Morgunblaðið - 03.10.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 29
Í FRÉTTABLAÐINU á laug-
ardag er frétt með yfirskriftinni
Vinstri græn höfnuðu Smára
Geirssyni þar sem fjallað er um
kjör formanns Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir gerir því ennfremur
skóna í Morgunblaðinu í gær að
Vinstri græn hafi rofið samstöðu
félagshyggjufólks á þinginu. Þar
sem undirrituð sat í kjörnefnd fyr-
ir þingið er rétt að nokkur atriði
séu dregin fram í dagsljósið. Þegar
á fyrsta fundi nefndarinnar í sum-
ar voru tvö nöfn nefnd til for-
mennsku, þ.e. nafn Smára Geirs-
sonar og Árna Þórs Sigurðssonar.
Almennt var gerður góður rómur
að hæfi og vægi aðilanna beggja en
þó komu fram sjónarmið eins og
búseta og kyn, síður umræður um
flokksskírteini. Þegar í byrjun
gerði ég það ljóst í kjörnefndinni
að útilokað væri að Vinstri græn
gætu staðið að tillögu um Smára
Geirsson sem formann í ljósi þess
að þar færi einn harðskeyttasti
stóriðjusinni landsins. Það þarf
ekki mikla greiningarhæfileika til
að sjá að við blasir, þegar umdeild-
asta framkvæmd Íslandssögunnar
er á lokastigum, þúsundir manna
mótmæla þvert á flokkslínur, að
sameiningartákn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga getur ekki
jafnframt verið slíkur fánaberi
stóriðjustefnunnar sem Smári
Geirsson er. Satt að segja fannst
mér þá þegar sæta furðu að Sam-
fylkingin, flokkur Fagra Íslands,
færi fram með slíkt framboð. Við í
VG hefðum getað stutt ýmsa karla
og konur úr röðum Samfylkingar
til embættis formanns og gerði ég
fjölda Samfylkingarfólks grein
fyrir þeirri afstöðu í aðdraganda
þingsins. Slík nöfn voru hinsvegar
aldrei lögð fram á fundum nefnd-
arinnar. Það var ekki fyrr en á
þinginu sjálfu að nafn Halldórs
Halldórssonar var nefnt formlega
og þá fljótlega ljóst að til kosn-
ingar kæmi milli þeirra Smára og
Árni drægi sig í hlé. Samfylkingin
glataði hér sögulegu tækifæri til
að hafa áhrif á hver leiddi sam-
bandið með því að gera engar til-
raunir til að ná samstöðu um fram-
bjóðanda við okkur Vinstri græn.
Eftirmælin hafa verið þung orð og
jafnvel fúkyrði í okkar garð. Slíkt
er engum til sóma.
Svandís Svavarsdóttir
Gegn stóriðju í orði
og á borði
Höfundur er borgarfulltrúi.
FLUG okkar Íslendinga hefur ver-
ið ein mikilvægasta atvinnugreinin
um áratuga skeið. Hún hefur vaxið og
dafnað og veitir í dag
hundruðum og þús-
undum manna störf
auk þess sem starf-
seminni tengjast
beint og óbeint þús-
undir annarra starfa.
Framsýnir menn,
sem lærðu flug, stofn-
uðu flugfélög og hófu
flugrekstur til að
tengja byggðir lands-
ins. Fljótlega sóttu
þeir einnig til útlanda
og þannig bættist við
ný flutninga- og sam-
gönguleið. Landið var
því vel í sveit sett
hvað varðar flug og
siglingar til umheims-
ins og hefur svo verið
í marga áratugi.
Flugið verður okk-
ur áfram mikilvægt.
Við þurfum að halda
vel á spöðunum til að
hlúa að þessari starf-
semi áfram og vera
áfram samkeppnishæf við erlenda að-
ila hvað varðar flugreksturinn sjálfan
og alla þjónustu við flugið.
Mjög hröð þróun hefur verið í flugi
í þau rúmlega 100 ár sem maðurinn
hefur getað nýtt sér þessa tækni.
Tæknivæðing hvers konar, bæði við
smíði flugvéla, rekstur þeirra og flug-
leiðsögu hefur gert þennan ferða-
máta æ hagkvæmari. Við gætum ef-
laust ekki hugsað okkur heiminn í
dag án flugsamgangna. Allt frá ár-
dögum flugs hafa öryggismál einnig
verið ofarlega á baugi. Með því reyn-
um við að tryggja slysalausan rekstur
af fremsta megni. Jafnframt hefur
síðustu árin þurft að verja mikilli
orku í flugvernd, að freista þess að
fyrirbyggja ógnir og
hermdarverk í flugi.
