Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 27 Í Morgunblaðinu sl. laugardagbirtir Kjartan Ólafssongrein, sem ber hið und-arlega heiti „Um vopnabúr Þórs Whiteheads“. Þess er ekki getið að höfundurinn er fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sósíal- istaflokksins 1962–1968, þingmað- ur Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðvilj- ans, sem þá var mál- gagn bandalagsins en áður sósíalista og kommúnista. Sósíal- istaflokkurinn og Þjóðviljinn koma mjög við sögu í grein, sem ég ritaði nýlega í tímaritið Þjóðmál, en þar rifjaði ég upp ým- islegt úr fortíð flokks og blaðs. Þessi upp- rifjun hefur valdið því að Kjartan veitist harkalega að mér bæði í Morg- unblaðinu og Spegli ríkisútvarps- ins og sakar mig um sögufalsanir. Kjartan segir í upphafi að ég hafi verið spurður að því í sjón- varpi ,,hvort íslenskir komm- únistar hefðu verið vopnaðir“ og svarað ,,hiklaust játandi“. ,,Ekki var annað að heyra á prófess- ornum,“ segir Kjartan, ,,en þar væri m.a. átt við okkur sem kall- aðir vorum svo á árunum milli 1960 og 1970“. Lítum nú á svar mitt við spurningu sjónvarpsins: „Sagan hjá mér hefst á þriðja áratug og þar dreg ég fram heim- ildir í fyrsta skipti sem sýna það að kommúnistar … voru að reyna að safna hér að sér vopn- um … Hér er um að ræða lítið af vopnum en það sýnir sem sagt í hvaða átt þetta var að fara. Það var verið að koma upp liði í land- inu, sem gat gert byltingu vegna þess að Kommúnistaflokkurinn var byltingarflokkur. Hann setti sér það markmið að steypa hér lýðræðisskipulaginu með byltingu, opinberlega … framhaldið af þessu má rekja svo í kalda stríð- inu, þar sem menn óttast einmitt að þessi harði kjarni af komm- únistum og sovétvinum í landinu muni undir ákveðnum kring- umstæðum geta gengið hér erinda Sovétríkjanna, sérstaklega ef ráð- ist verður á landið … Hitt er ann- að mál að hér var starfandi flokk- ur, Sósíalistaflokkurinn, sem var ekki með byltingu á stefnuskrá sinni, hins vegar í stefnuskrá flokksins var aldrei útilokað að hann myndi beita ofbeldi … Ég nefndi dæmi um þetta ofbeldi, því hafi verið beitt og í rauninni þá er ég að fjalla hér um viðbrögð rík- isvaldsins hér við þessum tveimur flokkum og reyndar einnig Fylk- ingunni, sem svo kom til á sjö- unda áratugnum og var með … of- beldi á sinni stefnuskrá …“ Hér er gerður greinarmunur á Kommúnistaflokki Íslands, sem var deild í Alþjóðasambandi kommúnista (1930–1938) og arf- taka hans, Sósíalistaflokknum (1938–1968), sem laut í raun lengst af forystu kommúnista í nánum tengslum við Sovétríkin og síðar Austur-Þýskaland. Frá því á þriðja áratug síðustu aldar bjóst hópur ungkommúnista skotvopn- um á undan Reykjavíkurlögregl- unni (þetta var áður en Kjartan Ólafsson var í heiminn borinn eða þegar hann var enn að slíta barns- skónum), og á fjórða áratug kom Kommúnistaflokkurinn sér síðan upp liðsveit, eins og síðar greinir, en hún var helmingi fjölmennari en lögregluliðið í Reykjavík og var einkum vopnuð bareflum. Yf- irvöldum stóð að vonum sérstök ógn af slíkum öfgamönnum á upp- hafsárum kalda stríðsins 1946– 1951, þegar heimsstyrjöld vofði yfir og engar hervarnir voru í landinu. Allt er þetta skýrt fram dregið í Þjóðmálagrein minni, svo og í við- tali við sjónvarpsstöðina NFS. Þar komst ég svo að orði að ráðamenn hefðu aldrei óttast Sósíalistaflokk- inn ,,í heild“, heldur aðeins kjarna kommúnista í flokknum. Í öllum þeim fjölmörgu heimildum, sem nú eru tiltækar um samskipti for- ystumanna flokksins við ráðamenn austantjalds, lýsa þeir flokknum einmitt á þann veg fram undir endalokin að hann lúti komm- únískri stjórn, þ.e. stjórn manna, sem séu reiðubúnir að steypa hér lýðræðisskipulaginu með ofbeldi, eins og leiðtogi þeirra Brynjólfur