Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 27 Vest- að standa ni. Með ðurlands- ri og yggi auk- n skili inningi og nds sé tryggð. Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri SASS, benti á þá staðreynd að umferðaraukning á vegarköflum á Suðurlandsveginum hefði verið um 6–10% á síðasta ári. Einnig hefðu að meðaltali farið 10.700 bílar framhjá Litlu kaffistof- unni á sólarhring í ágúst sl. og hefði þessi fjöldi verið 9.100 á sama tíma. Gífurleg aukning umferðar „Þetta er því gífurleg aukning og ef þróunin verður eins og hún hefur verið síðustu þrjú ár, verður um- ferðin orðin tvöfalt meiri eftir tíu ár,“ sagði Þorvarður. „Þetta þýðir að bílafjöldinn fram hjá Litlu kaffi- stofunni verður 15 þúsund bílar að meðaltali. Á Reykjanesbrautinni er meðaltalið 10 þúsund bílar á sólar- hring. Þannig að ef þörf er á end- urbótum þar, þá er ennþá meiri þörf hér innan tíu ára.“ Þorvarður taldi öryggismál líka skipta miklu máli og benti á stöðuga aukningu slysa á Suðurlandsvegi. Með tvöföldun veg- arins mætti fækka slysum um helm- ing. Ekki góðar samgöngur í dag Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, tók fram að bæj- arstjórnin stæði einhuga að þátt- töku í félaginu og væri það lífsspurs- mál fyrir íbúa svæðisins að geta treyst á góðar samgöngur. „Við bú- um ekki við góðar samgöngur í dag,“ sagði hún. „Það hefur hingað til ekki verið vilji til þess að setja vegbætur á þessum vegi í þann for- gang sem við teljum nauðsynlegan. En með þessu félagi vonumst við til þess að ná tvöföldun vegarins innan fárra ára og getum þannig fækkað slysum, sem eru allt of mörg, og tryggt samkeppnishæfni svæðisins. Það er alveg ljóst að fyrir austan Fjall verður ekkert annað en fjölg- un á næstu árum. Við höfum séð það að fólk sækir í að búa fyrir utan skarkala höfuðborgarsvæðisins og fyrir þann stóra hóp, og ekki síður íbúa höfuðborgarsvæðisins, er þetta lífsspursmál.“ Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sagði einnig al- gera samstöðu innan bæjarstjórnar um þetta verkefni og sagðist hún hafa trú á því að ná fyrr árangri með þessu móti en að fara inn á hefð- bundin fjárlög. la á vegabætur og öryggisátak ð flýta ndsvegar Morgunblaðið/Ásdís Sjóvár, Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. ildir. Á stjórar og u nið- r og sagði d hefur rfs- ddi einnig og efldi efur næg hrif á ún enn ð kæmi un helst í erður úr- ldur f stétta unnar. góða t og trú- atriði. lvægt að , ákvarð- geta og æri virt, að ví að unnin í etur í num. könn- fé- f Áhrifaþættir Mönnun, stjórnaraðferðir hjúkrunardeildarstjóra og sam- skipti við sjúklinga og starfsfólk hafa mest áhrif á starfsumhverfi hjúkr- unarfræðinga, að sögn Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is E ftir örstutt aðlögunar- skeið á næsta ári stefn- ir í nýtt hagvaxtar- skeið á árunum 2008–2010 vegna áframhaldandi stóriðjufram- kvæmda. Hagvöxtur á þessum árum verður 5% að meðaltali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hagspá greiningardeildar Lands- banka Íslands sem kynnt var á morgunverðarfundi sem bankinn stóð fyrir í gær. Í hagspánni kemur fram að grein- ingardeildin geri ráð fyrir því að verðbólga minnki hratt á næsta ári, meðal annars vegna kælingar á fast- eignamarkaði og