Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 31 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Sókn- arnefnd Skálholtssóknar vegna upp- sagnar organista: „Árið 1989 var ákveðið að ráða organista til starfa í Skálholts- prestakalli. Sama ár var gengið til samninga við Hilmar Örn Agn- arsson. Hefur sú ákvörðun reynst vera hið mesta heillaspor fyrir sam- félagið. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, þáverandi sóknarprestur vann hug- myndinni brautargengi og hafði for- göngu um ráðninguna. Gert var sam- komulag um greiðslu launa organistans, þannig að Skálholts- staður greiddi sem nemur 10 mán- aðalaunum árlega, sóknirnar fjórar í Skálholtsprestakalli greiða ein mán- aðalaun og Biskupstungnahreppur ein. Þetta samkomulag hefur sér- stöðu í íslenskum sveitakirkjum; al- mennt standa sóknir straum af laun- um organista. Í ljósi sérstöðu Skálholts sem dómkirkjustaður, biskupssetur og móðurkirkja kristni á Íslandi, en um leið fámennt og tekjulítið prestakall var sú ákvörðun tekin á sínum tíma og hefur ríkt full- ur skilningur á því fyrirkomulagi, sem nú er komin löng og farsæl hefð á. Kirkjulegt tónlistarstarf í Skál- holtsprestakalli var fram undir 1990 líkt því sem gerðist í íslenskum sveitakirkjum. Glúmur Gylfason org- anisti við Selfosskirkju kom þó öðru hvoru í Tungurnar og æfði hóp söng- fólks svo syngja mætti yfir moldum manna o.þ.h. Í kirkjunum reyndu forsöngvarar að leiða safnaðarsöng líkt og þekktist í íslenskum sveita- kirkjum alla síðustu öld. Í Skálholtsdómkirkju var tónlist- arstarf einnig heldur fátæklegt ef undan eru skildir Sumartónleikar í Skálholti, sem voru þá og raunar enn reknir sem sjálfseignarstofnun sem fékk inni í kirkjunni. Enginn eig- inlegur kór starfaði eftir að þáver- andi sóknarprestur lagði niður starf- andi sönghóp. Kirkjulegt tónlistarstarf barna og unglinga var nær ekkert. Ráðning organista sannaði fljótt gildi sitt fyrir kirkjustarfið. Pípuor- gel Skálholtskirkju tók að hljóma oft- ar og organistinn fékk því framfylgt með þrautseigju að það var stækkað til muna og telst nú vera afbragðs- hljóðfæri. Ekki leið á löngu þar til hann hafði stofnað öflugan kór, Skál- holtskór, sem söng í kirkjunum fjór- um og víðar. Kórinn vakti fljótt at- hygli fyrir vandaðan flutning og skemmtilegt efnisval og laðaði til sín landsþekkt söngfólk og hljóðfæra- leikara. Í dag er Skálholtskór einn virtasti kirkjukór landsins og nýtur bæði Skálholtsstaður, Skálholtsskóli og allur söfnuðurinn góðs af fjöl- breyttu starfi hans. Barna- og kammerkór Bisk- upstungna var stofnaður af Hilmari Erni fljótlega eftir að hann kom til starfa. Kórinn hefur ekki formleg tengsl við Skálholtsstað heldur er hann rekinn af sjálfsaflafé. Samt njóta sóknarbörn, Skálholtsstaður og Þjóðkirkjan þess í ríkum mæli hversu stórkostlegt starf þar fer fram. Álit tónlistarfólks er að hann sé í hópi albestu barna- og unglingakóra á landinu. Það vekur sérstaka athygli vegna þess hve fámenn en víðfeðm sveit Biskupstungur er. Einnig er haft á orði hversu kirkjumennt ung- menna í Skálholtsprestakalli er þroskuð. Foreldrum barna í Bisk- upstungum þykir að auki sérstaklega vænt um kórinn vegna tómstunda- og forvarnargildis hans. Án þess að rekja ótal verkefni og útgáfur geisla- diska má geta þess að kórinn fyllir þann flokk sem var fulltrúi Íslands á Heimssýningunni í Japan 2005. Sér- legur verndari Barna- og Kamm- erkórs Biskupstungna er Arndís Jónsdóttir skólastjóri, eiginkona vígslubiskupsins í Skálholti. Nú ber svo við að stjórn Skálholts, þar sem vígslubiskup er í forsæti, kallar formenn sóknarnefnda á sinn fund þann 14. september sl. Á þeim fundi tilkynnti stjórnin að Hilmari Erni hafi verið sagt upp störfum frá 1. október að telja með 3 mán. upp- sagnarfresti. Um leið sagði stjórn Skálholts upp, fyrir sitt leyti, sam- starfssamninginum sem fyrr er get- ið. Skýringin sem fylgdi var að stjórnin hafði ákveðið að leggja niður starf organista í núverandi mynd. Í hans stað hyggst stjórn Skálholst ráða e.k. tónlistarstjóra sem hafa skal yfirumsjón með tónlistarmálum á Skálholtsstað, í nánum tengslum við m.a. embætti söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og Sumartónleika í Skálholti ásamt Skálholtsskóla. Vitnaði stjórn- arformaður í röksemdafærslu sinni nánast orðrétt í greinargerð vegna úttektar söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar á tónlistarstarfi í Skálholti, sem hann hafði verið beðinn um að gera fyrr á þessu ári og