Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 31
Notkun ökutækja, umferð-armannvirki og sam-göngur á landi almennt,hefur síaukin áhrif á
daglegt líf þegnanna. Ökuréttindi
þykja sjálfsögð og eru flestum sem
þau hafa, verðmæt persónuréttindi
og öðrum grundvöllur lífsvið-
urværis. Þeir sem glata þeim lýsa
mikilli skerðingu lífsgæða og óhag-
ræði. Um nauðsyn greiðra sam-
gangna nægir að vísa í sívakandi
umræðu um umferðarmál, og ekki
síður umferðaröryggismál. Umferð-
armál eru meira rædd nú en oftast
áður og þá ekki síst skuggahliðar
þeirra. Áberandi var nú síðsumars
umfjöllun um ofsaakstur bifhjóla-
manna, gáleysi eða ásetning öku-
manna flutningabifreiða við hæð-
artakmarkanir, hættulega vegi
o.s.frv. Aðilar í stjórnsýslunni; hjá
lögreglunni og víðar hafa rætt um-
ferðarmálin. En hvernig er þessi
málaflokkur samansettur? Hverjir
koma að málum og hversu samstiga
eru þeir sem koma að þessum mála-
flokki? Í þessari grein og tveimur
öðrum, sem munu birtast hér á síð-
um Morgunblaðsins, verður leitast
við að varpa ljósi á nokkur atriði
umferðar- og umferðaröryggismála.
Umferðarlagabrot –
algengust brota
Óvíst er að vegfarendur velti því
mikið fyrir sér hversu algeng brot á
umferðarlögum eru og enn síður
hvort smávægilegar „yfirsjónir
þeirra eða ásetningsbrot, hafi áhrif
á umferðaröryggið. Af umræðunni
um afbrot eins og hún birtist má
ætla að algengustu afbrotin hér á
landi séu fíkniefnabrot, ofbeldisbrot
í miðbæ höfuðborgarinnar, kynferð-
isbrot eða jafnvel skattsvik! Allt eru
þetta alvarlegir brotaflokkar, hver á
sinn hátt. Ef hins vegar er litið til
tölfræðinnar kemur í ljós að brot
gegn umferðarlögum eru fyrirferða-
mikil. Þau eru algengustu afbrotin
sem koma til kasta hins opinbera.
Þar með má álykta að „brotamenn-
irnir séu fleiri í þeim málum en í
öðrum. Afbrotatölfræði Ríkislög-
reglustjórans (RLS) sýnir að árið
2004 voru mál tengd umferð-
arlagabrotum 74% allra skráðra
brota hjá lögreglu en hafði þó fækk-
að um 6% frá meðaltali fjögurra ára
þar á undan (ath. fækkun brota er
ekki örugg vísbending um bætta
stöðu – þar getur tími sá sem lög-
regla hefur til að sinna málunum
skipt máli). Um raunverulegan
fjölda umferðarlagabrota sem fram-
in eru er útilokað að fullyrða. Í
skýrslu Rannsókarnefndar umferð-
arslysa um banaslys árið 2001 segir
á blaðsíðu 25 „...Ekki er gerlegt að
slá á fasta tölu umferðarlagabrota
sem framin eru en ljóst að fjöldi
þeirra ár hvert á Íslandi skiptir
milljónum …“1)
Þessi orð voru sett fram í ljósi
umræðu um banaslys árið 2001 þar
sem tengsl þess að hlíta ekki
ákvæðum umferðarlaga og slysa-
tíðni, eru rædd í samhengi. Brot á
umferðarlögum og öllu því reglu-
verki sem þeim fylgir, snertir um-
hverfi flestallra sem landið byggja.
Flestir ökumenn og aðrir vegfar-
endur brjóta ákvæði umferðarlaga
vísvitandi eða óvart. Það vekur upp
spurningar um það hvort fjöldi
brota, sem framin eru, hafi áhrif á
viðhorf almennings til þeirra? Hefur
það e.t.v. þau áhrif að almenningur
skynji ekki að um afbrot sé að
ræða? Eru skilaboðin sem send eru
til almennings í formi refsinga þess
eðlis að þau virka illa? Áður en
lengra er haldið er rétt að huga að
lagaumhverfinu.
Lagaumhverfi
Umferðarlögin eru frá árin 1987
og tóku gildi 1. mars árið eftir. Þau
eru sérrefsilög en nokkuð sérstök
þó vegna þeirra tengsla sem þau
hafa við daglegt líf flestra okkar.
Lögunum fylgir myndarlegur hópur
reglugerða sem ráðherra gefur út.
Útgáfa reglugerða með umferð-
arlögunum tók kipp með aðildinni
að EES árið 1993 og frá þeim tíma
hefur íslensk umferðarlöggjöf verið
enn frekar samræmd evrópskri með
innleiðingu Evrópureglna auk þess
sem alþjóðasamningar hafa áhrif.
Meðal þeirra reglugerða sem settar
hafa verið má nefna ítarlega reglu-
gerð um ökuskírteini, ásamt við-
aukum, en hún lýsir kröfum til öku-
manna, ökuprófa og skilgreinir
ökuréttindi; efnismikil reglugerð
um gerð og búnað ökutækja sem
lýsir kröfum til ökutækja um ástand
o.fl.; reglugerð um umferðarmerki
o.s.frv. Reglugerðir taka oft breyt-
ingum og nýjar eru samdar og birt-
ar. Lögin, reglugerðirnar og önnur
stjórnvaldsfyrirmæli um umferð-
armálefni eru mikil að umfangi,
mörg hundruð blaðsíður af laga- og
reglugerðartexta, og gefur auga leið
að það er vart á færi nokkurs
manns að kunna það allt til hlítar
þótt ætlast sé til að vegfarendur
þekki þar vel til. En hver eru aðal-
atriðin í málaflokknum og hvernig
er kynningu til almennings háttað?
Kynning nýmæla og breytinga
Þrátt fyrir að margir sem um um-
ferðarmál fjalla, bæði opinberir að-
ilar og aðrir, haldi úti öflugu kynn-
ingarstarfi er ljóst að breytingar á
regluverkinu í málaflokknum ná
misvel til almennings. Þetta er
bagalegt þar sem reikna má með að
flestir vilji vita hverjar reglurnar
eru svo unnt sé að fara eftir þeim og
tryggja öryggi og réttarstöðu.
Vissulega eru lög og reglugerðir
með þeim birt eins og lög kveða á
um. Stjórnartíðindi eru aðgengileg
á Veraldarvefnum og er það eft-
irtektarvert framtak hjá dóms-
málaráðuneytinu. Þetta er þó ekki
efni sem þorri almennings les og
fylgist með og breytingar í umferð-
armálaflokknum hafa „læðst inn án
þess að þeir sem eftir þeim eiga að
fara, en vilja fylgja umferð-
arreglum, fái örugglega af því
spurnir. Þetta hef ég sem starfandi
lögreglumaður og leiðbeinandi í
Lögregluskólanum oftsinnis rekið
mig á.
Ný verkefni og auknar vald-
heimildir til Vegagerðarinnar
Samgönguráðuneytið fékk aukin
verkefni á sviði umferðarörygg-
ismála við breytingar á stjórnsýsl-
unni í málaflokknum um áramótin
2004. Undirstofnun þess, Vegagerð-
in, hefur nú meiri eftirlitsskyldur,
og um leið vald, til að framfylgja
þeim skv. nýjum ákvæðum í umfl.
Þannig geta eftirlitsmenn Vega-
gerðarinnar stöðvað tiltekin öku-
tæki án aðkomu lögreglunnar og
hafið rannsókn. Áður unnu eftirlits-
menn og lögreglan saman við raun-
eftirlit úti á vegum en Vegagerðin
hefur um árabil haft ýmsar aðrar
eftirlitsskyldur hjá fyrirtækjum á
sviði flutningastarfsemi, könnun á
aksturs- og hvíldartíma atvinnubíl-
stjóra og með úrvinnslu gagna. For-
ráðamenn Landssamband lögreglu-
manna (LL) og fyrirsvarsmenn hjá
Vegagerðinni hafa skipst á skoð-
unum um það sem samtök lögreglu-
manna hafa kallað lögregluvald eft-
irlitsmanna
Vegagerðarinnar.
LL hafði op-
inberlega skoð-
anir á lagafrum-
varpinu sem
upphafleg kom
fram og telur sig
hafa haft nokk-
urn sigur sbr.
frétt á heimasíðu
LL þann 14.
febrúar sl. þar sem það lýsir því yfir
að árangur hafi orðið af baráttu
þess að koma í veg fyrir of rúmar
valdheimildir vegagerðarmanna
sem forysta LL taldi geta verið
skaðlegar.
Þessu hefur verið vísað á bug af
Vegagerðinni og því haldið fram að
eftirlitsmönnum hennar sé ekkert
að vanbúnaði að hafa eftirlit og kalla
þá til lögreglu ef þarf. Þá hefur hún
vakið athygli á að með þjálfun og
fræðslu verði unnt að koma í veg
fyrir mistök sem LL hefur haldið
fram að gætu átt sér stað þar sem
lögreglan er ekki viðstödd eftirlitið.
