Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
YFIRVÖLD í Georgíu slepptu í gær fjórum rúss-
neskum herforingjum sem höfðu verið handteknir
og sakaðir um njósnir í landinu. Fyrr um daginn
ákváðu rússnesk stjórnvöld að loka öllum sam-
gönguleiðum milli landanna vegna deilunnar.
Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, sagði að
Rússarnir fjórir hefðu verið látnir lausir að beiðni
Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), en
ekki vegna þrýstings frá Rússum. Georgísk yf-
irvöld hefðu óyggjandi sannanir fyrir því að Rúss-
arnir fjórir hefðu stundað „njósnir og niðurrifs-
starfsemi“ í Georgíu.
Handtaka fjórmenninganna varð til þess að
ráðamenn í Rússlandi fyrirskipuðu hermönnum
sínum í Georgíu að vera í viðbragðsstöðu, kölluðu
sendiherra sinn heim og fluttu rússneska borgara
frá landinu. Samgönguráðuneyti Rússlands til-
kynnti síðan í gær að allar samgöngur milli land-
anna yrðu lagðar niður vegna deilunnar. Rúss-
neska flugfélagið Aeroflot sagði að öllum
flugferðum til Georgíu yrði aflýst frá og með deg-
inum í dag.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi málið í
síma við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær
og réð Bandaríkjamönnum frá því að grípa til ráð-
stafana sem Georgíumenn gætu „túlkað sem
hvatningu til að halda hættulegri stefnu sinni til
streitu“.
Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórn-
valda í Georgíu og Rússlandi á síðustu vikum, eða
frá því að stjórn Saakashvilis og Atlantsbandalag-
ið samþykktu að hefja viðræður um fulla aðild
Georgíu að bandalaginu. Georgíustjórn hefur
einnig sakað Rússa um að reyna að grafa undan
henni með því að styðja aðskilnaðarsinna í hér-
uðunum Abkasíu og Suður-Ossetíu í Georgíu.
Auk 2.500 friðargæsluliða í héruðunum eru
Rússar með 3.000–4.000 hermenn í tveimur her-
stöðvum í Georgíu. Samkomulag náðist í fyrra um
að Rússar kölluðu hermennina heim fyrir lok árs-
ins 2008 og Pútín hefur sagt að staðið verði við það
þrátt fyrir spennuna í samskiptum landanna.
Georgíumenn láta fjóra
meinta njósnara lausa
AP
Spenna Georgískir lögreglumenn fylgja tveim-
ur Rússum sem voru handteknir fyrir njósnir.
Rússar loka samgöngu-
leiðum milli landanna
INDVERJAR sökkva styttu af hindúagyðjunni Durga,
tákni valda og sigurs hins góða á hinu illa, í Yamuna-
fljóti í Nýju-Delhí í gær. Þessi athöfn markaði lok fimm
daga bænahátíðar hindúa, eða Durga puja.
Að minnsta kosti tíu hindúar drukknuðu í Sindh-
fljóti í indverska ríkinu Madhya Pradesh í fyrrakvöld
þegar þeir reyndu að synda að hofi, að sögn fréttastof-
unnar Press Trust of India í gær. Tíu lík, meðal annars
lík fjögurra kvenna, höfðu fundist í gær en fregnir
hermdu að nokkurra annarra væri saknað.
AP
Gyðju sökkt á bænahátíð hindúa
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
EFNA þarf til annarrar umferðar
forsetakosninganna í Brasilíu eftir
að Luiz Inacio Lula da Silva forseta
mistókst að ná hreinum meirihluta
atkvæða í fyrstu umferðinni um
helgina. Flestar kannanir höfðu bent
til að Lula myndi takast að ná end-
urkjöri, en ýmis hneykslismál drógu
úr forskoti hans á lokasprettinum.
