Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 15 ERLENT Þ að er eitt að hafa komið sem gestur í fangabúð- irnar sem Bandaríkja- menn reka í Guant- anamo-flóa á Kúbu og annað að hafa mátt dúsa þar í pínu- litlum klefa án dóms og laga í meira en tvö ár, vera sviptur frelsi og mannlegri reisn, jafnvel pyntaður. Ég er einkar meðvitaður um þetta er ég sit andspænis þeim Ruhal Ahmed og Asif Iqbal, en þeir félagar eru staddir hér á landi í tengslum við frumsýningu myndarinnar The Road to Guantanamo á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Mynd- in segir sögu þeirra Ahmeds, Iqbals og Shafiqs Rasuls en þeir voru ásamt hinum fjórða, Munir Ali, staddir í Pakistan í október 2001 þegar Bandaríkjamenn hófu hern- aðaraðgerðir sínar í Afganistan. Þeir ákváðu að bregða sér yfir landa- mærin og reyna að veita bág- stöddum hjálp; fengu hins vegar ástæðu til að harma þá ákvörðun því að fyrr en varði rigndi sprengjunum yfir þá og þeir voru í bráðri lífs- hættu. Ali týndist og til hans hefur ekki spurst síðan. Hinir þrír lentu hins vegar í höndum sveita stríðsherrans Rashids Dostum og vistaði hann þá í fangelsi sínu í Shebargan, þar sem aðstæður voru vægast sagt hörmu- legar. Síðar framseldi Dostum þá í hendur Bandaríkjamönnum og fluttu þeir þá fyrst til Kandahar, en síðar til Guantanamo á Kúbu. Félagarnir þrír voru með þeim fyrstu sem komu til Guantanamo en sem kunnugt er opnuðu Bandaríkja- menn þar fangabúðir í janúar 2002. „Við vorum bara nítján ára gamlir þegar við fórum yfir til Afganist- ans,“ segja þeir Ahmed og Iqbal mér en Rasul er ekki með í för að þessu sinni, hann er staddur í Sádi-Arabíu en sérhverjum múslíma ber að fara í pílagrímaför þangað a.m.k. einu sinni á ævinni. „Við vorum kjánar að þvælast þetta og yrðum fyrstir til að viðurkenna það,“ segir Iqbal. Óvarðir fyrir veðri og vindum Iqbal er býsna venjulegur í útliti, talar með sterkum Birmingham- hreim. Ahmed er öllu sérstakari í út- liti, óhætt er að segja að hann leggi rækt við hár sitt og skegg. Þetta eru ungir menn, en þeir hafa reynt margt. Ég spyr hvernig þeim hafi liðið er þeir fyrst komu til Guantanamo; hvað fannst þeim um staðinn? „Þetta var eins og dýragarður,“ segir Ah- med um Camp X-Ray, fangabúð- irnar sem í fyrstu hýstu þá sem fluttir voru til Guantanamo. Þetta var bráðabirgðafangelsi, raðir af stálvírsbúrum innan gaddavírsgirð- ingar, opnar fyrir veðri og vindum. En Ibqal segir Camp Delta – fanga- búðirnar sem tóku við hlutverki Camp X-Ray og líktust í mínum aug- um meira venjulegu fangelsi – raun- ar hafa verið verri, sem kemur mér nokkuð í opna skjöldu hafandi séð bæði fangelsin. „Ekki híbýlin sem slík,“ útskýrir hann, „en í Camp X- Ray gat maður séð aðra og talað við þá. Í Camp Delta gat maður bara séð þá fjóra sem voru í kringum mann.“ En var maður ekkert betur varinn fyrir veðri og vindum, brennandi sól- inni, í Camp Delta? „Nei, nei, það var alveg eins. Ef það rigndi þá blotnaði klefinn alveg eins og í Camp X-Ray. Og sólin gerði manni erfitt fyrir þar líka. Maður gat ekkert sof- ið ef það rigndi því fletið manns varð rennandi blautt.