Eftirlit Vegagerðarinnar hefur á
undanförnum árum verið að breyt-
ast og aukast. Löng hefð er fyrir
samvinnu eftirlitsmanna Vegagerð-
arinnar og lögreglu. Starfsmenn
sem sinntu þessum verkefnum voru
gjarnan kallaðir „vigtarar“ enda
fólst starfið að hluta í að fylgjast
með því að ökutækjum væri ekki
ekið of þungum um viðkvæmt vega-
kerfið. Hin síðari ár hefur verið í
gildi sérstakur samningur milli lög-
reglu og Vegagerðar um eftirlit á
vegum úti. Það eftirlit beindist fyrst
og fremst að stórum ökutækjum,
stærð þeirra og þyngd, aksturs- og
hvíldartíma ökumanna en einnig var
fylgst með þeim verkefnum sem
upp komu þótt minni ökutæki ættu í
hlut. Lögreglumaður, sem var
starfsmaður Ríkislögreglustjóra, fór
með lögregluvaldið en naut aðstoðar
og fulltingis eftirlitsmanns Vega-
gerðarinnar sem lagði til sérþekk-
ingu sína. Við undirbúning þessara
skrifa var rætt við stjórnendur hjá
lögreglu og Vegagerðinni og var
viðurkennt hjá báðum aðilum að
samningur þessi hafi ekki staðið
undir væntingum. Þessu fyr-
irkomulagi hefur nú verið breytt
þannig að eftirlitsmönnum Vega-
gerðarinnar hefur verið fengið vald
til afskipta af stærri ökutækjum, án
þess að lögreglan komi þar við sögu
í upphafi. Þeir geta stöðvað ökutæki
á vegum úti, kyrrsett og kallað til
lögreglu ef mál þróast öndvert við
það sem ætlað var. Eftirlitsdeild
Vegagerðarinnar sér nú um ýmiss
konar eftirlit og stjórnsýslu í sam-
göngumálum sem snúa bæði að inn-
heimtu en ekki síður að umferðarör-
yggi eins og t.d. með innköllun
bókhaldsgagna, m.a. um aksturs- og
hvíldartíma.
Vegagerðin hefur, að sögn deild-
arstjóra eftirlitsdeildarinnar, ein-
sett sér að fara rólega af stað og
nýta nýfengnar auknar heimildir til
að stöðva ökutæki á þjóðvegunum
og skoða stærð þeirra og þyngd,
hleðslu, frágang og merkingar á
farmi og aksturs- og hvíldartíma af
hófsemi og gæta þess að stíga skref-
in hægt og örugglega. Hann tekur
fram að þrátt fyrir að eftirlitsmenn
Vegagerðarinnar hefðu nú fengið
stöðvunar- og kyrrsetningarvald yf-
ir ökumönnumá vegum úti þá væri í
engu vegið aðþví lögregluvaldi sem
lögreglan hefði lögum samkvæmt og
það sem meira er, hún væri alls ekki
leyst undan þessum þætti umferð-
areftirlitsins eins og einstaka lög-
reglumaður virtist halda. Eftirlit
Vegagerðarinnar kæmi sem hrein
viðbót við eftirlit lögreglu.
Þessi breyting á valheimildum
eftirlitsmanna Vegagerðarinnar, tók
gildi 3. júní sl. og unnið er að út-
færslu hennar. Vegagerðin telur að
ágæt reynsla hafi verið af þessu fyr-
irkomulagi og það gengið vand-
ræðalaust. Markvisst sé unnið að
þjálfun og menntun eftirlitsmanna
Vegagerðarinnar og unnið er eftir
aðgerðaráætlun. Verkefni Vega-
gerðarinnar í eftirlitsmálum aukast
jafnt og þétt, bæði með rauneftirliti
á vegum úti, með reglulegum fyr-
irtækjaheimsóknum og með inn-
köllun gagna. Að mati deildarstjóra
eftirlitsdeildarinnar stuðlar aukið
eftirlit eins og Vegagerðin fram-
kvæmir nú að auknu umferðarör-
yggi.
Umferðaröryggismál
»Umferðarmál eru
meira rædd nú en
oftast áður og þá ekki
síst skuggahliðar
þeirra.
1) Það ár sem skýrslan nær til skráði lög-
reglan um 67.000 brot í umferðinni í málaskrá
sína
Höfundur er yfirlögregluþjónn í Lög-
regluskóla ríkisins og hefur um árabil
komið að ráðgjöf og fræðslu um um-
ferðaröryggismál innan lögreglunnar
og utan.
Eftir Eirík Hrein Helgason
Úr ljósmyndasafni lögreglunnar
Umferðalagabrot Sjálfbjargarviðleitni ökumanna hefur skuggahliðar. Þessi ökumaður brýtur nokkuð mörg
ákvæði umferðarlaganna um leið og hann sækir sér byggingarefni.
'()*+(
(,
,
2 0
0 >
0
2I 2I 2I
@0 AB-,,C-,,)
Eiríkur Hreinn
Helgason
Til sölu falleg 4ra herb. íbúð á 3. og
efstu hæð, ásamt bílskúr, samtals
130,6 fm. Allar innréttingar úr mah-
óní. Rúmgóð stofa með útgengi á
flísalagðar svalir. Baðherbergi flísa-
lagt, gólf og veggir, baðkar, sturta
og innrétting. Parket er á flestum
gólfum. Fataskápar í hjóna- og öðru
barnaherberginu. Sérgeymsla í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Verð 27,9 millj.
LAUTASMÁRI - 4RA HERB.
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson,
Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.