Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi
við Vaðnes
Glæsilegt útsýni – Mikill gróður
Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaðurinn stendur í landi Skógræktarfélags Árnes-
sýslu við Vaðnes í um 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti á einni
hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa,
eldhús, bað, 3 herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu, geymslurými o.fl. Við
bústaðinn er sólpallur (sólpallar) um 150 fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús.
Öll húsgögn í bústaðnum fylgja. Bústaðurinn stendur á 11.000 fm gróinni lóð sem er vaxin
miklum birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu, lerki o.fl. Glæsilegt útsýni m.a. yfir Hvítá og land
Skógræktarinnar. (Bústaðurinn stendur milli 2ja golfvalla í um 5-15 mín. akstursfjarlægð).
Stjörnuskoðunarturn við bústaðinn getur fylgt. Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsótt-
asta sumarbústaðasvæði sunnanlands.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Bubbi og Bill
Á ÉG AÐ VERA
FANGI HJÁ
INDJÁNUM?
© DARGAUD
JÁ, OG
ÉG VERÐ
INDJÁNINN!
OG BUBBI VERÐUR
HJÁ ÞÉR TIL ÞESS AÐ
VERNDA ÞIG!
ÉG ER MEÐ
MIKLU BETRI
HUGMYND...
HEYRÐU, NEI! VIÐ SKULUM
FREKAR SPYRJA BUBBA. HANN
ÁKVEÐUR HVAÐ VIÐ GERUM!
EF ÞÚ VERÐUR
MEÐ MÉR ÞÁ
SKAL ÉG GEFA
ÞÉR SYKURMOLA
VOFF
PSST!
HVAÐ SAGÐIRÐU
EIGINLEGA VIÐ
ÞENNAN
SVIKARA?
AÐ PABBI
MINN VÆRI
KJÖTKAUP-
MAÐUR!
Risaeðlugrín
© DARGAUD
ÞAÐ ER BEST AÐ
VERA BARA
ÞOLINMÓÐUR!
Með þessum fundi viljumvið vekja athygli á ogkalla á opna umræðuum tryggingamál fólks
sem veikst hefur af alvarlegum sjúk-
dómum á borð við krabbamein,“ seg-
ir Páll Jens Reynisson, einn af að-
standendum fundarins Eru trygg-
ingar ekki fyrir alla? sem haldinn
verður í Öskju, Náttúrufræðahúsi
Háskóla Íslands, í dag, þriðjudag, kl.
20.
„Það er nær ófrávíkjanleg vinnu-
regla hjá íslenskum tryggingafélög-
um að hafi einstaklingur veikst af
sjúkdómi á borð við krabbamein get-
ur hann hvorki fengið sjúkdóma-
tryggingu né líftryggingu hjá félag-
inu. Gildir einu þótt sjúklingurinn
hafi náð fullum bata og þverrandi
líkur séu á að sami sjúkdómur taki
sig upp aftur. Þess þekkjast aðeins
sárafá dæmi að tekist hafi að ná
samkomulagi á þá leið að tryggt er
fyrir öðrum sjúkdómum en þeim
sem hugsanlega gæti tekið sig upp
að nýju.“
Að fundinum standa stuðnings-
hópar innan Krabbameinsfélags Ís-
lands: Góðir hálsar, Kraftur, Ný-
rödd, Samhjálp kvenna, Stoma
samtökin, Styrkur og Stuðnings-
hópur kvenna með krabbamein í
eggjastokkum.
Fyrst tekur til máls Rannveig
Bjarnfinnsdóttir úr Krafti sem
fjallar um reynslu sína af að vera
með réttar tryggingar þegar alvar-
leg veikindi bar að. Næstur mun Páll
Jens segja frá hlutskipti þess sem
veikist alvarlega en er ekki tryggð-
ur, og að erindi hans loknu mun
Margrét Jónsdóttir, félagsráðgjafi
hjá Tryggingastofnun, fjalla um það
öryggisnet sem almannatryggingar
veita.
Að endingu mun Bjarni Kristjáns-
son, forstöðumaður sölu og þjónustu
KB-Líf hf., greina frá sjónarmiðum
tryggingafélaganna.
„Okkur þykir mjög vænt um hans
innlegg, því hingað til hafa trygg-
ingafyrirtækin ekki viljað ræða um
þessi mál, en umræða er nauðsynleg
svo finna megi lausn sem allir geta
fallist á,“ segir Páll.
Sjálfur greindist Páll með krabba-
mein í kviðarholi á 17. aldursári, og
segir hann stuðning Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna verið
bæði honum og aðstandendum hans
ómetanlegur meðan á veikindunum
stóð.
Um var að ræða sérstaka gerð
krabbameins sem engar líkur eru á
að taki sig upp að nýju í Páli, en
engu að síður meina trygginga-
félögin honum að kaupa sér líf- eða
sjúkdómatryggingu: „Þetta er ein-
staklingum í minni stöðu mikið
kappsmál, því ef veikindi koma upp
duga greiðslur almannatrygginga
skammt og nægja í fæstum tilvikum
til að sjúklingurinn geti áfram fram-
fleytt fjölskyldu sinni. Gefur auga-
leið að þegar fólk er komið með hús,
bíl, maka og börn, skiptir sköpum að
geta keypt viðbótartryggingu sem
komið getur í veg fyrir að allt fari í
óefni komi upp alvarleg veikindi,“
segir Páll: „Við vitum að tryggingar-
félögin ráða sjálf vinnureglum sín-
um, og leggjum því áherslu á að
málsaðilar komi saman og leitist við
að finna sameiginlega lausn sem allir
geti unað við.“
Fundurinn í dag er öllum opinn og
aðgangur ókeypis. Nánari upplýs-
ingar er að finna á www.kraftur.org.
Heilsa | Fundur um tryggingamál krabba-
meinssjúklinga í Öskju í dag kl. 20
Eru tryggingar
ekki fyrir alla?
Páll Jens
Reynisson fædd-
ist 1981 og ólst
upp í Hafnardal
við Ísafjarðar-
djúp. Hann lauk
stúdentsprófi frá
FNV 2002 og
leggur nú stund
á nám í véla- og
iðnaðarverkfræði við HÍ. Páll er
ritari Vélarinnar og hefur með
námi m.a. starfað sem mælinga-
maður. Foreldrar Páls eru Reynir
Snæfeld Stefánsson og Ólöf Brynja
Jónsdóttir.
Hlíðasmára 11, Kóp.
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar