Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að fjármálaráðherra fái heimild til að kaupa hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.  Fjármálaráðherra óskar eftir heimild Alþingis til að kaupa jarðir vegna stækkunar þjóðgarðsins við Snæfellsjökul.  Lagt er til að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hluta af land- svæðum ríkisins við Litla-Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu.  Framlag til Fornleifasjóðs verður hækkað um 20 milljónir og verður 25 milljónir. Eftir sem áður þýðir þetta verulega lækkun á framlagi til fornleifarannsókna, en í ár varði Kristnihátíðarsjóður um 60 millj- ónum til fornleifarannsókna. Sjóð- urinn hefur hætt starfsemi.  Framlög til þróunaraðstoðar nema 993,7 milljónum króna á næsta ári. Þetta er hækkun um 334,8 milljónir.  Í frumvarpinu er reiknað með að tekjur Jarðasjóðs af sölu jarða í eigu ríkisins verði 200 milljónir á næsta ári, en í ár var reiknað með að jarðasala skilaði 40 milljónum.  Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaður við alþingiskosningar á næsta ári verði 57,7 milljónir.  Framlög til Landhelgisgæsl- unnar hækka um 523 milljónir milli ára og verða rétt rúmlega 2 millj- arðar. Kostnaður við að efla þyrlu- björgunarsveitina í kjölfar brott- farar varnarliðsins er áætlaður 596 milljónir.  Lagt er til að varið verði 168 milljónum til fangelsisbygginga, en þetta er hækkun um 118 milljónir milli ára. Fjármagnið verður fyrst og fremst notað til að ljúka end- urbótum á fangelsinu á Akureyri og Kvíabryggju.  Bætur vegna lífeyristrygginga eru áætlaðar 41,3 milljarðar á næsta ári og hækka um 7,5 millj- arða. Í sumar var gert samkomulag við samtök aldraðra um hækkun bóta sem skýrir þessa hækkun að stærstum hluta.  Verja á 19 milljónum til bifreiða- kaupa fyrir Stjórnarráðið, en í ár er 10 milljónum varið í þennan fjárlagalið. Í frumvarpinu segir að flestar ráðherrabifreiðirnar séu frá 2003 og 2004 og nauðsynlegt sé að endurnýja þær.  Reiknað er með að tekjur ÁTVR verði 17,4 milljarðar, en það er hækkun um 800 milljónir milli ára. Áætlað er að tekjur af sölu áfengis aukist um 3%, en tekjur af sölu tób- aks minnki um 2%.  Menntaskólinn í Borgarnesi fær fjárveitingu á fjárlögum í fyrsta skipti, 50 milljónir króna.  Gengið er út frá þeirri forsendu að 20.085 nemendur stundi nám í framhaldsskólum á næsta ári, en það er fjölgun um rúmlega 1.000 nemendur milli ára. Rekstur skól- anna mun kosta ríkissjóð rúmlega 15,6 milljarða á næsta ári, sem er 9,6% hækkun milli ára.  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að áfram verði haldið undirbúningi fyrir nýtt fangelsi, en ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum á næsta ári.  Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss nemi 30,2 milljörðum króna á næsta ári sem jafngildir 127,7 milljóna króna hækkun frá fjárlögum þessa árs. Er í frumvarpinu m.a. gert ráð fyrir 50 milljóna króna fjárveitingu til að efla mönnun við hjúkrun og 15 milljónum króna til að efla og auka geðheilbrigðisþjónustu aldr- aðra.  Framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkar um 4 milljónir króna fyrir utan launa- og verðlagshækkanir vegna aukins umfangs táknmáls- túlkunar fyrir heyrnarlausa í dag- legu lífi þeirra.  Veitt er tímabundið framlag að fjárhæð 12,4 milljónir króna á ári næstu sex ár til viðgerða á turni Hallgrímskirkju eða samtals um 74 milljónir króna. Heildarkostnaður er áætlaður 222 milljónir og er gert ráð fyrir að ríki, borg og kirkjuráð styrki framkvæmdina að jöfnu. Molar Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Við höfum á undanförnumárum beitt aðhaldi, af-gangur ríkissjóðs hefurverið mikill og dregið var úr framkvæmdum á vegum ríkisins, en núna, þegar við sjáum fram á það að stóriðjuframkvæmdum er að ljúka, þá verður farið í hina áttina og ríkissjóður mun þá auka umsvif sín og hefur til þess fjármuni til reiðu.“ Þetta sagði Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra er hann kynnti fjár- lagafrumvarp ársins 2007 í gærmorg- un. Ráðherra sagði að einkum yrðu samgönguframkvæmdir auknar, þó ekki í sama mæli á næsta ári og fyr- irhugað var. Samtals er í frumvarp- inu gert ráð fyrir 11 milljarða króna lækkun útgjalda frá því sem áður var ráðgert en á móti koma ófyrirséðir útgjaldaliðir, t.d. kostnaður vegna brotthvarfs varnarliðsins og sam- komulags við eldri borgara. Samdráttur í tekjum Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 15,5 milljarða króna tekjuafgangi á ríkis- sjóði á næsta ári eða sem nemur 1,3% af landsframleiðslu. Tekjuafkoman verður samkvæmt þessu um 23 millj- örðum króna betri en áætlað var í langtímaáætlun sem fylgdi fjárlaga- frumvarpi síðasta árs, en þá var reiknað með 7,1 milljarðs króna halla. Skýrist það aðallega vegna meiri skatttekna af tekjum og hagnaði ein- staklinga og fyrirtækja. Tekjuafkoma næsta árs dregst þó talsvert saman frá árinu 2006 í samræmi við spár um minni hagvöxt. „Við höfum verið að fara í gegnum tvö gríðarlega mikil vaxtar- og veltu- ár með tilheyrandi tekjum fyrir rík- issjóð,“ sagði Árni. „Við gerum ráð fyrir að það hægist á á næsta ári og við verðum komin á jafnari grund.“ Áætlað er að handbært fé frá rekstri verði rúmir 13 milljarðar króna og lánsfjárafgangur rúmlega 16 milljarðar. Gert er ráð fyrir að rík- issjóður greiði niður skuldir sem nemur 25 milljörðum árin 2006 og 2007. Er áætlað að nettó skuldastaða verði komin niður í 16% af landsfram- leiðslu í lok næsta árs en hún var 46% árið 1997. „Það eru fá dæmi um viðlíka árang- ur í ríkisfjármálum hjá öðrum vest- rænum ríkjum undanfarinn áratug,“ sagði Árni. „Aðhaldið endurspeglast í því að skuldir lækka og eignir í Seðla- bankanum eru yfir 100 milljarðar króna. Ég held ég geti næstum fullyrt að ríkissjóður hefur aldrei átt 100 milljarða króna í Seðlabankanum.“ Útgjöld aukast um 9,8% Gert er ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 373,4 milljarðar króna á næsta ári og lækki um 1,7 milljarð króna miðað við áætlaða út- komu ársins 2006. Koma þar fram áhrif minni umsvifa á næsta ári og að einkaneysla dregst saman. Áætlað er að skatttekjur lækki um 4,4 millj- arða króna sem svari til lækkunar úr 31% í 29,2% af landsframleiðslu. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætl- uð 357,8 milljarðar króna og aukast þau um 31,8 milljarða frá áætlaðri út- komu ársins 2006 eða um 9,8% eða um 5% að raungildi miðað við al- mennt verðlag. Áætlað er að útgjöld verði 30,4% af landsframleiðslunni. Rekstrargjöld aukast um 11 milljarða eða 2%, mest vegna hjúkrunarheim- ila, menntamála, öryggis- og lög- reglumála auk samgöngumála vegna brotthvarfs varnarliðsins, sem mun kosta ríkissjóð 2 milljarða. Aðgerðir til lækkunar útgjalda Í frumvarpinu eru ýmsar aðgerðir til að lækka útgjöld ríkissjóðs frá því sem áður hafði verið ráðgert. Dregið var úr áformuðum vexti rekstrar- gjalda til helstu málaflokka þannig að gert er ráð fyrir 2% minni vexti þeirra á næsta ári en ráðgert var, nema í mennta-, félags- og heilbrigð- ismálum þar sem samdrátturinn verður 1%. Samtals er í frumvarpinu gert ráð fyrir 11 milljarða króna lækkun útgjalda frá því sem áður var ráðgert. Á móti hafa komið ný út- gjaldatilefni sem ekki voru fyrirséð, t.d. kostnaður vegna brotthvarfs varnarliðsins, útgjöld vegna sam- komulags við eldri borgara og hækk- un launa í umönnunar- og hjúkrunar- störfum. Á næsta ári verða tekjuskattar ein- staklinga lækkaðir um eitt prósentu- stig og persónuafsláttur hækkaður um tæp 11%. Skattleysismörk verða eftir breytingarnar um 90 þúsund krónur á mánuði og hafa þá hækkað um 14%. Áætlaður tekjuskattur ein- staklinga nemur skv. frumvarpinu 74 milljörðum króna sem er tæplega 4 