Á morgun boða sam-
gönguráðuneytið og
Flugmálastjórn til flug-
þings í áttunda sinn. Þar
verða íslensk flugmál í
brennidepli. Erindi verða
flutt um kröfur sam-
félagsins til flugsins,
tækifæri, skipan flugmála
og rekstur íslenska flug-
samgöngukerfisins. Á
fyrri flugþingum hefur
meðal annars verið fjallað
um framtíð íslenskra
flugmála í Evrópu, um-
hverfismál og flugöryggi.
Flugþing eru nauðsyn-
legur vettvangur til að
staldra við og kanna
hvort við erum á réttri
leið. Það gerum við einnig
nú og vil ég hvetja þá sem
tengjast flugstarfsemi til
að sækja þingið.
Í lokin vil ég einnig
minna á góðan gest sem
ávarpar flugþingið og flytur einnig
fyrirlestur í dag. Dr. Assad Kotaite,
fyrrverandi forseti Alþjóða flug-
málastofnunarinnar, ICAO, fjallar í
dag kl. 16 í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands um framtíð alþjóðlegs flugs. Dr.
Kotaite hefur eftir áratuga störf að
flugmálum mikla yfirsýn og verður
forvitnilegt að heyra hvernig hann
sér fyrir sér flug framtíðarinnar.
Mikilvæg atvinnu-
grein í áratugi
Sturla Böðvarsson skrifar
í tilefni af flugþingi
Sturla Böðvarsson
»Mjög hröðþróun hefur
verið í flugi í
þau rúmlega
100 ár sem mað-
urinn hefur get-
að nýtt sér
þessa tækni.
Höfundur er samgönguráðherra.
MORGUNBLAÐIÐ tekur upp
hanskann fyrir starfsmenn
Landsvirkjunar í
leiðara í gær. Tilefnið
eru þau ummæli
Kristjáns Kristjáns-
sonar, verkefn-
isstjóra öryggis-,
heilbrigðis- og um-
hverfismála við bygg-
ingu Kárahnjúka-
virkjunar, í
Morgunblaðinu deg-
inum áður, að „Það
er ljóst að Lands-
virkjun er ekki vin-
sælasta fyrirtæki
landsins þannig að
þegar maður segir
hvar maður vinnur
fær maður stundum
að heyra hvað fólki
finnst um fyr-
irtækið.“
Morgunblaðið
spyr: „Styrinn um
Kárahnjúkavirkjun
hefur beint kastljós-
inu að Landsvirkjun
og í umræðunni hef-
ur fyrirtækið nánast
runnið saman við
virkjunina. Er það
maklegt?
Auðvitað er það maklegt.
Landsvirkjun sótti virkjunarleyfi
við Kárahnjúka af mikilli hörku.
Þrátt fyrir að Skipulagsstofnun
hafnaði framkvæmdinni þann 1.
ágúst 2001 eftir mat á umhverfis-
áhrifum í samræmi við umsagnir
fagstofnana umhverfisráðuneyt-
isins og Landgræðslu ríkisins,
auk virtra fræðimanna. Viðbrögð
þáverandi forsætisráðherra, Dav-
íðs Oddssonar, við úrskurðinum
voru afar illskeytt í garð stofn-
unarinnar og hann lýsti úrskurð
hennar ólöglegan án frekari rök-
stuðnings. Þáverandi utanrík-
isráðherra, Halldór Ásgrímsson,
fullvissaði lesendur Morgunblaðs-
ins um að þrátt fyrir úrskurðinn
væru stjórnvöld ákveðnari í því en
nokkru sinni fyrr að ráðast í
Kárahnjúkavirkjun. Landgræðslu-
stjóri var í kjölfarið beittur mikl-
um þrýstingi af hálfu þriggja ráð-
herra – forsætis-, utanríkis-, og
landbúnaðarráðherra
– til að fá stofnuna til
að breyta umsögn
sinni í kæruferlinu.
Úrskurður umhverf-
isráðherra var því fyr-
irfram gefinn.
Landsvirkjun hefur
staðið fyrir linnulausri
áróðursherferð fyrir
virkjunum og jafnvel
gengið svo langt að
beina áróðri sínum að
skólabörnum. Óhróður
um náttúruvernd-
arhreyfinguna og tals-
menn hennar er enn
hluti af þeirri áróð-
ursherferð. Á vefsíðu
fyrirtækisins var ný-
lega hampað grein þar
sem skrifum Andra
Snæs Magnasonar er
líkt við hugmyndir um
Þriðja ríki nazista.
Slík skrif eru fyr-
irtækinu ekki til vegs-
auka og hljóta að
valda starfsmönnum
þess óþægindum. Eða,
hver getur verið stolt-
ur af slíkri framgöngu
eigin fyrirtækis?
Umfjöllun Morgunblaðsins s.l.
sunnudag um það álag sem starfs-
menn Landsvirkjunar eru undir
vegna gagnrýni á fyrirtækið er
góðra gjalda verð. Á hinn bóginn
er það ekki trúverðugt þegar að-
stoðarkynningarfulltrúi Kára-
hnjúkavirkjunar, Sólveig Dagmar
Bergsteinsdóttir, heldur því fram
að andstæðingar virkjunarfram-
kvæmda takmarkist við 101
Reykjavík. Bendir gangan mikla
niður Laugaveginn til þess? Slíkar
fullyrðingar aðstoðarkynningafull-
trúa Kárahnjúkavirkjunar varpa
rýrð á allt kynningarstarf Lands-
virkjunar.
Aðalatriðið er þó að ekki verður
dregin sú ályktun af úttekt blaðs-
ins s.l. sunnudag að náttúruvernd-
arhreyfingin á Íslandi hafi með
nokkrum hætti ráðist að starfs-
mönnum Landsvirkjunar. Engin
dæmi eru nefnd um slíkt enda
hafa Náttúruverndarsamtök Ís-
lands kappkostað að ástunda mál-
efnalega umræðu í gagnrýni sinni
á virkjanastefnu stjórnvalda. Því
ber leiðarahöfundum Morg-
unblaðsins að halda til haga.
Á Landsvirkjun
bágt?
Árni Finnsson gerir
athugasemd við leiðara
Morgunblaðsins
Árni Finnsson
» Lands-virkjun hef-
ur staðið fyrir
linnulausri áróð-
ursherferð fyrir
virkjunum og
jafnvel gengið
svo langt að
beina áróðri sín-
um að skóla-
börnum.
Höfundur er formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
og olíu. Sé sverð þitt stutt þá gakk
feti framar, sagði hernaðarþjóðin
Spartverjar. Hvernig væri að ganga
feti framar og fram fyrir skjöldu
sem friðarstillar? Nota herstöðina
fyrrverandi sem „basa“ fyrir slíkt?
Það er svosem ekkert nýtt við
þessa hugmynd. Hún er tæplega
þrjú þúsund ára gömul. Hebreska
þjóðfélagsrýninn Jesaja dreymdi í
riti sínu um samskipti þjóðanna: „Og
þær munu smíða plógjárn úr sverð-
um sínum og sniðla úr spjótum sín-
um.“ Kannski getur þessi forni
draumur ræst í herstöðinni á Mið-
nesheiði.
» Lítil dúfa með ólífu-viðarblað í goggi
hvíslaði því hins vegar
að mér að best væri að
breyta herstöðinni
miklu í ratsjárstöð frið-
arins.
Höfundur er prestur og
fyrrverandi forsetaritari.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
FASTEIGNASALAN
GIMLI
GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
SÉRBÝLI Í SMÁRAHVERFI
KÓPAVOGI ÓSKAST
Til mín hefur leitað fjölskylda sem óskar eftir 220 fm sérbýli í
Smárahverfi, Kópavogi. Æskilegt að eignin hafi a.m.k. fjögur
svefnherbergi. Um er að ræða traustan og fjársterkan aðila sem er
tilbúinn að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað.
Allar nánari upplýsingar veitir
Hákon Svavarsson í síma 898 9396.
Hákon Svavarsson
lögg. fasteignasali
gsm - 898-9396
Arnartangi10 –
174,2 m2 einbýlis-
hús.
Mjög fallegt og að-
laðandi 138,6 m2
einbýlishús á einni
Arnartangi 10
174,2 fm einbýlishús
Mjög fallegt og aðlaðandi 138,6 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 35,6 fm bíl-
skúr á mjög fallegri hornlóð með timburveröndum í Mosfellsbæ. Þetta er hent-
ugt skipulag, svefnherbergi eru aðskilin frá stofu og borðstofu og eldhús tengt
svefnálmu. Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan
húsið og tvær timburverandir í suðurátt.
**Verð kr. 39,9 m.**Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
kvíða og/eða þunglyndi. Og það að
vita að maður er ekki einn er mjög
mikilvægt.
Seinna fór ég að gera mér grein
fyrir hvað það hjálpaði mér mikið
að borða hollan mat, hreyfa mig
reglulega og hafa snyrtilegt í kring-
um mig. Mamma sagði mér meira
að segja um daginn að hún væri
farin að taka eftir því að um leið og
herbergið mitt væri ekki í topp-
standi færi mér að líða illa. Mér líð-
ur nefnilega stundum illa eins og
öðru fólki, þó að ég sé á bataleið.
En þó að þetta geti talist eðlileg
vanlíðan þá verð ég til dæmis mjög
hrædd um að festast í sama horfi
og ég var í en þá er bara málið að
rífa sig upp og fara að gera eitt-
hvað annað, alveg sama hversu erf-
itt það er.
Minn bati hefði örugglega orðið
meiri á skemmri tíma ef ég hefði
ekki verið svona hrædd við þessa
fordóma. Það er því mjög mik-
ilvægt að fræða þjóðina um geð-
sjúkdóma.
Höfundur er menntaskólanemi.