Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ÞorbjörgBjarnadóttir fæddist á Felli í Skeggjastaða- hreppi í N- Múlasýslu 23. jan- úar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 21. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Oddsson, búfræð- ingur og bóndi á Bakka, síðar í Mið- firði, f. á Felli 3. október 1889, d. 18. apríl 1938, og Guðrún Stefanía Valdimarsdóttir húsmóðir, f. á Bakka 15. október 1895, d. 22. september 1972. Systkini Þor- bjargar eru: Valdimar, f. 10. ágúst 1917, látinn, Oddur Vilhelm, f. 4. nóvember 1918, látinn, Hildur Að- albjörg, f. 30. apríl 1922, Theo- dora Elísabet, f. 3. janúar 1924, Gunnþór, f. 25. ágúst 1925, látinn, Gunnhildur Hólmfríður, f. 26. mars 1928, látin, Magnea Katrín, f. 5. október 1929, Þórhildur, f. 31. maí 1933, og Rebekka, f. 3. ágúst 1936. Þorbjörg giftist 29. desember 1942 Axel Davíðssyni, bónda og húsasmið, f. á Ytri-Brekkum á Langanesi 17. nóvember 1921, d. 18. september 1990. Foreldrar hans voru Davíð Vilhjálmsson, bóndi á Ytri-Brekkum, f. 25. októ- ber 1890, d. 1936, og Sigrún Ragnhildur Sveinbjörnsdóttir húsmóðir, f. 24. júlí 1905, d. 1953. Hólmgrímur Sigvaldason. 6) Dav- íð, byggingameistari, f. 17.11. 1946, kvæntur Selmu Katrínu Al- bertsdóttur sjúkraliða, f. 20.8. 1943. Börn þeirra eru: a) Bryndís, látin, b) Svava, maki Bragi Sverr- isson, c) Axel, og d) Guðmunda Sigríður, maki Jesper Let Han- sen. Afkomendur Þorbjargar og Axels eru um 60. Seinni maður Þorbjargar var Gunnar Hestnes, vélstjóri, f. 30. júní 1916, d. 28. janúar 2003. Þorbjörg ólst upp á Bakka í Bakkafirði hjá ömmu sinni, Þor- björgu Þorsteinsdóttur, og frænd- fólki sínu þar, Valdimar afi henn- ar var þá látinn. Þorbjörg lauk skyldunámi þess tíma og námi við unglingaskóla á Bakkafirði 1936. Sautján ára gömul fór Þorbjörg í Húsmæðraskólann á Hallorms- stað og stundaði þar bóklegt og verklegt nám í tvo vetur. Þor- björg og Axel hófu búskap á Ytri- Brekkum árið 1940. Þau fluttu til Þórshafnar árið 1947 og bjuggu þar mestallan sinn búskap. Þorbjörg var í stjórn og bóka- vörður við Bókasafn Þórshafn- arhrepps, félagi í Kvenfélaginu Hvöt á Þórshöfn, félagi í Verka- kvennafélaginu Sókn og Sjúkra- liðafélagi Íslands. Upp úr 1960 fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og vann lengst af á sjúkrastofn- unum, einnig við hótel og veit- ingastörf. Síðustu starfsár sín vann hún á Droplaugarstöðum. Þorbjörg lauk sjúkraliðanámi vor- ið 1975. Seinustu mánuðina dvald- ist hún á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útför Þorbjargar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þorbjörg og Axel eignuðust sex börn, þau eru: 1) Elsa Þór- hildur, f. 1.8. 1940, gift Pálma Ólasyni skólastjóra, f. 1.5. 1934. Börn þeirra eru: a) Helga Jóna, maki Sveinn Að- alsteinsson, b) Axel, maki Tammy J. Ga- ney, c) Gissur, d) Davíð, maki Svava Guðjónsdóttir, e) Óli Pétur, maki Jóna María Ásmunds- dóttir, f) Þorbjörg og g) Pálína, maki Ingólfur Pétursson. 2) Björk, kennari, f. 14.1. 1942, gift Jóni Sveini Pálssyni skólastjóra, f. 28.12. 1933. Börn þeirra eru: a) Páll, b) Rannveig, maki Baldur Ingvi Jóhannsson, c) Þorlákur Ax- el, maki Gunnhildur Hafdís Gunn- laugsdóttir, d) Sigurður Pétur, maki Inga S. Guðbjartsdóttir, og e) Þorsteinn Styrmir. 3) Þyri skrifstofumaður, f. 26.3. 1943, gift Ásgeiri L. Guðnasyni rafvirkja- meistara, f. 31.12. 1938. Börn þeirra eru: a) Þorbjörg Erla, maki Páll Ingvar Guðnason, b) Emil Þór, maki Ingibjörg Ólafsdóttir og c) Hjördís, maki Steindór Sverrisson. 