Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AUSTURLAND
Í VERKEFNAVINNU Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi um
stöðu og áherslur í málefnum íbúa
af erlendum uppruna í fjórðungn-
um, hefur sérstakur hópur fjallað
um menntunarmál á öllum skóla-
stigum.
Þær Laufey Eiríksdóttir hjá
Þekkingarneti Austurlands og
Ruth Magnúsdóttir hjá Skólaskrif-
stofu Austurlands hafa leitt þá
vinnu.
„Fyrst og fremst er að viður-
kenna sérstöðu þessara nemenda“
sagði Ruth á málþingi um fjöl-
menningarlegt Austurland fyrir
skömmu. „Efla þarf þekkingu allra
starfsmanna skólakerfisins, ekki
aðeins kennara, á fjölmenningar-
legum málefnum og þ.m.t. kennslu.
Áherslan er vonandi að færast af
því að laga þessa nemendur að því
að verða „íslenskir nemendur“ og
til þess að vinna með allan hópinn;
að þetta sé gagnkvæm aðlögun og
við þurfum öll að venjast þessum
breytingum. Skólinn verður að
taka mark á þeim lýðfræðilegu
breytingum sem eru að eiga sér
stað.“
Aðgengi að túlkum mikilvægt
Afar brýnt þykir að foreldrar og
nemendur af erlendum uppruna
eigi kost á öllum upplýsingum um
skólastarfið á sínu tungumáli
fyrstu skólaár barns. Mikilvægt sé
og að skilja við hvaða tækifæri beri
að nota túlk. „Við þurfum t.d. að
virða rétt beggja foreldra til upp-
lýsinga um barn og gengi í skóla og
því þarf að boða túlk í viðtöl jafnvel
þó annað foreldrið sé íslenskt,“
sagði Ruth. Hún brýnir hið opin-
bera til að viðurkenna hversu fé-
lagsleg aðlögun nemenda ef er-
lendum uppruna sé mikilvægt
atriði, að komið sé til móts við þá
og þeim náð inn í samfélagið sem
þátttakendum í félags- og tóm-
stundastarfi. „Rannsóknir sýna að
sterk tök á fyrsta máli, s.s. móð-
urmálinu, styrkja máltöku í öðru
máli. Við verðum að hafa gögn til
að bjóða nemendum á sínu móð-
urmáli svo þeir geti haldið áfram
að bæta við sinn þekkingargrunn,
jafnframt því sem þeir tileinka sér
nýtt tungumál.“
„Þegar nemandi af erlendum
uppruna hefur gengið í gegnum
leik- og grunnskólastig, staðið sig
með ágætum og er kominn í fram-
haldsskóla fara erfiðleikar oft að
gera meira vart við sig“ segir Lauf-
ey. „Brottfall þeirra er óvenju hátt.
Skýringin er m.a. að þá hættir oft
stuðningur vegna íslenskukennslu,
hugtakaþjálfunin verður flóknari
og nemandinn hefur e.t.v. misst af
þeirri þekkingu úr sínu eigin móð-
urmáli og þar verður eyða. Stór-
auka þarf íslenskukennslu á fram-
haldsskólastigi og miða nám við
hvern einstakling og af hvaða mál-
svæði hann kemur.“ Laufey segir
Þekkingarnet Austurlands hafa
séð um alla íslenskukennslu fyrir
fullorðna frá Bakkafirði til Horna-
fjarðar síðan 2002. „Eins og
íbúaþróun hefur verið á Austur-
landi er slík kennsla orðið æ um-
fangsmeiri og nú á haustönn eru
um 190 nemendur í íslenskunámi í
17 hópum á þessu svæði. Það er
fjölgun um 70 nemendur frá því á
vorönn og 15 kennarar sjá um
þessa kennslu. Við viljum að litið sé
á þessi námskeið sem starfsmennt-
un, þau fari fram í dagvinnutíma en
ekki á kvöldin og að þau séu nem-
endum að kostnaðarlausu.“ Það
virðist sama hvert litið er í þessum
efnum, eðlileg framvinda í því að
mæta grunnþörfum nemenda af
erlendum uppruna virðist stranda
að miklu leyti á takmörkuðu fjár-
magni, þrátt fyrir góðan vilja.
