Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÁRIÐ 1860 blés upp leifar af
kumli frá bænum Bald-
ursheimi í Mývatnssveit.
Fundurinn reyndist af-
drifaríkur þar sem hann varð
kveikjan að því að stofnað yrði
íslenskt forngripasafn en áður
höfðu forngripir verið sendir
til Danmerkur til varðveislu.
Arngrímur málari skrifaði
skýrslu um fundinn og teikn-
aði nákvæmar myndir af haug-
fénu. Guðmundur Ólafsson segir í dag klukkan
12.10 frá Baldursheimskumlinu í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins og sýnir myndir Arngríms sem
ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings.
Sérfræðileiðsögn
Kveikjan að
fornminjasafni
Hnefatafl úr
kumlinu.
VEFSAMFÉLAGIÐ
MySpace verður með sérstök
kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum
á Iceland Airwaves-hátíðinni
sem hefst 18. október. Stjórn-
endur MySpace áttu frum-
kvæðið að samstarfinu og
verður hátíðin auglýst á sér-
stökum tónlistarsíðum MyS-
pace meðan á henni stendur.
Þá hefur sá orðrómur komist á kreik að annar
tveggja stofnenda MySpace muni sækja tónlist-
arhátíðina en fjölmiðlakóngurinn Robert Mur-
doch keypti fyrirtækið fyrir um 580 milljón dali
árið 2005.
Sjá slóðina www.myspace.com/icelandairwaves.
Tónlist
MySpace á
Iceland Airwaves
HRÓÐUR teiknimyndasmiðs-
ins Hugleiks Dagssonar fer
víða. Útgáfufyrirtækið Pengu-
in tryggði sér nýverið réttinn á
Forðist okkur eftir Hugleik og
kemur hún út innan skamms í
Englandi undir nafninu Should
you be laughing at this. Harper
Collins í Bandaríkjunum mun
síðan gefa hana út þar í landi
og í síðustu viku keypti helsta
forlag Noregs, Gyldendal, út-
gáfuréttinn þar í landi.
Breska stórblaðið The Guardian hefur svo jafn-
framt keypt réttinn á að birta teiknimyndirnar í
blaði sínu.
Teiknimyndir
Teikningar Hug-
leiks í Guardian
Hugleikur
Dagsson
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
BALTASAR Kormákur, Gretar
Reynisson og Gunnar Eyjólfsson
fengu afhenta styrki úr Minning-
arsjóði frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur fyrir leikárið 2005 til 2006
við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær-
kvöldi. Allir þrír eiga það sameig-
inlegt að hafa komið nálægt leik-
ritinu Pétri Gaut á einn eða annan
hátt. Baltasar Kormákur er leik-
stjóri og höfundur leikgerðar
þeirrar uppfærslu sem nú er í sýn-
ingu í Þjóðleikhússins og Gretar
Reynisson höfundur leikmyndar.
Gunnar Eyjólfsson lék svo sjálfan
Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu árið
1962. Þeir fengu allir afhentan
styrk að upphæð 400.000 kr.
130 ára fæðingarafmæli
Saga Minningarsjóðs frú Stef-
aníu Guðmundsdóttur á rætur sín-
ar að rekja til 1938 þegar hjónin
Anna Borg, dóttir frú Stefaníu, og
Poul Reumert komu hingað frá
Danmörku og tóku þátt í leiksýn-
ingum í Iðnó. Áður en þau sneru
heim lögðu þau öll laun sín inn á
sparisjóðsbók sem var merkt
Minningarsjóður frú Stefaníu Guð-
mundsdóttur en frú Stefanía er
talin hafa verið einn stórbrotnasti
sviðslistamaður þjóðarinnar á fyrri
hluta síðustu aldar. Sjóðurinn var
formlega stofnaður árið 1965, eftir
andlát Önnu Borg. Framlög Geirs
Borg, sonar frú Stefaníu, lögðu
síðan grunn að batnandi hag
sjóðsins.
Fyrsta úthlutunin úr sjóðnum
fór fram árið 1970 þegar Helga
Bachmann hlaut styrkinn, en að
meðtöldum þeim þremur sem
fengu styrkinn í gær hafa alls 25
leiklistarmenn hlotið hann. Í til-
efni þess að 130 ár eru liðin frá
fæðingu frú Stefaníu á þessu ári
lét stjórnin gera veglegan minja-
grip, sem er hannaður af Þorsteini
Gunnarssyni arkitekt og leikara,
handa öllum styrkþegum frá upp-
hafi og var þeim eða staðgenglum
þeirra afhentur gripurinn í gær-
kvöldi.
Mikill heiður og rausn
„Að vera valinn úr stórum hópi
listamanna sem starfa í þessum
geira og boðinn slíkur styrkur er
bæði mikill heiður og rausn auk
þess að vera yfirlýsing um að ég
hef verið að gera gott í starfi,“
segir Gretar Reynisson, einn verð-
launahafanna. „Það er mikil vinna
sem liggur að baki hverri sýningu
og því er alltaf gaman og gott að
einhver nær að draga athyglina að
því sem vel er gert. Þessi sjóður
frú Stefaníu þykir mér merki-
legur, á bak við hann er fjölskylda
sem kemur úr grunninum á ís-
lensku leikhúsi og er að styrkja
það nýjasta sem hefur komið
fram, sjóðurinn er ekki eins og
stofnun sem horfir bara til síns
tíma.“
Spurður hvort það sé algengt að
leikmyndahöfundar fái slíka styrki
segir Gretar að auðvitað detti
flestum í hug leikarar á sviði þeg-
ar talað sé um leikhús en margir
fleiri komi að hverri sýningu sem
njóti yfirleitt ekki sömu athygli og
leikarar, en hann sem leikmynda-
höfundur hafi fengið ýmsar við-
urkenningar í gegnum árin. „Ég
er ekki að búa til skraut heldur
eitthvað sem virkar og gefur takt-
inn að leiksýningunni og þegar vel
er gert er strax tekið eftir því,“
segir Gretar, ánægður með við-
urkenninguna.
