Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 28
Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Við erum hætt að elskahvort annað. – Við höf-um fjarlægst. – Viðgleymdum að rækta ást- ina. – Oftar en ekki er löng saga á bak við þessi orð glataðrar ást- ar,“ er meðal upphafsorða í bók Þórhalls Heimissonar Hjónaband og sambúð – leiðir til að efla ást, vináttu og hamingju. Þórhallur segir að bakgrunnur bókarinnar sé sá að hann hafi verið með hjónanámskeið í tíu ár, vítt og breitt um landið, sem mjög margir hafa tekið þátt í, jafnframt hefur hann verið með námskeið á Norðurlöndunum fyr- ir Íslendinga, en allt að átta þús- und manns hafa farið í gegnum námskeiðin hjá honum. „Í gegn- um tíðina hef ég oft verið spurð- ur að því hvort ég geti einhvern veginn tekið efnið saman og gert það aðgengilegt fyrir fólk því að margir komast ekki á námskeiðin af ýmsum ástæðum.“ Þórhallur segist þess vegna hafa ákveðið að taka saman þessa bók svo að fólk gæti lesið hana og velt henni fyr- ir sér. „Í henni eru verkefni sem hægt er að gera, bæði einn og með maka sínum. Ég hef líka fengið mikið af bréfum í gegnum tíðina frá fólki sem er með ýmsar áhyggjur, bæði af hjónabandi og sambúð. Hluta þeirra bréfa hef ég líka tekið með í bókina, til að gefa dæmi. Öll bréf eru auðvitað dulkóðuð þannig að enginn getur þekkt sitt eigið bréf eða vitað hver skrifaði það.“ Óháð trú, kyni, kynhegðun og samfélagsstöðu Bókin skiptist í annars vegar samskiptin á heimilinu, sambúð- ina, fjölskylduna og þjóðfélagið almennt og svo verkefnin og bréfin. „Bókin er ekki bara fyrir fólk sem er í vanda í sínu sambandi heldur líka, og kannski miklu frekar, fyrir fólk sem vill gera sitt samband ennþá betra og hamingjusamara,“ segir Þórhall- ur. „Það má þó í raun segja að bókin sé á vissan hátt ráðgjöf, ef t.d. maki hefur haldið framhjá, ef áfengisvandi er á heimilinu eða fólk er jafnvel hætt að tala saman og finnst að það skilji ekki hvort annað eða börnin. Þá má glugga í bókina til að sjá hvort þar er eitt- hvað sem getur hjálpað. Bókin er líka þannig að ef fólk vill bæta líf sitt eða sinna nánustu er hægt að skoða bókina til að fá hug- myndir,“ segir hann. Fólk finni sinn eigin sannleika Morgunblaðið/Eyþór Góð ráð Þórhallur Heimisson hefur skrifað bók um hjónaband og sambúð. lifun 28 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vonandi eru það góðar ognotalegar minningar semkoma upp hjá flestumþegar minnst er fyrstu íbúðarinnar, þegar farið var að „búa“ í fyrsta skipti. Sterk tilfinning sjálfstæðis fylgir þessum tímamót- um en kannski líka svolítill hjart- sláttur. Ungt fólk sem er að byrja að búa er oft í skóla og á ekki mikla fjár- muni og þá þarf að taka skyn- samlegar ákvarðanir. Freydís Guðný Hjálmarsdóttir og Jökull Auðunsson eru ungir háskólanemar sem höfðu lengi leitað sér að sinni fyrstu íbúð, en þegar leitin gekk ekki sem skyldi ákváðu þau að þiggja boð foreldra Freydísar og koma sér upp notalegum íverustað í kjallara húss foreldranna þangað til að hentugra húsnæði fyndist. Þau tóku í gegn stórt herbergi sem hafði áður hýst skrifstofu og gerðu úr því hentugt fjölnota rými með persónulegum stíl.Þegar komið er í heimsókn til Freydísar og Jök- uls, er það útsýnið og gullfalleg stað- setningin sem vekur athygli blaða- manns. Þau búa í bryggjuhverfinu og snýr húsnæði þeirra að fallegri bryggju með bátum við festar. Heimili og vinnuaðstaða Þegar þau voru að koma sér fyrir varð að hafa í huga að þau þyrftu bæði vinnuaðstöðu þar sem þau eru bæði í háskólanámi, auk þess sem Freydís er flugfreyja hjá Jetex en Jökull vinnur að vefsíðuhönnun hjá Hinu íslenska ráðgjafahúsi. Húsgögnum var því endurraðað í rýminu og komið þannig fyrir að það nýttist vel. Sófasettið og skrifborðið var í eigu fjölskyldu Freydísar en hillur og kommóður keyptu þau til þess að koma öllu haganlega fyrir. Og þar sem Freydís hefur verið að vinna sem flugfreyja í sumar hefur hún haft tækifæri til þess að finna fallega húsmuni út um allan heim. Hún segist hafa verslað í Berlín, Kaupmannahöfn og London. Þau Freydís og Jökull segjast hafa feng- ið mikinn áhuga á hönnun þegar þau byrjuðu að koma sér fyrir og eru skipulagðir staflar af hönnunar- blöðum á gólfinu til vitnis um áhug- ann. „En lykilatriðið var að hafa þetta ódýrt, hentugt og töff!,“ eins og Freydís orðar það. Í einu og sama rýminu er að finna svefnaðstöðu, vinnuaðstöðu, stofu og svo tekur Freydís upp pensil öðru hverju og þá þarf að vera pláss fyrir trönurnar. Rýmið er því svo sann- arlega fjölnota. Verkefnin eru þó ekki aldeilis á enda hjá unga parinu sem nýlega fann draumaíbúðina og skrifaði und- ir kaupsamning sama dag og blaða- maður og ljósmyndari komu í heim- sókn. Þau segjast hlakka mikið til að takast á við það verkefni, en það þarf að leggjast í nokkrar end- urbætur á nýja húsnæðinu. Það ætti líka að ganga eins og í sögu, því Freydís og Jökull eru í góðri æfingu og hefur tekist mjög vel að koma sér fyrir á hlýlegan hátt með persónu- legum stíl á ódýran hátt. Stofan Húsgögnunum var komið þannig fyrir að sem best mætti nýta rýmið. Vinnuaðstaðan Það er rúmt um Jökul við tölvurnar þó íbúðin sé ekki stór. Jökull og Freydís Láta fara vel um sig í fyrstu íbúðinni. Í bakgrunni má sjá trönurnar og verk Freydísar. Ódýrt, hent- ugt og töff! Námsmenn þurfa oft að geta gert mikið úr litlu og þeim Freydísi Guðnýju Hjálmarsdóttur og Jökli Auð- unssyni hefur, eins og Sigrún Sandra Ólafsdóttir komst að, svo sannarlega tekist að gera sína fyrstu íbúð vel úr garði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftirfarandi eru nokkrir punktar af Gátlista hamingjunnar sem gefinn er upp í lok bókar Þórhalls.  Ég rækta ástina í samskiptum mínum við maka minn með því að fullnægja þörf- um okkar beggja fyrir hrós, viðurkenningu, snertingu, hlýju, virð- ingu og umhyggju.  Ég get gagnrýnt á uppbyggilegan hátt og tekið gagnrýni.  Ég byggi upp fjöl- skyldu mína með því að segja hvernig mér líður í sambandi okk- ar. Ég beiti ekki þögn sem vopni.  Ég get fyrirgefið og þegið fyrirgefn- ingu. Gátlisti hamingjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.