Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 23
tómstundir barna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 23 ... UPPLÝST FÓLK FRÉTTIR KL. 19.00 Fréttir Sjónvarpsins eru með vinsælasta sjónvarpsefni á Íslandi. Þau Páll Magnússon, Bogi Ágústsson, Elín Hirst, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Margrét Marteinsdóttir fara fyrir hópi fréttamanna fréttastofunnar, auk fréttamanna og fréttaritara á landsbyggðinni og í útlöndum, og færa þér nýjustu fréttir af fólki og atburðum. KASTLJÓS KL.19.35 Þitt fólk í Kastljósinu, þau Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Helgi Seljan, Sigmar Guðmundsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir, Þórhallur Gunnarsson og Eva María Jónsdóttir fjalla um menningu, listir, íþróttir, stjórnmál og önnur mál dagsins í nýju og fersku ljósi. ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT VIÐ ... Þegar við vorum í byrj-endahópnum þá voru strák-arnir ekkert sérstaklegaánægðir með að þurfa að skylmast við stelpur og það fór ekki alltaf vel í þá ef þeir töpuðu fyrir okk- ur, en það er allt í lagi núna í fram- haldshópnum,“ segja þær Unnur Snorradóttir og Kolfinna Jónsdóttir sem æfa skylmingar tvisvar í viku í íþróttahúsinu við Melaskóla. Unnur er tíu ára og er á öðru ári í skylmingum en Kolfinna er á sínu þriðja ári. Þær eru einu stelpurnar í sínum flokki og segjast gjarnan vilja fá fleiri stelpur í skylmingarnar. „Við hvetjum allar stelpur til að prófa að æfa skylmingar því það er rosalega gaman,“ segir Unnur, sem fór ein- faldlega að æfa skylmingar af því að henni fannst þetta áhugaverð íþrótt. Það sem kom Kolfinnu út í skylm- ingar var að hana langaði til að prófa og síðan var það mikil hvatning að Þorbjörg frænka hennar var Norð- urlandameistari í skylmingum. Stundum er höggvið fast Þær Unnur og Kolfinna æfa báðar með sk. höggsverðum, en ólympískar skylmingar skiptast í þrjár undir- greinar þar sem keppt er með mis- munandi sverðum; höggsverðum, stungusverðum og lagsverðum. „En við stingum líka með höggsverðun- um, þó við séum auðvitað ekki að meiða,“ segja skylmingastelpurnar sem þekktust ekkert fyrr en þær fóru að slá saman sverðum. Þó vissulega sé höggvið og stungið á æfingum þá segja þær ekki mikla hættu á meiðslum. „En ef höggvið er fast, þá getur það verið svolítið vont, en það er ekkert alvarlegt. Þegar við skylmumst er alltaf annar aðilinn með árásarréttinn en hinn reynir að verjast. Ef sá sem er með árásar- réttinn nær að koma höggi á and- stæðinginn, þá fær hann stig. Komi sá sem er að verjast síðan höggi á hinn, þá fær hann árásarréttinn. Maður þarf því bæði að vera góður í því að verja sig og að sækja fram.“ Æfa heima spor og högg Skylmingar eru stundum kallaðar líkamleg skák og því kemur ekki á óvart þegar Unnur og Kolfinna segja að í skylmingum skipti miklu að vera fljótur að hugsa. „Það er líka áríðandi að vera snöggur og sterkur. Þess vegna æfum við okkur líka heima, það eru ákveðin spor sem þarf að æfa og við getum líka æft höggin. T.d. getum við æft högg í grímu með hjólahjálmi í stað grímunnar, sem við höfum að láni á æfingum,“ segja stelpurnar, sem eiga báðar sverð og hanska. Þær segjast ekki hafa lagt sig neitt sérstaklega eftir að horfa á skylm- ingamyndir en hafa þó báðar séð eina Zorrómynd, sem þeim fannst æð- islega gaman, enda mikið um skylm- ingasenur. Unnur stefnir að því að halda áfram í skylmingum en þarf að lokn- um þessum vetri að sjá á eftir Kol- finnu sem skylmingafélaga, því hún ætlar að flytja að Bifröst í tvö ár. Kol- finna segir ekki ólíklegt að hún taki sverðið aftur upp og byrji að æfa skylmingar að nýju þegar hún flytur aftur í bæinn að þeim tíma liðnum. khk@mbl.is Snöggar með sverðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Skylmingastelpur Unnur og Kolfinna berjast fimlega og hafa flottan stíl, en í skylmingum skiptir líka miklu máli að vera fljótur að hugsa. Hvíld Unnur og Kolfinna taka niður grímurnar og hvíla sig á milli bardaga. Skylmingar eru í margra huga fyrst og fremst fyrir stráka en þær Unnur og Kolfinna láta það ekki aftra sér frá því að æfa þessa fögru íþrótt. Krist- ín Heiða Kristinsdóttir hitti snarpar stelpur með sverð á lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.