurstöðu
rannsóknarinnar saman í eftirfar-
andi setningu: „Með því að bæta
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga;
einkum mönnun og samskipti og
stjórnun, má gera þeim kleift að
eiga uppbyggjandi og heilsueflandi
samskipti við sjúklinga sína og sam-
starfsmenn og þar með stuðla að
bættu heilsufari almennings.“
Sigrún sagði að niðurstöður sín-
ar staðfestu það sem fram hefði
komið í sambærilegum erlendum
rannsóknum. Rannsóknin væri því
enn eitt lóðið á vogarskálarnar til
þess að vinna frekar að því að bæta
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
enn frekar.
Rannsókn Sigrúnar byggir á
spurningalistakönnun meðal hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra á LSH
og ennfremur á viðtölum við
nokkra þátttakendur könnunar-
innar. Hún upplýsti að spurningar
hefðu verið sendar til 930 hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra og að
svarhlutfallið hefði verið 75%.
Sigrún sagði að þessir aðilar
hefðu verið spurðir fjölmargra
spurninga um starfsumhverfi sitt.
Þeir voru m.a. spurðir út í stjórn-
endur sína, til dæmis hvort þeir
styddu starfsfólk sitt og væru góðir
leiðtogar.
Sigrún tók fram, í þessu sam-
bandi, að á LSH væru tíu sérsvið,
sem skiptust í hundrað dei
LSH væru m.ö.o. tíu sviðss
hundrað deildarstjórar.
Sigrún fór nánar í helstu
urstöður rannsóknarinnar
m.a.: „Góð stjórnun á deild
sterk marktæk áhrif á star
ánægju.“ Góð stjórnin leid
til minni kulnunar í starfi o
gæði þjónustunnar. „Þá he
mönnun sterk marktæk áh
starfsánægjuna,“ sagði hú
fremur og bætti við að það
ekki á óvart. „Næg mönnu
hendur við það hvort þú ve
vinda af þreytu.“ Aukinhel
sagði hún að gott samstarf
hefði áhrif á gæði þjónustu
Sigrún skilgreindi m.a. g
stjórnun og sagði að traust
verðugleiki væru þar lykil
Sömuleiðis væri m.a. mikil
stjórnendur væru nálægir,
anir væru sameiginlegar, g
hæfileikar starfsmanna væ
eftirlit væri lágmarkað og
stjórnendur stuðluðu að þv
starfsmenn blómstruðu.
Rannsókn Sigrúnar var
samstarfi við rannsóknars
Bretlandi og í Bandaríkjun
Unnið var úr niðurstöðum
unarinnar í samstarfi við f
lagsvísindastofnun HÍ.
Stjórnendur hafa áhrif
á líðan starfsmanna
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
BOTNVÖRPUBANN OG VÍSINDI
Umræður um skaðsemi botn-vörpuveiða fyrir lífríki sjávarfærast í aukana með hverju
árinu sem líður. Æ fleiri komast á þá
skoðun, að botnvörpuveiðar séu ekki
forsvaranlegar, vegna þess að þær valdi
svo miklum skemmdum á sjávarbotnin-
um að þær eyðileggi kóralmyndanir og
jarðmyndanir og þar með lífsskilyrði
ýmissa botndýra og fiska. Röksemda-
færslan er m.a. sú að botnvörpuveiðarn-
ar séu ekki sjálfbærar; gjöful fiskimið
séu smátt og smátt eyðilögð með veið-
arfærunum og verði ónýt um langt ára-
bil eða jafnvel um alla framtíð.
Kröfum um alþjóðlegt bann við botn-
vörpuveiðum hefur af þessum sökum
aukizt fylgi. Fyrir nokkrum misserum
kom fram áskorun 1.136 sjávarlíffræð-
inga og 40 umhverfisverndarsamtaka til
allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna
um að samþykkja tímabundið bann við
botnvörpuveiðum á úthöfunum. Til-
gangur slíks banns væri að skapa svig-
rúm til að gera vísindarannsóknir á
þeim svæðum, sem um er að ræða, til að
ákvarða hver þeirra mega við botn-
vörpuveiðum og hvar ástæða væri til að
banna þær til frambúðar.
Ríki, sem stundað hafa botnvörpu-
veiðar á úthafinu, Ísland þar með talið,
hafa sætt gagnrýni fyrir að leyfa veiðar
með botnvörpu. Þannig gagnrýndu
grænfriðungar harðlega botnvörpuveið-
ar íslenzkra skipa á Flæmska hattinum
við Kanada í opnu bréfi til Halldórs Ás-
grímssonar, þáverandi forsætisráð-
herra, fyrir rúmu ári.
Fram kom hér í blaðinu síðastliðinn
laugardag að sérfræðingar Sameinuðu
þjóðanna íhuguðu nú að leggja til bann
við botnvörpuveiðum á úthafinu og að
þeir nytu stuðnings Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra samtakanna.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs-
ráðherra segir í samtali við Morgun-
blaðið í gær að full ástæða sé til að taka
þessar fregnir mjög alvarlega; þær end-
urspegli mikla og vaxandi tilhneigingu
margra þjóða til að koma á einhvers
konar yfirþjóðlegri stjórnun á fiskveið-
um um víða veröld.