1970 Helga Bachmann
1971 Arnar Jónsson
1972 Þorsteinn Gunnarsson
1974 Sigurður Skúlason
1977 Þóra Friðriksdóttir, Anna
Kristín Arngrímsdóttir
1978 Sigurður Sigurjónsson
1979 Steinþór Sigurðsson
1980 Stefán Baldursson
1984 Sunna Borg
1989 Edda Heiðrún Backman,
Helgi Björnsson, Valdimar Örn
Flygenring, Þór H. Tulinius
1997 Halldóra Geirharðsdóttir,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Jón
Viðar Jónsson
2000 Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, Hilmir Snær Guðna-
son, Ingvar E. Sigurðsson
2005 Gísli Örn Garðarsson,
Nína Dögg Filippusdóttir
2006 Baltasar Kormákur, Grét-
ar Reynisson, Gunnar Eyjólfs-
son
STYRKÞEGAR FRÁ 1970
Leikhús | Styrkir úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur afhentir
Komu allir að Pétri Gaut
STYRKÞEGAR leikársins 2005 til 2006 úr Minningarsjóði frú Stefaníu: Leik-
myndahönnuðurinn Gretar Reynisson og leikararnir Gunnar Eyjólfsson og
Baltasar Kormákur. Þeir fengu allir styrk að upphæð 400.000 krónur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Til minningar um frú Stefaníu
FJÖLMARGIR kvikmynda-
gagnrýnendur létu í ljós von-
brigði sín þegar aðalverðlaun al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar
í San Sebastian á Norður-Spáni,
Gullna skelin, voru afhent um
helgina. Nokkrir þeirra hrópuðu
upp yfir sig og aðrir sýndu með
látbragði að val dómnefndarinnar
væri þeim lítt að skapi, að því er
fram kemur á fréttavef BBC.
Það var myndin Mon Fils a
Moi, eða Sonur minn, í leikstjórn
hins franska Martial Fougeron,
sem hlaut hina Gullnu skel þetta
árið sem besta myndin. Meiri sátt
virtist ríkja um myndina sem
lenti í öðru sæti, Hálfmána, eftir
kúrdísk-íranska leikstjórann
Bahman Ghobadi.
Hin bandaríska Delirious
hreppir tvenn verðlaun
Argentínska myndin El Camino
de San Diego, eða Vegurinn til
San Diego, fékk sérstaka við-
urkenningu dómnefndar hátíð-
arinnar. Bandaríkjamaðurinn
Tom Dicillo var valinn besti leik-
stjórinn fyrir mynd sína Delirious
(Með óráði) en myndin fékk einn-
ig verðlaun fyrir besta handritið.
Fyrir hlutverk sitt í Vete de Mi
(Farðu frá mér) fékk spænski
leikarinn Juan Diego verðlaun
sem besti karlleikarinn og hin
franska Nathalie Baye, úr Mon
Fils a Moi, var valinn besta leik-
konan.
Leikararnir Max von Sydow og
Matt Dillon hlutu Donostia-
heiðursverðlaunin.
Kvikmyndahátíðin í San Seb-
astian var fyrst haldin árið 1953
og er í dag talin fjórða mikilvæg-
asta hátíðin í Evrópu, eftir hátíð-
unum í Cannes, Berlín og Fen-
eyjum.
Baulað
í San
Sebastian
Gagnrýnendur óhress-
ir með sigurmynd
kvikmyndahátíðar
Sigurvegari Hinn bandaríski Tom
Dicillo vann Gullnu skelina sem
besti leikstjórinn.
DAGSKRÁ: Þriðjudag 3. okt.
HÁSKÓLABÍÓ Salur 1
Kl. 15.45 A Soap
Kl. 20.00 Dead Man’s Cards
Kl. 22.30 The Secret Life of Words
HÁSKÓLABÍÓ Salur 2
Kl. 18.00 Our Daily Bread
Kl. 20.00 Four Minutes
Kl. 22.15 Summer Palace
HÁSKÓLABÍÓ Salur 3
Kl. 18.00 Destricted
Kl. 20.00 Clean Shaven
Kl. 22.30 Destricted
HÁSKÓLABÍÓ Salur 4
Kl. 20.00 Falling
Kl. 22.00 Northern Skirts
TJARNARBÍÓ
Kl. 14.00 Hotel Harabati
Kl. 15.45 Falkenberg Farewell
Kl. 18.00 Grbavica
Kl. 20.10 The Road to Guantanamo
Kl. 22.15 Red Road
IÐNÓ
Kl. 14.00 Innocence
Kl. 16.00 Smiling in a Warzone
Kl. 18.00 Human Rights Conference
Kl. 20.00 The Girl is Mine
Kl. 22.00 Rolling like a Stone
Dómar um myndir Kvik-
myndahátíðar eru á síðum 46 – 49
Kvikmyndahátíð
í Reykjavík
TENGLAR
..............................................
www.filmfest.is
Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til opins
umræðufundar um ástæður og áhrif hás
vaxtastigs á Íslandi. Fundurinn fer fram í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á morgun, miðvikudaginn
4. október, og hefst kl. 17.00.
Framsögumenn:
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans,
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins,
Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í greiningardeild
KB banka.
Fundarstjóri:
Ásta Möller, alþingismaður og formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Öll velkomin!
Landssamband sjálfstæðiskvenna
Vaxtastefna á villigötum?
RIFF Úr kvikmyndinni The Secret
Lifes of Words sem sýnd er á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja-
vík í dag.