Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 21 LANDIÐ Garður | Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða ályktun um umferðarör- yggismál. Lýst er yfir þungum áhyggjum af hraðakstri, einkum á Garðvegi og Garðskagavegi. Vísað er til þess að alvarleg umferðarslys hafi valdið óbætanlegu tjóni og sorg. Bæjarráð hvetur Garðbúa til að segja stopp og skuldbinda sig til að fara eftir umferðarreglum og virða hraðatakmarkanir. Þá er óskað eftir auknu umferðareftirliti lögreglu. Vilja aukið eftirlit SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Mér finnst gaman að sýna útlendingum ljós- myndir. Þeir hrífast af myndefni sem okkur Íslendingum þykir hversdagslegt, eins og til að mynda norðurljósum og glitskýjum. En um leið verður maður var við vissa tor- tryggni og er spurður að því hvort búið sé að eiga við myndirnar,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari í Keflavík, sem heldur út eigin ljósmyndagalleríi á vefnum og hefur verið að sýna ljósmyndir og stafræn myndverk erlendis. Ellert hefur síðustu tvö sumur tekið þátt í alþjóðlegri sýningu í Sofia í Búlgaríu, Word Art Print Show. Nýlokið er einkasýningu hans á myndum úr íslenskri náttúru í Renaissance galleríinu í listamiðstöðinni Narrows Cent- er for the Arts í Fall River í Massachusettes í Bandaríkj- unum. Þá hefur honum verið boðið að taka þátt í sýningu í Limner-galleríinu í New York í nóvember. Þar sýnir hann ljósmyndir af höfðum bergrisa í íslenskri náttúru. Sökkti sér í myndvinnslu Ellert Grétarsson er fæddur á Húsavík en alinn upp í Keflavík. Hann hefur lagt stund á ljósmyndun alveg frá því hann var í ljósmyndaklúbbi í barnaskóla. Hann hóf störf sem ljósmyndari á staðarblöðum á Suðurnesjum fyrir tæpum tuttugu árum en eftir átta ár sneri hann við blaðinu og hóf störf í varahlutaverslun. Segist hafa verið búinn að fá nóg af fjölmiðlunum í bili. Hann kynntist myndvinnslu í prentsmiðju sem hann vann við á Egils- stöðum og sökkti sér í það viðfangsefni. Setti þá upp eigið vefgallerí, gallerí Elg, og hefur haldið því úti síðan. Gall- eríið er töluvert mikið sótt og í gegn um það og ýmis sam- félög ljósmyndara og listamanna á vefnum hefur hann unnið að því að koma sér á framfæri og fengið nokkur boð um að taka þátt í sýningum. „Ég geng ekki um með neina stórmennskudrauma, sé bara hvað kemur út úr þessum þreifingum og lít á allt slíkt sem bónus,“ segir Ellert. Hann sneri á heimaslóðir sínar í Keflavík í byrjun þessa árs, segist hafa viljað komast aftur á meðal fjöl- skyldu og vina. Hann er einstæður faðir með tvö börn og vinnur sem blaðamaður og ljósmyndari á Víkurfréttum. „Það er alltaf hægt að finna tíma fyrir áhugamálin til við- bótar við vinnuna og heimilið, en það kemur stundum nið- ur á því að maður fer svolítið seint að sofa á kvöldin,“ seg- ir Ellert. TENGLAR ....................................................................... www.eldhorn.is/elg Gaman að sýna ljós- myndir frá Íslandi Ljósmynd/Hilmar Bragi Ljósmyndun Ellert Grétarsson er með vélina á lofti á daginn en situr við eftirvinnsluna fram á nótt. Eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur Trékyllisvík | Þrír nemendur eru í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum í vetur og er skólinn einn af fámennustu ef ekki fámennasti skóli landsins. Aldursdreifing er líka mjög breið því tvær stúlkur eru í fyrsta og fjórða bekk og einn dreng- ur í níunda bekk. Þessi börn koma frá tveimur bæjum í sveitinni. Starfsmenn eru jafn margir nem- endunum, skólastjóri, leiðbeinandi og matráður. Að sögn Jóhönnu Þorsteinsdóttur skólastjóra fer ekki hjá því að lífið í svona skóla líkist meira sæmilega stóru heimili en stofnun. Kennslan verður persónuleg og uppfyllir a.m.k. skilyrði um einstaklingsmiðað nám. „Við náum að uppfylla skilyrði aðalnámskrár um námsframboð og í vetur erum við t.a.m. svo heppin að hafa tónmenntakennara. Sund kenn- um við svo í námskeiðsformi á vor- in,“ segir Jóhanna. „Í fyrra voru fjórir nemendur og þá var hægt að vera með hópa- og paravinnu.“ Hún segir kennsluna stundum geta verið dálítið snúna, enda eigi hver og einn aldurshópur rétt á sín- um stundafjölda. Reynt er að sam- kenna eins lítið og hægt er þó ekki verði hjá því komist. „Kröfurnar til hvers nemanda eru töluverðar, það getur verið erfitt að svara öllu sem spurt er um í bekknum. En eft- irfylgnin sem hver og einn fær er líka mikil. Kannski kemur þetta fram í gæðum kennslunnar, en þau yngri verða ansi seig í að fylgja hin- um eldri eftir. Þetta er afar heim- ilislegt, og það eru öðruvísi vanda- mál í svona fámennum skólum en þeim fjölmennari. Það er til dæmis afar erfitt að eignast vinkonu eða vin þegar aldurs- og kynskiptingin er svona. En mannlífið í sveitinni er óskap- lega gott og bætir ýmislegt upp. Nemendur sjá um og eru þátttak- endur í félagslífi sveitarinnar. Kost- irnir við skólastarfið eru fleiri en gallarnir enda kemur ekki til greina vegna samgangna að sameinast öðr- um hreppi en Reykjavík. En ég veit ekki hvort Vilhjálmur [borgarstjóri] vill okkur!