Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 41 menning Morgunblaðið/Ásdís Gler Æsu Björk Þorsteinsdóttur gengur vel í glerinu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is GLERLISTAKONAN Æsa Björk Þorsteinsdóttir dvelst nú næsta mán- uðinn í Bandaríkjunum þar sem hún er gestalistamaður við Corning Mu- seum of Glass. Æsa, sem er Íslend- ingur í húð og hár, hefur búið í Berg- en í Noregi seinustu níu ár og vinnur þar að list sinni. Hún er fyrsti íslenski eða norski listamaður sem býðst að dvelja í Corning og segir hún það mikinn heiður. „Corning Museum of Glass er risastórt glerlistasafn fyrir norðan New York, þetta er eitt af stærstu glerlistasöfnum heims með um 45000 muni sem spanna 3500 ára sögu glerlistar, auk þess að vera með mjög stórt bókasafn,“ segir Æsa sem er einn af fjórum listamönnum sem var boðið að vinna við safnið í ár en í fyrra starfaði hún þar sem aðstoð- arkennari og er því kunn aðstæðum. „Þeir bjóða mér að vera þarna í mán- uð, allur kostnaður er borgaður og ég fæ að vinna í frábærri aðstöðu, það eina sem ég þarf að gera er að halda tvo fyrirlestra, annan við safnið og hinn í listaháskóla þarna rétt hjá.“ Rimlagardínur úr gleri Æsa ætlar að nota tímann í Corn- ing til að vinna með hugmynd sína um rimlagardínur úr gleri. „Með glugga og rimlagardínur úr gleri er ég að leika mér að hinu innra og ytra og tvöföldum veruleika, hvað við sjáum og ekki. Ég hef gaman af því að vinna með gler því það er svo mik- ill tvískinnungur í því, það er ofsalega viðkvæmt, samtímis því að vera mjög sterkt, fyrir mér er það gott til að út- skýra ákveðna mannlega eiginleika og hvað það er að vera manneskja. Það hefur aldrei verið mikilvægast fyrir mig að nota gler í list minni en það passar yfirleitt best við það sem ég hef að segja; en ég hef notað önn- ur listform með glerlistinn t.d víd- eóverk.“ Opið verkstæði í Bergen Æsu hefur gengið vel í Noregi og hún hefur hlotið nokkra athygli. „Ég hef verið dugleg við að halda sýn- ingar og að nota óhefðbundin sýning- arrými. Í Bergen eru ég og tveir aðr- ir listamenn að setja upp opið verkstæði fyrir gler. Bergenarborg gefur okkur afnot af risastórum ofni svo vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar. Þetta verður tilraunakennt verk- stæði með galleríi,“ segir Æsa sem finnst ágætt að vinna að list sinni í Bergen enda sé vel hugsað um lista- menn þar. Eftir Bandaríkjaferðina tekur Æsa þátt í samsýningu í Norður- Noregi þar sem sýnd verður glerlist eftir norræna listamenn sem hafa brotist út úr hefðbundnum stíl. Æsa hefur aldrei unnið að glerlist sinni á Íslandi en hún fór strax eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í Listaháskólann í Ed- inborg og tók þar mastersgráðu í glerlist, auk þess að nema við Lista- akademíuna í Pragh í hálft ár. „Ég hef aldrei haldið sýningu á Íslandi en það hefur staðið til lengi og verður vonandi á næstu árum.“ Brothætt? Verkið Glerhamrar fyrir glerhús sýndi Æsa í Royal Botanic Garden í Edinborg þar sem hún tók mastersgráðu í glerlist. Tvískinnungur í glerinu Æsa Björk Þorsteinsdóttir gerir það gott í Noregi FYRSTA sýningin á safnstjóraferli Hafþórs Yngvarssonar safnstjóra ber nafnið Pakkhús postulanna. Nafnið kemur frá neðanjarð- artónlistarfyrirbæri frá síðustu öld, reif- tónleikum. Andi neðanjarðarorku sveif líka yfir vötnum við vinnuna að sýningunni en Hafþór safnstjóri fékk hugmyndina að henni í Klink og Bank sáluga. Í kjölfarið fékk hann tvo unga myndlistarmenn til að taka að sér sýning- arstjórn, þá Hugin Þór Arason og Daníel Björnsson. Þeir tóku þá farsælu ákvörðun að biðja lista- menn að senda inn tillögur til að velja úr. Þrjá- tíu voru valdir til að senda tillögur og ellefu til þátttöku í sýningunni. Allir listamennirnir unnu verk sín beint í rýmið og sýndu nær eingöngu ný verk. Í sýningarskrá er að finna ítarleg við- töl við listamennina, safnstjórann og starfsfólk safnsins, sem og hönnuði bæði sýningarskrár og nýs útlits anddyris safnsins sem er hluti af sýningunni. Listamennirnir eru ellefu og sumir sýna einnig gjörninga sem ekki verður fjallað um hér, enda fara þeir fram vikulega út sýning- artímann. Innsetning Ragnars Kjartanssonar, „Stúka Hitlers“ er það verk sýningarinnar sem án efa mun vekja upp hvað sterkasta umræðu og viðbrögð áhorfenda. Er stúkan raunveruleg eða sviðsett, hvernig tengist popparinn Helgi Björns þessu? Viljum við eiga stúku Hitlers eða annað dót sem tilheyrir meiriháttar stríðs- glæpamanni? Eru samskipti Helga og Ragnars þess verð að vera höggvin í marmara og er þetta marmaraplata eða plat? Í hverju felst gildi þessa listaverks? Framlag listakvennanna Ingibjargar Magna- dóttur og Kristínar Eiríksdóttur er í að mestu í formi gjörninga en á sýningunni gefur að líta leikhúsumgjörð þeirra og nokkurs konar leik- muni, vel heppnaða lausn á þeim vanda sem form gjörningsins felur í sér. Magnús Árnason sýnir skúlptúr en framlag hans er einnig gjörningur að hluta. Skúlptúr- inn, eins og viðurstyggilegt sníkjudýr, hefur fest sig í loft safnsins. Er þetta líking fyrir lista- menn sem sýna á söfnum? Hér má líka sjá sam- tímalegar vísanir til náttúruvísinda, bíómynda og hryllings sem án efa lifna enn frekar við þeg- ar Magnús fer á kreik. Hrafnhildur Arnardóttir leiðir áhorfandann upp á aðra hæð með hárinnsetningu. Hún skap- ar tívolístemningu sem minnir á gang í drauga- húsi, undirstrikaða af hárfígúru með opi fyrir andlit. Sirra Sigrún Sigurðardóttir blómstrar hér með flottri innsetningu sem hún nefnir „Ana- bolism“, eða „Aðlífun“. Áhorfandinn hrífst af fágaðri sjónrænni útfærslu sem teygir sig yfir á hann sjálfan og veggi safnsins, auk þess sem titill verksins, „Aðlífun“, gefur til kynna að listamaðurinn setji fram lífræna einingu sem vex með safninu og áhorfandanum í senn. Ásdísi Sif tekst vel upp í innsetningu sinni „Tribal TV (Future Crash II)“. Eins og í verk- um fleiri listamanna af yngri kynslóðinni má sjá áhrif frá kvikmyndum, B-myndum og lágmenn- ingu í verkum Ásdísar. „Gaman saman“-hugtakið hefur náð ákveðnum þroska í innsetningu þeirra Davíðs Arnar Halldórssonar og Siggu Bjargar Sigurð- ardóttur en verk þeirra hljóma líka áreynslu- laust með verkum Helga Þórssonar í sama rými. Hér skapast lifandi samruni verka sem gæti minnt á sérkennilega skemmtanahöll sér- vitringa á sýru, en um leið má sjá sérkenni hvers listamanns um sig. Teikningar Siggu Bjargar eru næmar og í tengslum við samtím- ann, en líka undir áhrifum frá tam. súrrealisma og hugsanlega Gabríelu. Myndir Davíðs minna á Hundertwasser, bæði hvað varðar uppbygg- ingu og litanotkun en einnig skynörvandi list sjöunda og áttunda áratugarins. Helgi Þórsson er ekki síður frumlegur listamaður. Öll þrjú sýna mikinn sveigjanleika í sköpun sinni og samvinnu. Innsetning Bjarkar Guðnadóttur vekur upp fyrra hlutverk húsnæðis safnsins en hún sýnir gamla ljósmynd af starfsemi tollafgreiðslunnar eins og hún var um aldamótin þarsíðustu. Síðan klæðir hún salinn og súlur að hluta með nokkuð þykku bómullarefni sem á sér skondna forsögu. Björk leggur efnið í fellingar sem minna á risa- stórt málverk. Verk hönnuðanna Guðfinnu Mjallar Magn- úsdóttur og Brynhildar Pálsdóttur í anddyri og á framhlið safnsins eru úthugsuð, hafa heppn- ast vel og leggja grunninn að opnum sam- skiptum áhorfenda við listaverkin og safnið. Sýningarskráin er síðan hreint út frábær viðbót við sýninguna og ómetanleg heimild um hugs- unarhátt