Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR mörgum árum var Ru- dolph Guiliani kosinn borgarstjóri New York borgar. Á þeim tíma var tíðni glæpa há og lögregla réði illa við vandann. RG hafði heitið í kosningabaráttu sinni að færa NY til betra horfs og m.a lækka glæpa- tíðni. RG réði lögreglustjóra og ætlaði honum að lækka glæpatíðn- ina snarlega. Við- fangsefnið var einfalt. Grasrótin skyldi tekin fyrir og skorið á tengsl hennar við glæpagengin. Glæpum snarfækkaði við þess- ar hertu öryggis- áherslur lögreglunnar. Lagaramminn var skýr sem og sekt- arákvæði. Síðan kom til kasta dómstólanna að beita þeim. Við nútímavæðingu Íslenska þjóðfélagsins hafa margir menningarstraumar borist að ströndum landsins og þjóðfélagshópar tileinkað sér þá í mismiklum mæli. Miðlar eins og kvikmyndir, dagblöð, tímarit og netið eru aðgengilegir fyrir hvern þann sem þyrstir í fróðleik og skemmtun. Eins og gefur að skilja að þá eru þessir menningar- straumar okkur mis hollir. Ung- lingar taka sér ýmsar fyrirmyndir frá þessum miðlum og telja þá sjálfsagðan raunveruleika. Má m.a nefna kvikmynd á borð við „Too fast and furious“. Kvikmynd þessi gengur út á kraftmikla bíla, kapp- akstur óháð umferðalögum og gerir gys að lögreglunni. Greina verður milli gamans og alvöru og er það skylda okkar „ráðsetta“ fólksins að kenna æskunni að greina skilin þarna á milli. Foreldri/foreldrar vinna mis mikið og tími fyrir barnauppeldi verður oft ekki nægj- anlegur. Sum börn verða jafnvel vanrækt og sýna foreldrunum, kennurum og samfélaginu lítilsvirð- ingu og agaleysi. Ég dreg þá ályktun að ungu öku- mennirnir sem með óskiljanlegu at- hæfi sínu í Ártúnsbrekkunni þann 23. september sl. og 2. október sl. við Smáralindina hafi tekið ein- hverja af kappaksturs kvikmynd- unum sér til fyrirmyndar. Ungu ökumennirnir stofnuðu lífi fjölda fólks í hættu með ábyrgðarlausu athæfi sínu. Eðlilegast væri að öku- maður jepplingsins legði fram kæru á hendur ökuníðingsins fyrir tilraun til manndráps. Hvað varðar farþeg- ana í bílum ökuníðing- anna mega þeir at- huga sinn gang og leggja betur mat á sitt eigið líf. Mikið átak var sett í gang til að stemma stigu við ýmsum um- ferðarlaga brotum m.a hraðakstri og ölvunar- akstri. Viðbrögðin sem átakið fær og end- urspeglast í þeim brotafjölda sem lög- reglan upplýsir vekur furðu mína. Það er eins og ákveðnir aðilar espist upp við þetta og keppist við að gerast brotlegir við umferðar og landslög. Ég er ekki refsiglaður maður. En mér er nóg boðið þetta skeyt- ingarleysi og óvirðing sem okkur almennu borgurum sýnt. Herða þarf sektarákvæði verulega, en það er sennilega eina ráðið sem fólks skilur. Sýna má ákveðna mildi með að láta þann brotlega vinna ákveðið hlutfall sektar í formi samfélags- þjónustu á deildum spítalanna þar sem fórnarlömb umferðarslysa dvelja. Sýna blákaldan veruleikann! Hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. Styrkja mætti þá ökuskóla sem nú eru til staðar með opinberu fjár- magni Þar væri kennt að aka í raun við misjafnar aðstæður eins og snjó, hálku, lausamöl og aðrar aðstæður. Einnig þyrfti að vera til hermir sem notaður yrði til að kenna nemendum að leggja mat á aðstæður og hraða farartækja eins og mótorhjóla sem dæmi. Að loknu ökuprófi er bráðabirgða skírteini gefið út. Engin undanþága ætti að vera gefin á brotum. Við gróf brot eins og ofsaakstur og ölv- unarakstur þá varði það missi prófsins og jafnframt að viðkom- andi þyrfti þá að taka prófið á nýj- an leik. Ákveðnar takmarkanir verði settar á afl bifreiðar sem handhafi bráðabirgða ökuskírteinis ekur. Hvað hefur óharðnaður 17 ára ung- lingur í dag að gera við 200 ha bif- reið á meðan hann er að þróa sína ökuleikni og þroska til að takast á við lífið? Ég fagna vinnu fagfólksins í Samgönguráðuneytinu sem vinnur hörðum höndum að því að koma sektar ákvæðum vegna umferð- arlagabrota í það horf sem breyttar ástæður kalla á. Lögreglan þarf á meira fjármagni sér til handa til að eðlilegur rekstur og eftirlit geti farið fram. Einnig mætti umferð- arlögreglan vera miklu sýnilegri. Sakamálin verði fyrr tekin fyrir og afgreidd hraðar. Innheimtu sekt- arákvæða breytt þannig að ekki verði undan skotist og vísa ég til aðferðar sem dönsk lögreglu- yfirvöld nota við sína innheimtu. Ef ekki er greitt á tilsettum tíma þá er atvinnurekanda gert skylt að sjá um innheimtu með því að halda eft- ir launum sem sektarupphæð nem- ur. Ef sá brotlegi er atvinnulaus sér skatturinn um að innheimta. „Flýtum okkur hægt.