Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 39 Ert þú með sveppi í tánöglum? Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-65 ára til þátttöku í klínískri rannsókn á albaconazole við naglasveppasýkingu. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Rannsóknin verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi, og aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðlækningum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og lyfjahvörf albaconazole lyfjasamsetningar. Mismunandi skammtar af lyfinu verða bornir saman við lyfleysu. Um 72 einstaklingar með naglasvepp munu taka þátt í rannsókninni, en hún tekur yfir 52 vikna tímabil og gert er ráð fyrir 16 heimsóknum á rannsóknarsetur. Þátttakendur sem ljúka rannsókninni munu fá greiddar 48.000 kr. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð á naglasvepp. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafðu samband bréflega, með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is, eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 520 4413. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Fatnaður Haust- og vetrarlisti Greenhouse. Verið velkomin að sækja frían bækling. Opið í dag þriðjudag kl. 13-19 í Rauðagerði 26, sími 588 1259. www.green-house.is Heilsa Hjúkrunarfræðiráðgjöf fyrir sykursjúka. Er að flytja ráðgjöf- ina í Læknasetrið Mjódd. Mun opna þar fimmtudaginn 5. okt. Verið velkomin og pantið tíma í síma 663 4328 og lg@hive.is. Linda H. Eggertsdóttir. ATH! Ertu aum/ur í baki, hálsi, herðum og höfði? Áttu erfitt með að komast framúr á morgnana? Þá er þetta rétta stofan. Nudd fyrir heilsuna, sími 555 2600. Húsnæði í boði Bílskúr til leigu Til leigu snyrtilegur 35 m2 bílskúr í miðbæ Kópavogs með upphitun, vatni og rafmagni. Upplýsingar í síma 892 1934. Geymslur Vetrargeymsla Geymum fellihýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu rými. Nú fer hver að verða síðastur að panta pláss fyr- ir veturinn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 899 7012 Sólhús Geymum hjólhýsi, fjallabíla og fleira. Húsnæðið er loftræst, upphitað og vaktað. Stafnhús ehf., sími 862 1936. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið CRANIO-SACRAL JÖFNUN Nýtt 300 st. réttindanám A stig hefst 7. okt. Námsefni á íslensku. Íslenskir leiðbeinendur. Gunnar, 699 8064, Inga 695 3612 www.cranio.cc www.ccst.co.uk. Til sölu Kristalsljósakrónur. Handslípað- ar. Mikið úrval. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Þægilegir götuskór fyrir dömur. Verð aðeins, 3.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Verslunin hættir. Úr og skart- gripir. Frábært tilboð. Tilvaldar jólagjafir. Helgi Guðmundsson, úrsmiður, Laugavegi 82, s. 552 2750. Bílar Opel Corsa 1,4 árg. '98, ek. 102 þús. km. Upplýsingar í s. 899 1635 og 662 1834. Lexus IS 200 árg. 5/2002, ek. 38 þ. km. Sjálfskiptur. Einn eigandi. Verð 2.150 þ. Getum bætt bílum á plan og skrá, sími 567 4000. BÍLAR VERÐHRUN! Nýir og nýlegir bílar allt að 30% lægra verð. Toyota pallbílar frá kr. 1.990. Jeep frá 2.790, Honda Pilot lúxusjeppi frá 3.990. Rakar inn verðlaunum fyrir sparneytni og búnað. Sjáðu samanburð við Toyota Landcruiser á www.is- landus.com/pilot. Verðhrun á am- erískum bílum. Nýir og nýlegir bíl- ar frá öllum helstu framleiðend- um. Íslensk ábyrgð. Bílalán. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Hjólbarðar Til sölu 35" Durango radial XTR vetrardekk, hálf nelgd og micro- skorin. Eru á 6 gata 12" breiðum heitgalv. felgum og 2 ventla. Verðtilb. s 845 5937. Mótorhjól Vespur nú á haustútsölu! 50 cc, 4 gengis, 4 litir, fullt verð 198 þús., nú á 139.900 með götu- skráningu. Sparið! Vélasport, þjónusta og viðgerðir, Tangarhöfða 3, símar 578 2233, 822 9944 og 845 5999. MÓTORHJÓL Hippi 250cc, verð 395 þús. með götuskráningu, 3 litir. Racer 50cc., verð 245 þús. með götuskráningu, 3 litir. Dirt Bike (Enduro) 50cc, verð 188 þús. með götuskráningu, 2 litir. Vélasport, þjónusta og viðgerðir, sími 822 9944, Tangarhöfða 3, sölusímar 578 2233/845 5999. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-05, Terr- ano II '96-'03, Subaru Legacy '90- '00, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Þjónustuauglýsingar 5691100 Aðkoma Óla Péturs rekur sig til áhuga hans á að fást við þessa þjón- ustu eftir áratugastörf á markaðs- sviði og í félagsstarfi, lengi í Odd- fellow. Afi hans Árni Nikulásson rak fyrstu rakarastofuna í Reykjavík frá 1901 en sonur hans Óskar og síðan Friðþjófur og Haukur Óskarssynir voru þekktir í faginu í áratugi. Starfsleyfi Útfararþjónustu Dav- íðs Ósvaldssonar ehf. er sem fyrr segir það fyrsta sem gefið er út sam- kvæmt nýrri reglugerð, af dóms- og kirkjumálaráðherra, en því fylgdi jafnframt að félagið gekkst undir siðareglur Evrópusambands útfar- arstofnana. FYRSTA fyrirtækið með leyfi sam- kvæmt nýrri reglugerð um útfar- arþjónustu hefur nú tekið til starfa, Útfararþjónusta Davíðs Ósvalds- sonar ehf. Stofnendur þess og starfs- menn eru Davíð Ósvaldsson útfar- arstjóri og Óli Pétur Friðþjófsson framkvæmda- og fjármálastjóri. Starfi Davíðs hjá Útfararmiðstöð- inni er því lokið. Útfararþjónusta Davíðs á meira en aldargamlar rætur, því föðurafi hans Eyvindur Árnason hóf slíkan rekstur 1899 og faðir Davíðs, Ósvald Eyvindsson, hélt áfram frá fjórða áratug síðustu aldar þar til Davíð tók við fyrir um 40 árum. Útfararstjóri með eigin rekstur á ný Eigendur Davíð Ósvaldsson og Óli Pétur Friðþjófsson. ERU fíkniefni einkamál? Hvað er til ráða? er yfirskrift fræðslu- fundar og málþings á vegum mannúðar- og mannræktarsamtak- anna Handarinnar í neðri sal Ás- kirkju í kvöld kl. 20.30. Njörður P. Njarðvík flytur pistil og Ólafur Guðmundsson, fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar, ræðir málin ásamt Mumma í Mót- orsmiðjunni. Fundarstjóri er séra Karl V. Matthíasson. Opnar um- ræður. Höndin er alhliða mann- úðar- og mannræktarsamtök. Sam- tökin leitast við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Þau aðstoða, lið- sinna og styðja þá sem til þeirra leita. Höndin hjálpar fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Samtökin taka á sorg og missi og efla fólk til að hjálpa sér sjálft með því að að- stoða hvað annað, segir í frétta- tilkynningu. Eru fíkniefni einkamál? FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.