lá fyrir í drögum í júní s.l. „Hvað þið (þ.e. sóknirnar) gerið er ekki okkar mál“ voru orð eins stjórnarmanns á fund- inum, aðspurðir um framtíðarsýn þeirra á tónlistarstarf í prestakallinu. Okkur var einnig gert ljóst að á þess- um fundi væru þeir ekki komnir til samninga. „Enginn samnings- grundvöllur við sóknirnar“, „Við er- um ekki hér til að semja við ykkur“ voru orð sem dundu á okkur. Ekkert okkar vissi að búið væri að ákveða að hrófla við stöðu organistans, hvað þá að honum hafði þá þegar verið sagt upp störfum. Það má því nærri geta að okkur var brugðið við þessar frétt- ir. Vígslubiskup hefur sagt í fjöl- miðlum (Fréttablaðið 18. sept.) að ákvarðanir um að segja Hilmari upp störfum hafi verið gerðar í fullu sam- ráði við sóknarnefndirnar. Þeirri full- yrðingu hafa allar sóknarnefndirnar mótmælt í bréfi til biskups Íslands og stjórnar Skálholts, sem vonlegt er. Einnig segir vígslubiskup, m.a. í út- varpsviðtali á Rás 1 22. september og í Morgunblaðinu 20. sept. að vænt- anlegur tónlistarstjóri skuli fyrst og fremst aðlaga tónlistarstarfið þörfum ferðafólks, Skálholtsskóla og þeirra sem vilja dvelja á staðnum. Hann vék ekki einu orði að því að söfnuðurinn megi búast við aukinni þjónustu þessa starfsmanns. Framganga stjórnar Skálholts, samkvæmt ofan- greindu getur vart talist samboðin leiðtogum þjóðkirkjunnar. Sérstakt áhyggjuefni eru klausur úr greinargerð Harðar Áskelssonar söngmálastjóra. Sá hluti í grein- argerð hans sem fjallar um fjármuni er fara til organistastarfsins gæti beinlínis gefið ástæðu til að efast um ályktunarhæfni hans í starfi: „Ekki verður séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholti en gengur og ger- ist“. Þvílík öfugmæli ! Þá segir Hörður í greinargerð sinni að það sé ástæða til að yf- irstjórn kirkjunnar endurskoði „ýmsa þætti í mótun dagskrár og framkvæmd Sumartónleika í Skál- holti“. Framkvæmdastjóri Sum- artónleika í Skálholti hafði engar spurnir fengið af því að verið væri að þinga um málefni Sumartónleikanna er ég innti hann eftir því fyrir skömmu. Íhlutun yfirstjórnar kirkj- unnar í dagskrá Sumartónleikanna hlýtur að teljast vera róttæk aðgerð. Ekki þótti ráðamönnum ástæða til að senda framkvæmdarstjóra eintak af umræddri greinargerð Harðar. Hvert skyldi álit íslensks listafólks vera á svona vinnubrögðum? Sóknarbörn bera mikinn kvíðboga fyrir framtíðarstarfi í sóknarkirkjum sínum. Við horfum fram á vetur án þátttöku Skálholtskórs í tónlist- arflutningi. Við sjáum fram á að allt starf Barna- og Kammerkórs Bisk- upstungna leggst niður. Við búum okkur undir þá raun að gera börnum okkar grein fyrir ástæðum þess, og einnig að ástsæll kórstjóri þeirra, fé- lagi og trúnaðarvinur til margra ára hafi þurft að hverfa af vettvangi á miðjum vetri. Nú blasir við, að óbreyttu, að í Skálholti verður í hug- um sóknarbarna ekki lengur sókn- arkirkja heldur ferðamannakirkja, gistiheimili, leikvöllur kirkjuvaldsins. Hefði stjórn Skálholts unnið til- lögur að breyttu fyrirkomulagi tón- listarstarfs í góðri samvinnu við nú- verandi organista, sóknarnefnd Skálholtssóknar og fulltrúa hinna sóknanna í prestakallinu, hefði án efa fundist farsæl niðurstaða þar sem kirkjan fengi áfram notið óumdeildra hæfileika Hilmars Agnarssonar. Enn er von. Stjórn Skálholts getur ennþá dregið uppsögn Hilmars til baka og óskað eftir samvinnu við hann, sóknarnefnd og aðra hlutaðeig- andi. 25. september, Sóknarnefnd Skálholstsóknar, Ingólfur Guðnason, formaður. Gylfi Haraldsson, gjaldkeri.“ Greinargerð frá Sóknarnefnd Skálholtssóknar                                      !"##$!%"##  &#!  '    ( )*)  (  +(,-./    !     "   ""    #                         STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX).www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Fyrir þennan pening færðu sjálfskiptan jeppling sem stendur sig betur en aðrir þegar kemur að aksturseiginleikum, afli, öryggi og endingu. Hann er hvorki of stór né of lítill, situr vel á vegi en hefur samt meiri veghæð en aðrir jepplingar. Hann er á svipuðu verði og venjulegir fólksbílar en þrátt fyrir það er vélin í Forester 158 hestöfl sem er meiri kraftur en í flestum dýrari jepplingum. Umboðsmenn um land allt Subaru Forester hefur verið valinn besti jepp- lingurinn 3 ár í röð af tímaritinu Car and Driver. 2.590.000,- Subaru Forester er ódýrari en Toyota RAV4, Honda CR-V og allir hinir jepplingarnir. Samt stendur hann sig betur. * Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.