Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 41
menning
SKAFTI Þ. Halldórsson (SÞH)
skrifaði ritdóm um nýútkomna skáld-
sögu mína Gáfnaljósið og birtist hann
í Morgunblaðinu 8. ágúst sl. Mér
finnst ástæða til að bregðast við þess-
um ritdómi, en skal ekki orðlengja
það frekar og vík beint að efninu.
SÞH beinir athygli sinni að þeim
þætti sögunnar sem varðar kynlíf og
segir: „Sögur um kynlíf barna eru
ávallt dálítið umdeildar og spurn-
ingar hljóta alltaf að vakna um af
hvaða hvötum þær spretta. Í borg-
arasamfélagi nútímans er slík orð-
ræða eins konar tabú. Enda er veru-
leiki kynferðislegrar misbeitingar
barna býsna dapurlegur. Þetta er
raunar nokkuð veigamikið umræðu-
efni Gáfnaljóssins.“
Ég ætla að láta liggja milli hluta
vangaveltur SÞH um „hvatir“ höf-
undar. Í ofangreindri tilvitnun full-
yrðir SÞH að „kynferðisleg(r)ar mis-
beitingar barna,“ séu „veigamikið
umræðuefni Gáfnaljóssins“. Þetta er
rangt. Hið rétta er að í Gáfnaljósinu
kemur hvergi fyrir kynferðislegt of-
beldi gegn börnum. SÞH víkur að
þeim þætti skáldsögunnar þar sem
segir frá umræðu í Lestrarfélaginu
Krumma þar sem verið er að ræða þá
gagnrýni, sem Halldór Laxness hafði
fengið fyrir fjórar af stóru skáldsög-
um sínum (Vefarann mikla, Sölku
Völku, Sjálfstætt fólk og Heimsljós).
SÞH gerir síðan tilraun til að bera
saman, annars vegar siðferði í um-
ræddum bókum Laxness og hins
vegar siðferði Gáfnaljóssins. SÞH
segir: „Í þeim verkum Halldórs er sú
barnahneigð sem þar kemur fram
annars vegar hluti dapurlegra örlaga
barns og hins vegar óhamingjusams
geranda. Hún er partur af mark-
vissri þjóðfélagsgagnrýni á samfélag
sem skapar gróðrarstíu slíkra hörm-
unga.“
Mér finnst athyglisvert hvernig
SÞH réttlætir þá áherslu á barna-
hneigð (þ.e. hvatir sem m.a. geta leitt
til ofbeldis gegn börnum), sem kem-
ur fyrir í skáldsögum Kiljans en
gagnrýnir hins vegar kynferð-
ishegðun aðalpersónu Gáfnaljóssins,
þar sem hvergi kemur fyrir kynferð-
islegt ofbeldi gegn börnum. Orðalag
SÞH í ofangreindri tilvísun (þar sem
talað er um dapurleg örlög barns og
óhamingjusams geranda) er athygl-
isvert, en þar er gefið í skyn að ein-
ungis sé um eitt afmarkað tilvik að
ræða. En svo er nú aldeilis ekki.
Eftir að hafa rökstutt þá staðhæf-
ingu sína að frásagnir af kynferð-
islegu ofbeldi gegn börnum í bókum
Kiljans séu einungis „partur af
markvissri þjóðfélagsgagnrýni“,
(sem ég vil síður en svo andmæla)
víkur hann að Gáfnaljósinu og segir:
„Allt annað er upp á teningnum í bók
Kormáks/Braga. Í henni eru slík
þjóðfélagsmál ekki beinlínis tekin til
umræðu. Miklu fremur að höfundur
sé að velta fyrir sér einstaklingsvilja
og rétti einstaklingsins til að fara
sínu fram óháð ytri aðstæðum.“
Af þessum orðum er ljóst að SÞH
hefur dregið verulega í land. Hann
viðurkennir að „slík þjóðfélagsmál“,
(þ.e.a.s. kynferðislegt ofbeldi gegn
börnum) séu „ekki beinlínis tekin til
umræðu“. En hvað er þá tekið til um-
ræðu í Gáfnaljósinu? Jú, SÞH segir
að höfundur Gáfnaljóssins sé „að
velta fyrir sér einstaklingsvilja og
rétti einstaklingsins til að fara sínu
fram óháð ytri aðstæðum“. Þetta er
mikið til rétt. Á öðrum stað lýsir
hann aðalpersónunni Guðlaugi þann-
ig: „Á vissan hátt minnir hann á hina
nýrómantísku hetju eða ofurmenni
sem leyfist að skera á siðferðisbönd
vegna yfirburða sinna.“ Þetta er líka
rétt. En hvers vegna skyldi þetta
vera síður verðugt viðfangsefni en sú
„markvissa þjóðfélagsgagnrýni,“
sem kemur fram í áherslu Kiljans á
barnahneigð, þar sem þessar kenndir
fá m.a. útrás hjá öllum aðal-(karl)
persónum í umræddum skáldsögum.
