Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 23 E N N E M M / S IA / N M 2 3 7 5 6 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Innlit/útlit Í kvöld kl. 21.00 á SKJÁEINUM Börn læra í gegnum leik og það á líkavið um stærðfræðina,“ segjasænsku leikskólakennarnir MikaelaSundberg og Susanne Håden. Þær komu hingað til lands fyrir skömmu og héldu fyrirlestur á vegum skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri um nám og starf yngstu barna í leikskólum og lögðu sérstaka áherslu á stærðfræðina. „Í kjölfar umræðu um slaka útkomu Svía í nokkrum alþjóðlegum stærðfræðikönnunum ákváðum við árið 2004 að skoða leikskólastarf 1-3 ára barna með „gleraugum stærðfræðinn- ar“ og kanna hvort gera mætti námið sem lyti að því markvissara,“ segja Sundberg og Hå- den sem starfa í leikskólasamfélaginu Kärr- torp-Enskededalen í Stokkhólmi. Alls tóku leikskólakennarar á 22 leikskóladeildum þátt í verkefninu. ,,Markmiðið með þróunarstarfinu var að hjálpa börnunum að uppgötva stærð- fræðina í umhverfi sínu. Bæði bjuggum við til efnivið, eins og tréhringi, en notuðum líka hversdagslega muni eins og bolla og skeiðar. Slæm upplifun af stærðfræði Þær segja að áður en verkefnið hófst hafi leikskólakennararnir rætt um sína reynslu og upplifun af stærðfræðikennslu í skólakerfinu. „Leiðinleg,“ sögðu margir, „óskiljanleg“ sögðu sumir, „erfið“ sögðu aðrir. Upplifun kennar- ana hafði í heildina verið fremur neikvæð svo að meginspurningin sem sett var fram í upp- hafi var einfaldlega: Hvernig getum við gert stærðfræði að spennandi viðfangsefni í augum lítilla barna? Þeir leituðu víða fanga, fengu stærðfræðikennara til að halda fyrirlestra um táknmál stærðfræðinnar, settu upp gleraugu stærðfræðinnar og fóru að skoða umhverfi sitt eins og lítil börn gera, sem reyna allt í senn að skilja það, móta og aðlaga sig að. „Börn eru langflest mjög áhugasöm um um- hverfi sitt,“ segir Håden en þau skynja það bæði og kanna á annan hátt en fullorðnir. „Börn á aldrinum 1–3 ára nota öll skynfærin, þau snerta, þreifa, lykta, hlusta, horfa, teikna, syngja og dansa. Tjáning þeirra er sömuleiðis frjálsari og sköpunargáfan ríkari.Hún er ekki eins formföst og fullorðinna. Þetta er mik- ilvægt að hafa í huga þegar farið er að huga að því að kenna börnum stærðfræði, því hún snýst um annað og meira en bara tölur. Stærðfræði snýst líka um mynstur og rými, hugtök eins og stórt og lítið, þykkt og þunnt og breitt og mjótt.“ segir Sundberg. Samræðurnar lykilatriði ,,Það var lærdómsríkt fyrir okkur kennar- ana að fylgjast með tveimur telpum, nær þriggja ára í einu verkefninu. Þær fengu yfir nokkurra mánaða tímabil að leika sér að tré- hringjum, í tveimur litum en mismunandi stærðum í herbergi sem var án allra annarra leikfanga. Telpurnar dreifðu úr hringjunum, flokkuðu eftir stærð, litum, bjuggu til ýmis mynstur, byggðu síðan turn úr þeim, auk þess að búa til ímyndaðan garð og kastala. Samræðurnar voru lykilatriði. Þær ræddu saman hvernig og hvers vegna þær ætluðu að nota hringina, leituðu ráða hvor hjá ann- arri varðandi verklagið eða komust að mála- miðlunum. Leikskólakennari var inn í her- berginu, til þess að skrá hvað telpunum fór á milli og hvernig þær leystu hinar ýmsu stærðfræðiþrautir, því að öðrum þræði var þetta líka rannsókn. Hann hafði hins vegar sárasjaldan afskipti af leiknum. Ef telpurnar áttu í erfðileikum með að finna lausnir spurði hann opinna spurninga en leiddi þær að öðru leyti ekki áfram. Á veggjum herbergisins héngu líka myndir af fyrri lausnum, þ.e. byggingum, og stundum benti leikskólakenn- arinn á þær ef vandræði komu upp. Hann lagði einnig fyrir þær þrautir eða spurði vís- vitandi heimskulegra spurninga eins og hvað væru mörg horn á hring, til að fá þær til þess að orða hugsun sína og þekkingu.“ Håden segir að telpurnar hafi ekkert síður lært hver af annarri en af sjálfum sér eða leikskólakennurunum. „Samræðurnar og sögurnar sem þær bjuggu til í kringum byggingu bæði turnsins og garðsins festu auk verklagsins ákveðin hugtök í sessi eins og „ofan á“, „við hliðina á“, „hærri“ og „lægri.“ Þær eru sannfærðar um að uppgötvunar- nám af þessu tagi sé árangursríkt. „Það er mikilvægt að rétta umhverfið sé til staðar, börnin sjá um uppgötvanirnar.“ Leikskólabörn seig í stærðfræði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ögrun Þessi kubbahrúga breyttist fljótlega í stærðfræðilegt viðfangsefni. Snjall Kubbar eru börnum efniviður í skemmtilegar byggingar. Börn á leikskólaaldri eru eins og svampar sem soga til sín þekk- ingu. Umhverfið er þeim enda- laus uppspretta rannsókna og athugana – líka í stærðfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.