Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 5–10 m/s og rigning eða súld austan til. Skýjað og úrkomulítið norðanlands, annars skýjað með köflum eða bjart. » 8 Heitast Kaldast 13°C 5°C Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TOPPSKARFI hefur fækkað mjög mikið á Breiðafirði og vill Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, að teg- undin verði sett á válista. Ævar segir að sjófuglum hafi fækkað mikið á Breiðafirði und- anfarin ár, sennilega fyrst og fremst vegna þess að miklu minna sé um sandsíli í sjónum en áður en hugsanlega einnig vegna hlýnunar sjávar og breytinga á lífríki í sjón- um. „Nokkrar tegundir, einna helst toppskarfur, kría, ryta og teista, hafa verulega látið á sjá á und- anförnum árum,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem líka sé farið að halla undan fæti fyrir lunda. Hins vegar hafi haförnum fjölgað og hrossagauksstofninn hafi aldrei verið eins stór og í sumar. Toppskarfur á nánast hvergi heima á Íslandi nema á Breiðafirði og Ævar segir að fækkunin hafi verið geigvænleg. „Það er svo komið að það á að setja topp- skarfinn á válista,“ segir hann. Alþjóðlegu verndarsamtökin, IUCN, hafa sett fram skilgreiningu á því hvenær dýr teljast vera í út- rýmingarhættu og er miðað við 20% fækkun eða meira á 10 ára tímabili. Á válista fyrir fugla, sem Náttúrufræðistofnunin útbjó samkvæmt aðferðafræði IUCN fyrir hönd umhverfisráðuneytisins árið 2000, eru rúmlega 40 fuglateg- undir. Vill setja toppskarf á válista fuglategunda í hættu Morgunblaðið/Ómar Hætta Toppskarfi hefur fækkað mikið á Breiðafirði undanfarin ár. Miklar breytingar á fjölda sjófugla á Breiðafirði á undanförnum árum Í HNOTSKURN » Toppskarfsstofninn varkominn upp í 8.000 til 9.000 pör fyrir átta árum en síðan hefur orðið margra tuga prósentna fækkun, að sögn Ævars Petersens. » Toppskarfi og rytu fjölg-aði á árunum 1980 til 1995 en á sama tíma fækkaði teistu. » 1987 voru 530 teistuvarp-pör í Flatey á Breiðafirði en í sumar voru pörin 140. SENNILEGA er ekki hægt að afnema verð- tryggingu hér á landi. Þetta kom fram í máli Yngva Arnar Kristinssonar, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans, á morgunverðar- fundi þar sem hagspá greiningardeildar bankans var kynnt. Sagði hann að afnám verðtryggingar myndi vera mjög íþyngjandi fyrir fjármögnun íbúðarhúsnæðis og reyndar allra langtímalána. Yngvi Örn ræddi um verðtryggingu í tengslum við umræður um hvernig hægt væri að bæta virkni peningastefnunnar hér á landi. Sagði hann að það væri líklega ófært að afnema verðtrygg- inguna. „Við veltum upp möguleikanum á því að vera einfaldlega með verðtryggða stýrivexti.“ Spurði hann hvers vegna ekki væri opnað fyrir þann möguleika að Seðlabankinn bjóði upp á bæði óverðtryggð og verðtryggð inn- og útlán til bankanna til skamms tíma. Skilaboð Seðlabank- ans inn á markaðinn yrðu þá skýrari. Í hagspá Landsbankans er gert ráð fyrir því að eftir örstutt aðlögunarskeið á næsta ári stefni í nýtt hagvaxtarskeið hér á landi á árunum 2008– 2010 vegna áframhaldandi stóriðjuframkvæmda. Reiknar deildin með um 270 milljarða króna við- bótarfjárfestingu í orku- og iðjuverum á árunum 2008–2014, að afkastageta í áliðnaði muni aukast um ríflega 500 þúsund tonn og að orkuframleiðsla muni aukast um 900 MW. Til samanburðar má nefna að afl Kárahnjúka- virkjunar er nálægt 700 MW. Og þegar álver Al- coa á Reyðarfirði hefur að fullu tekið til starfa og stækkun Norðuráls á Grundartanga er komin í gagnið, sem verður á árinu 2008, mun árleg ál- framleiðsla verða um 760 þúsund tonn, en hún nam um 270 þúsund tonnum í fyrra. Í hagspánni er ekki reiknað með öðrum möguleika en þeim að af þessum framkvæmdum verði. Áfram stórframkvæmdir Afnám verðtryggingar myndi vera mjög íþyngjandi fyrir fjármögnun íbúðarhúsnæðis og allra langtímalána  Stefnir í | Miðopna Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞESSI bor mun auka afkastagetu Jarðborana hér heima, auk þess sem fyrirtækinu verður kleift að taka ný skref í útrás,“ segir Bent