Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR /0 '#!  % '#*   # +   1 & '#!  % '#*   +   2 '#!  % '#*   +   3& '#!  % '#*   +          &'          ( )           #,                                                         /0  !- .  /" 1  !- .  /" 30 !- .  /" 4        5  &6 78 + 01    1      2      #1 # . 00   #, 90   #, : 1  #,  0# ' 00  3        /:  &5    8 + 01   1    2 " " 0 # 4  01  1     #,     1 1     #,   # 5  6  41  7            !   ! ( * !    " !  STOFNMÆLING botnfiska að haustlagi er hafin. Þetta er í ellefta skipti sem leiðangur af þessu tagi er farinn. SMH er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar, þar sem togað er á 430 stöðvum allt í kringum landið á 26 dögum. Rannsóknasvæðið miðast við landgrunn Íslands, allt niður á 1.200 metra dýpi og er markmið rannsókn- arinnar að meta stærð helstu fiski- stofna við landið, með sérstakri áherslu á gullkarfa, djúpkarfa og grá- lúðu. Ennfremur er í leiðangrinum fylgst með bergmálsmælitækjum með tilliti til mögulegrar loðnugengd- ar. Bæði rannsóknaskip stofnunar- innar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson, taka þátt í verkefninu. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unarinnar, segir að þessi leiðangur sé mjög mikilvægur þáttur í söfnun gagna sem ráðgjöf stofnunarinnar byggist á. Svokallaður marzleiðangur byggist aðallega á rannsóknum á þorski, ýsu og ufsa á grynnra vatni, en nú sé farið dýpra með áherzlu á karfann og grálúðuna, en upplýsingar um þær tegundir séu af skornum skammti úr marzleiðangrinum. Þor- steinn segir að staða grálúðustofnins sé í raun afleit, því undanfarin ár hafi verið veitt nærri tvöfalt meira en Al- þjóða hafrannsóknaráðið leggi til. Nú sé tillaga þess um hámarksafla 15.000 tonn fyrir allt hafsvæðið frá Færeyj- um um Íslandsmið til Grænlands. Á síðasta ári veiddu Íslendingar 13.000 tonn, Færeyingar um þúsund tonn og Grænlendingar 10.000 tonn. Stofnmæling botnfiska að haustlagi í ellefta sinn Rannsóknir Kortið sýnir togstöðvar rannsóknaskipanna. Árni Friðriksson togar á svörtu deplunum en Bjarni Sæmundsson á þeim rauðu. ÚR VERINU HORFUR eru á að álíka mörgu fé verði slátrað á landinu í ár og í fyrra, þegar slátrað var um 508 þúsund dilk- um, að sögn Sigurðar Jóhannessonar, formanns stjórnar Landssamtaka slát- urleyfishafa og framkvæmdastjóra SAH Afurða ehf. á Blönduósi. Hann taldi að slátrað yrði um 85 þúsund fjár á Blönduósi nú, en í fyrra var þar slátr- að 78 þúsund fjár. Aukningin skýrist m.a. af því að slátrun hefur verið hætt í Búðardal og fé sem áður hefði farið þangað deilist nú á nokkra sláturleyf- ishafa. Sigurður sagði að heldur hafi dregið úr sumarslátrun eftir að útflutnings- skyldan minnkaði. Þá hefur afkasta- geta stærri sláturleyfishafa aukist og taldi Sigurður líklegt að slátrun á Blönduósi lyki á hefðbundnum tíma í haust, í lok október. Hermann Árnason, stöðvarstjóri Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, sagði ekki ljóst hve mörgu fé yrði slátr- að á Selfossi í ár. Í fyrra var þar slátrað tæplega 110 þúsund fjár og kvaðst Hermann vona að þeir héldu sínum hlut. Hann sagði að mikla spurn eftir sláturfé af hálfu sláturleyfishafa og bændur sér meðvitaða um það. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa heyrt af yfirboðum. Hermann sagði að sér sýndist að sláturtíðin myndi standa fram í fyrstu viku nóvember á Selfossi. Lömbin þyngjast í góðri tíð Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmats hjá Landbúnaðarstofnun, taldi að lömbin sem fyrst var slátrað í sláturtíðinni, í ágúst og frameftir sept- ember, hafi verið ívið léttari en í fyrra um norðan- og norðaustanvert landið en svipuð og í fyrra á öðrum landsvæð- um. Sé litið á landið í heild verði flokkun lambanna svipuð og í fyrra og jafnvel aðeins betri, hvað varðar holdfyllingu. Stefán taldi að þegar upp yrði staðið yrði munurinn á meðalfallþunga ekki langt frá því sem var í fyrra. Hann sagði að framhaldið réðist af tíðarfari og haustbeit. Hermann Árnason, sem hefur borið saman fallþungann hjá SS í ár og í fyrra, sagði að fallþunginn á Selfossi hafi verið örlítið minni í byrjun slát- urtíðar en á sama tíma í fyrra, en hafi verið allgóður það sem af er og lofi góðu. „Það er gríðarlega hagstæð tíð fyrir lömbin núna. Við höldum að þau þyng- ist töluvert í svona góðri tíð. Í fyrra kólnaði mjög skart og þá var meðal- þyngdin svipuð út sláturtímann. Okkar reynsla er sú að þegar er svona gott haust þá eru þau að þyngjast fram í október.