Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 19
Framkvæmdir Árni Sigfússon fékk góð
ráð gröfumanns við upphaf framkvæmda.
Reykjanesbær | Framkvæmdir við fyrsta
áfanga kappakakstursíþróttasvæðis Ice-
land MotoPark í Reykjanesbæ hófust um
helgina. Í þessum áfanga verður körtu-
braut sem kemur í stað núverandi körtu-
brautar sem fer undir stórhýsi.
Við athöfnina fór fram fyrsta gröfu-
keppnin hérlendis. Ellefu gröfur frá sex
verktakafyrirtækjum röðuðu sér upp með-
fram fyrirhugaðri körtubraut. Eftir að
Árni Sigfússon bæjarstjóri hafði tekið
fyrstu gröfustunguna hófst keppnin. Sig-
urvegari varð Ragnar Þór Baldursson.
Kappakstursbraut í framhaldinu
Verktakafyrirtækið Toppurinn stendur
fyrir framkvæmdinni í samvinnu við er-
lenda aðila.
Akstursíþróttasvæðið verður á 370 ha
lands og þar er meðal annars gert ráð fyr-
ir 4,2 km langri kappakstursbraut sem
byggð verður eftir öllum skilyrðum FIA,
alþjóða akstursíþróttasambandsins. Einn-
ig ökugerði, hóteli og raðstefnusölum, auk
körtubrautarinnar.
Framkvæmdir
hófust með
gröfukeppni
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 19
SUÐURNES
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Höfn í Hornafirði | „Það var tap
fyrsta árið okkar en síðan höfum við
rekið hótelið með hagnaði. En þetta
er erfitt, maður gengur ekki að neinu
vísu í þessu,“ segir Gísli Már Vil-
hjálmsson, einn af eigendum Hótels
Hafnar í Hornafirði. Hótel Höfn hef-
ur starfað í fjörutíu ár og var haldið
upp á tímamótin með veislu um
helgina.
Tvenn hjón keyptu reksturinn fyr-
ir tæpum sex árum, Gísli Már og
Þórdís Einarsdóttir og Óðinn Ey-
mundsson og Elísabet Jóhannes-
dóttir. Gísli Már og Óðinn eru mat-
reiðslumeistarar og vinna allir
eigendurnir við fyrirtækið.
Þrá til breytinga
Þau ráku áður veitingastaðinn Ós-
inn á Höfn. „Það var kominn tími til
að taka Ósinn í gegn og ákveðin þrá í
okkur að fara út í eitthvað stærra,“
segir Gísli Már, þegar hann er
spurður um aðdragandann að kaup-
um þeirra á Hótel Höfn. Þau voru að
athuga aðra möguleika þegar þeim
bauðst að kaupa hótelið sem þá var
komið í rekstrarvanda.
„Okkur hefur gengið vel. Aðalinn-
koman er að sjálfsögðu yfir sumarið
en markmið okkar yfir veturinn er
einfalt, að tapa ekki peningum. Það
hefur gengið ágætlega,“ segir Gísli
Már. Þau hafa átt aðild að skemmt-
unum Hornfirska skemmtifélagsins
og hefur það skapað töluverð við-
skipti á veturna. Næsta sýning er
American Graffiti og verður hún
frumsýnd 14. október. Þau eru einn-
ig aðilar að fleiri verkefnum, svo sölu
ævintýra- og norðurljósaferða. Þá
njóta þau góðs af kvikmyndum og
auglýsingum sem alltaf er verið að
taka upp á svæðinu og skapa veruleg
viðskipti, auk hefðbundins ráð-
stefnuhalds, funda og árshátíða.
Hugað að stækkun
Hótel Höfn er eina hótelið í sveit-
arfélaginu sem rekið er með fullri
þjónustu allt árið. Það er með 36 her-
bergi og tvö veitingasali og þar er
opinn veitingastaður allt árið. Það er
fullnýtt allt sumarið og getur því
ekki bætt miklu við sig á þeim tíma,
en á móti er lögð áhersla á vorið og
haustið. Gísli Már segir að eigend-
urnir séu nú að bræða með sér hug-
myndir um stækkun hótelsins. „Það
er áhyggjulaust fyrir okkur að láta
þetta malla svona áfram en spenn-
andi kostur að bæta við. Ég hugsa að
ekki verði langt í að niðurstaða okk-
ar liggi fyrir,“ segir Gísli Már.