4) Stúlka, f. 22.6. 1944, d. sama ár. 5) Þuríður sjúkraliði, f. 11.10. 1945, d. 8. jan- úar 2005, giftist Halldóri Erlingi Ágústssyni yfirvélstjóra, f. 5.12. 1932, d. 2006, þau skildu. Dætur hennar eru Herborg, maki Ólafur Þorláksson, og Matthildur, maki Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku mamma mín. Þakka þér fyrir allt og allt. Ég veit, þú ert í hlýjum faðmi þeirra sem biðu þín en vakir yfir okkur öllum. Guð geymi þig. Þyri og Ásgeir. Að augum mér bar eina bernskusýn – úr blámanum hófust æskulönd mín, fjarlægar strendur fjarlægra daga – (Tómas Guðmundsson). Þessar ljóðlínur þykja mér eiga vel við um síðustu dagana í lífi móð- ur minnar. Henni voru bernsku- stöðvarnar á Bakka mjög hugleikn- ar, talaði um vorkvöldin fögru við Bakkaflóann og rifjaði upp kirkju- ferðir sem hún fór með ömmu sinni og öðru heimilisfólki yfir að Skeggjastöðum, ýmist var farið gangandi eða á hestum. Hún sagði frá kvöldvökunum í baðstofunni, þar voru Íslendingasögurnar lesnar upphátt í bland við nýrri höfunda svo sem Gunnar Gunnarsson og Laxness meðan fólkið sat að vinnu sinni. Húslestur var lesinn á hverj- um sunnudegi allt þar til útvarpið kom til sögunnar en þá var móðir mín tíu ára. Hún taldi sig hafa verið heppna að alast upp, nánast sem ein- birni, hjá ömmu sinni þótt auðvitað hafi hún stundum saknað foreldr- anna og systkinahópsins stóra í Mið- firði. Móðir mín var af þeirri kynslóð sem lifði breytingarnar miklu frá bændasamfélaginu gamla yfir í tækniveröld nútímans og kunni því frá mörgu að segja. Hún var ein þeirra kvenna sem þráðu að ganga menntaveginn en aðstæður og ald- arandi á fyrri hluta 20. aldar var þeim fjötur um fót. Hún naut því skólavistarinnar í Húsmæðraskól- anum á Hallormsstað og talaði ávallt af mikilli virðingu um skólann og frú Blöndal. Skólinn starfaði á þessum árum mjög í anda dönsku lýðháskól- anna. Frú Blöndal taldi að skólinn ætti að skapa vaxtarskilyrði fyrir menntun og þroska einstaklingsins, próf skiptu ekki öllu máli. Hún líkti skólanum við gróðurreit þar sem bæri að þroska starfsmöguleika nemandans bæði í verklegum og andlegum efnum. Móðir mín minnt- ist bókmenntafyrirlestra sem frú Blöndal hélt að jafnaði í skólanum tvisvar í viku og taldi hana síst hafa staðið prófessorum nútímans að baki. Móðir mín var um tíma bóka- vörður á bókasafninu á Þórshöfn og lét sér mjög annt um það, segja má að hún hafi breytt því úr litlu lestr- arfélagi í alvöru bókasafn. Sjálf las hún alla tíð mikið, oft langt fram á nætur, þegar hún var ekki að sauma á okkur, börnin sín, en hún saumaði allt á okkur systur, kjóla og kápur, þar til við tókum sjálfar við þeim starfa. „Voruð þið ekki allar hjá mér og allar í rauðum kápum?“ spurði hún kvöldið áður en hún dó. Hún var afar myndarleg í öllu heimilishaldi, bjó til góðan mat og alltaf var fínt og snyrtilegt í kring um hana hvort sem húsakynnin voru stærri eða minni. Eftir að foreldrar mínir hófu búskap á Ytri-Brekkum pantaði hún nokkr- ar reyniviðarhríslur frá Hallorms- stað og gróðursetti sunnan við bæ- inn, sýnir það vel viðleitni hennar til að bæta og fegra umhverfi sitt. Bernskuminningarnar leita á hug- ann, glaða sólskin, mamma að raka í rósóttum sumarkjól, pabbi með Blesu fyrir heyýtunni, við systur fáum að sitja í heyinu. Jól í bláu stof- unni, stóri ofninn funheitur, kerta- ljós á heimasmíðuðu jólatré, einirinn sem bundinn var á greinarnar ilmar í bland við eplin sem í þá daga til- heyrðu