Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
ichael E. Porter var
sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót
við viðskipta- og
hagfræðideild Há-
skóla Íslands við hátíðlega athöfn í
gær.
„Ég get sagt að af öllum hlutum
sem henda mig þá met ég mest við-
urkenningar kollega minna og há-
skólanna. Það er mér því sönn
ánægja og heiður að taka við þess-
ari nafnbót,“ sagði Porter í ræðu í
hátíðarsal HÍ.
„Ég hef komist að þeirri nið-
urstöðu að einn öflugasti krafturinn
sem mótað getur heiminn er í reynd
hugmyndir. Hér áður fyrr átti það
kannski síður við, kannski var það
herstyrkur eða annað. En nú hafa
hugmyndir gífurlega mikil áhrif.
Ég held að við sem störfum við há-
skólana gegnum æ mikilvægara
hlutverki í að tryggja árangur og
velferð þeirra samfélaga sem við lif-
um í,“ sagði Porter ennfremur.
Sameiginlegt námskeið
Viðskipta- og hagfræðideild vinn-
ur nú að undirbúningi samstarfs við
Harvard-háskóla þar sem Porter
gegnir prófessorsstöðu um kennslu
í rekstrarhagfræði á meistarastigi
með sérstaka áherslu á samkeppn-
ishæfni fyrirtækja og þjóða.
Friðrik Már Baldurssonar, pró-
fessor og starfandi deildarforseti
viðskipta- og hagfræðideildar HÍ,
segir þetta vera námskeið sem
stofnun Porters við Harvard-
háskóla reki og til standi að bjóða
upp á það við HÍ frá næsta
„Það er auðvitað heilmik
fyrir okkur að taka þátt í þ
samstarfi. Núna í haust far
kennarar frá okkur til Har
að taka þátt í undirbúningi
þetta námskeið. Það verðu
Michael E. Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við H
Hugmyndirnar ein
öflugasti krafturin
Hinn ánægðasti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálar
með Michael E. Porter. „Það er mér því sönn ánægja og heiður a
Michael E. Porter segir
efnahagslegan stöð-
ugleika vera forsendu
hagvaxtar en á því sviði
er Ísland mun neðar en
samanburðarlöndin.
GENGISLÆKKUN krónunnar
undanfarin misseri er ekki merki
um að samkeppnishæfni Íslands
fari dvínandi en þó er svo komið að
kostir sjálfstæðs gjaldmiðils gætu
verið orðnir færri og veigaminni en
ókostirnir sem sjálfstæðum gjald-
miðli fylgja. Þetta er meðal þess
sem fram kom í máli Michaels E.
Porters á morgunverðarfundi sem
Capacent stóð fyrir í gærmorgun.
Porter sagði að sveiflur í gengi
krónunnar gerðu það að verkum að
fjárfestar krefðust hærra áhættu-
álags, sem leiddi til þess að fjár-
magnskostnaður íslenskra fyr-
irtækja og neytenda væri hærri en
ella. Ísland ætti því að skoða geng-
isstefnu sína en Porter vildi þó ekki
gefa nein ráð í þeim efnum.
Á fundinum fjallaði Porter meðal
annars um niðurstöður skýrslu
World Economic Forum (WEF) fyr-
ir árið 2006 um samkeppnisstöðu
þjóða en Porter er forseti WEF.
Porter sagði að á heildina litið
stæði Ísland vel en þó væru laun
hér hærri en framleiðni gæfi svig-
rúm fyrir og merki um að hag-
kerfið hefði ofhitnað í þeirri þenslu
sem á sér stað.
Á lista WEF yfir samkeppnistöðu
þjóða í ár er Ísland í 14. sæti af 125
hagkerfum heimsins og lækkar úr
7. sæti frá því í fyrra en þó ber að
gæta þess að nokkrar breytingar
hafa verið gerðar á svokölluðum
vísitölum sem notaðar eru til
grundvallar. WEF notar tvær vísi-
tölur til að mæla samkeppnishæfni,
annars vegar alþjóðlegu sam-
keppnisvísitöluna, sem mælir for-
sendur hagvaxtar og hins vegar
samkeppnisvísitölu rekstrar sem
mælir núverandi verðmætasköpun
fyrirtækja. Árið 2006 markar um-
breytingaár hjá WEF þar sem al-
þjóðlega samkeppnisvísitalan leysir
samkeppnisvísitölu hagvaxtar af
hólmi en skilgreining WEF á sam-
keppnishæfni er geta þjóða til að ná
viðvarandi vexti þjóðartekna á
mann. Meginmunurinn á nið-
urstöðum fyrir Ísland milli vísitalna
er að Ísland skorar verr á sviði
efnahagsstjórnunar og skilvirkni
markaða en svipað á sviði innviða,
nýsköpunar og þróunarstigi við-
skipta þar sem nýja vísitalan tekur
meira tillit til alþjóðaviðskipta og
þá skipta almenn efnahagsskilyrði
meira máli, s.s. gengi, vextir,
launaþróun, verðbólga og fleira.
