Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 17 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. Sjá einnig heimasíðu: www.fv.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. G LF í Túnis 2007 Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat, leika golf á góðum golfvöllum. Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Dagsetningar eru: 23. febrúar–5. mars og 23. mars–2. apríl Verð í brottför 23. febrúar er 167.000 kr. á mann í tvíbýli. Verð í brottför 23. mars er 171.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 19.000 kr. Fararstjóri er Sigurður Pétursson golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld. F O R V A R N A RD A G UR IN N 2 0 0 6 TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLI www.forvarnardagur. is Verkefnið er styrkt af Hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Stuðningur foreldra skiptir sköpum. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 4 9 2 FORSÆTISRÁÐHERRA bráða- birgðastjórnarinnar í Sómalíu bað í gær þjóðir heims að hjálpa henni í baráttunni við íslamista sem hann lýsti sem hryðjuverkamönnum og sakaði um tengsl við al-Qaeda. Forsætisráðherrann sagði að hjálpin þyrfti að koma fljótt, annars yrði það of seint vegna stórsóknar vopnaðra sveita íslamista. Daginn áður náði hreyfing íslam- ista mikilvægum hafnarbæ, Kisma- yo, á sitt vald, en hann er þriðji stærsti bær Sómalíu. Þar með hefur hreyfingin náð öllum hafnarbæjum landsins á sitt vald. Líkt við talibana Aðeins einn bær, Baidoa, er á valdi bráðabirgðastjórnarinnar og fregnir hermdu að Eþíópíustjórn hefði sent hundruð hermanna þangað í gær til að aðstoða stjórnina. Íslamska hreyfingin aðhyllist mjög stranga túlkun á íslam og henni hefur verið líkt við talibana í Afgan- istan. Bandaríkjastjórn hefur sakað hreyfinguna um að vernda menn sem grunaðir um aðild að sprengju- árásum al-Qaeda á bandarísku sendiráðin í Kenía og Tansaníu árið 1998. Osama bin Laden, stofnandi al- Qaeda, hefur lýst Sómalíu sem víg- velli í stríði hans við Bandaríkin. Íslamska hreyfingin neitar því að hún tengist al-Qaeda. Kallar á hjálp í baráttunni við íslamista í Sómalíu Reuters Á flótta Sómalskir flóttamenn í Kenía. Hundruð þúsunda manna hafa flúið heimkynni sín vegna átaka og stjórnleysis í Sómalíu síðustu fimmtán árin. Manchester. AFP, AP. | Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hrósaði Tony Blair, forsætisráðherra og leið- toga Verkamannaflokksins, í hástert þegar hann ávarpaði flokksþing Verkamannaflokksins í gær. Ræðu Browns hafði verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu, en skammt er síðan Blair lýsti því loks yfir opinber- lega að hann hygðist hætta sem for- sætisráðherra á næsta ári. Vitað var að Brown myndi nota tækifærið í gær til að reyna að tryggja stöðu sína, en hann hefur lengi verið álitinn augljós arftaki Blairs. Og hann lagði á það áherslu í ræðu sinni að hann hefði þá reynslu og þá þekkingu sem þyrfti til að tak- ast á við æðstu embætti. „Ég myndi fagna því tækifæri að fá að takast á við David Cameron og Íhaldsflokk- inn,“ sagði Brown við mikinn fögnuð viðstaddra, en fylgi íhaldsmanna hefur aukist umtalsvert eftir að Cameron tók við forystu flokksins. Persónuleg samskipti þeirra Browns og Blairs eru sögð hafa verið stormasöm síðustu misserin og hugsanlegt hefur verið talið, að ein- hver fari fram gegn Brown í leið- togakjöri sem nú má telja fullvíst að verður um mitt næsta ár. Harmar ágreining við Blair Brown viðurkenndi í gær að hann og Blair hefðu deilt um hlutina. „Ég harma það ef ágreiningur okkar hef- ur skyggt á það sem raunverulega skiptir máli, og ég veit að Tony gerir það líka,“ sagði hann hins vegar og bætti því við að það hefði verið mikill heiður að fá að starfa við hlið Blairs, sem hann kallaði „sigursælasta leið- toga Verkamannaflokksins frá upp- hafi“. Og hann hrósaði Blair fyrir að hafa áttað sig á því eftir 11. sept- ember 2001 að veröldin hefði breyst og að enginn gæti verið hlutlaus í svonefndu stríði gegn hryðjuverk- um. Reuters Vel fagnað Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verka- mannaflokksins, tók þátt í að hylla Gordon Brown eftir ræðu hans í gær. Hrósaði Tony Blair í hástert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.