Bjarna- son lýsti t.d. op- inberlega yfir 1952. Í trausti þessa jusu sovéskir komm- únistar úr einum sjóði sínum tugmillj- ónum króna í Sósíal- istaflokkinn 1956– 1966, svo sem stað- fest er í óyggjandi gögnum, en því fé komu leyniþjón- ustumenn KGB m.a. til skila á þeim árum, þegar Kjartan Ólafs- son var framkvæmdastjóri flokks- ins. Til viðbótar þessu hlutu sósí- alistar síðan margs konar annan fjárhagsstuðning og fyrirgreiðslu sovétstjórnarinnar við hlið- arsamtök sín og Þjóðviljann. Sögufölsun? Kjartan segir enn: ,,Staðhæf- ingin um vopnabúr íslenskra kommúnista … er grófari sögu- fölsun en nokkur önnur sem hér hefur verið borin á borð.“ Nokkr- um línum neðar bætir Kjartan við: ,,Þetta er þó eina dæmið hjá Þór, sem ef til vill er hæpið að vísa með öllu á bug.“ Látum þessa þverstæðu liggja á milli hluta, en snúum okkur að þeirri fullyrðingu Kjartans að ég hafi það eitt fyrir mér um upphaflega vopnasöfnun ungkommúnista, sem ,,Þorsteinn Pétursson, aldraður frammámaður í Alþýðuflokknum“ hafi sagt mér um þetta æskuathæfi sitt. Hér fer Kjartan með bein ósannindi, því að í Þjóðmálagreininni vísa ég til skriflegrar heimildar um áskorun Þorsteins til félaga sinna um að búast vopnum. Heimildin er: Fundargerðarbók Félags ungra komúnista, 31. ágúst 1924. Þor- steinn leyfði mér að ljósrita þá bók, en hann ætlaði að færa Al- þýðusambandinu hana að gjöf, þó að ég viti ekki hvort af því varð. Kjartan er sjálfur sagnfræð- ingur að mennt og ég þarf því ekki að segja honum, að fyrsta boðorð þeirra, sem þann lærdóm- stitil bera, er að vísa rétt til heim- ilda. Jafnvel ævareiði afsakar það ekki að fullyrða að færsla í fund- argerðarbók frá forvera Komm- únistaflokks Íslands sé ekki annað en vafasöm endurminning gamals manns eða einungis uppspuni minn. Í orðum hans er fólgin gróf- asta aðdróttun, sem ég hef orðið fyrir á starfsferli mínum, en allir eiga þó rétt á að leiðrétta orð sín – einnig Kjartan. Svo vill til, eins og fram kemur í Þjóðmálagreininni, en Kjartan minnist ekki á, að 1932 varð Þor- steinn Pétursson yfirmaður yfir svonefndu Varnarliði verkalýðsins, en Kommúnistaflokkurinn ætlaði þessu einkennisbúna liði að vera í fararbroddi byltingar og bardaga við lögreglu, fram til 1938, þegar Þorsteinn var 32 ára gamall. Hann gegndi því aðalhlutverki á þessu sviði og upplýsingar, sem hann gaf mér um að allt að 15 manna hópur kommúnista hafi bú- ist skotvopnum, m.a. að hans hvatningu, sem færð er í fund- argerðarbók, er því bæði traust og trúverðug. Þetta er einnig óbeint staðfest með bréfi frá ís- lenskum kommúnistum í skólum Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu, en þar kemur fram að leynilið ,,byltinga bardagamanna“ 1931 var forveri að stofnun Varn- arliðs verkalýðsins og hafði það að markmiði að gera félagana hæfari ,,í hinni teknisku baráttu“, þ.e. skotfimi og bardögum undir stjórn manns, sem numið hafði í Moskvu. Hvernig skyldi Kjartan ímynda sér að sú ,,tekniska“ þjálf- un hafi farið fram á Íslandi án skotvopna? Kjartan notar hins vegar bréf byltingarnemanna til að reyna að afsanna að komm- únistar hafi vígbúist, vegna þess að nemarnir mæltu gegn því að þessi byltingarsveit flokksins starfaði leynilega og ólöglega hér á landi. Kjartan staðhæfir að eina dæm- ið sem ég hafi fram að færa um að kommúnistar hafi notið þjálf- unar í vopnaburði í leyniskólum í Moskvu, sé ,,frá dr. Benjamín Ei- ríkssyni,“ en hann hafi verið í fé- lagsskap þýskra útlaga. ,,Í Norð- urlandadeild Lenínskólans,“ segir Kjartan, ,,þar sem flestir hinna Ís- lendinganna í Moskvu voru við nám, voru þeir og Skandinavarnir hins vegar búnir undir að starfa í löglegum flokkum sinna heima- landa og þjálfun í hernaði ekki á dagskrá.