hækkandi gengis krónunnar, og verði komin í um 3,8% á seinni hluta næsta árs. Þá telur hún að þegar frá líður muni verð- bólgan aukast á ný samfara aukinni framleiðsluspennu í hagkerfinu og verða 8% að meðaltali árið 2010. Eft- ir það muni verðbólgan minnka að verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5% verðbólga, þegar fer að nálgast árið 2015. Í hagspánni segir að það stefni í að hagvöxtur á þessu ári verið 3,2%. Hagvöxturinn á síðasta ári var til samanburðar 7,5%. Deildin spáir því hins vegar að nokkuð dragi úr hag- vextinum á næsta ári og að hann verði þá 1,3%. Hagvöxturinn muni svo aukast á ný og verða um 5,0% á tímabilinu 2008–2010, eins og áður segir, en um muni hægjast á tíma- bilinu 2011–2015 og að hagvöxturinn verði þá um 2,0%. Hröð verðbólguhjöðnun Björn R. Guðmundsson, hagfræð- ingur hjá greiningardeild Lands- bankans, sagði í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundinum að áhrifin af gengisfalli krónunnar fyrr á þessu ári virtust nú að mesta kom- in fram. Verð á innlendum vörum hefði hækkað mikið að undanförnu. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hefði hins vegar ekkert lækkað, enn sem komið væri. „Við teljum að það sé framundan tiltölulega hröð verðbólguhjöðnun, samkvæmt þeim forsendum sem við gefum okkur og að verðbólgan verði komin niður í um 3% í lok næsta árs og haldist 2,5–3% þegar nýja stór- iðjutímabilið fer að fara í gang,“ sagði Björn. Í hagspánni segir að þegar krónan fellur árið 2010 muni sagan frá því í ár endurtaka sig og verðbólgan rjúka upp á nýjan leik. Sagði Björn á fundinum að verðbólguvæntingar markaðarins til næstu fjögurra til átta ára væru í námunda við 3,5–4% verðbólgu, og það virtist ekki svo fjarri lagi þegar horft væri til með- altals. Greiningardeild Landsbank- ans spáir því að fasteignaverð muni lækka um 2% til 3% á milli áranna 2006 og 2007. Gangi spáin eftir verð- ur meðalverð fasteigna á árinu 2007 tæplega 11% hærra en það var árið 2005. „Mikil kaupgeta, sterk eftirspurn og góð eiginfjárstaða byggingarfyr- irtækja styðja við verðið þrátt fyrir miklar nýbyggingar undanfarið,“ segir í hagspánni. „Hægari velta á fasteignamarkaði veldur því hins vegar að birgðir nýrra íbúða aukast og í kjölfarið einnig fjármagnskostn- aður byggingarfyrirtækja. Við ger- um því ráð fyrir að fjárfesting í nýju íbúðarhúsnæði dragist mikið saman á næstu árum. Þetta mun létta mjög á spennunni á vinnumarkaði.“ Fram kemur í hagspánni að grein- ingardeildin spáir því að fjárfesting árið 2008 verði um 20% minni en í ár. Krónan styrkist „Þrátt fyrir minnkandi vaxtamun og mikinn viðskiptahalla á næstu ár- um teljum við líklegast að krónan muni frekar styrkjast en veikjast. Ástæðurnar eru áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir og betri þekk- ing erlendra fjárfesta á íslenskum efnahagsaðstæðum. Krónan mun þó ekki styrkjast eins mikið og á síðasta ári og eftir því sem framleiðslu- spenna eykst í hagkerfinu aukast líkur á gengisleiðréttingu með svip- uðum hætti og gerðist fyrr á þessu ári. Okkar spá gerir ráð fyrir að það gerist árið 2010,“ segir í hagspá Landsbankans. Stýrivextir lækka hratt Greiningardeildin reiknar með að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína mjög hratt í upphafi