“ Flýtum okkur hægt Þrymur Sveinsson fjallar um umferðarmál » Lögreglan þarf ámeira fjármagni sér til handa til að eðlilegur rekstur og eftirlit geti farið fram. Einnig mætti umferðarlög- reglan vera miklu sýni- legri. Þrymur Sveinsson Höfundur er öryggisráðgjafi. UMRÆÐAN um stöðu lesblindra barna við töku sam- ræmdra prófa hefur verið villandi og oft og tíðum röng. Ým- islegt er gert til þess að mæta þörfum þessara einstaklinga. Í dag fá nemendur með lesblindu marg- víslega aðstoð í sam- ræmdum prófum og má þar t.d. nefna að nemandi með les- blindu getur fengið lengri próftíma, hann getur leyst hluta prófsins í tölvu eða sérútbúnu hefti á lit- uðum pappír með letri sem hentar les- blindum betur. Einn- ig getur nemandi með lesblindu fengið prófið lesið á geisla- diski. Til viðbótar og í kjölfar óska nokk- urra foreldra og kennara lesblindra nemenda í 4. og 7. bekk heimilaði ég undanþágu við lesskilningshluta samræmdra prófa í haust. Und- anþágan er fengin ef kennarar og forráðamenn lesblinds nemanda telja að viðkomandi nemandi beri skaða af próftökunni og geta for- eldrar og skólinn nú ákveðið að nemandi geti sleppt þeim hluta prófsins sem veldur vandanum. Það er rangt að halda því fram að ekki sé komið til móts við þarfir lesblindra nemenda í samræmdum prófum. Skólastarf á að vera í sífelldri endurskoðun og það þarf að horfa til framtíðar. Á næstu misserum þarf að huga sérstaklega að því hvernig við getum hlúð enn betur að lesblindum nemendum í ís- lenskum skólum. Marka þarf stefnu um málefni lesblindra nem- enda. Ég hef látið vinna undirbúnings- vinnu fyrir slíka stefnumörkun í menntamálaráðuneyt- inu frá því snemma í vor. Gerð var athugun á afstöðu bekkjar- kennara og foreldra á þjónustu við börn sem eiga í erfiðleikum með lestur og lestrarnám. Var þessi athugun framkvæmd í fram- haldi af úttekt menntamálaráðuneyt- isins á meðal skóla- skrifstofa um hvernig staðið er að lesblindu- málum í sveitarfélög- unum. Þessi undirbún- ingsvinna mun nýtast vel í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu dögum mun ég skipa nefnd sem verður falið að fjalla um málefni les- blindra nemenda í grunn- og framhalds- skólum. Nefndin skal m.a. skila tillögum um hvernig haga skuli próftöku les- blindra nemenda á samræmdum prófum og um heimildir til und- anþága og frávika. Nefndin skal taka mið af þeirri undirbúnings- vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum mánuðum í mennta- málaráðuneytinu í málefnum les- blindra nemenda. Ég hef miklar væntingar til vinnu þessarar nefndar enda mik- ilvægt að móta stefnu í málefnum lesblindra nemenda. Stefna í mál- efnum lesblindra nemenda Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir fjallar um málefni lesblindra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir »Ég hef mikl-ar vænt- ingar til vinnu þessarar nefnd- ar enda mik- ilvægt að móta stefnu í mál- efnum les- blindra nem- enda. Höfundur er menntamálaráðherra. ENN er til fámennur hópur fólks sem telur þá sem hafa skoð- un á samkynhneigð vera fámenn- an hóp. Ég var ekki hissa á svari Guðmundar Inga þeg- ar hann tjáði sig um grein mína sem birt- ist í Morgunblaðinu hinn 26.09. 2006. Þar var ég einfaldlega að benda á að umræðan um samkynhneigð er of oft ekki málefnaleg og að við aukin rétt- indi samkynhneigðra vakna ýmsar spurn- ingar. Svar Guð- mundar minnir á mann sem er orðinn langþreyttur eftir langa baráttu. Þess vegna get ég mætt skilningi hans þannig að hann sé orðinn þreyttur á mönnum eins og mér. Samkynhneigðir hafa barist fyr- ir málstað sínum lengi og í dag sýnist mér að þeir séu búnir að ná vissum áfanga í baráttu sinni. Þær spurningar sem hinn fjöl- menni hópur hefur, sem ég til- heyri, er t.d. hvaða áhrif munu þessi réttindi hafa á það samfélag sem við búum í? Því miður hefur umræðan