Má þar nefna: Bjart í Sumarhúsum,
Steinþór Steinsson, Arnald Björns-
son, Örnólf Elliðason og Ólaf Kára-
son. Það er því erfitt að skilja við-
kvæmni SÞH þegar kemur að
kynþroskaþætti aðalpersónu Gáfna-
ljóssins.
Kynferðislegt samneyti unglinga
með fullorðnum konum er hegðun
sem ekki er almennt viðurkennd, eða
eins og SÞH orðar það: „ekki sam-
félaginu ásættanleg“. Fyrirbærið er
eigi að síður forvitnilegt. Og hvers
vegna skyldu slíkar kenndir vera síð-
ur athyglisvert viðfangsefni rithöf-
unda en þær sem spretta af títt-
nefndri barnahneigð?
Kiljan var á sínum tíma harðlega
gagnrýndur fyrir berorðar lýsingar í
skáldsögum sínum. Nú, rúmlega
hálfri öld síðar, eru þessar gagnrýn-
israddir að mestu þagnaðar. Þessi
gagnrýni átti rætur sínar að rekja til
þess viðhorfs að kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum væri viðfangsefni sem
almenningi bæri að leiða hjá sér. Það
er hins vegar viðurkennt sjónarmið á
Vesturlöndum að skáld og rithöf-
undar hafi óheft frelsi til að tjá list
sína og ráðast inn fyrir múrvegg
ríkjandi viðhorfa samfélagsins. Þrátt
fyrir upplýstara samfélag eru enn til
staðar fordómar gegn slíkri umræðu.
Mér virðist ljóst að SÞH sættir sig
ekki við aðalpersónu sögunnar og
það viðfangsefni sem þar er tekið fyr-
ir. Hann segist ekki skilja tilgang
höfundar eða þær hvatir sem liggja
þar að baki. Hann segist ekki átta sig
á markmiði sögunnar og hann veltir
mikið fyrir sér hvort bókin sé skrifuð
sem skemmtiefni eða einhvers konar
„orðræða“, kannski „einhvers konar
þroskasaga“, eða „einhvers konar
blanda af þorpssögu og ástarlífslýs-
ingum, sem sæmt hefðu sér allvel í
Eros og Tígulgosanum forðum“, eins
og hann kemst að orði. Og hann
kemst loks að þeirri niðurstöðu að
„öll umræða sögunnar (sé) fremur
óljós og raunar erfitt að meta í raun
hvert höfundur er að fara“.