milljarða króna lækkun frá árinu 2006. Hins vegar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur einstaklinga aukist um 1 milljarð og skili 19 millj- örðum króna. Barnabætur hækka um 1,7 millj- arða króna milli ára, m.a. vegna lækk- unar skerðingarhlutfalla og að bæt- urnar munu ná til 18 ára aldurs. Áætlað er að útgjöld vegna almanna- trygginga og þjónustu við aldraða aukist um sjö milljarða króna á næsta ári. Áfram spáð stöðugleika Tekjuafgangur ríkissjóðs sam- kvæmt langtímaætlun verður 17,9 milljarðar á næsta ári ef ráðstöfun á söluandvirði Símans er undanskilin. Miðað við sömu forsendur verður af- gangurinn 7,2 milljarðar árið 2008, 5,4 milljarðar 2009 og 8,8 árið 2010. „Þetta sýnir okkur að staða ríkis- sjóðs er góð og mun verða góð næstu árin, þó auðvitað séu óvissuþættir í þessu,“ sagði Árni. „En sú ályktun sem hægt er að draga af þessu er að það er svigrúm fyrir ríkissjóð til þess að ráðstafa fjármunum sem nemur einhverju í samhengi við þessar töl- ur.“ Skoða beri t.d. áform um aðgerðir til lækkunar matarverðs með þessar tölur í huga sem og frekari skatta- lækkanir, komi til þeirra. Áfram spáir fjármálaráðuneytið stöðugleika í efnahagsmálum og að verulega dragi úr viðskiptahalla samhliða því að hag- vöxtur lækkar í 1% árið 2007 en hækkar síðan aftur í 2,5–3%. Fjármunir til reiðu til að auka umsvif ríkissjóðs á ný Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ánægður „Það eru fá dæmi um viðlíka árangur í ríkisfjármálum hjá öðrum vestrænum ríkjum undanfarinn ára- tug,“ sagði Árni M. Mathiesen er hann kynnti blaðamönnum fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Hótel Selfossi.                !" # $ % &%           '% (                !  "  !     $%&' )  ($& $&)   *&% ) $&$ ) )&+    )*&, ) )+&, ) ))&)        -&' ) ($& '$&$   $&$ )  (&(  %&( FRAMLÖG ríkisins til samgöngu- mála aukast verulega á næsta ári, en þó ekki jafn mikið og áður var ráðgert, að sögn Árna M. Mathie- sen fjármálaráðherra. Áætlað er að vegaframkvæmdir verði um 55,5% af heildarfjárfestingu ríkisins á árinu 2007. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að 18,7 milljörðum króna verði varið til vegamála, 1,9 millj- örðum til flugmála, 1,3 til siglinga- mála og 242 milljónum króna til póst- og fjarskiptamála. Heildargjöld samgöngu- ráðuneytisins eru áætluð um 23,2 milljarðar króna samanborið við 18 milljarða í ár. Viðhalds- og stofn- kostnaður er áætlaður 14,7 millj- arðar á næsta ári og er það um 4,4 milljarða króna hækkun milli ára. Stærstu breytingarnar eru 4,2 milljarða króna hækkun til fram- kvæmda Vegagerðarinnar. Þá hækka viðhaldsliðir Vegagerð- arinnar um 188,2 milljónir og út- gjöld til framkvæmda flugmála um rúmlega 88 milljónir. Í frumvarpinu er því spáð að framlög til vegamála stóraukist á næstu árum, verði um 24 milljarðar árið 2008, 19,3 árið 2009 og 18,2 ár- ið 2010. „Framlög til samgöngu- mála verða væntanlega þau hæstu sem við höfum séð og síðan eru áætlanir um enn meiri aukningu á næstu árum,“ sagði fjármálaráð- herra í gær. Vegaáætlun er í undirbúningi og er áætlað að hún komi út í október. Ríkisstjórnin ákvað í júní sl. að fresta öllum framkvæmdum á veg- um ríkisins sem ekki voru þegar farnar í útboð. Þeirra á meðal voru vegaframkvæmdir víða um landið. Í stefnumörkun í ríkisfjármálum er enn stefnt að því að draga úr fram- kvæmdum um 5,5 milljarða króna frá því sem ráðgert var í lang- tímaáætlun á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði aft- ur auknar árið 2008. Meira lagt til vegamála Eftir aðhaldssöm ár er nú svigrúm til aukinna framkvæmda á vegum ríkissjóðs að sögn fjár- málaráðherra sem lagði í gær fjárlagafrumvarp ársins 2007 fram á Al- þingi. Útgjöld munu aukast á næsta ári, eink- um vegna samgöngu- framkvæmda. .               ! " # # $" $ $% !$!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.