„Skólinn verður að taka mark á lýðfræðilegum breytingum“
Austfirðingar rýna í menntun
nemenda af erlendum uppruna
Ljósmynd/ÞNA Jón Svanur
Máltaka Fullorðnir íslenskunemendur á Eskifirði hjá Þekkingarneti
Austurlands þar sem þeir stunda nám að löngum vinnudegi loknum.
Í HNOTSKURN
»Efla þarf þekkingu á fjöl-menningu með öllum
starfsmönnum innan skóla-
kerfisins.
»Aðlögun vegna erlendranemenda er gagnkvæm og
þarf að sinna frá báðum hlið-
um.
»Skólakerfið þarf að skil-greina þörf á túlkun til
upplýsingagjafar.
»Viðurkenna þarf mikilvægifélagslegrar aðlögunar
samhliða skólastarfi og vinna
markvisst að slíku.
Egilsstaðir | Nk. laugardag hefjast kyrrð-
arstundir á vegum áhugahóps um kyrrð-
arstarf í Vallaneskirkju. Stefnt er að því
að þær verði annan hvern laugardag í vet-
ur og standi frá kl. 11 til 14. Kyrrð-
arstundir hefjast á léttum málsverði og
leiðsögn og henta, að sögn aðstandenda,
jafnt fólki sem hefur reynslu af kyrrð-
arstarfi og þeim sem vilja leita andlegrar
upplifunar, meiningar lífsins og persónu-
legrar uppbyggingar. Kristin íhugun hef-
ur líklega verið hluti af daglegu lífi í
Ágústínusarklaustrinu á Skriðuklaustri
og vel við hæfi að halda því starfi áfram.
Allir eru velkomnir og er máltíðin og
fræðslan fólki að kostnaðarlausu.
Íhugunaræfingar
í Vallaneskirkju
Egilsstaðir | Bygg-
ingu annars áfanga
kennsluhúss Mennta-
skólans á Egilsstöðum
er lokið og var hið
nýja kennsluhúsnæði
tekið formlega í notk-
un sl. laugardag.
Aðalverktaki var
Tréiðjan Einir ehf.
Helgi Ómar Bragason, skólameistari,
segir nýbygginguna vera um 1.100 fer-
metra og bæti hún aðstöðu nemenda,
kennara og annars starfsfólks. Nýbygg-
ingin hýsir stjórnunaraðstöðu, 5
kennslustofur og 79 sæta fyrirlestarsal
með hallandi gólfi.
Ýmis starfsemi flyst úr alls konar
kompum í heimavistarbyggingu og þar
eykst aftur pláss fyrir félagsaðstöðu
nemenda. Bókasafn verður áfram í
heimavistarbyggingunni. Mennta-
málaráðherra var viðstaddur vígsluna
ásamt fjölda annarra góðra gesta.
Nýtt kennsluhúsnæði
Menntaskólans á
Egilsstöðum í notkun
MIKIÐ tjón varð í eldsvoða í íbúðar-
húsinu að Hamragerði 25 á Akureyri
í fyrrinótt. Þrennt var flutt á sjúkra-
hús vegna gruns um reykeitrun en
allir fengu að fara heim strax um
nóttina og engum varð meint af.
Þrjár íbúðir eru í húsinu, þar af
tvær litlar á neðri hæðinni og eld-
urinn kom upp í annarri þeirra, í lok-
uðu herbergi þar sem var logandi
kerti. Innbú mæðgina í umræddri
íbúð er að öllum líkindum gjörónýtt
en annars staðar í húsinu varð tjón
ekki verulegt, en þó eitthvað vegna
reyks og sóts.
Mæðginin, Sigríður Sveinsdóttir
og fjórtán ára sonur hennar, sátu í
stofunni og horfðu á sjónvarpið þeg-
ar ljósin slökknuðu skyndilega.
„Við uppgötvuðum ekki eldinn
fyrr en rafmagnið fór. Þá heyrði ég
snark inni í herberginu, opnaði
dyrnar og þá var kominn mikill eld-
ur. Glugginn var opinn þannig að
hitinn hafði ekki náð fram að dyr-
unum,“ sagði Sigríður í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Það var fimm mínútum eftir mið-
nætti sem tilkynning barst til
Slökkviliðs Akureyrar. Strax voru
sendir tveir dælubílar og sjúkrabíll
af stað. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn stóð íbúðin í ljósum logum
en allir íbúar hússins voru komnir út
af sjálfsdáðum. Vel gekk að slökkva
eldinn og var því lokið á um það bil
20 mínútum.