En skáldsagan Gáfnaljósið er í
raun ósköp auðskilin. Hún fjallar um
piltinn Guðlaug og þann hugarheim
sem hann lifir í. Guðlaugur er nátt-
úrubarn í anda Rousseaus, sem hafn-
ar skinhelgi samtímans. Hann er ein-
lægur, stundum dálítið barnalegur
þrátt fyrir miklar gáfur. Hann kemur
til dyranna eins og hann er klæddur
og talar tæpitungulaust mál. Fljót-
lega eftir að hann kemst á kyn-
þroskastigið opnast fyrir honum ný
veröld. Þar kemur til sögunnar ung
kona, sem áður hafði verið í ástand-
inu, nýflutt í plássið, sem veitir hon-
um fyrstu fræðslu um kynlíf. Rík
kynlífsþörf setur sterkt svipmót á
unglingsár Guðlaugs. Kynlíf er fag-
urt og eðlilegt, og girnd hans á stúlk-
um er hömlulaus en beinist þó eink-
um að fullþroska konum. Í hans huga
er ekkert syndsamlegt við ástaratlot
karls og konu. Á ýmsan hátt má
segja að viðhorf hans til kynlífs sé
svipað því sem síðar einkenndi 68-
kynslóðina. Á yfirborðinu er hann
varkár og yfirvegaður og undir
sterkum áhrifum frá afa sínum
Magnúsi Torfalín sem er grandvar
maður og heiðarlegur. Þegar á líður
söguna er ljóst að Guðlaugur hefur
ýmis einkenni klofins persónuleika
og samkvæmt ríkjandi gildismati er
hann á vissan hátt haldinn siðblindu.
Hann skapar sína eigin veröld sem að
hluta til er huglæg en einnig raun-
veruleg. Hann ögrar vísvitandi um-
hverfi sínu og leikur sér með að-
stæður.
Gáfnaljósið er raunsæ og drama-
tísk spennusaga og er skrifuð að
meginhluta til í hefðbundnum frá-
sagnarstíl þar sem skyggnst er inn í
hugarheim óvenju bráðþroska per-
sónu, umbrot og árekstra kynþroska-
skeiðsins, skyggnst inn fyrir þær lok-
uðu dyr sem sögupersónan lifir og
hrærist í, þar sem gilda önnur lög-
mál, þar sem talað er annað tungu-
mál, þar sem gildir öðruvísi siðferði
en almennt er viðurkennt í hinu
borgaralega samfélagi.
SÞH virðist ekki átta sig á tilgangi
höfundar, að skyggnast inn fyrir
þessar dyr, sem er líf og hugar-
heimur þessa sérstæða unglings.
Hann sættir sig ekki við þá bresti
sem koma fram í skapgerð hans og
hátterni. Sérstaklega vex honum í
augum kynhegðun piltsins, finnst
hann fara offari. Það finnst mér líka
þegar mest gengur á. En Guðlaugur
er eins og hann er og höfundurinn
ræður ekki alltaf örlögum þeirra per-
sóna sem hann skapar. Þær fara sína
leið og í versta tilfelli geta þær orðið
að einhvers konar Frankenstein án
þess að höfundurinn geti rönd við
reist. En svo er ekki með Guðlaug.
Hann er þrátt fyrir allt heilsteypt
persóna, jafnvel þótt hann sé klofinn
persónuleiki og samkvæmt gild-
ismati samtíðarinnar haldinn ákveð-
inni siðblindu. Og umfram allt er
hann sjálfum sér samkvæmur. Um
hann fjallar bókin og þá veröld sem
hann lifir í.
Eftir Kormák Bragason
Kormákur Bragason er skáldanafn
Braga Jósepssonar, rithöfundar og fv.
prófessors.
Höfundur ræður ekki alltaf ferðinni
Fágun er orðið sem lýsir nýja E-Class bílnum
einna best. Nálægt 40% af bílnum hafa verið
endurhönnuð með fullkomnun í huga. Meðal helstu
nýjunga er skynvæddur ljósabúnaður (Intelligent
Light System) sem gerir aðalljósunum kleift að lýsa
betur upp umhverfi bílsins en áður hefur þekkst
án þess að trufla aðra umferð. Einnig má nefna
háþróað stöðugleikakerfi og aðrar framúrskarandi
öryggislausnir sem hafa skilað honum betri
niðurstöðum í bílprófunum en nokkrum öðrum bíl.
E-Class bíllinn fæst með allt að 514 hestafla vél og
dísilvélarnar skila allt að 314 hestöflum. Það er ljóst
að Mercedes-Benz E-Class er einstakur akstursbíll
sem þú verður að upplifa.
E-Class í nýju ljósi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nýr E-Class
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi.