Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 19
KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir
kvikmyndina 79 af stöðinni (1962) í
leikstjórn Erik Balling í kvöld kl.
20. Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu Indriða G. Þorsteins-
sonar í samvinnu við Nordisk Film
Kompagni og gerð að frumkvæði
Guðlaugs Rósinkranz sem skrifaði
handrit að henni. Aðkoma Guð-
laugs að kvikmyndafélaginu Edda
Film er upphafið að blómatíma
þess.
Rafnar er ungur leigubílstjóri til-
tölulega nýkominn úr sveitinni í
borgina. Kvöld eitt ekur hann fram
á unga glæsilega konu, Gógó, sem á
í vandræðum með bílinn sinn. Þau
hittast aftur og takast með þeim
kærleikar. Fyrir tilviljun kemst
Ragnar að því að Gógó á sér jafn-
framt bandarískan elskhuga sem
hún segir honum ekki frá.
Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg
Kjeld og Róbert Arnfinnsson leika
aðalpersónurnar í myndinni en
leikstjóri og kvikmyndatökumaður
voru Danirnir Erik Balling og Jörg-
en Skov.
Sýningar Kvikmyndasafnsins eru
í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar-
firði alla þriðjudaga kl. 20 og end-
ursýndar á laugardögum kl. 16.
Miðasala er opnuð hálftíma fyrir
sýningar og miðaverð er kr. 500.
79 af stöðinni í
Kvikmyndasafni
www.kvikmyndasafn.is
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
KASA-HÓPURINN flutti íslenska
kammertónlist í Norræna húsinu
síðstliðinn sunnudag; sömu efnisskrá
og flutt verður á tónleikum í Kaup-
mannahöfn næstkomandi sunnudag.
Þetta er fimmta starfsár hópsins.
Að sögn Nínu Margrétar Gríms-
dóttur píanóleikara hefur hópurinn
fram til þessa leikið tónlist víðs veg-
ar að úr heiminum, en ástæðan fyrir
valinu á efnisskránni að þessu sinni
eru hinir fyrirhuguðu tónleikar í
Kaupmannahöfn.
„Okkur fannst það vel til fundið að
gefa sögulegt yfirlit yfir helstu ís-
lensku kammerverkin á 20. öld. Tón-
leikarnir í Kaupmannahöfn verða í
menningarmiðstöðinni Nordatlant-
ens Brygge við Íslandsbryggju.
Danska ríkisútvarpið ætlar að hljóð-
rita tónleikana. Okkur finnst þetta
spennandi verkefni vegna þess að
það er ekki oft sem íslensk kamm-
ertónlist er flutt í sögulegu sam-
hengi. Oftast hefur erlendum tón-
skáldum verið bætt inn á efnis-
skrána,“ segir Nína Margrét.
Virðingarvottur
við íslenska kammertónlist
Hún segir að þetta sé mikill virð-
ingarvottur við íslenska kamm-
ertónlist, en segja megi að þessi tón-
skáld hafi öll hlotið alþjóðlega
viðurkenningu.
„Við hlutum styrk sem tónlist-
arhópur Reykjavíkurborgar 2006 og
tónleikahaldið er liður í því. Við höf-
um líka fengið styrki frá Tónlist-
arsjóði og Minningarsjóði Margrétar
Björgólfsdóttur til þess að standa að
þessu. Það er gaman að geta flutt
svona metnaðarfulla tónlist og þjóð-
lega í leiðinni,“ segir Nína Margrét.
Verkin sem verða flutt í Kaup-
mannahöfn á sunnudag eru Tríó í
e-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Strengjakvartett I eftir Jón Leifs,
Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón
Nordal, Dans fyrir flautu, selló og
píanó eftir Jórunni Viðar, Smátríó
fyrir flautu, selló og píanó eftir Leif
Þórarinsson, Duo Verse I fyrir
flautu og selló og Tríó nr. 1 fyrir
fiðlu, selló og píanó eftir Atla Heimi
Sveinsson.
Þessi tónverk teljast nokkrir af
hápunktum íslensks tónlistarlífs á
20. öld. Tveimur tónskáldanna, Haf-
liða Hallgrímssyni og Atla Heimi
Sveinssyni, hafa verið veitt Norð-
urlandaverðlaun í tónlist. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson var fyrsta tónskáld
Íslendinga og Jón Leifs fyrsta tón-
skáldið sem leitaði fanga í tónlistar-
arfi þjóðarinnar. Jórunn Viðar er
frumkvöðull kvenna í tónsmíðum.
Leifur Þórarinsson var í fram-
varðasveit avant garde-stefnunnar á
6. áratugnum og í tónlist Jóns Nor-
dal má greina íslenskan tón í al-
þjóðlegu samhengi strauma og
stefna síðustu aldar.
Flytjendur á tónleikunum eru
fiðluleikararnir Elfa Rún Krist-
insdóttir og Auður Hafsteinsdóttir,
víóluleikarinn Helga Þórarinsdóttir,
sellóleikararnir Sigurður Bjarki
Gunnarsson og Sigurgeir Agn-
arsson, Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari og Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari.
Íslensk kammer-
tónlist frá 20. öld
í Kaupmannahöfn
Morgunblaðið/ÞÖK
Kammertónlist KaSa-hópurinn ætlar að leika verk eftir íslensk tónskáld
eingöngu á tónleikum í Kaupmannahöfn.