Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að er nú vart í frásögur
færandi að maður fari í
vinnuna sína á morgn-
ana. Eins og venjulega
tók ég lestina á
Bræðraborgarstöð og hún bar mig
sem leið liggur undir Vesturbæinn,
Grjótaþorpið og inn á Aðalstræt-
isstöðina undir gamla Moggahús-
inu. Síðan áfram undir Lækjartorg
og Bankastræti og Laugaveginum
endilöngum upp á Hlemm.
Svona hófst ferðin í vinnuna í
huga mínum, en í bláköldum veru-
leikanum sat ég í bílnum mínum
þessa venjulegu og þráðbeinu leið,
Hringbraut, Miklabraut, Vest-
urlandsvegur. Ég man ekki hvar á
þessari leið í þéttri bílaumferð það
gerðist að ég datt út í draumóra um
hvað það væri nú mikill munur ef
maður gæti látið berast þessa leið í
jarðlest í stað þess að fara hana ak-
andi, einn í bílnum mínum.
Ég fór að hugsa um hvað það yrði
frábrugðið ferðalag og einfaldara.
Ég gæti verið viss um að lestin
kæmi á stöðina mína vestur í bæ á
réttum tíma, vegna þess að jarð-
lestir eru óháðar tiktúrum bíla-
umferðar. Þannig að ég gæti vitað
upp á hár, eða þar um bil, hvenær
ég þyrfti að leggja af stað niður á
lestarstöðina.
Þegar lestin kæmi gæti ég sest
inn og farið að lesa Moggann eða
jafnvel bók, og gæti sökkt mér í
hana – þyrfti aldrei að svo mikið
sem líta upp – þessar fimmtán til
tuttugu mínútur sem það tæki lest-
ina að fara upp á Höfða. Kannski
þyrfti ég þá að grípa til þessara
jafnfljótu, og það gæti orðið krefj-
andi í vondum veðrum. En það væri
líka hægt að tengja strætóferð við
hverja lestarkomu og þannig auð-
velda ferðalagið.
Leiðin í vinnuna yrði þar með af-
slappandi og ég myndi mæta jafn,
ef ekki betur úthvíldur en ég var
þegar ég vaknaði. Ég dundaði mér
líka við að búa til í huganum stóra
og mikla skiptistöð undir Kringl-
unni, þar sem línurnar tvær í jarð-
lestarkerfinu mínu skárust. Af
þessari skiptistöð var innangengt í
Kringluna og jafnvel fleiri hús. Já,
ég gleymdi að nefna áðan að frá
stöðinni undir Lækjartorgi er auð-
vitað innangengt í tónlistarhúsið.
Þetta voru svo sannarlega
skemmtilegar hugleiðingar, og ég
er viss um að þær lyftu mér upp og
gerðu mig að betri starfskrafti fyrir
Árvakur þennan dag. Það var ekki
fyrr en seinna að það rann upp fyrir
mér hvað þessar hugleiðingar mín-
ar um jarðlestarferðina í vinnuna
voru hreinræktuð fantasía.
Myndin sem ég dró upp í huga
mér af Reykjavík með einfalt jarð-
lestakerfi – til dæmis eina línu frá
Granda og upp í Mosfellsbæ, og
aðra línu úr Grafarvogi og suður í
Hafnarfjörð – var mynd af æv-
intýraborg, miðað við þann áþreif-
anlega og blákalda veruleika sem
við manni blasir og maður býr í og
heitir Stór-Reykjavíkursvæðið.
Þegar þetta – hvað hugarflugið
hafði í rauninni leitt mig út í mikla
draumóra – hafði runnið upp fyrir
mér var ég ekki lengur upplyftur
heldur niðurlútur og fúll. Mun verri
starfskraftur en um morguninn. Í
stað ævintýrisins verð ég um
ókomna tíð að eyða bestu kröftum
dagsins – stundinni sem orðtækið
segir að gefi gull í mund – í að keyra
bílinn minn og passa mig á hinum
bílunum, taka af stað og stoppa,
gefa í og hægja á. Ekki að undra að
í einhverri breskri könnun sem ég
las um fyrir skömmu segði að fólki
þættu ökuferðir í og úr vinnu vera
mest stressandi tímar dagsins.
Og það sem gerir þetta enn blóð-
ugra er að ég hef kynnst því af eigin
raun hvernig það er að geta upp-
lifað sem veruleika þetta ævintýri
sem mig dreymi um þennan morg-
un. Eins og svo ótalmargir aðrir
sem núna eiga heima í Reykjavík
átti ég einu sinni heima í útlöndum,
í stórborg sem er með alvöru al-
menningssamgöngukerfi. Samt var
þetta norður-amerísk borg sem á
það sammerkt með Reykjavík að
vera mikil bílaborg og gríðarlega
víðfeðm miðað við íbúafjölda.
