Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ GAMANMYNDIN Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby var mest sótta kvikmyndin í íslensk- um bíóhúsum síðastliðna helgi. Myndin skartar Will Farrell og John C. Reilly sem félögunum Ricky Bobby og Cal Naughton Jr, sem kalla sig líka Shake og Bake. Þeir eru ósigrandi kappaksturshetjur og skipa sér iðulega í efstu sæti slíkra keppna um allan heim. Þegar franska Form- úlu 1 kappaksturhetjan Jean Girard skorar þá Shake og Bake á hólm verða þeir að berjast með kjafti og klóm til að halda stalli sínum sem af- burða ökuþórar. Það er enginn annar en Sacha Baron Cohen sem fer með hlutverk hins franska ökuþórs en hann er þekktastur sem hugarfóstur sín Ali G og Borat. Teiknimynd í öðru sæti Í öðru sæti aðsóknarlistans er vin- sælasta mynd síðustu viku, The Wild. Þar lenda teiknaðar fígúrur í ýmsum ævintýrum úti í óbyggðunum. Í þriðja sæti er svo unglingamynd- in John Tucker Must Die, þar sem kvennabósinn Tucker verður að vara sig á fyrrverandi kærustum sem eiga harma að hefna gegn honum. Fjórða vinsælasta mynd vikunnar var svo Harsh Times, sem frumsýnd var síðastliðinn föstudag. Þar fer Cristian Bale með hlutverk fyrrver- andi hermanns sem leiðist út af beinu brautinni. Í næstu sætum á eftir röðuðu sér svo Börn Ragnars Bragasonar og Vesturports, Step Up, Nacho Libre, Grettir 2, Crank og heimildamyndin Þetta er ekkert mál. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar í íslenskum bíóhúsum Ricky Bobby og félagar fyrstir í mark Svalir Þeir félagar Shake og Bake kalla ekki allt ömmu sína á kappakst- ursbrautinni en yfir þeim vofir franskur keppinautur. LEIKARINN Ashton Kutcher er þess heiðurs aðnjótandi að fara með hlutverk í tveimur vinsælustu myndunum í bandarískum kvik- myndahúsum um helgina. Beint á toppinn skaust teiknimyndin Open Season. Hún segir frá hópi villtra dýra sem leita sér skjóls vegna þess að veiðitímabil mannanna er að hefjast í heimkynnum þeirra. Auk Kutcher ljá leikararnir Martin Law- rence og Debra Messing sögu- hetjum raddir sínar auk Billy Con- nolly sem talar fyrir leiðtoga reiðra íkorna. Sá ber heitið McSquizzy og gólar í sífellu ýmsar skipanir með skoskum hreim. Kutcher og kjánaprikin Í öðru sæti aðsóknarlistans var myndin The Guardian þar sem þeir Kutcher og Kevin Costner fara með hlutverk strandgæslumanna sem lenda í erfiðum aðstæðum við að bjarga fólki úr sjávarháska. Í þriðja sæti voru svo kjánaprikin sem kenna sig við Jackass með aðra mynd sýna sem ber það frumlega heiti Jackass: Number Two. Fjórða sætið vermir svo ný mynd, School for Scoundrels, þar sem Billy Bob Thornton fer með hlutverk manns sem vinnur ákaft í að byggja upp lélegt sjálfstraust sitt. Myndin Fearless, sem skartar Jet Li í aðal- hlutverki, fellur um þrjú sæti frá síðustu viku og vermir það fimmta. Í fimm næstu sætum eru svo myndirnar Gridiron Gang, The Ill- utionist, Flyboys, The Black Dahlia og Little Miss Sunshine. Kutcher vinsæll í kvik- myndahúsum vestra Vinsælustu myndirnar í bandarísk- um bíóhúsum um helgina: 1. Open Season. 2. The Guardian. 3. Jackass Number Two. 4. School for Scoundrels. 5. Fearless. 6. Gridiron Gang. 7. The Illutionist. 8. Flyboys. 9. The Black Dahlia. 10. Little Miss Sunshine. Skelkaður Dýrunum í skóginum líst fæstum vel á að veiðitímabil mann- anna sé að hefjast og hyggjast leggja á flótta. Kvikmyndir | Bandaríski bíólistinn www.leikfelag.is 4 600 200 Kortasala enn í gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 8. okt kl. 17 UPPSELT - 5. kortasýn Lau 14. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna! Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT Sun 15 okt kl. 16 UPPSELT Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 Næstu sýn: 29/10, 5/11, 12/11, Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fim 5. okt kl. 20 3. kortasýn Fös 6. okt kl. 20 4. kortasýn Fim 12. okt kl. 20 5. kortasýn RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14 Sun 22/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Fös 6/10 kl. 20 UPPS. Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 FOOTLOOSE Lau 7/10 kl. 20 UPPS. Sun 8/10 kl. 20 Fim 12/10 kl Lau 14/10 kl. 20 HVÍT KANÍNA Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir hópinn. Fim 5/10 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20 Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 BANNAÐ INNAN 16 ÁRA. Engum hleypt inn án skilríkja. MEIN KAMPF Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 Lau 14/10 kl. 20 Lau 21/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 AMADEUS Lau 21/10 kl. 20 frums. UPPS. Bleik kort. Fim 26/10 kl. 20. 2.sýning Gul kort. Lau 4/11 kl. 20. 3.sýning Rauð kort. Sun 12/11 kl. 20. 4.sýning Græn kort Lau 18/11 kl. 20. 5.sýning Blá kort Sun 19/11 kl. 20. 6.sýning VIÐ ERUM KOMIN-Íd Októbersýning Íd, 2 ný verk: Við erum komin e. Ólöfu Ingólfsdóttur og Hver um sig e.Vaðal. Fim 12/10 kl. 20 fumsýning UPPS. Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Fim 19/10 kl. 20 FÍLHARMÓNÍA SÖNGSVEITIN Carl Orff Tónleikar í Langholtskirkju sunnudag, 1. október kl. 17 miðvikudag, 4. október kl. 20 Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Guðríður St. Sigurðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson Píanóleikarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Einar Clausen Einsöngvarar: Miðasala við innganginn og á www.midi.is, nánar á www.filharmonia.mi.is 6 manna slagverkssveit, Drengjakór Kársnesskóla CARMINA BURANA Bandaríski leik-arinn Leon- ardo DiCaprio segir frægðina sem hann öðlaðist í kjöl- far kvikmyndar- innar Titanic hafa stigið sér til höfuðs og farið langt með að gera sig hrokafullan. Hann hafi átt erfitt með að takast á við hólið og áhrifin sem fylgt hafi frægðinni. Hún geti leitt til ranghugmynda manns um eigið mikilvægi. Þetta kemur fram í viðtali við Di- Caprio, sem er 31 árs, í breska blaðinu Independent. „Þegar fólk fer að hæla manni og maður fer að hafa meiri áhrif en nokkru sinni fyrr er ef til vill ekki að- almálið að maður verði hrokafullur skratti heldur að maður fyllist rang- hugmyndum um eigið mikilvægi,“ segir DiCaprio. „Maður er kominn út á hálan ís þegar maður er farinn að halda að maður hafi beinlínis breytt gangi veraldarsögunnar.“ DiCaprio viðurkennir að hann hafi orðið frægur svo skyndilega að hann hafi ekki ráðið við það. Engin kvik- mynd hefur hlotið jafn mikla aðsókn og Titanic. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.