“ Enda þótt bókleg bylt- ingarfræði hafi verið í fyrirrúmi í Vesturháskólanum (þar sem dr. Benjamín nam) og Lenínskólanum verður Kjartani hált á því að byggja málflutning sinn á skrifum Jóns Ólafssonar. Jón studdist í skrifum um byltingarnámið m.a. við dagbók Lenínskólanemans Andrésar Straumlands. En tvær mikilvægar færslur í dagbókinni, sem nú er geymd í Þjóð- skjalasafni, duldust Jóni af ein- hverjum ástæðum. Þó höfðu þær birst nokkrum árum fyrr í bókinni Liðsmenn Moskvu (1992), en þar segir Árni Snævarr að fáeinum dögum eftir komu til Moskvu hafi Andrés sótt ,,,,tíma í meðhöndlun vopna“, eins og hann orðaði það í dagbók sinni.“ Einn dag kallaði Andrés líka ,,Vopnadag“, en þá hefur ,,væntanlega átt að æfa vopnaburð“, svo sem Árni ályktar. Helga heitin Guðmundsdóttir frá Siglufirði sagði mér einnig svo frá 1979 að bróðir hennar, Þór- oddur Guðmundsson, en hann var í Norðurlandadeild Vesturháskól- ans, hefði sagt henni að skotæf- ingar hefðu verið hluti af náminu eystra. Þeir Andrés og Þóroddur (sem fékk inngöngu í sovéska Kommúnistaflokkinn og varð þingmaður Sósíalistaflokksins) urðu síðar báðir flokksbræður Kjartans Ólafssonar, en hann seg- ir að fyrrverandi byltingarnemar hafi fullyrt við sig að þeir hafi aldrei komið nærri vopnum. Þó hafa hér nú verið taldar upp þrjár heimildir því til staðfestingar, að skotfimi og vopnaburður hafi svo sannarlega verið ,,á dagskrá“ ís- lenskra byltingarnema þvert á ákafar fullyrðingar Kjartans í út- varpi og Morgunblaðinu. Skyldi Kjartan nú vilja leiðrétta missagn- ir sínar um byltingarnámið í blöð- um og útvarpi eða munu þær standa eftir óleiðréttar af hans hendi? Ofbeldi í orði og verki Lýsing Kjartans á atlögu sósíal- ista að Alþingi, þegar þar voru greidd atkvæði um inngöngu í Atl- antshafsbandalagið 30. mars 1949, er afar villandi. Hann minnist ekki á hótanir sósíalista um að koma í veg fyrir að yfirgnæfandi meirihluti Alþingis samþykkti inn- gönguna, hvað þá um hótun Brynjólfs Bjarnasonar að láta þingmenn annarra flokka sæta í framtíðinni sömu meðferð og kvislingar nasista, sem líflátnir voru tugþúsundum saman í stríðs- lok. ,,Fólkið“ (þ.e. andstæðingar bandalagsaðildar), reiddist, að sögn Kjartans, þegar það sá að sjálfstæðismenn höfðu tekið sér stöðu til varnar Alþingishúsinu: ,,Fáeinum mönnum varð það á að kasta mold af Austurvelli og jafn- vel steinum að þessari fylkingu“, en unglingar eggjum. Í raun hófst grjótkastið að húsinu og ein af mörgum árásum á forystumenn Sjálfstæðisflokksins daginn áður en menn tóku sér þar stöðu til varnar. Eins og fram kom í hæstaréttardómi og rækilegri réttarrannsókn er ljóst að Sósíal- istaflokkurinn skipulagði ekki fyr- irfram, hvernig atlögu að Alþingi skyldi háttað, en eftir að fólk hafði safnast saman við Alþing- ishúsið að hans áskorun, urðu þar samtök ,,í verki um að veitast með ofbeldi að Alþingi.“ Þessi samtök birtust í því að frammámenn úr Sósíalistaflokknum komu á vett- vang með hátalarabúnað flokksins og básúnuðu þann uppspuna út til æsts mannfjölda að þingmenn sósíalista væru fangar í þinghús- inu. Þá magnaðist grjóthríðin að Alþingishúsinu, svo að lífi og ör- yggi þingmanna var stefnt í bráð- an voða (fyrir ótrúlega mildi slas- aðist aðeins einn þingmaður – raunar sósíalisti) og jafnframt reyndi mannfjöldi ,,að ráðast inn í húsið til að hindra glæpinn með valdi“, eins og flokksfélagi Kjart- ans orðaði það síðar. Fimm lög- regluþjónar slösuðust í þessum átökum, einn svo alvarlega að hann varð að hætta störfum, en það var ekkert einsdæmi: 1932 lágu t.d. nítján lögregluþjónar, meira en helmingur Reykjavík- urlögreglunnar, illa slasaðir eftir árás kommúnista á bæjarstjórn Reykjavíkur undir forystu ,,Varn- arliðs verkalýðsins.