Nokkrir veikleikar
Sviss, Finnland, Svíþjóð og Dan-
mörk eru samkeppnishæfustu þjóð-
ir heims samkvæmt skýrslu
en Ísland er í hópi Norðurla
og Írlands þegar kemur að s
anburði.
Í skýrslunni segir að til þe
efla samkeppnishæfni Íslan
nauðsynlegt að bæta veiklei
efnahagsskilyrðum en stöðu
efnahags sé almennt viðurk
sem forsenda hagvaxtar og
þurfi í verðlagi, gengi og vö
efnahagsskilyrðum er Íslan
sæti og mun neðar en saman
arlöndin. Noregur er í fimm
Finnland í tólfta, Danmörk
tánda og Svíþjóð í fimmtánd
Þá segir í skýrslunni að n
legt sé að bæta veikleika í fr
haldsmenntun og þjálfun. M
auður hafi minna vægi á Ísla
Noregi en annars staðar á N
urlöndunum og á Íslandi far
hlutfall fólks á háskólaaldri
skóla en hjá öðrum Norðurl
þjóðum. Þessi munur hefur
minnkandi. Í skýrslunni seg
stjórnvöld á Norðurlöndum
Samkeppnis-
hæfni Íslands á
heildina litið góð
Lofaður Porter hefur hlotið
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
ÓVENJULEG ÚTRÁS
TIL ÚKRAÍNU
Í útrás íslenzks viðskiptalífs hafamenn gjarnan beint sjónum aðlöndum, þar sem tungumálið og
menningin gera Íslendingum auðvelt
fyrir að eiga viðskipti. Þannig eru
mestu umsvif íslenzkra útrásarfyrir-
tækja í Bretlandi og Skandinavíu.
Margeir Pétursson, stjórnarfor-
maður MP fjárfestingarbanka, hefur
hins vegar fetað ótroðnar slóðir og
hefur, ásamt viðskiptafélögum sín-
um, tekið stefnuna á land, þar sem
bæði menningin, viðskiptaumhverfið
og tungumálið er ólíkt því, sem Ís-
lendingar almennt þekkja; Úkraínu.
Í umfjöllun Agnesar Bragadóttur
blaðamanns um umsvif Margeirs í
Úkraínu, sem birtist hér í blaðinu í
gær og fyrradag, eru athyglisverðar
lýsingar á því hvernig Margeir gerð-
ist umsvifamikill fjárfestir í landinu.
Hann var í viðskiptasendinefnd, sem
fylgdi Davíð Oddssyni, þáverandi for-
sætisráðherra, til Úkraínu snemma
árs 2004. Þegar sendinefndin fór
heim ákvað Margeir að verða eftir til
að kanna tækifæri, sem hann hafði
komið auga á. Í framhaldinu rifjaði
hann upp gamla rússneskukunnáttu,
sem hann aflaði sér til að geta lesið
skákbækur, og á nú bein og milliliða-
laus samskipti við viðskiptafélaga
sína í Úkraínu á rússnesku, sem hlýt-
ur að vera afar fátítt meðal íslenzkra
athafnamanna, jafnvel þeirra, sem
starfa í Austur-Evrópu. Jafnframt
fjárfestingum sínum í landinu, bæði í
bankastarfsemi og fasteignum, hefur
Margeir svo sýnt sameiginlegri sögu
Íslands og Úkraínu sérstaka ræktar-
semi og í raun brennandi áhuga.
Þannig fjármagnar hann rannsóknir
á sögu kristniboðans Þorvaldar víð-
förla, sem reyndi að kristna Ísland og
er sagður hafa dvalið í Kænugarði og
stofnað þar munkaklaustur.
Margeir segir í samtali við Morg-
unblaðið að íslenzkum fjárfestum
hafi verið vel tekið í Úkraínu og því
telji hann að fjöldi annarra tækifæra
geti verið fyrir Íslendinga í landinu.
