Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 3. 10. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Fulham hafnaði góðu tilboði í Heiðar Helguson >> 3 BARÁTTUGLAÐIR LETTAR HAFA VALIÐ LANDSLIÐSHÓP SINN SEM TEKUR Á MÓTI ÍSLENDINGUM Í RIGA Á LAUGARDAGINN >> 4 ,,Ég fann fyrir þessu í leiknum við Valladolid og gat ekki spilað á móti Teka í deildinni í síðustu viku og heldur ekki Evrópuleikinn á móti Pick Szeged. Ég held að þetta séu ekki alvarleg meiðsli en líklega mun ég hvíla þessa vikuna. Það er eitt- hvað klemmt inni í öxlinni en ef þetta lagast ekki fer ég myndatöku,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Ciudad Real hóf titilvörnina í Meistaradeildinni með sigri á ung- verska liðinu Pick Szeged á útivelli, 20:25, um helgina en liðið mætir Al- geciras í deildinni annað kvöld og leikur við svissneska liðið Schaffhau- sen í Meistaradeildinni á heimavelli um næstu helgi. Ólafur reiknar ekki með að spila þessa tvo leiki vegna meiðslanna. Athygli hefur vakið að þjálfari Ciudad Real, Talant Dujshebaev, hefur tekið fram skóna að nýju en þessi frábæri handknattleiksmaður, sem lagði skóna á hilluna fyrir síð- ustu leiktíð og tók við þjálfun liðsins, hefur spilað síðustu tvo leiki liðsins. ,,Hann ákvað að koma inn í þetta eftir að miðjumaðurinn Uros Zorm- an sleit krossband í hné og verður ekki með okkur fyrr en í mars. Dujs- hebaev ákvað bara að skella sér í skóna aftur í stað þess að fá ein- hvern útlending. Hann gjörþekkir liðið og öll kerfin og er bara í fanta formi enda æfir hann alltaf eins og skepna,“ sagði Ólafur, sem er fyr- irliði íslenska landsliðsins. Eiður stendur sig vel Fyrirliði knattspyrnulandsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, hefur gert það gott með Barcelona og segist Ólafur hafa orðið var við það. ,,Eiður stendur sig vel og það er gaman að sjá hvað hann smellur vel inn í þetta frábæra lið,“ sagði Ólafur sem skellti sér á Santiago Bernabeu, heimavöll Real Madrid, í fyrradag og sá Madridarliðin Real Madrid og Atletico Madrid gera 1:1 jafntefli. 22. þessa mánaðar er risaslagur Real Madrid og Barcelona á San- tiago Bernabeu. Ólafur sagðist því miður ekki geta farið á þann leik þar sem Ciudad Real á leik þessa sömu helgi gegn svissneska liðinu Kadet- ten Schaffhausen í Meistaradeild- inni. Öxlin að angra Ólaf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skyttan Ólafur Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi í leik gegn Norðmönnum á EM í Sviss. ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, hefur ekki getað leikið tvo síðustu leiki spænska liðsins Ciudad Real vegna meiðsla í öxl. Þess má geta að Ólaf- ur var nýbúinn að jafna sig af há- sinarmeiðslum þegar hann meidd- ist í öxlinni. Talant Dujshebaev, þjálfari liðsins, hefur ákveðið að láta Ólaf hvíla sig á meðan hann er að jafna sig – vill ekki tefla á tvær hættur, að meiðsli Ólafs verði al- varlegri en þegar er orðið. „Ef þetta lagast ekki fer ég í mynda- töku,“ sagði Ólafur Stefánsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is RUUD van Nistelrooy, fram- herji Real Madrid og Mark van Bommel, miðjumaður hjá Bayern München, afþökkuðu sæti í hollenska landsliðinu fyrir leiki þess gegn Búlgör- um og Albönum í undan- keppni EM sem fram fara 7. og 11. október. Van Bommel var valinn í 20 manna hóp sem Marco van Basten landsliðsþjálfari Hol- lendinga tilkynnti fyrir helgi, þrátt fyrir að Van Basten hefði sagt eftir HM í sumar að hann ætti enga fram- tíð með landslið- inu. Van Nistelrooy var hins vegar ekki valinn í hópinn en leitað var til hans eftir að ljós kom að Klaas Jan Huntelaar getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. ,,Van Bommel ætlar ekki að spila með hollenska landsliðinu undir stjórn þeirra manna sem eru þar í dag,“ segir í tilkynningu frá Van Bommel. Basten hafði samband við Van Nistelrooy og óskaði eftir því að fá hann í hópinn. Eins og við mátti bú- ast afþakkaði Van Nistelrooy en hann hefur gagnrýnt þjálf- arateymi landsliðsins. Ruud van Nistelrooy Van Nistelrooy og Van Bommel sögðu; Nei! Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is JALIESKY Garcia, hand- knattleiksmaður hjá Göppin- gen í Þýskalandi, varð fyrir þeirri ólukku að slíta kross- band í öðru hné á æfingu á föstudag. Gengst Garcia undir aðgerð á morgun og er reikn- að með að hann verði að minnsta kosti sex mánuði frá keppni. Þar af leiðandi verður Garcia ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistara- mótinu sem fram fer í Þýska- landi í lok janúar og í byrjun febrúar á næsta ári og er skarð fyrir skildi þar sem Garcia er sterkur varnarmað- ur auk þess sem hann hefur verið atkvæðamikill í sóknar- leik Göppingen í haust. Þetta er mikið áfall fyrir Göppingen sem hefur byrjað afar vel í þýsku 1. deildinni. Það vann fyrstu fimm leiki sína en tapaði á sunnudags- kvöldið fyrir Magdeburg. Þetta verður þriðja stórmótið í röð sem Garcia missir af með íslenska landsliðinu. Hann var ekki með á HM í Túnis 2004 vegna andláts móður sinnar. Þegar kom að EM í Sviss í byrjun þessa árs var Garica tábrotinn. Eftir að hafa jafnað sig á tábrotinu í vor þá rist- arbrotnaði Garcia og missti þar af umspilsleikjunum við Svía í júní en í þeim tryggði Ísland sér sæti á HM. Garcia frá keppni í sex mánuði og missir af HM Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Menning 16, 40/44 Veður 8 Leikhús 42 Staksteinar 8 Umræðan 28/30 Úr verinu 12 Forystugrein 26 Viðskipti 13 Viðhorf 28 Erlent 14/15 Minningar 32/37 Akureyri 18 Dagbók 44/49 Austurland 18 Víkverji 48 Suðurnes 19 Velvakandi 48 Landið 19 Staðurstund 46/47 Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Alþingi Íslendinga, 133. löggjaf- arþing var sett í gær, en þingið verð- ur óvenjustutt vegna komandi þing- kosninga, og verður því frestað 15. mars nk. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörin forseti Alþingis. » 11  Framlög ríkisins til samgöngu- mála aukast verulega á næsta ári, að því er fram kemur í fjárlögum fyrir árið 2007, sem kynnt voru í gær. Gert er ráð fyrir því að 18,7 millj- ónum króna verði varið til vegamála, og að vegaframkvæmdir verði um 55,5% af heildarfjárfestingu ríkisins á árinu. » 10  Fyrsta vélasamstæða Hellisheið- arvirkjunar hóf stöðuga framleiðslu á sunnudag. Fara nú 45 MW af raf- orku frá virkjuninni inn á kerfi Landsnets hf. Stefnt er að því að næsta vélasamstæða verði komin í notkun eftir þrjár vikur. » 1 Erlent  Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, styrkti í gær stöðu sína sem líklegasti eftirmaður Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, þegar hann fékk 14 „hvetjandi“ atkvæði og eitt hlut- laust í óformlegri kosningu örygg- isráðs SÞ. » 1  Rúmlega þrítugur maður skaut þrjár stúlkur til bana og tók síðan eigið líf í litlum skóla í eigu Amish- fólks í bænum Nickel Mines í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Sjö stúlkur voru fluttar mjög særðar á spítala og lést ein þeirra af skotsár- um skömmu síðar. »1  Yfirvöld í Georgíu slepptu í gær fjórum rússneskum herforingjum sem höfðu verið handteknir og sak- aðir um njósnir í landinu. Fyrr um daginn ákváðu rússnesk stjórnvöld að loka öllum samgönguleiðum milli landanna vegna deilunnar. » 14  Stjórn Austurríkis féll um helgina eftir að jafnaðarmenn fengu flest greiddra atkvæða í þingkosn- ingunum á sunnudag. Kosningarnar voru einhverjar þær tvísýnustu í sögu landsins. » 14  Efna þarf til annarrar umferðar forsetakosninganna í Brasilíu eftir að Luiz Inacio Lula da Silva forseta mistókst að ná hreinum meirihluta atkvæða í fyrstu umferðinni um helgina. » 14 Viðskipti  Verðbólga verður 4,5% á næsta ári ef þjóðhagsspá fjármálaeftirlits- ins, sem kynnt var í gær, gengur eft- ir. Spáir ráðuneytið að hagvöxtur næsta árs verði 1,0% og 2,6% á árinu 2008. Viðskiptahallinn verði 18,7% af vergri landsframleiðslu í ár en muni minnka hratt og verði 10,7% á árinu 2007. Þá er tekjuafgangur rík- issjóðs á næsta ári áætlaður 15,5 milljarðar króna samkvæmt fjár- lögum.                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                         RÓIÐ er nú öllum árum að því að tryggja áframhaldandi verslunar- rekstur í Grímsey, að sögn Dónalds Jóhannessonar skólastjóra. Hann segir að ein fjölskylda á staðnum hafi verið að íhuga alvarlega að taka að sér reksturinn en endanlegt svar liggi ekki fyrir. Dónald skipulagði fjölmennan borgarafund í Grímsey á dögunum þar sem rætt var um þá stöðu sem upp er komin þar, en rekstraraðilar Grímskjara, einu matvöruverslunar- innar á staðnum, hafa tilkynnt að rekstri hennar verði hætt. Nærri því allir íbúar Grímseyjar mættu á borgarafundinn enda tekur fjóra tíma að sigla eða hálftíma að