Daginn eftir þessa draumóraferð
las ég það svo í fréttum að formaður
umhverfissviðs borgarinnar segði
ljóst að aðalumferðaræðar borg-
arinnar væru fullmettaðar. Varla
held ég að þetta hafi talist til marks
um ótrúlega skarpskyggni manns-
ins. Svo fór hann að tala eins og
Sundabraut myndi leysa vandann,
þannig að ekki þyrfti í raun að velta
þessu máli meira fyrir sér. Hvort
tveggja er rangt hjá honum –
Sundabraut mun ekki leysa vand-
ann, og það þarf að velta þessu
meira fyrir sér.
Það þarf að hugsa eftir nýjum
leiðum um lausnir á þeirri martröð
sem samgöngur í Reykjavík eru
orðnar. Og það þarf að hætta að
hugsa um að þétta byggðina. Þétt-
ing byggðarinnar gerir martröðina
verri. Fyrst þarf að búa til neð-
anjarðarævintýraborgina sem ég
var að lýsa. Þegar hún er komin er
hægt að þétta byggðina án þess að
Reykjavík verði að hjarta- og æða-
sjúklingi.
Til að búa til alvöru borg þarf
ekki fyrst og fremst að byggja gljá-
andi fjármálahverfi, eins og yfirvöld
í Reykjavík virðast nú halda. Það
sem meiru skiptir er samgöngu-
kerfið. Nú þarf að hætta að hugsa
um skammtímaumbætur á borð við
Sundabraut. Það þarf einfaldlega
að fara að hugsa um alveg nýja teg-
und af samgöngukerfi.
Við eigum ekki að láta okkur
dreyma um það eitt að í Reykjavík
rísi glæsilegt tónlistarhús og raðir
af gljáandi háhýsum. Við eigum
ekki að miða framtíðarhugmynd-
irnar við að koma okkur upp glans-
andi skrautgripum til að monta
okkur af við gesti. Við eigum að
hugsa um það sem gerir borgina
betri fyrir okkur að búa í. Glerhýsi
á hafnarbakkanum, þar sem norð-
anáttin getur ausið sjónum yfir það
látlaust og þakið það seltu og skít,
mun ekki gera Reykjavík að betri
borg.
Það er óráð að horfa til himins og
dreyma um að fylla borgina af há-
hýsum. Ekki er langt síðan bent var
á að slíkt stangast á við veð-
urfræðilegar staðreyndir um borg-
ina. Nei, það þarf þvert á móti að
fara að horfa niður fyrir lappirnar á
sér og auka jarðtenginguna – og
hreinlega byggja ofan í jörðina. En
það segir sína sögu að manni skuli
finnast það fantasíukennt að hugsa
um Reykjavík með alvöru borg-
arsamgöngukerfi.
Ævintýra-
borgin
»Ég dundaði mér líka við að búa til í huganum stóra og mikla skiptistöð undir
Kringlunni, þar sem línurnar tvær í
jarðlestarkerfinu mínu skárust.
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
VALDIMAR Leó Friðriksson
þingmaður Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi fór mikinn í
grein sem birtist í Morgunblaðinu
18. september s.l. Það vekur furðu
að jafnmikill íþróttaáhugamaður og
hann eigi svo erfitt með að sætta
sig við úrslit og nið-
urstöðu að leik lokn-
um, ef svo má að orði
komast. Grein Valdi-
mars ber svo glögg-
lega merki vonbrigða
og svekkelsis.
Allflestum er kunn-
ugt um þann glæsilega
árangur sem Vinstri-
hreyfingin grænt
framboð náði um land
allt í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum.
Í Mosfellsbæ var þar
engin undantekning á,
með kröftugri baráttu var unninn
glæstur sigur sem vakti athygli um
land allt. Valdimar og Samfylkingin
voru því miður mjög svo upptekin af
því fyrir kosningar að koma þeim
skilaboðum til kjósenda að atkvæði
greitt Vinstri grænum yrði dautt og
ómerkt. Sá orðrómur hefur nú end-
anlega verið kveðinn í kútinn, ekki
bara í Mosfellsbæ heldur um land
allt. Atkvæði greitt Vinstri grænum
var ekki dauðara og ómerkara en
það að flokkurinn hefur nú víðtæk
áhrif um stjórn Mosfellsbæjar og á
eftir að láta verulega til sín taka í
þeim efnum.
Rangfærslur Valdimars vekja
óneitanlega furðu, en verst er þó
fyrir Valdimar og Samfylkinguna
hvað í gegnum greinina skín hvaða
flokk Samfylkingin og landsmenn
allir reiða sig fyrst og síðast á í um-
hverfismálum. Að Valdimar skuli til
að mynda bendla Vinstrihreyf-
inguna grænt framboð á landsvísu
við þau mál sem eru að gerast í
Mosfellsbæ segir þar meira en
mörg orð.