og vinnulag þessara yngri listamanna. Ritstjóri var Oddný Eir Ævarsdóttir, að því er mér skilst í samvinnu við Unnar Örn J. Auð- arsson. Hönnuðurinn Ármann Agnarsson náði vel að grípa anda þeirrar samvinnu. Tímabær sýning Í sýningarskrá og umfjöllun um Pakkhús postulanna kemur fram vilji til að vera tíma- mótasýning í íslensku myndlistarlífi. Að nokkru tel ég að sýningunni takist þetta, og þá fyrst og fremst hvað vinnuferlið varðar. Hlutverk og ímynd listasafna í samtímanum hefur verið mjög til umræðu síðustu áratugi. Söfnin hafa leitast mjög við að ná til áhorfenda með sýn- ingum sem trekkja að en einnig reynt að vera opin fyrir nýjungum í samtímalistum. Íslensku söfnin hafa tekið þátt í þessu með því að fella niður aðgangseyri, bjóða upp á kynningu á sýn- ingum sínum með málþingum, listamanna- spjalli og þar fram eftir götunum. Listasafn Ís- lands hefur sett upp sýningar á nýrri íslenskri myndlist, sýnt verk ungra listamanna og Lista- safn Reykjavíkur hefur kynnt fjölda ungra listamanna, að ógleymdri samsýningu yngstu og elstu kynslóðarinnar á Kjarvalsstöðum. Að sýna verk yngri listamanna telst því varla tíma- mót. En hvað er þá öðruvísi við þessa sýningu? Hvað listaverkin sjálf varðar er tæpast hægt að segja að verkin marki tímamót. Það er fyrst og fremst vinnuferlið og samvinnan við safnið. Að gefa ungum listamönnum algerlega frjálsar hendur við sýningarstjórn, að samþykkja verk ungra listamanna áður en þau verða til, að opna vinnuferlið frá upphafi til enda fyrir áhorf- endum í sýningarskrá, að láta safnið í hendur listamannanna alfarið auk þess að fela hönn- uðum að breyta ásýnd þess. Sýningin ber því vitni að vinnuferlið hefur tekist vel, tími gafst til að vinna verkin og eitthvert fjármagn var til að- stoðar listamönnunum. Allt þættir sem að nokkru leyti voru einnig til staðar hjá Lista- safni Íslands en hér er gengið skrefi lengra í samvinnu listamanna, sýningarstjóra og starfs- fólks safnsins sem aldrei áður hefur verið jafn innlimað í sýningarferli nokkurrar sýningar frá upphafi. Sýningin og vinnuferlið sameiginlega bjóða upp á umræðu um bæði hlutverk safnsins og stöðu listamanna í dag, umræðu sem er mjög tímabær hér á landi. Möguleikar í samvinnu lista- manna og safna og tengsl safna við áhorfendur eru afar spennandi umræðuefni sem þessi sýn- ing vekur óhjákvæmilega upp. Ekki er síður tímabært að fram komi skýrari stefnumörkun safna og sýningarsala á landinu og er þetta já- kvætt skref í þá átt. Að mínu mati er það því vinnuferlið og vilji safnsins til umræðu sem markar hér tímamót, löngu tímabær. Það er nokkuð mismunandi á hversu beittan máta listamennirnir takast á við hugmyndina um listasafnið í samtímanum og hvaða umræðu hin einstöku verk bjóða upp á, en óháð því má hér sjá einhver bestu listaverk þess- arar komandi kynslóðar. Sýningin er litrík, leik- andi og að hluta til sjónrænt og hugmyndalega ögrandi. Hún birtir vel myndmál yngstu kynslóð- arinnar, aðgengilegt og algerlega laust við yf- irlæti. Þetta er sýning fyrir almenning. Tímabær tímamót Morgunblaðið/ÞÖK Litrík „Sýningin er litrík, leikandi og að hluta til sjónrænt og hugmyndalega ögrandi. Hún birt- ir vel myndmál yngstu kynslóðarinnar, aðgengilegt og algerlega laust við yfirlæti.“ MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Til 22. október. Opið alla daga frá kl. 10-17. Að- gangseyrir: Fullorðnir kr. 500, eldri borgarar, ör- yrkjar og hópar (10+) 250 kr. Aðgöngumiðinn gildir samdægurs á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn. Ókeypis á mánudögum. Pakkhús postulanna, samsýning 12 listamanna. Sýn- ingarstjórar Daníel Björnsson og Huginn Þór Arason. Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.