Um leið og mæðginin urðu eldsins
vör létu þau aðra íbúa hússins vita,
en hjón á áttræðisaldri búa á efri
hæðinni og einn maður í hinni íbúð
neðri hæðarinnar.
„Við Loftur [maðurinn á efri hæð-
inni] reyndum að komast inn í íbúð-
ina með slökkvitæki en það var ekki
hægt því reykurinn var svo mikill.
Ég fór svo með slökkvitækið á bak
við hús og sprautaði úr því inn um
gluggann en það hafði ekki mikið að
segja því eldurinn var svo mikill,“
sagði Sigríður við Morgunblaðið.
Reykkafarar voru sendir inn í
húsið strax og slökkviliðið kom á
staðinn, til þess að ganga úr skugga
um að þar væri örugglega enginn og
það var fljótlega staðfest.
Sigríður óttaðist reyndar um kött-
inn sinn, sem hún varð ekki vör við,
en um morguninn, þegar að var
komið, sat kisi hinn rólegasti við
matarskálina sína í íbúðinni. Hafði
náð að forða sér um nóttina.
„Það er allt í lagi með hana og hún
er í góðum höndum á dýraspít-
alanum,“ sagði Sigríður við Morg-
unblaðið.
Sigríður sagði það „vægast sagt“
hræðilegt að lenda í lífsreynslu eins
og þessari og áfallið væri vitaskuld
mjög mikið. „Við sluppum reyndar
vel sjálf. Maður er auðvitað í sjokki
en ég er í rauninni rétt að átta mig á
því hvað ég hef misst. Við höfum
bara rétt farið inn í íbúðina aftur til
þess að skoða en það er að minnsta
kost öruggt að allur fatnaður og öll
húsgögn eru ónýt,“ sagði Sigríður.
Mjög mikið áfall en samt afar
þakklát fyrir að ekki fór verr
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gjörónýtt Eldurinn kom upp í þessu herbergi og skemmdir þar eru gríðarlegar eins og annars staðar í íbúðinni.
Eldur kviknaði út frá
kerti í lokuðu herbergi
og kraumaði góða stund
SENDIHERRA Rússlands á Ís-
landi, Victor Ivanovich Tatarintsev,
flytur í dag fyrirlestur á Lögfræði-
torgi við Háskólann á Akureyri.
Í erindinu ræðir sendiherrann um
möguleika á auknu samstarfi þjóð-
anna í öryggismálum, baráttunni
gegn alþjóðlegum hryðjuverkum,
gagnkvæma fjárfestingamöguleika
og tvíhliða viðskipti og samstarf í
menntunarmálum, vísindum og
menningu. Sendiherrann mun einnig
gera grein fyrir forgangsröð Rússa í
utanríkismálum með sérstöku tilliti
til núverandi forystu Rússa í G8 og
Evrópuráðinu.
Tengsl Rússlands og Íslands eru
meiri en margan grunar. Bæði ríkin
eru aðilar að Heimskautaráðinu
(Arctic Council), Barentshafsráðinu
(Barents Sea Council) og Eystra-
saltsráðinu (Baltic Sea States Coun-
cil). Fyrirlesturinn verður í stofu
L201 á Sólborg og hefst kl. 16.15.
Fyrirlestur
sendiherra
Rússlands
AÐALFUNDUR Sögufélags Eyfirð-
inga verður haldinn á lestrarsal
Amtsbókasafnsins í kvöld kl. 20. Að
loknum venjubundnum aðalfund-
arstörfum flytur erindi Sigurður
Bergsteinsson, minjavörður Norð-
urlands eystra, um hina dularfullu
konu á Austfjarðaheiðum sem ein-
hverntíma á fyrri hluta 10. aldar
lagði skartbúin á heiðina en komst
aldrei til byggða aftur. „Í fórum
sínum hafði hún meðal annars 500
perlna fjársjóð. Hvað var konan að
gera á heiðinni? Hver var hún?“ er
spurt í tilkynningu frá félaginu.
Hver var þessi
kona á heiðinni?
♦♦♦