aðeins jólum. Ungbarnið sef- ur í króknum hjá ofninum, foreldr- arnir ganga með okkur eldri börnin kringum jólatréð og syngja. For- eldrar mínir voru einyrkjar sem urðu að gera hlutina sjálfir og kunnu sannarlega að gera mikið úr litlu, hann smíðaði og hún saumaði. Þau létu ekki erfiðleikana buga sig. Veikindi föður míns, svæsin lungnabólga, urðu þó til þess að þau brugðu búi og fluttu til Þórshafnar. Einnig veiktist móðir mín af berkl- um og dvaldi mánuðum saman á berklahælinu á Vífilsstöðum. Þau náðu bæði allgóðri heilsu en veik- indin urðu, beint og óbeint, til þess að yngsta systir mín fór í fóstur til afabróður okkar og undirrituð til afasystur sinnar, þá fimm ára göm- ul. Auðvitað hefur þetta verið móður minni erfið reynsla en hún vissi að fóstrið var gott og samband mitt við foreldraheimilið rofnaði aldrei. Ég dvaldist alltaf hjá þeim um lengri eða skemmri tíma til dæmis alla vet- urna mína í barnaskóla. Móðir mín sá um að sauma á mig fötin og jóla- pakkarnir frá foreldrum og systk- inum voru mikið tilhlökkunarefni. Við hjónin hófum okkar búskap á Þórshöfn og bjuggum þá í næsta húsi við foreldra mína. Var þá mikill samgangur, spilað og spjallað en mamma hafði gaman af að spila bridge. Eftir að hún flutti til Reykja- víkur áttum við athvarf hjá henni með barnahópinn þegar við brugð- um okkur í bæinn og sparaði hún þá ekkert til að sem best gæti farið um okkur. Á starfsárunum í Reykjavík vann móðir mín lengst af við umönnun sjúkra, lengi vel á næturvöktum. Hún lauk sjúkraliðanámi með glæsi- brag 55 ára gömul. Hún fylgdist vel með námi barnabarna sinna og hvatti þau óspart til að læra. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdist alla tíð vel með þjóðmálaumræð- unni, var t.d. mikill umhverfissinni og ekki par ánægð með Kárahnjúka- virkjun. Þótt móðir mín vildi hafa fínt í kring um sig og væri alltaf „fín í tauinu“ tók hún gjarna menn- inguna fram yfir. Þegar hún heim- sótti mig til Kaupmannahafnar fyrir margt löngu vildi hún byrja á að skoða borgina og fara á söfn og sýn- ingar áður en kom að búðarferðum. Hún ferðaðist ekki oft til útlanda um dagana en naut ferðanna þeim mun betur. Þegar móðir mín leit yfir farinn veg taldi hún sig ríka konu, ekki af veraldlegum auði, ríkidæmi hennar voru afkomendurnir, mannauður- inn, eins og hún orðaði það sjálf. Hún var lengi vel við allgóða heilsu og hélt andlegum kröftum til þess síðasta þótt líkamlegir sjúk- dómar herjuðu á hana. Hún var sátt við að kveðja og þess fullviss að ást- vinirnir frá bernskudögunum tækju á móti henni. Starfsfólkinu á Drop- laugarstöðum, sem annaðist hana af alúð þar til yfir lauk, eru færðar þakkir svo og öllum öðrum sem studdu hana og önnuðust þegar heilsan tók að bila. Blessuð sé minning hennar. Björk Axelsdóttir. Það var einkennileg tilfinning að sitja við rúmstokkinn hjá Þorbjörgu ömmu minni og horfa á hana taka síðasta andvarpið. Langvinnum barningi lauk og kyrrð færðist yfir andlit þessarar litlu fallegu konu sem skipaði stóran sess í lífi mínu. Það var einnig háð barátta þegar Þorbjörg amma mín fæddist í af- takaveðri, lítil og veikburða. Ljós- móðurinni þótti ráðlegt að senda tvo fíleflda karlmenn sinn í hvora áttina, annan til að sækja lyf handa hvítvoð- ungnum og hinn til að sækja prest- inn svo skíra mætti hvítvoðunginn. Amma ólst upp á Bakka í Bakka- firði við gott atlæti ömmu sinnar, Þorbjargar Þorsteinsdóttur, og Þór- hildar frænku sinnar. Hún naut þess að segja frá æsku sinni … hún lipur í