“ sagði Jóhanna. Menningarmiðstöð Jóhanna er að hefja sitt þriðja starfsár við skólann og kann ágæt- lega við sig. „En ég vissi ekki að ég væri að afsala mér snjómokstri og viðunandi vegakerfi, enda borga ég sömu skatta og gjöld og þegar ég bjó fyrir austan fjall. Það virðist ekki vera hirt um að opna veginn eftir áramót hvernig sem tíðarfarið er. Mér finnst hart að búa við lélegasta vegakerfi á landinu og vera mein- aður aðgangur að því stóran hluta úr árinu. Áður en ég kom hingað var ég forstöðumaður á Sólheimum í Grímsnesi í sjö ár. Þar varð maður var við hefilinn á Hellisheiðinni allan sólarhringinn og því kom mér á óvart þessi lokun hér.“ – En hvernig lítur út með nem- endafjölda í skólanum næstu árin? „Ja, við liggjum hér á gægjum yfir barneignum í sveitinni. Það fæddist barn á þessu ári sem var auðvitað mikið gleðiefni. Foreldrarnir eru ungt fólk og við treystum því að þau haldi þessu áfram. Umrætt barn er hins vegar eina barnið undir skóla- aldri svo það lítur út fyrir að nem- endafjöldi fari í tvo á næsta skólaári. En það þarf að gera allt til að halda skóla hér, enda er hann forsenda byggðar fyrir fjölskyldufólk. Svona samfélag má ekki missa skólann sinn enda er hann ekki aðeins skóli heldur líka menningarmiðstöð sam- félagsins.“ Vel fylgst með barneignum Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Skólahúsið Finnbogastaðaskóli á Ströndum er einn af fámennustu skólum landsins, ef ekki sá fámennasti og byggðin er einangruð á vetrum. Aðeins þrjú börn í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík á Ströndum og starfsfólk er jafn margt nemendunum Allir Nemendurnir Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, Númi Fjalar Ingólfsson og Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir standa fyrir framan Reynhildi Karlsdóttur leiðbeinanda og Jóhönnu Þuríði Þorsteinsdóttur skólastjóra. Varmahlíð | Sveitarstjórn Skaga- fjarðar hefur ákveðið að fresta fram- kvæmdum við breytingar á félags- heimilinu Miðgarði í Varmahlíð og taka verkefnið til gagngerrar endur- skoðunar. Fyrirhugað var að stækka Mið- garð og gera að menningarhúsi með áherslu á tónlist. Sveitarfélagið og ríkið sömdu um að standa saman að málinu. Framkvæmdir reyndust dýrari en reiknað var með og var öll- um tilboðum í útboði hafnað. Reyna á að minnka kostnað án þess að slá af kröfum um gæði hússins sem menn- ingarmiðstöðvar. Í bókun sveitar- stjórnar kemur fram að stefnt er að því að hönnunarvinnu verði lokið um mánaðamótin október og nóvember þannig að hægt verði að ganga frá samningum við verktaka og hefja framkvæmdir á árinu. Fulltrúar minnihlutans, Sjálf- stæðisflokks og vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn frestun.    Endurskoða breytingar á Miðgarði Borgarbyggð | Ákveðið hefur verið að ráða Guðrúnu Jónsdóttur í hálft starf menningarfulltrúa Borgar- byggðar, til eins árs. Tillaga sveit- arstjóra þessa efnis var samþykkt samhljóða í byggðaráði. Guðrún hefur undanfarin ár unn- ið að kynningarmálum hjá Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri en áður stýrði hún Mark- aðsráði Borgarfjarðar og sat í bæjarstjórn Borgarbyggðar í eitt kjörtímabil. Ráðin í stöðu menningarfulltrúa Kynning á lykilmörkuðum ÞÝSKALAND Samtök ferðaþjónustunnar halda fund á Grand Hótel Reykjavík (Hvammi) 28. september 2006 kl. 9-12. Markmið fundarins er að ræða þýska markaðinn og þýska ferðamanninn nú og í framtíðinni. • Þýski ferðamarkaðurinn. Hvernig er eftirspurn Þjóðverja nú og fram til ársins 2015? Greining á markaðnum: Ulf Sonntag, sérfræðingur frá Forschungsgemeinscaft Urlaub und Reisen e.V., sem er helsta rannsóknarstofnunin í Þýskalandi í ferðamálum og hegðun þýska ferðamannsins. Erindi Ulf Sonntag verður á ensku. • Að selja Ísland í Þýskalandi – hvar liggja tækifærin? Hvar stendur Ísland miðað við önnur markaðssvæði? Stefna og starfshættir stærstu ferðaheildsalanna í Þýskalandi. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. • Hagtölur um ferðir Þjóðverja á Íslandi. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Þátttökugjald kr. 5.000 fyrir félagsmenn SAF (kr. 2.500 fyrir umfram einn frá hverju fyrirtæki) kr. 8.000 fyrir fyrirtæki utan SAF. Þátttaka tilkynnist í síma 511 8000 eða með tölvupósti info@saf.is www.saf.is S A F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.