“ Það sem af er hafa dilkarnir verið heldur vænni í ár en í fyrra á Blöndu- ósi, að sögn Sigurðar Jóhannessonar. Þótt vorið hafi verið kalt stendur gróð- ur lengur og betur en í fyrra. Sigurður taldi að gott fóður fram eftir hausti skýrði vænleika dilkanna. Fjöldi útlendinga í vinnu Ágætlega hefur gengið að manna sláturhúsin, að sögn Sigurðar Jóhann- essonar. „Þetta er að stórum hluta mannað með erlendu vinnuafli. Ég held að flestir erlendu starfsmannanna séu launþegar hér á landi og greiði hér skatta og skyldur,“ sagði Sigurður. Hann sagði mikla fólksfækkun á lands- byggðinni valda því m.a. að íslenskt starfsfólk væri ekki á lausu til að vinna í sláturtíðinni. Flestir erlendu starfs- mennirnir koma sérstaklega til að vinna í sláturhúsunum. Sigurður sagði að starfsmennirnir væru margir tengdir fjölskylduböndum og t.d. væri kjarni pólskra verkamanna í sláturhús- inu á Blönduósi úr fjórum fjölskyldum. Einnig starfa nokkuð margir Svíar við slátrunina á Blönduósi. Margir hafa komið hingað aftur og aftur og t.d. bæði Svíar og Pólverjar sem eru hér í fjórða sinn í sláturtíð. Fólkið tekur sér þá frí frá vinnu í heimalandinu til að vinna hér við slátrunina. Hermann Árnason sagði langmest útlendinga vinna við slátrunina á Sel- fossi. „Þetta eru Nýsjálendingar, Pól- verjar, Svíar og Finnar. Við erum líka með stórgripaslátrun í gangi í sama húsi, frystihús og úrvinnslu. Hér vinna allt í allt um 100 manns,“ sagði Her- mann. En fást Íslendingar ekki í vinnu? „Nei, það hefur aldrei verið jafn fá- tæklegt af þeim, því miður,“ sagði Her- mann. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eftirspurn Ekki liggur fyrir hversu mörgu fé verður slátrað á Selfossi í ár en spurn eftir sláturfé er mikil. Sláturhúsin að miklu leyti mönnuð útlendingum Fréttaskýring | Sauð- fjárslátrun stendur nú sem hæst og horfur á að álíka mörgu fé verði slátrað og í fyrra. Margir útlendingar starfa í slát- urhúsunum því fáir Ís- lendingar fást til starfa.            *  +  + %  !   3;  <0    $-($+ $')- $,'($* ',-)&' +',&* +'%$&*    " + %  !   )%(,,% )$$(*' )$)*$, " / (+(++' (%$,%( (%,(+$ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKHAIL Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritari sovéska Kommúnista- flokksins og leiðtogi Sovétríkjanna, kemur til landsins í næstu viku. Í fréttatilkynningu kemur fram að innan við 200 miðar eru eftir á stefnumót við leiðtoga, þar sem 20 ára afmælis leiðtogafundarins í Höfða verður minnst í Háskólabíói 12. október. Gorbatsjov flytur hátíðarfyrirlest- ur í Háskólabíói fimmtudaginn 12. október. Gorbatsjov fékk á sínum tíma Nóbelsverðlaun og var valinn maður 9. áratugarins af TIME. Gor- batsjov er jafnan talinn hafa átt einn stærstan þátt í falli járntjaldsins, hnignun kommúnismans og að kalda stríðið leið undir lok, segir í tilkynn- ingunni. Í fyrirlestrinum mun Gor- batsjov ræða um stjórnun á 21. öld- inni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafundin- um í Höfða. Miðasala á fyrirlesturinn er á www.concert.is, midi.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi. Á fimmtudaginn hefst sala á ósóttum pöntunum. Gorbatsjov til landsins í næstu viku ASSAD Kotaite, fyrrum forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, kom til landsins í gær í boði Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra og Flugmálastjórnar. Dr. Kotaite mun halda fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, þriðjudaginn 3. október kl. 16, um framtíð alþjóðlegs flugs. Einnig mun hann ávarpa gesti á Flugþingi, sem fram fer á morgun, miðvikudag. Ræðir umhverfismálin Í fyrirlestri sínum mun Assad Ko- taite meðal annars beina sjónum sín- um að umhverfismálum, sem eru of- arlega á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hlýnun andrúmslofstins, er ein helsta áskor- unin, sem flugið stendur frammi fyr- ir um þessar mundir. Fyrirlestur um flugmál ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.