Alls hlaut Lula um 48,6 prósent
atkvæða en sá öflugasti af sjö mót-
frambjóðendum hans, jafnaðarmað-
urinn Geraldo Alckmin, 41,6 pró-
sent. Önnur umferð kosninganna fer
fram 29. þessa mánaðar og segist
Alckmin, sem er fyrrverandi rík-
isstjóri í Sao Paulo, eiga „mikla
möguleika“ á sigri í kosningunum.
Reiknað er með að kosningabar-
áttan framundan
verði einkar
óvægin en
hneykslismál
hafa eins og fyrr
segir sett strik í
reikninginn.
Þannig hefur á
síðustu dögum
borið á vaxandi
óánægju kjós-
enda vegna ásakana á hendur hátt
settum embættismönnum í Verka-
mannaflokknum, PT, flokki Lulas,
um að hafa haft brögð í tafli í kosn-
ingabaráttunni.
Forsíðumyndir af seðlabúntum
Eitt þessara mála kom upp um
miðjan september, þegar tveir emb-
ættismenn flokksins voru hand-
teknir með á sjötta tug milljóna ís-
lenskra króna í reiðufé, sem þeir
voru sakaðir um að hyggjast nota til
að komast yfir skjöl sem gætu tengt
Alckmin og José Serra, flokks-
bróður hans í Jafnaðarmannaflokkn-
um, PSDB, og frambjóðanda í rík-
isstjórakosningunum í Sao Paulo,
við spillingarmál.
Dagblöð landsins slógu málinu
upp á forsíðu um helgina með mynd-
um af þykkum seðlabúntum og til að
gera illt verra dró Lula sig út úr
sjónvarpskappræðum á föstudag.
Er sú ákvörðun talin hafa verið
mikil mistök og talin styrkja þær
ásakanir andstæðinga hans að hann
hefði óhreint mjöl í pokahorninu.
Fylgi Alckmins jókst um heil tíu
prósent eftir að málið kom upp en
hann hamraði á því að tími væri
kominn til að fela nýjum forseta
völdin sem setti, andstætt Lula,
heiðarlega og gagnsæja stjórn-
arhætti í öndvegi.
Sækja atkvæði til ólíkra hópa
Lula nýtur einkum stuðnings á
meðal fátækra kjósenda, sem eru
taldir vera um fjórðungur íbúa í
þessu fjölmennasta ríki Suður-
Ameríku. Þannig hefur Lula allt frá
því hann tók við embætti árið 2003
reynt að bæta kjör þeirra með ým-
iskonar niðurgreiðslum og styrkj-
um. Á sama tíma hefur ríkt efna-
hagslegur stöðugleiki, hagvöxtur
verið á þriðja prósent og verðbólgan
farið lækkandi.
Alckmin, sem sækir fylgi sitt eink-
um til viðskiptalífsins, millistétt-
arinnar og íbúa Sao Paulo, segir
þennan vöxt hins vegar ekki nægj-
anlegan og að breyta þurfi áherslum
í efnahagslífi landsins.
Lula mistókst að ná meirihluta
Lula
Hneykslismál hleypir aukinni og óvæntri spennu í forsetakosningarnar í Brasilíu
Í HNOTSKURN
»Í Brasilíu er stærsta hagkerfiSuður-Ameríku og það ní-
unda stærsta í heiminum.
»Alckmin er læknir að mennten hann hóf afskipti af
stjórnmálum í upphafi áttunda
áratugarins.
»Þegar Lula komst til valdaárið 2003 lofaði hann að upp-
ræta fátækt og spillingu og að
draga úr miklum ójöfnuði.
»Ellefu milljónir fjölskyldnasem búa við sára fátækt fá 45
Bandaríkjadali, eða 3.155 krón-
ur, á mánuði í styrki frá stjórn-
inni.
Stokkhólmi. AFP. | Tveir bandarískir
vísindamenn, dr. Andrew Fire og dr.