Komum okkur þá að efninu. Um-
rædd tengibraut í grein Valdimars
inn í væntanlegt Helgafellshverfi
var frá upphafi samþykkt af öllum
flokkum í bæjarstjórn Mosfells-
bæjar og það löngu áður en VG
komst til valda í bæjarfélaginu,
þetta veit Valdimar.
Rangfærslur Valdimars
Varmáin er ekki á náttúruminja-
skrá eins og Valdimar heldur fram í
grein sinni. Tengibrautin gerir ekki
ráð fyrir 20.000 bíla
umferð á dag. Var-
mársamtökin voru ekki
stofnuð eingöngu
vegna lagningar tengi-
brautarinnar. Vinstri-
hreyfingin grænt
framboð hefur áður
verið í meirihluta-
samstarfi. Það kom
hvergi nokkurstaðar
fram í stefnumálum
VG í Mosfellsbæ að
flokkurinn stæði í vegi
fyrir lagningu braut-
arinnar og að lokum:
það logar ekki allt innan flokksins
eins og Valdimar heldur fram og ef-
laust vonar. Aldrei nokkru sinni
hafa verið jafn margir félagar í VG í
Mosfellsbæ og aldrei hafa fleiri sótt
reglulega fundi VG í Mosfellsbæ.
Fjöldi rangfærslna hjá þingmann-
inum í einni grein er með ólík-
indum.
Á móti tengibrautinni
Undirritaður hefur aldrei leynt
þeirri skoðun sinni, hvorki fyrir
kosningar né eftir þær, að hann sé
andvígur lagningu brautarinnar
enda verður enginn íbúi Mosfells-
bæjar jafn var við hana og undirrit-
aður. Fyrirhuguð tengibraut er í að-
eins 14 metra fjarlægð frá anddyri
húss undirritaðs og það eitt, ásamt
því að vera einn af kærendum, gerir
undirritaðan vanhæfan til að taka
þátt í umræðu um brautina á fund-
um bæjarstjórnar. Valdimar heldur
því fram að sigur VG í Mosfellsbæ
hafi unnist vegna andstöðu undirrit-
aðs við brautina. Það er gott að
hitta naglann svo vel á höfuðið og
vinna glæstan sigur, en af hverju í
ósköpunum tefldi þá Samfylkingin
ekki andstöðu sinni við brautina
fram fyrir kosningar? Hún þagði
þunnu hljóði og af hverju skyldi það
hafa verið? Jú, fram að kosningum
studdi Samfylkinginn og oddviti
hennar lagningu tengibrautarinnar
og gæti verið að mótmælaraddir
andstæðinga tengibrautarinnar hafi
ekki verið orðnar nógu háværar til
að Samfylkingin rankaði við sér í
þessu máli eins og svo mörgum öðr-
um og færi að kynna sér það.
Besta leiðin verður valin
Það er ekki þar með sagt, að
þrátt fyrir að oddviti Vinstri
grænna í Mosfellsbæ sé vanhæfur í
umræðum bæjarstjórnar um tengi-
brautina, að flokkurinn vinni ekki
hörðum höndum að því að landa
bestu lausninni, bæði einn og sér og
með samstarfsflokki sínum í bæj-
arstjórn. Því verki er ekki lokið.
Góðir hlutir gerast hægt og gott
samstarf byggist á trausti og mála-
miðlunum, ekki frekju og yfirgangi,
því þá geta menn misstigið sig og
þurft á hækjum að halda. Undirrit-
aður vill ekki hafa tengibrautina við
húsgafl sinn. Valdimar vill örugg-
lega ekki hafa hana við húsgafl sinn
og sennilega vill enginn íbúi í Ása-
hverfinu eða í Mosfellsbæ hafa hana
við húsgafl sinn, en einhversstaðar
þarf hún að koma inn í Helgafells-
landið og það hlýtur að verða besta
lendingin, að sem flestir verði
ánægðir og sem fæstir verði hennar
varir. Hvar sem hún verður lögð þá
verður hún alltaf umhverfismál,
ekki bara í Álafosskvos.
Tengibrautin verður
alltaf umhverfismál
Karl Tómasson svarar grein
Valdimars Leós Friðrikssonar
um tengibraut í Mosfellsbæ
» ... einhversstaðarþarf hún að koma
inn í Helgafellslandið og
það hlýtur að verða
besta lendingin, að sem
flestir verði ánægðir og
sem fæstir verði hennar
varir.
Karl Tómasson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar og oddviti Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs.
ÉG, SEM þetta bréf rita, hef und-
anfarin tuttugu og fimm ár barist fyr-
ir textun íslensks sjónvarpsefnis. Þar
hef ég talað fyrir svo daufum eyrum
að ég velti því stundum fyrir mér
hver sé í raun og veru heyrnarlaus.