snúningum að sendast með kaffið á engjar, ríðandi berbakt. Hún beið með eftirvæntingu eftir því að sest væri við útvarpstækið og hlustað eða lesið upphátt úr blöðum sem bárust í sveitirnar. Ekki þótti henni heldur leiðinlegt að hlusta á full- orðna fólkið ræða pólitík. Amma var fróðleiksfús og las mikið. Landa- fræði Karls Finnbogasonar og Ís- landssaga Jónasar frá Hriflu voru í sérlegu uppáhaldi hjá henni og vitn- aði hún oft í þann fróðleik þegar skólamál nútímans bar á góma. Verst af öllu þótti henni að Íslend- ingar skyldu slíta konungssamband- inu við Dani. Ung að árum sigldi amma með strandferðaskipi austur á firði og settist á skólabekk á Hallormsstað hjá Sigrúnu Blöndal skólastýru, sem hún mat mikils. Þar var nú aldeilis ekki bara kennd grautargerð heldur voru bóklegar greinar og íslensk menning í hávegum höfð. Í byrjun seinni heimsstyrjaldar giftist Þorbjörg Axel Davíðssyni og eignuðust þau sex börn. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau á Ytri- Brekkum en fluttu síðan til Þórs- hafnar. Fyrstu æviárin mín áttum við heima í sama húsi og naut ég góðs af því enda tók amma gjarnan upp hanskann fyrir mig. „Af hverju látið þið barnið gráta svona,“ spurði hún, þegar ég stóð á öndinni af frekju. Á menntaskólaárum mínum bjuggum við aftur undir sama þaki. Þá bjó ég á heimili hennar í Reykja- vík við einstaklega gott atlæti og margvísleg heilræði. Þorbjörg amma flutti suður og vann lengi á Kleppi. Hún náði góðu sambandi við vistmenn og þótti vænt um þá. Árið 1975 lauk hún sjúkralið- anámi með glæsibrag, elst nemenda í hópnum. Hún hóf störf á Droplaug- arstöðum þegar það heimili var stofnað og sinnti gamla fólkinu af mikilli alúð. Það urðu svo örlög hennar að eyða síðustu ævidögum sínum á því heimili við gott atlæti starfsfólksins. Hún var annáluð fyr- ir myndarskap og hafði gott verks- vit. Henni var ekkert óviðkomandi og hún hafði ákveðnar skoðanir. Pólitík og trúmál voru ofarlega í huga. Hún var mikil félagsvera og á mannamótum, sérstaklega þar sem reykingar tíðkuðust, var hún hrókur alls fagnaðar. Þorbjörg amma var mælanleg hetja í mínum augum og óhrædd við að framkvæma það sem hún ætlaði sér. Á miðjum aldri langaði hana til að keyra bíl, þá dreif hún sig í öku- tíma, náði bílprófinu og keypti sér bíl. Blessuð sé minning hennar. Helga Pálmadóttir. Elsku amma. Skilur nú leiðir eftir ríflega 40 ára samfylgd. Fyrstu minningarnar um þig tengjast ferð- um þínum austur fyrir fjall þegar þú komst í heimsókn í Sigtúnið. Mér er minnisstætt hversu vel til hafðar við systurnar vorum um hárið þegar þú dvaldir hjá okkur. Fléttaðar frá enni og aftur á bak og saumavélarolía borin á, svo endarnir stæðu ekki út úr. Þá minntist þú oft á hversu fal- legt hárið yrði ef það væri þvegið upp úr kúahlandi, ég þakkaði guði fyrir að við byggjum ekki í sveit. Oft komuð þið færandi hendi með litlar gjafir að utan sem sannarlega vöktu lukku hjá okkur systkinunum, háls- men, myndir og ýmislegt smádót. Stundum fórum við fjölskyldan til Reykjavíkur og gistum þá gjarnan. Laufabrauðsgerð og jólaboð ásamt fleirum úr stórfjölskyldunni gleym- ast seint. Heimsóknirnar til þín einkennd- ust af dekri. Þið Gunnar voruð búin að fylla ísskápinn af góðgæti og allt- af voru ís og ávextir ásamt vínberj- um sem sáust sjaldan fyrir austan. Ekki skemmdi nú fyrir að fá útlent nammi sem Gunnar kom með úr siglingunum. Þegar þú bardúsaðir við að koma upp veisluborðinu send- ir þú Gunnar oft með okkur í strætó sem var ein