um aukin réttindi sam- kynhneigðra ekki skilað nægileg- um svörum til þjóðarinnar sem ég tel eiga fullan rétt á að fá öll þessi mál fram í dagsljósið. Það sem ég á við er að við getum kynnt okkur þær rannsóknir sem tala gegn auknum réttindum samkyn- hneigðra. En hver hefur brugðist því hlutverki að upplýsa þjóðina um þær rannsóknir sem tala gegn réttindum samkyn- hneigðra? Eru það kannski fréttamenn- irnir sem hafa ekki kynnt sér málin nægi- lega? Fjöldi rannsókna bendir t.d. á og varar við því að samkyn- hneigðir fái að ætt- leiða börn. Þau lönd sem hafa gefið leyfi fyrir því að ættleiða börn til Íslands leyfa ekki samkynhneigðum að ættleiða börn. Ég spyr, af hverju er varasamt að láta samkynhneigða ættleiða börn? Það er t.d. ein af ástæðunum fyrir að hjá mér vakna spurningar um réttindamál sam- kynhneigðra. Þegar Guðmundur talar um mannréttindi get ég ekki tekið undir það nema að takmörkuðu leyti. Þeirra réttindi eru frekar sérréttindi og ég tel að fólk eigi ekki að fá einhver sérréttindi bara út á kynhneigð sína eða lífsstíl eins og ég kýs að kalla það. Ef til eru rannsóknir sem vara við því að samkynhneigðir ættleiði börn hljótum við að spyrja okkur, hver séu réttindi barnanna. Hafa þau ekki mannréttindi. Eiga börn ekki rétt á því að eiga bæði föðurímynd og móðurímynd? Uppfyllir ekki faðir þarfir barns á annan hátt en móðirin gerir? Ég held að stjórn- völd ættu að kynna sér hinn al- þjóðlega barnasáttmála. Ég vil benda lesendum á grein eftir Steingrím Ómar Lúðvíksson sem birtist í Morgunblaðinu hinn 8.6. 2000, Fordómagrýla samkyn- hneigðra. Einnig vil ég benda á grein eftir Eddu Sif Sigurðar- dóttur sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 30.5. 2000, Siðferði eða fordómar? Því miður fannst mér Guð- mundur ekki vera málefnalegur þegar hann svaraði grein minni. Í staðinn fyrir að tjá sig efnislega um greinina fór hann að vega að fólki sem hefur aðra skoðun en hann og talaði um hinn þögla hóp. Ég tel að réttindamál samkyn- hneigðra séu sérréttindi og þess vegna geta þau ekki verið mál- efnaleg og tjáð sig efnislega um sín mál. Verum málefnaleg í vafasömum málefnum Böðvar Ingi Guðbjartsson svarar grein Guðmundar Inga Guðbrandssonar » Fjöldi rannsóknabendir t.d. á og varar við því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Böðvar Ingi Guðbjartsson Höfundur er pípulagningamaður. ATHYGLISVERT hefur ver- ið að fylgjast með því hvernig Árni Þór Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson hafa náð saman að undanförnu. Það sem sameinar þessa menn er að þeir telja báð- ir að vinstri grænir hafi haft frumkvæði að því að breyta áætlunum vinstri grænna, Sam- fylkingarinnar og Alfreðs Þor- steinssonar um að byggja 600 sumarbústaði við Úlfljótsvatn. Rökin sem þeir félagar nota er að á fundi borgarstjórnar 6. júní sl. hafi vinstri grænir lagt fram tillögu þar sem lagt er til að áformin verði endurskoðuð. Það er alveg rétt að vinstri grænir, nánar tiltekið Árni Þór Sigurðsson, lagði fram þessa til- lögu á síðasta fundi síðustu borgarstjórnar, þegar kosn- ingar voru afstaðnar og ljóst að VG var ekki lengur í meirihluta. Með tillögunni var greinargerð og lokaorð hennar voru eftirfar- andi: ,,Þessi tillaga er efnislega samhljóða tillögu sem fulltrúar D-listans í stjórn OR lögðu fram á stjórnarfundi þann 17. maí.“! Hvernig geta fulltrúar vinstri grænna verið með frum- kvæði í málinu ef að þeir end- urflytja efnislega tillögu okkar sjálfstæðismanna?! Að auki má benda á að vinstri grænir sam- þykktu tillöguna um sum- arbústaðabyggðina í stjórn OR gegn mótmælum okkar sjálf- stæðismanna í maí 2005 og und- irritaður barðist gegn þessum áformum í ræðu og riti löngu áður en tillaga vinstri grænna var lögð fram. Einnig var það undirritaður sem vann málið fyrir hönd nýs meirihluta sl. sumar en það var erfitt að breyta þessum áætlunum þar sem gengið hafði verið frá öll- um samningum um uppbygg- inguna af R-listanum. Árni Þór nefndi drengskap í grein sinni, hann hlýtur að leiðrétta skrif sín. Guðlaugur Þór Þórðarson Alfreð, Árni Þór og Úlfljótsvatn Höfundur er alþingismaður og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.