“ Iqbal segir að fyrsta árið í Guant- anamo hafi þeir aldrei verið sakaðir um neitt sérstakt, þeir hafi aðeins fengið að heyra almennar ásakanir eins og þá að þeir tilheyrðu al- Qaeda. Þeir segja að um mitt ár 2003 hafi þeir hins vegar verið pyntaðir til að viðurkenna að þeir séu í mynd- bandi sem til er af fundi Osama bins Ladens og Mohammeds Atta, for- ingja þeirra sem stóðu fyrir hryðju- verkunum 11. september 2001. Ég inni þá betur eftir því um hvers konar pyntingar hafi verið að ræða og Iqbal svarar því til að þeir hafi verið látnir standa lengi í óþægi- legum stellingum, látnir þola mikinn kulda, birtu og einnig langa vist í einangrun. Iqbal og Ahmed tala enga tæpi- tungu þegar þeir eru spurðir um George W. Bush Bandaríkjaforseta og aðgerðir ríkisstjórnar hans. Þeir segjast skilja vel ef menn hafi orðið hryðjuverkamenn eftir að hafa verið í Guantanamo. „Sumir voru hand- teknir á heimilum sínum í Afganist- an, eftir að allt þeirra var sprengt í loft upp og allir ættingjar þeirra drepnir. Hvað eiga þeir að gera þeg- ar þeir snúa aftur frá Guantanamo annað en reyna að hefna sín?“ spyr Ahmed. „Bush er hinn eiginlegi hryðju- verkamaður,“ bætir hann við. „Ég hata Bush. Ef ég rækist á hann þá myndi ég berja hann til óbóta og ekki hætta. Það er svo einfalt. Þann- ig líður mér. Og vei mér ef ég rækist á hermenn frá Guantanamo.“ Voru þeir allir vondir? spyr ég. „Nei, ekki allir,“ svara þeir í kór. Iq- bal bætir svo við: „En 95% þeirra voru það.“ Trúræknari nú en áður Sitjandi andspænis þeim Ahmed og Iqbal fer ég að velta fyrir mér hvers konar ungmenni þeir hafi ver- ið áður en þeir héldu til Pakistans 2001. „Þú vilt ekki vita það!“ segir Ahmed hlæjandi. „Við vorum venju- legir breskir strákar. Drukkum bjór, reyktum gras,“ bætir hann svo við. Iqbal tekur við, segir að reynslan hafi auðvitað breytt þeim mjög mik- ið. „Við erum þroskaðri og við iðkum trú okkar betur en áður,“ segir hann. „Bandaríkjamönnunum var uppsigað við íslam. Þeir vildu banna okkur að biðja, sem olli því að okkur langaði þeim mun meir að iðka trúna. Það varð okkur fljótt eðl- islægt að biðja oft á dag.“ Þeir segja að það hafi verið erfitt í fyrstu að koma heim. Núna reyni þeir að lifa venjulegu lífi. Þeir mæti samt fordómum. Iqbal er í vinnu en Ahmed er atvinnulaus. Það er ekki gott að setja það á ferilskrá sína að maður hafi verið fangi í Guant- anamo. Grunurinn um að menn hafi nú þrátt fyrir allt gert eitthvað af sér er ríkur í fólki. „Við erum líka stöðvaðir á flug- vellinum í hvert einasta skipti sem við komum heim frá útlöndum,“ seg- ir Ahmed en Tipton-þrímenning- arnir hafa haft nóg að gera við að auglýsa og kynna The Road to Guantanamo og þeir fara einnig víða á vegum Amnesty-mannréttinda- samtakanna. „Það er erfitt að tala um dvölina þarna en við verðum að gera það. Hver á að gera það ef við gerum það ekki?“ segir Asif Iqbal en Íslend- ingum gefst einmitt tækifæri til að hlýða á mál hans í dag, en þá heldur Amnesty á Íslandi málþing um Guantanamo. Það verður haldið í Iðnó og hefst kl. 18.00. david@mbl.is „Við vorum venjulegir strákar“ Fyrrverandi fangar í Guantanamo lýsa reynslu sinni á málþingi um mannréttindamál í Iðnó í dag Morgunblaðið/Eyþór Víðförlir Ruhal Ahmed og Asif Iqbal hafa verið á ferð og flugi til að kynna The Road to Guantanamo. „Við erum […] stöðvaðir á flugvellinum í hvert einasta skipti sem við komum heim frá útlöndum,“ segir Ahmed. Ruhal Ahmed og Asif Iqbal máttu dúsa í rúm tvö ár í klefa í Guant- anamo án þess að sæta nokkurn tímann dómi. Davíð Logi Sigurðs- son, sem heimsótti Guantanamo í ágúst og lýsti staðnum í Morg- unblaðinu fyrir mánuði, hitti þá að máli í gær. Í HNOTSKURN »Asif Iqbal og Ruhal Ahmederu 25 ára gamlir, Shafiq Rasul er 29 ára. Þeir eru gjarnan kallaðir Tipton-þrímenning- arnir, eftir heimabæ sínum í ná- grenni Birmingham í Bretlandi. » Iqbal og Rasul komu til Guantanamo 14. janúar 2002, Ahmed kom 10. febrúar 2002. »Þrímenningunum var sleppt ímars 2004 en saga þeirra hefur nú verið kvikmynduð. ÞRÍTUGUR maður var í haldi lög- reglunnar í Ósló í gær eftir að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra í borginni í fyrrakvöld. Systurnar þrjár, 13, 24 og 27 ára, bjuggu í íbúð í Kalbakken-hverfinu í norðaustanverðri borginni ásamt þremur bræðrum sínum, eiginkon- um þeirra og börnum. Bræðurnir voru á aldrinum 18–30 ára. 68 ára gamall faðir þeirra var í Pakistan og á meðan hann var í burtu átti elsti bróðirinn að gegna hlutverki höfuðs fjölskyldunnar. Var einn að verki Annar yngri bræðra mannsins hringdi í lögregluna á sunnudags- kvöld og sagði að kona hefði verið skotin. Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru allar systurnar þrjár látnar. Elsti bróðirinn hafði flúið en var handtekinn um hálfri klukku- stund síðar við nálæga íbúð sem lög- reglan umkringdi. „Ég er líklega sá sem þið leitið að,“ sagði maðurinn og skömmu síðar hneig hann niður. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Ósló og fresta þurfti yfirheyrslum í gær vegna slæms ástands hans. Lög- reglan vissi því ekki hvers vegna hann skaut systurnar til bana. Skammbyssa fannst í íbúðinni í Ósló eftir morðin og lögreglan telur að elsti bróðirinn hafi verið einn að verki. Voru stungnar með hnífi Nágrannar fjölskyldunnar voru mjög undrandi á atburðinum. Þeir lýstu henni sem „mjög viðkunnan- legri“ og „eðlilegri“ fjölskyldu sem hefði oft boðið nágrönnunum í pak- istanskan mat. Vinir systranna þriggja sögðu hins vegar að harðvítugar deilur hefðu verið innan fjölskyldunnar í nokkur ár. Fréttavefur Aftenposten sagði að tvær systranna hefðu særst alvarlega fyrir fimm árum þegar þær hefðu verið stungnar með hnífi í árás á heimili þeirra. Fyrrverandi eiginmaður elstu systurinnar, 31 árs Pakistani, var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir árásina. Elsta systirin sagði við réttarhöldin að hún hefði verið þvinguð til að giftast mannin- um sem var frændi hennar. Í árásinni stakk maðurinn elstu systurina í höfuðið, öxlina og bringuna. Systir hennar særðist einnig þegar hún reyndi að koma henni til hjálpar. Óslóarbúi skaut þrjár systur sínar til bana Harðar deilur höfðu verið innan fjölskyldunnar í nokkur ár LÍTILL pug-hundur stendur fim- lega á baki bolabíts í áhættuatriði á gæludýrasýningu í kínversku borg- inni Wuxi í Jiangsu-héraði í gær. Var margt um manninn og ánægja með sýninguna, enda boðið upp á ýmis óvenjuleg atriði. Meðal þeirra var dýfingarsýning nokkurra lítilla svína, sem sýndu að þeim er ým- islegt til lista lagt. Reuters Sjaldséðar hundakúnstir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.