næsta árs og samtals um 5,5 prósentustig, úr 14,0%, eins og stýrivextirnir eru nú, og í 8,5% fyrir árslok. „Við teljum að Seðlabankinn muni leggja allt kapp á að hemja verðbólguvæntingar í næstu uppsveiflu og hefji því nýtt vaxtahækkunarferli um mitt ár 2008,“ segir í hagspá deildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að gert er ráð fyrir því að raungengi krónunn- ar á árunum 2008 og 2009 verði svip- að og var árið 2005 eftir mikla hækk- un frá árinu 2004. Mistök í peningastefnunni Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, sagði í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundin- um að þvert á það sem margir hefðu sagt virkaði peningastefnan hér á landi eins og annars staðar. Mistök hefðu hins vegar verið gerð í fram- kvæmd hennar undanfarin ár. Upp- kaup á gjaldeyri og lækkun bindi- skyldu hefðu aukið peninga- framboðið. Þá hefði Seðlabankinn verið of seinn að hækka stýrivexti sína og stýrivaxtahækkanir hefðu því elt verðbólguvæntingar og ekki náð að hemja þær. „Þetta hefur leitt til þess að stýrivextirnir hafa orðið heldur hærri en þeir hefðu þurft að vera,“ sagði hann. Ekki stöðugleiki með evru Yngvi Örn velti upp þeirri spurn- ingu hvort rétt væri að hverfa frá núverandi peningastefnu aftur til fastgengisstefnu og þá helst til að- ildar að evrusamstarfinu. Sagði hann að með því væri verið að tengja hratt vaxandi íslenskt atvinnulíf við hægt vaxandi hagkerfi Evrópu. Að sögn Yngva Arnar myndu lág- ir vextir evrusvæðisins magna enn frekar hagvöxt hér á landi. Föst og órjúfanleg tenging við evruna myndi því að hans mati ekki leiða til stöð- ugleika heldur verða óbærileg spennitreyja fyrir íslenskt efnahags- líf. Leiðir til að auka virkni peningastefnunnar Til að auka virkni peningastefn- unnar hér á landi þarf að samræma hana og ríkisfjármálastefnuna betur en gert hefur verið, að sögn Yngva Arnar. Þá sagði hann að sveigjan- legri stýrivaxtastefna gæti einnig stuðlað að því að bæta peningastefn- una. Einnig þyrfti kannski að taka stærri skref í vaxtabreytingum til að tryggja ákveðna raunstýrivexti. Hann nefndi auk þess að til greina kæmi að lögbinda þriggja til fjög- urra mánaða tímatöf á milli verð- mælinga og verðbóta og gera verð- bólguna þannig fyrirsjáanlegri eins og til að mynda væri gert í Bret- landi. „Við veltum upp möguleikanum á því að vera einfaldlega með verð- tryggða stýrivexti,“ sagði Yngvi Örn. Nefndi hann þann möguleika að Seðlabankinn byði upp á bæði óverðtryggð og verðtryggð inn- og útlán til bankanna til skamms tíma. Skilaboð Seðlabankans inn á mark- aðinn yrðu þá skýrari. Stóriðja Greiningardeild Landsbankans spáir því að stóriðjuuppbygging muni knýja hagvöxtinn 2008–2010. Framleiðsluspenna muni byggjast hratt upp þar sem kólnunin í efnahagslífinu á árinu 2007 verði lítil. Stefnir í nýtt hagvaxt- arskeið 2008–2010 Í HNOTSKURN »Hagvöxtur verður 3,2% íár, 1,7% á næsta ári, 5,0% á tímabilinu 2008–2010 og 2,0% á tímabilinu 2011–2015, sam- kvæmt hagspá Landsbankans. »Verðbólgan fer úr 7,6% íár, í 3,2% á næsta ári, eykst þá í 4,4% 2008–2010, en minnkar svo í 3,1% á tíma- bilinu 2011–2015. »Atvinnuleysi verður 1,7% íár, 2,3% á næsta ári, 2,3% 2008–2010 og 2,6% 2011–2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.