En það ætla ég ekki að kryfja í þessu
bréfi heldur í stuttu máli að rifja upp
það helsta sem gerst hefur á stöðinni
þinni í þessum málum í
gegnum árin. Jón Óttar
Ragnarsson var stofn-
andi og fyrsti sjón-
varpsstjórinn þegar
Stöð 2 tók til starfa fyr-
ir nákvæmlega tuttugu
árum. Ég skrifaði hon-
um reyndar ekki alveg
strax enda var hann
voðalega upptekinn við
að koma stöðinni á
laggirnar. Frá upphafi
streymdu sendingar af
erlendu, textuðu efni en
svo þegar hið innlenda
fór að birtast á skjánum
var enginn texti. Ég spurðist fyrir,
hvers vegna, og fékk þau svör að um
leið og 50 þúsundasta áskrifandanum
yrði náð þá myndi hann texta. Leið
svo og beið en loks rann upp sá dagur
að hinn fímmtíu þúsundasti fékk sér
áskrift. Enginn kom þó textinn á inn-
lenda efnið. Svik, finnst þér það ekki?
Þá skipti stöðin um eigendur og
mig minnir að einhver Höskuldur eða
Hafsteinn hafi svarað mér og sagt að
þeir væru búnir að leggja svo miklar
milljónir í að bæta dreifikerfið að þeir
gætu ómögulega ráðist í textann líka.
Vitaskuld varð ég fyrir miklum von-
brigðum en þegar maður tilheyrir
minnihlutahópi er maður orðinn
býsna vanur því að sjá ekki við öfl-
ugum hópi fjárfesta þó maður sé
langt frá því sáttur við að bíta í það
súra. En núna er komið að þér, Jón
Ásgeir minn. Þú ert víst maðurinn
sem öllu ræður í tengslum við þessa
sjónvarpsstöð. Ég er nýlega orðin
áskrifandi hjá þér og
mér finnst sjálfsagt að
ég sitji við sama borð og
aðrir áskrifendur þínir.
Ég vil einfaldlega fá að
njóta þess innilenda
sjónvarpsefnis, sem þið
gerið svo listilega, og já,
ég horfi stundum á það
hljóðlaust og skil ekki
nákvæmlega hvað fer
fram. Textun myndi
breyta mjög miklu fyrir
fólk eins og mig, fólk
með skerta heyrn, eldra
fólk sem er að missa
heyrn og jafnvel fólk
sem finnst gott að hlusta og horfa á
textann. Ég horfði t.d. þáttinn hennar
Sirrýjar, Örlagadaginn, þar sem hún
tók viðtal við pabba þinn. Hann tók
sig mjög vel út í mynd, stórmann-
legur en ég heyrði vitaskuld ekkert
hvað hann sagði. Daginn eftir frétti
ég að ég hefði misst af miklu.
Ég hef, sem varaþingmaður
Frjálslynda flokksins, tvisvar flutt
frumvarp til laga á Alþingi um textun
á innlent sjónvarpsefni og í þriðja
flutningum flutti Guðjón A. Krist-
jánsson þingmaður það en árangur er
því miður ekki sjáanlegur. Hver veit
þó nema menntamálaráðherra sjái að
sér og komi á lögum um að sjónvarps-
stöðvarnar verði að texta verði allt
innlent efni, það væri draumastaða
fyrir mig og reyndar 10% þjóðarinnar
líka. Svo má jafnvel skoða þann
möguleika að sá ráðherra sem sér um
úthlutun sjónvarpsleyfa verði svo
strangur að skilyrða leyfin svo að
texta yrði allt íslenskt efni? Allt getur
gerst þegar kosningar eru fram-
undan, eða hvað heldur þú?
Jæja, kæri Jón, ég ætlaði nú ekki
hafa þetta bréf langt en ég bara gat
ekki á mér setið fyrst ég var byrjuð,
og þú maðurinn sem á sjónvarpsstöð-
inni ræður öllu eins og Róbert Mars-
hall opinberaði í Morgunblaðinu fyrir
skömmu. Ég bið þig hér og nú um að
texta allt innlent efni sem sent er út á
sjónvarpsstöðvunum þínum og frétt-
irnar líka.
Með bestu kveðjum.
Kæri Jón
Sigurlín Margrét Sigurð-
ardóttir fjallar um baráttu fyrir
textun íslensks sjónvarpsefnis
»Ég bið þig hér og núum að texta allt inn-
lent efni sem sent er út
á sjónvarpsstöðunum
þínum og fréttirnar líka.
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir
Höfundur er varaþingmaður Frjáls-
lynda flokksins í Suðvesturkjördæmi.