uppáhaldsiðja mín ásamt því að máta af þér föt og skó. Helst voru farnir tveir hringir Nes- Háaleiti með þristinum. Seinna þeg- ar ég fór sjálf að fara til Reykjavíkur var nú ekki ónýtt að eiga þig að í borginni. Þú lóðsaðir mig um allan bæ og fórst með mig í búðir og á kaffihús. Hafði ég þar forskot á vin- konurnar þar sem ég rataði um allt og kunni meira að segja á strætó. Í þessum ferðum var mikið spjallað um alla heima og geima en þú hafðir sko gaman af því. Við vorum kannski ekki alltaf sammála en skildum aldr- ei ósáttar. Þú varst víðlesin og bráð- gáfuð og hafðir gaman af að segja sögur. Þegar ég var sjálf farin að búa og þú komst í heimsókn átti ég oft Grand- eða sérrístaup handa okkur með spjallinu, en það fannst þér nú ekki slæmt. Snyrtimennska var þitt aðalsmerki, ég minnist þess aldrei að hafa séð ryk í þínum hýbýl- um. Gestrisni þín á engan sinn líka. Ég á eftir að sakna þín elsku amma mín og takk fyrir allt. Hjördís. Amma hefur nú kvatt þennan heim, södd lífdaga og sátt við guð og menn. Minning hennar mun lifa áfram í huga okkar systra. Hér var á ferðinni stór kona í óeiginlegri merkingu þess orðs því þrátt fyrir að amma hafi ekki verið hávaxin var hún risavaxinn persónuleiki. Þeir sem kynntust ömmu fóru ekki var- hluta af því. Amma kom eins fram við alla og henni var mjög svo umhugað um þá sem minna mega sín í samfélaginu og hvers kyns óréttlæti kunni hún illa. Amma vann við umönnun stóran hluta af starfsævi sinni og er okkur m.a. mjög minnisstætt þegar hún uppfræddi okkur krakkana um að þeir sem væru sjúkir á geði væru ekkert öðruvísi en annað fólk. Amma var hreinskilin og hrein- skiptin með endemum og lét skoð- anir sínar á mönnum og málefnum óspart í ljós. Hún taldi það mikinn ókost að vera skoðanalaus og hafði gaman af hvers konar rökræðum, allt frá pólitískum umræðum yfir í andleg málefni. Hún var mjög áhugasöm um náttúrulækningar og pældi mikið í öllu því er sneri að grasalækningum og andlegum mál- efnum. Amma vildi miklu heldur að ungt fólk læsi bækur og spjallaði saman en að það héngi yfir sjón- varpi. Hún var ávallt reiðubúin að spjalla við okkur og ein af okkar bestu æskuminningum tengist því þegar hún sagði okkur draugasögur og las úr þjóðsögunum fyrir okkur fyrir svefninn þegar við gistum hjá henni í Stóragerðinu. Amma lagði mikið upp úr því að vera ávallt fín og vel tilhöfð, hún taldi t.d. mjög mikilvægt að vera mjög fín um hárið, þrátt fyrir að hún væri bara á leið í matvörubúð. Enda var hún ávallt mjög glæsileg þegar hún fór á mannamót. Seinna meir nutum við systur góðs af þessum fágaða fatasmekk þegar flíkurnar hennar ömmu komust aftur í tísku mögum áratugum seinna. Fötin voru í geymslunni hjá henni og lán á þeim var auðsótt. Amma var sérstaklega mikil sel- skapsdama og þegar vel lá á henni í veislum átti hún það til að fanga alla athygli viðstaddra með skemmti- legri framkomu og fjörugum um- ræðum. Vinir okkar systra sem hittu hana í útskriftarveislum hjá okkur höfðu sérstakt orð á því hve amma væri skemmtileg, hún náði vel til þeirra þrátt fyrir áratuga aldurs- mun. Amma hafði að sjálfsögðu mjög ákveðnar skoðanir á öllu því er sneri að hegðun ungra stúlkna og hvað væri viðeigandi í þeim efnum, við systur fórum að sjálfsögðu ekki á mis við þennan fróðleik og búum vel að enn í dag. Við ömmustelpurnar viljum þakka fyrir allar góðu stund- irnar og kynni af sterkri og skemmtilegri konu, minningarnar Þorbjörg Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.