“ Af „heiðruðum félögum“ Mér þykir skörin færast upp í bekkinn, þegar Kjartan líkir var- úðarráðstöfunum lögreglunnar gegn flokkum, sem skipulögðu eða boðuðu slíkt ofbeldi við ,,persónu- njósnir STASI [leynilögreglunnar] í Austur-Þýskalandi“. Sá flokkur, sem Kjartan var framkvæmda- stjóri fyrir, var um árabil í bræðralagstengslum við Samein- ingarflokk sósíalista, þ.e. austur- þýska kommúnistaflokkinn, sendi tugi ungra flokksmanna sinna til náms og starfa í þýska ,,alþýðu- lýðveldinu“ (bréf frá Kjartani til sinna ,,heiðruðu félaga“ um slíkt nám og flokkstengsl eru varðveitt í skjalasafni í Berlín) með það fyr- ir augum að þeir tækju við for- ystu Sósíalistaflokksins og stuðl- uðu að því að koma á sósíalisma að austrænni fyrirmynd á Íslandi. Austur-þýski ,,bræðraflokkurinn“ tók jafnvel að sér að kosta flokks- skóla fyrir Sósíalistaflokkinn í Austur-Þýskalandi, borga kostnað fyrir flokksfélaga sem þaðan ferð- uðust til að kjósa utan kjörstaðar í alþingiskosningum á Íslandi og greiða fyrir útgáfu á ritum Marx og Engels á Íslandi. Íslenskir sósíalistaforingjar voru árlegir vildargestir þýskra komm- únistaleiðtoga, sem héldu þegnum sínum í heljargreipum Stasi, lok- uðu þá inni á bak við múrvegg og létu landamæraverði skjóta til bana tæplega eitt þúsund menn, þegar þeir reyndu að flýja einræð- ið, sem Sósíalistaflokkurinn ís- lenski og Þjóðviljinn lofuðu og prísuðu fram eftir sjöunda áratug- inum. En 1968 réðust herir aust- antjaldsríkjanna inn í Tékkóslóv- akíu og það gat þorri sósíalista á Íslandi ekki sætt sig við, vegna þess að innrásinni var beint gegn endurbótasinnaðri komm- únistastjórn en ekki ,,auðvalds- ríki“. Eftir það átti Kjartan Ólafs- son, eins og margir vita, góðan þátt í því að slíta opinber tengsl Sósíalistaflokksins við innrás- arríkin. Því er nú fremur leitt að þurfa að standa í þessari orðræðu við hann um efni, sem ég hélt satt að segja að hann liti nú allt öðrum augum í ljósi reynslunnar. Að fortíð skal hyggja Eftir Þór Whitehead » Í orðum hans erfólgin grófasta að- dróttun, sem ég hef orðið fyrir á starfsferli mínum, en allir eiga þó rétt á að leiðrétta orð sín – einnig Kjartan. Þór Whitehead Höfundur er sagnfræðingur. a hausti. kill akkur essu ra tveir rvard til i fyrir ur síðan í reynd kennt í samvinnu við Har- vard-háskóla og það verður bæði fólk héðan og frá þeim sem mun kenna. Við munum bjóða nám- skeiðið, ekki bara okkar nemendum heldur öllum meistaranámsnem- endum við Háskóla Íslands.“ Háskóla Íslands nn n ráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, að taka við þessari nafnbót,“ sagði Porter. u WEF andanna sam- ess að nds sé ika í ugleiki kenndur hann öxtum. Í nd í 58. nburð- mta sæti, í fjór- da. nauðsyn- ram- Mann- andi og í Norð- ri lægra i í há- landa- þó farið gir að m hafi beitt sér fyrir að efla menntun á öll- um stigum, sérstaklega þó rann- sóknatengt framhaldsnám í vís- inda- og tæknigreinum en á Íslandi sé rannsóknatengt framhaldsnám skemmra á veg komið. Hvað fram- haldsmenntun og þjálfun varðar er Ísland í 13. sæti og er mun neðar en samanburðarlönd. Finnland er í fyrsta sæti, Danmörk í öðru og Sví- þjóð í því þriðja. Aðgengi að starfs- þjálfun er einnig minna hér en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að lokum segir í skýrslunni að veikleika sé að finna á sviði nýsköp- unar. Nýsköpunargeta þjóða sé háð því að stoðkerfið sé styrkt og ríkið styðji við hátækni- og sprotafyr- irtæki. „Stoðkerfi annarra Norð- urlandaþjóða er þróaðra en Íslend- inga að hluta vegna langrar iðnsögu.“ Ísland er í 17. sæti þegar kemur að nýsköpun og þróun- arþáttum og er mun neðar en sam- anburðarlönd. Svíþjóð er í fimmta, Finnland í sjötta og Danmörk í því sjöunda. Morgunblaðið/Sverrir ð lof fyrir kenningar um samkeppnishæfni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.