Hann dregur ekki úr því að Úkraína
sé eitt erfiðasta landið í Evrópu til að
fjárfesta í, því að kerfið sé flókið og
þungt í vöfum, en hins vegar sé vöxt-
urinn gríðarlegur og horfur góðar og
því jafnframt einhver beztu tækifær-
in fyrir fjárfesta í Evrópu.
Í næsta mánuði fer Valgerður
Sverrisdóttir utanríkisráðherra
ásamt viðskiptasendinefnd til Úkra-
ínu. Ætla verður að búið sé að und-
irbúa jarðveginn fyrir frekari fjár-
festingar Íslendinga í landinu vel.
Margeir Pétursson og samstarfs-
menn hans hafa sýnt að hægt er að ná
þar góðum árangri með því að leggja
rækt og alúð við samskiptin og sam-
starfið við heimamenn í þessu landi,
þar sem gífurlegar breytingar eiga
sér nú stað.
„KEMUR MÉR EKKI VIГ
Vegfarendur gengu framhjá þarsem hún lá blóðug og brotin á
gangstéttinni.“ Þessi setning stóð
stórum stöfum undir fyrirsögninni
„Slasaðist illa í myrkvuninni“ á bak-
síðu Morgunblaðsins í gær. Fréttir
af þessum toga sjást æ oftar. Fólk
lendir í erfiðum aðstæðum og fjöldi
manns fer hjá án þess að nema stað-
ar. Í fréttinni sem hér um ræðir kom
fram að gangandi vegfarendur
hefðu gengið fram á Elísabetu Arn-
ardóttur, sem lá blóðug og beinbrot-
in á gangstétt í Borgartúninu eftir
að hafa hjólað á kant og dottið í
myrkvaðri Reykjavík á fimmtudags-
kvöld, án þess að hirða um að stoppa
eða bjóða fram hjálp.
„Ég var búin að hringja á hjálp og
lá á gangstéttinni þegar bar að par,
vel klætt fólk um fimmtugt,“ segir
Elísabet og bætir við að augljóst
hafi verið að fólkið hafi séð sig. „Þau
tóku sveig fram hjá mér, svona hálf-
an metra frá mér. Konan leit á mig,
en hvorugt þeirra sagði orð. Þau
gengu bara burt án þess að segja
nokkuð eða bjóða hjálp.“
Elísabet vissi að hjálp var á leið-
inni og sagði ekki neitt við fólkið:
„En eftir á fannst mér það óhuggu-
legt að geta gengið framhjá slasaðri
manneskju án þess að hægja einu
sinni á göngunni.“
Óhjákvæmilegt er að velta fyrir
sér hvað hér sé á ferðinni. Í mörgum
þjóðfélögum í kringum okkur er
ástandið orðið þannig að fólk óttast
svo um öryggi sitt að það þorir ekki
að skipta sér af. Hver hugsar um
sitt og lætur málefni annarra af-
skiptalaust. Allir þekkja brandar-
ann um konuna, sem hrópar á hjálp
þegar ráðist er á hana. Enginn
hreyfir legg né lið fyrr en hún kallar
eldur, eldur og þá fer allt af stað.
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum hvernig ástand skapast þeg-
ar hið svokallaða skemmtanalíf á Ís-
landi stendur sem hæst, nánast eins
og samfélag dagsins og samfélag
næturinnar séu sitt á hvorri plán-
etunni. Fréttir af slagsmálum, al-
varlegum líkamsárásum og hníf-
stungum eru hættar að koma á óvart
og jafnvel orðnar hversdagslegar.
Er ástandið nú orðið þannig á Ís-
landi að fólk vogar sér ekki að að-
stoða samborgara í neyð? Má búast
við að fólk gangi framhjá þar sem
maður liggur í blóði sínu án þess að
virða hann viðlits? Engin vísindaleg
könnun liggur að baki því að mis-
kunnsami Samverjinn hafi vikið fyr-
ir óttanum og skeytingarleysinu á
Íslandi, en vísbendingunum fjölgar
og spurningin vaknar um hvert ís-
lenskt samfélag stefni. Íslendingar
hafa löngum hreykt sér af því að Ís-
land sé öðruvísi en önnur lönd, ekki
síst þar sem fámennið skapi návígi
og samkennd, sem aðeins sé að finna
í litlum samfélögum. Flestir vilja
trúa að svo sé enn, en er það sam-
félag byrjað að gliðna? Eru ein-
kunnarorð hins nýja Íslands „Kem-
ur mér ekki við“? Og hvað er þá til
bragðs?