Craig Mello, hlutu í gær nóbelsverð-
launin í læknisfræði fyrir framlag
sitt til rannsókna í erfðafræði. Upp-
götvun tvímenninganna á þessu
sviði er sögð mikil bylting, en hún er
talin geta leitt til nýrra meðferða á
veirusýkingum og jafnvel krabba-
meini.
Uppgötvuðu þeir fyrirbæri sem á
almennu máli kallast RNA-víxlverk-
un sem að sögn dómnefndar „stjórn-
ar flæði erfðafræðilegra upplýs-
inga“, en uppgötvunin gæti hjálpað
vísindamönnum við að „slökkva“ á
genum sem valda líkamanum skaða.
Uppgötvunin birtist fyrst í tímarit-
inu Nature árið 1998 en afar óvenju-
legt er að svo skammur tími líði
þangað til nóbelsverðlaun eru veitt.
Dr. Mello sagðist í samtali við
sænska útvarpið ekki hafa átt von á
því að hljóta verðlaunin.
„Ég var mjög hissa, einkum vegna
þess að ég er fremur ungur og ég
hélt að ef til vill væru svo margar
aðrar uppgötvanir sem ættu nóbels-
verðlaunin skilið,“ sagði hinn 45 ára
gamli dr. Mello í gær.
„Mjög
hissa“
Hlutu nóbelsverð-
launin í læknisfræði
Vínarborg. AFP. |
Stjórn Austurrík-
is féll um helgina
eftir að jafnaðar-
menn fengu flest
greiddra atkvæða
í þingkosningun-
um á sunnudag.
Kosningarnar
voru einhverjar
þær tvísýnustu í
sögu landsins en
alls fengu jafnaðarmenn 35,7 pró-
sent atkvæða sem skilar þeim 68
sætum af 183 á þinginu. Þjóðarflokk-
urinn, ÖVP, flokkur Wolfgangs
Schüssels, kanslara Austurríkis,
fékk hins vegar 34,2 prósent eða 66
þingsæti. Flokkur hins umdeilda
Jörg Haiders fékk aðeins 4,2 prósent
atkvæða. Flest bendir því til að Alf-
red Gusenbauer, leiðtogi jafnaðar-
manna, verði næsti kanslari.
Enn á þó eftir að telja 400.000 ut-
ankjörstaðaatkvæði, en skipting
þeirra er talin munu ráða úrslitum
um samsetningu stjórnarinnar.
Þannig þarf Gusenbauer að leita eft-
ir samstarfi við einn eða fleiri af
smærri flokkunum til að tryggja
meirihluta. Þangað til þarf hann að
bíða endanlegrar niðurstöðu sem bú-
ist er við þann 10. október nk.
Felldu
stjórn
Schüssels
Jafnaðarmaðurinn
Alfred Gusenbauer
RÚSSINN Víktor Kramník og
Búlgarinn Veselin Topalov skildu
jafnir í sjöttu heimsmeistaraeinvíg-
isskák sinni í Elista, höfuðborg
rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins
Kalmýkíu, eftir 31 leik í gær og er
staðan nú þannig, að Kramník hefur
hlotið samtals þrjá og hálfan vinn-
ing en Topalov tvo og hálfan.
Alls verða tefldar 12 skákir í ein-
víginu en miklar deilur um salern-
isferðir Kramníks hafa sett mark
sitt á það. Í fimmtu umferðinni var
Topalov dæmdur sigurinn eftir að
Kramník mætti ekki til leiks og í
gær barst yfirlýsing frá þeim síð-
arnefnda varðandi fyrirkomulag
keppninnar, sem birtist á vefsíðu
chessclub.com.
„Ég harma mjög óíþróttamanns-
lega framkomu og ósanngjarna
hegðun andstæðings míns sem
FIDE (Alþjóðaskáksambandið) gaf
sigur [...] með því að beita belli-
brögðum. Það er mjög erfitt að tefla
undir þessum kringumstæðum.“
Jafntefli
í Elista
♦♦♦