Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 22
daglegt líf 22 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁÍslandi er enginn starfandiljósfaðir um þessar mundirog hefur ekki verið í lang-an tíma. „Við erum langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum í þessum efnum. Í Svíþjóð eru fimmtíu starfandi ljósfeður en þar þykir það jafn mikilvægt að auka fjölda karla í starfi ljósfeðra eins og að auka hlut kvenna í stjórn fyrirtækja. Enda er ein hlið jafnréttisbaráttunnar sú að auka hlut karla í kvennastörfum,“ segir Erla Dóris Halldórsdóttir sem vinnur að doktorsverkefni í sagn- fræði þar sem hún rannsakar sögu ljósfeðra á Íslandi frá 1776–1933. „Ég er búin að finna upp undir þrjátíu karla sem sátu yfir fæðandi konum hér á landi, en þeir voru ýmist nefndir yfirsetumenn eða ljósfeður. Enginn þeirra starfaði í höf- uðstaðnum Reykjavík. Vart þarf að taka fram að á þessum tíma fóru allar fæðingar fram inni á heimilum og sumir þessara manna hafa allt að sex hundruð fæðingar að baki. Þetta voru ómenntaðir menn en ekki karlkyns læknar. Þeir voru allir kvæntir, áttu börn og voru meira megandi, ýmist stórbændur eða prestar, eins og til dæmis séra Sigfús Jónsson í Und- irfellsprestakalli sem tók meðal ann- ars á móti hinni nafnfrægu Halldóru Bjarnadóttur sem fæddist árið 1873 en hún varð kvenna elst og náði 108 ára aldri. Séra Sigfús átti margar fæðingar að baki og Halldóra kallaði hann því fallega nafni „Ljósi minn“. Hjálpuðu skepnum við burð Erla segir að ekkert sé hægt að fullyrða um hvers vegna karlmenn tóku að sér þessi störf. „Eflaust hefur neyðin og dreifbýlið eitthvað með það að gera, það hefur hreinlega verið skortur á konum til starfsins. Ef um erfiðar fæðingar var að ræða, þá var frekar kallað í ljósföður en ljósmóður. Margir þeirra áttu líka annaðhvort mæður eða eiginkonur sem voru ljós- mæður og hafa eflaust lært af þeim. Og þar sem þeir voru bændur þá höfðu þeir reynslu af því að hjálpa skepnum sínum við burð.“ Aðeins einn íslenskra ljósfeðra, Jón Halldórsson, bóndi í Þingeyj- arsýslu, var með ljósmæðrapróf sem hann tók fyrir 230 árum, árið 1776. „Það er svolítið merkilegt að á sama tíma og Jón fer í þetta nám, þá eru karlar í Evrópu að sækja inn á þetta svið, en tilkoma fæðing- artangarinnar er talin hafa átt þar hlut að máli. Svokallaðir bartskerar í Evrópu voru kallaðir til ef kona gat ekki fætt, því þeir einir áttu og máttu nota áhöld, einhvers konar króka til að ná börnunum út. Þannig var hægt að bjarga konunni en börnin komust aldrei lifandi frá slíku.“ Tengist karlmennskunni Erla hefur reynt að finna út hvers vegna það hefur lagst af hér á landi að karlmenn sinni þessu starfi. „Það er eitthvað í menningunni sem veld- ur. Ég er ekki frá því að það hafi eitt- hvað með karlmennskuna að gera að karlmenn sækja ekki inn á þetta svið í dag. Til þess þarf mikinn kjark, því þeir sem það gera þurfa að brjóta upp fastmótaða staðalímynd karlmennsk- unnar. Nú til dags virðist líka vera lit- ið á fæðingu sem hluta af kynferði konunnar. Við getum líka velt því fyr- ir okkur hvort karlmönnum finnist þeir ekki eiga erindi í þessa stétt sem hefur að mestu leyti verið í höndum kvenna frá upphafi mannkyns. Það er einhver rómantísk dulúð sem tengst hefur fæðingu og fæðingarhjálp. Þetta eru hin helgu vé.“ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Nýtt líf Starf þeirra sem vaka yfir fæðandi konum og taka á móti nýju lífi er hjúpað mildi og fegurð. Sveinn Magnússon bóndi í Vestur-Barðastrand- arsýslu, f. 1849, var mjög sóttur til ljósmóðurstarfa, einkum ef lærða ljósmóður vantaði. Smáskammtalæknir og hreppsnefndarmaður. Amtmaður samþykkti að þókna honum fyrir fæðing- arhjálp árið 1888. Jónas Jónsson bóndi, f. 1840, starfaði sem ljósfaðir í Skagafirði í ára- tugi og tók á móti 600 börn- um. Sagt er að eftir að hann missti eiginkonu og barn í fæðingu, hafi hann farið að kynna sér ljósmóðurfræðin og gengið í starf ljósföður. Átti sjálfur 30 börn. Smá- skammtalæknir og hrepps- nefndarmaður. Eyjólfur Runólfsson, f. 1847, bóndi í Saurbæ og eig- andi Saurbæjarkirkju, var starfandi yfirsetumaður á Kjalarnesi og í nágrenni, eftir lát móður og til efri ára. Hlaut heiðurslaun úr sýslusjóði Kjós- arsýslu fyrir læknis- og ljós- móðurstörf. khk@mbl.is Þeir vöktu yfir ljósinu Karlmenn eru fáséðir í stétt þeirra sem taka á móti börnum þegar þau líta dagsins ljós fyrsta sinni. Kristín Heiða Kristinsdóttir forvitn- aðist um íslenska ljós- feður, karla sem sátu yfir fæðandi konum. Morgunblaðið/ Jim Smart Doktorsverkefni Erla Dóris Halldórsdóttir rannsakar sögu ís- lenskra ljósfeðra. MARGAR FÆÐ- INGAR AÐ BAKI                                                                   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.