Eigendurnir íhuga
stækkun hótelsins
Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson
Tímamót Hótelfólkið á Höfn er ánægt. F.v.: Óðinn Eymundsson, Elísabet
Jóhannesdóttir, Þórdís Einarsdóttir og Gísli Már Vilhjálmsson.
Rekstur Hótels Hafnar
hefur blómstrað hjá nú-
verandi eigendum
Í HNOTSKURN
»Árni Stefánsson og Þór-hallur Dan Kristjánsson
byggðu Hótel Höfn og ráku
með fjölskyldum sínum. Flug-
leiðir keyptu hótelið fyrir ára-
tug og ráku undir nafni Ice-
landair hótelkeðjunnar.
»Núverandi eigendur hafatvöfaldað veltuna.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | „Ég hef aldrei
fengið svona kröftuga byrjun,“
segir Guðjón Vilhelm, hnefaleika-
þjálfari hjá BAG, Hnefaleikafélagi
Reykjaness. Tuttugu börn og ung-
lingar koma nú á æfingar hjá félag-
inu sem er þrisvar til fjórum sinn-
um meira en undanfarin haust.
Fjöldinn hefur sprengt utan af sér
æfingaaðstöðuna.
Guðjón Vilhelm getur ekki skýrt
til fulls þennan skyndilega áhuga á
hnefaleikum. Nefnir þó að nú sé í
fyrsta skipti boðið upp á æfingar
fyrir 8 til 12 ára börn. Þá segir
hann að fjölgað hafi í bænum og
margir iðkendur komi úr nýju
hverfunum. „Bæjaryfirvöld hafa
hvatt til þátttöku barna og ung-
linga íþróttum. Það spyrst út að
krökkunum líkar að taka þátt og
æfingarnar hafa mikið uppeldis-
legt gildi fyrir þau. Svo virðast
hnefaleikar vera í tísku um þessar
mundir,“ segir Guðjón Vilhelm.
Einbeitir sér að börnunum
Guðjón Vilhelm hefur þjálfað
hnefaleikamenn í nokkur ár og ver-
ið með í Hnefaleikafélagi Reykja-
ness frá upphafi. Hafa keppnis-
menn sem hann hefur þjálfað náð
langt í íþróttinni. Nú eru hins veg-
ar að verða breytingar í elsta hópn-
um, meðal annars vegna aðstöðu-
leysis, og ákvað Guðjón því að
leggja meiri áherslu á uppeldis-
starfið enda segist hann hafa mikla
ánægju af starfi með börnunum.
Æfingarnar eru í gömlu fiski-
húsi á Básvegi í Keflavík. Aðstaðan
er frumstæð. Húsnæðið rúmar
ekki að hafa uppistandandi keppn-
ishring og snyrti- og búningsað-
staða í lágmarki. Þá er aðkoman og
umhverfið varla boðlegt. Guðjón
segir að bæjaryfirvöld hafi alltaf
verið jákvæð í garð starfseminnar
og hefur hann óskað eftir aðstoð
við að komast í stærra og hentugra
húsnæði. Hefur hann nefnt mögu-
leikann á að komast í einhvern
íþróttasalinn á Keflavíkurflugvelli,
til bráðabirgða á meðan verið sé að
huga að málum til framtíðar.
„Þarna stendur góð aðstaða ónotuð
og við þurftum ekkert annað en
lykilinn til að geta byrjað.“
Um sjötíu börn og unglingar mæta á æfingar hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness
Sprengja utan af sér húsnæðið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Æfing Unglingarnir eru fljótir að ná töktunum í hnefaleikaíþróttinni og æfingapúðarnir fá að kenna á því.
Sippað Stúlkur mæta ekki síður en strákar á hnefaleikaæfingar.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
22
92
7
Beint morgunflu
g
frá 39.095 kr.*
39.095 kr.
* Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð
7. eða 14. mars, á Club Maspalomas II.
Netverð á mann.
43.195 kr.
- 2 vikur
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-ll ára, í íbúð m/2 svefnh. á
Parquemar, 3. eða 10. jan. í 2 vikur.
Bókaðu núna! Ótrúlegt verð!
Kanarí
200 sæta tilboð!
í vetur
*