fljúga til Dalvíkur eða Akureyrar þar sem næstu verslun er að finna. Ljóst er því að búseta í eyjunni yrði mun erfiðari ef verslunin legðist af. Dónald segir að tvær vikur séu þangað til að versluninni verði lokað og allt kapp sé nú lagt á að fá heima- menn til að taka verkið að sér. Hins vegar séu eyjarskeggjar sammála um að takist það ekki verði leitað til verslana „á meginlandinu“ eins og hann orðar það. Efasemdir séu hins vegar uppi um að verslanakeðjur fá- ist til að taka að sér rekstur á jafn fá- mennu svæði og í Grímsey. „Þetta væri þá í mesta lagi áhugamál hjá einhverri keðjunni,“ segir Dónald og bætir við að hann hafi raunar þegar haft samband við eina verslana- keðju. Hann bíði hins vegar eftir svörum við hugmyndinni. „Okkar félagsmiðstöð“ „Best væri hins vegar að fá heima- fólk í þetta,“ segir Dónald sem telur afar mikilvægt fyrir byggð í eyjunni að matvöruverslun sé á staðnum. „Mannlífið fer niður á leiðinlegra stig ef verslunin fer,“ segir hann. „Þetta er svo stór þáttur í samfélag- inu að hafa verslun hér enda er þetta í raun okkar félagsmiðstöð, hér hitt- ast eyjarskeggjar og ræða saman á meðan þeir kaupa í matinn.“ Grímseyingar íhuga að taka að sér verslun Hafa einnig leitað til aðila „á meginlandinu“ Í HNOTSKURN »Tilkynnt var á dögunumað til stæði að loka Gríms- kjörum, einu versluninni í Grímsey, 15. október nk. »Eigendur verslunarinnarhafa rekið verslunina í sex ár en hætta rekstri af per- sónulegum ástæðum. »Heimamenn leggja miklaáherslu á að halda verslun í eyjunni enda langt í næstu verslun. EHUD Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, að Bessastöðum á helsta hátíðisdegi gyð- inga, yom kippur, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Barak var forsætisráðherra Ísraels frá maí 1999 til mars 2001 en hann átti að baki langan feril í ísr- aelska hernum áður en hann sneri sér að stjórn- málum. Ísraelskir stjórnmálamenn hafa ekki verið tíðir gestir hér á landi en árið 1993 kom Shimon Peres, þáverandi utanríkisráðherra Ísraels, í opinbera heim- sókn hingað til lands. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Ólafur snæddi með Barak BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja fól í gær Elliða Vignissyni bæjarstjóra að fara fram á það við heilbrigðis- ráðuneytið að samningi við Lands- flug um sjúkraflug verði tafarlaust rift. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á dögunum hefur Landsflug þegar sagt upp samningnum með 9 mánaða fyrirvara. Krafan kemur í kjölfar þess að skýrsla starfshóps heilbrigðisráðu- neytisins um sjúkraflugið var gerð opinber, og segir í bókun bæjarráðs að ljóst sé að verulegar vanefndir hafi verið á framkvæmd samnings um sjúkraflugið af hálfu Landsflugs. Í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar slíkar vanefndir geti haft fyrir líf og heilsu þeirra sem þurfi að nota þjón- ustuna ætti því að rifta samningnum. Elliði staðfesti í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hann hafi þegar sent bréf til ráðuneytisins. Ljóst sé að slíkar vanefndir hafi ver- ið á samningi um sjúkraflugið að rétt sé að rifta honum tafarlaust, og semja við annan flugrekanda um að sinna sjúkrafluginu, í stað þess að bíða þess að uppsagnarfresturinn renni út eftir 9 mánuði. Hann segist ekki spá neinu um viðbrögð ráðuneytisins, því beri fyrst og fremst að huga að öryggi þeirra sem þurfi á sjúkrafluginu að halda, og hljóti þar með að hafa áhyggjur af þeim vanefndum sem verið hafi á framkvæmd samningsins um sjúkraflugið. Ríkið rifti samn- ingi tafarlaust KONAN sem lést í umferðar- slysi á Miklu- braut aðfaranótt sunnudags hét Ragnheiður Björnsdóttir, til heimilis á Kleppsvegi 126. Ragnheiður var 55 ára, fædd 10. júní 1951, og lætur eftir sig sambýlismann og uppkominn son. Ragnheiður var á gangi á Miklu- braut þegar slysið varð en hún lenti fyrir bifreið á austurleið og talið er að hún hafi látist sam- stundis. Þetta var 21. banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Ragnheiður Björnsdóttir Lést í um- ferðarslysi á Miklubraut þriðjudagur 3. 10. 2006 bílar mbl.is vinnuvélar Fyrirtækið Sturlaugur & Co. hefur flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði » 12 KÓNGULÓ Í KÓPAVOGI EIN SÉRSTAKASTA VINNUVÉL Á ÍSLANDI >> 40 SÉRHÆFÐ JEPPASALA HJÁ ARCTIC TRUCKS >> 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.