Það er rétt hjá ráðherranum, að gegn
slíkum tilhneigingum ber að sporna. Af-
staða Íslands hefur verið sú, að annars
vegar eigi strandríkin að stjórna veiðum
innan eigin efnahagslögsögu og hins
vegar eigi svæðisbundnar fiskveiði-
stjórnunarstofnanir á vegum strand-
ríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, að
stjórna veiðum á úthafssvæðum. Og þá
er að sjálfsögðu gengið út frá því að
fylgt sé ráðgjöf vísindamanna um það
hversu mikið af fiski sé óhætt að veiða
og hvaða aðferðum eigi að beita við veið-
arnar.
En það er sömuleiðis rétt að hafa í
huga að tillögur um bann við botnvörpu-
veiðum koma ekki fram bara vegna þess
að önnur ríki langi svo mikið til að hafa
hnattræna stjórn á fiskveiðum. Þær
koma fram vegna þess að víða um heim
er stunduð gegndarlaus rányrkja á
fiskimiðunum, ekki sízt á úthafinu, þar
sem ekkert strandríki getur beitt valdi
til að stöðva slíkt athæfi.
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir
auðvitað þann veruleika og segir í
blaðinu í gær: „Það getur vel verið að
botnvörpuveiðar og veiðar með ýmsum
öðrum veiðarfærum séu skaðlegar við
tilteknar aðstæður og þá þarf að bregð-
ast við því. Þannig höfum við gert það
með t.d. víðtækum lokunum á veiði-
svæðum hér við land.“ Þar á Einar K.
Guðfinnsson m.a. við eigin ákvarðanir,
sem teknar voru í góðri sátt við útgerð-
ar- og skipstjórnarmenn, um að loka
stórum svæðum úti fyrir Suðurlandi
fyrir öllum veiðum nema uppsjávarveið-
um í hringnót og flottroll til að vernda
kóralbotn á þessum svæðum.
Íslendingar verða auðvitað að sýna
sömu ábyrgð gagnvart lífríki sjávar við
úthafsveiðar eins og við veiðar í eigin
lögsögu. Áhrif botnvörpuveiðanna í ís-
lenzkri lögsögu eru raunar umdeild og
sú skoðun verður útbreiddari hér innan-
lands, að nota eigi vistvænni veiðarfæri í
auknum mæli til að vernda sjávarbotn-
inn.
Einar K. Guðfinnsson bendir rétti-
lega á að Íslendingar verði að vera virk-
ir þátttakendur í umræðum á alþjóðleg-
um vettvangi um nýtingu auðlindanna.
Þá skiptir öllu máli að við getum sýnt
fram á það, með vísindalegum rökum, að
fiskveiðar okkar séu vistvænar og sjálf-
bærar. Til þess þarf rannsóknir á áhrif-
um botnvörpuveiðanna, bæði í íslenzkri
lögsögu og á úthafsveiðisvæðum, þar
sem Íslendingar stunda veiðar. Aðeins
þannig er hægt að vinna gegn því að
bann, sem er ætlað að stöðva rányrkju,
komi líka niður á þeim sem vilja stunda
ábyrgar fiskveiðar.
VANDAMÁL BANDARÍKJAMANNA
Tvennt hefur komið fram í fréttumsíðustu daga sem hlýtur að valda
Bandaríkjastjórn áhyggjum. Í fyrsta
lagi sú staðhæfing brezka blaðsins Fin-
ancial Times fyrir nokkrum dögum að
hinum umtöluðu leynilegu fangelsum
Bandaríkjamanna víðs vegar um heim
hafi verið lokað vegna þess að starfs-
menn CIA hafi ekki verið tilbúnir að
starfrækja þau. Og ástæðan sú að þeir
hafi óttast að verða sjálfir dregnir fyrir
lög og dóm fyrir lögbrot í rekstri fang-
elsanna. Þessar fréttir setja ákvörðun
Bush Bandaríkjaforseta um lokun fang-
elsanna í annað ljós en áður.
Hitt er ný skýrsla, sem ein af leyni-
þjónustum Bandaríkjanna hefur tekið
saman og birt hefur verið úr í dagblöð-
um vestan hafs, þar sem rök eru færð að
því að innrásin í Írak hafi aukið á þá ógn
sem Vesturlöndum stafar af hryðju-
verkamönnum. Þetta er líka óþægilegt
fyrir stjórn Bush.
Nú er það svo að auðvitað hefur
Bandaríkjastjórn náð einhverjum ár-
angri í baráttu sinni við hryðjuverka-
menn. Það er t.d. augljóst að hún náði
alla vega tímabundnum árangri í Afgan-
istan þótt vaxandi efasemdir séu um
stöðu mála þar.
Með innrásinni í Írak breyttu Banda-
ríkjamenn valdahlutföllum í Mið-Aust-
urlöndum sér og Ísraelsmönnum í hag.
Hættan er hins vegar sú að bæði í Afg-
anistan og Írak hafi þessi árangur verið
tímabundinn og að í báðum tilvikum
standi Bandaríkjamenn nú höllum fæti,
ekki sízt í Írak.
Ef niðurstaðan verður sú að í báðum
tilvikum hafi verið magnaðar upp nýjar
kynslóðir hryðjuverkamanna í stað þess
að kveða hreyfingar þeirra í kútinn er
ver af stað farið en heima setið. Og þá
styrkjast rökin fyrir því að það sé
kannski orðið tímabært að Bandaríkja-
menn hverfi til síns heima.
Margt bendir til að þrátt fyrir allt
hafi dregið úr stríðsátökum í heiminum
eftir lok kalda stríðsins. Ef brottför
Bandaríkjamanna af átakasvæðum gæti
rekið smiðshöggið á þá þróun ættu þeir
að íhuga þann kost alvarlega.