S. Einars- son, forstjóri Jarðborana hf., en fyr- irtækið gekk nýverið frá samningum við ítalska fyrirtækið Drillmec um kaup á nýjum hátæknibor. Að sögn Bents verður nýi borinn hinn öflug- asti í tækjaflota félagsins og jafn- framt fullkomnasti landbor á Norð- urlöndum. Fyrir eiga Jarðboranir fjóra bora frá sama framleiðanda, þ.e. Drillmec, en þeir eru Geysir, Sleipnir, Saga og Óðinn, sem afhent- ur var nú í sumar. Þetta þýðir, sam- kvæmt heimildum blaðamanns, að Jarðboranir er eitt stærsta fyrirtæki í heimi sem sérhæfir sig í borun eftir jarðhita. Aðspurður segir Bent kaupverð nýja borsins vera um 1,4 milljarða króna. Segir hann nýja borinn verða útfærðan samkvæmt óskum sér- fræðinga Jarðborana til að tryggja að hann henti sem best íslenskum aðstæðum. Segir hann hér um að ræða nýja kynslóð vökvaknúinna bora sem hannaðir eru til borunar fyrir háhita. „Nýi borinn eykur hag- kvæmni og öryggi framkvæmda sök- um þess að hann er gríðarlega full- kominn tæknilega og nánast alsjálfvirkur,“ segir Bent og bendir á að nýi borinn verði fær um að bora niður á allt að rúmlega 5 km dýpi. Segir hann ráðgert að borinn verði afhentur til notkunar næsta sumar. Aðspurður segir Bent næg verkefni næstu tvö árin fyrir nýja borinn í há- hitaframkvæmdum s.s. á Hellisheiði og í Kröflu og Þeistareykjum. Að sögn Bents eru Jarðboranir og dótturfyrirtækið Iceland Drilling að skoða frekari vaxtarmöguleika er- lendis og er þá litið til fleiri tegunda verkefna en borunar eftir jarðhita, þar á meðal borunar eftir olíu og gasi. Segir Bent nýja borinn munu henta vel til slíkra verkefna. Markar þáttaskil í tæknilegri getu Nýr bor Jarðborana hf. getur nýst til borunar eftir olíu og gasi erlendis Morgunblaðið/Jim Smart Jarðboranir Tryggja á að nýi borinn henti sem best íslenskum aðstæðum. Í HNOTSKURN »Undirritaður hefur veriðviðaukasamningur milli Jarðborana hf. og OR um jarð- boranir á Hellisheiði og Heng- ilssvæði, sem nemur 3,7 millj- örðum kr. og kveður á um boraðar verði 15 háhitaholur. »Við verkefnið verður beittsvonefndri stefnubor- unartækni sem Jarðboranir hafa þróað í samstarfi við al- þjóðlega fyrirtækið Baker Hughes Inteq. ÁRLEGA nemur tap verslana á Íslandi um þremur milljörðum króna vegna þjófn- aðar. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin telja að sér- staklega þurfi að taka á þjófnaði barna og unglinga og er í því sambandi bent á góð- an árangur af forvarnarverkefni sem unn- ið var í samvinnu Smáralindar og lögregl- unnar í Kópavogi. | 10 Stolið fyrir 3 millj- arða króna árlega RANNSÓKN hefur staðfest að kind frá Syðri-Völlum í Flóa var riðusmituð en þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist í kind úr Flóan- um. Allt fé á bænum, um 50–60 fjár, verður fellt og sýni verða tek- in úr öllu sláturfé í Flóa og á Skeiðum. Umrædd kind kom fram í Hrunarétt en hún hafði gengið úti í einn vetur. Með henni voru þrjú lömb, þar af eitt sum- argamalt. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir mikilvægt að brugðist verði við af festu, tekið fyrir alla verslun með sauðfé vestan Þjórsár og nauðsyn- legt sé að bændur láti strax vita vakni grunur um að fé þeirra sé riðusmitað. Þá beinir hann þeim tilmælum til bænda að hýsa ekki fé fyrir aðra. Það sé bót í máli að fremur lítill samgangur hafi verið milli fjár frá Syðri-Völlum og frá öðrum bæj- um. | 11 Riðusmit í kind úr Flóan- um staðfest „SKATTFRJÁLS verslun erlendra ferða- manna í miðborginni hefur aukist gífurlega í sumar frá því sem var sumarið 2005,“ seg- ir Einar Örn Stefánsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Hann segir jafnvel hafa verið talað um spreng- ingu í ferðamannaverslun. Einar bendir á að hjá Global refund telji menn að aukning á ferðamannaverslun sé að minnsta kosti 20% að meðaltali frá því í fyrrasumar – og hafi jafnvel farið upp í 30– 35% hjá sumum verslunum. Í skýrslu Ice- land refund komi fram að aldrei hafi meira verið verslað „tax-free“ en á þessu ári. | 29 Sprenging í ferða- mannaverslun ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.