Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning HVÍTUR GRACE HÁFUR - 206.657 kr. TEKK INNRÉTTING: 510.700 HVÍT QUARTS BORÐPLATA: 417.360 SPAN HELLUBORÐ: 135.990 OFN: 138.990 VASKUR: 69.900 BLÖNDUNARTÆKI: 21.900 HRÆRIVÉL: 15.999 PIPARKVÖRN: 2.999 SKÁL: 2.599 GRACE HÁFUR: 206.657 KRÚS (2 stk) : 2.999 ÍSLENSKAR tónsmíðar hafa ávallt verið fyrirferðarmiklar í starfsemi Hamrahlíðarkórsins. Það er því við hæfi að tónleikar, sem kórinn heldur klukkan 14 í Hallgrímskirkju í dag á vegum Norrænna músíkdaga, séu helgaðir tónlist eftir átta íslensk tón- skáld. Þeirra á meðal eru Örlygur Benediktsson og Mist Þorkelsdóttir, en þau eiga það sameiginlegt að hafa sungið með kórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á sínum yngri árum. Lög fyrir tónskáldabörn Örlygur og Mist eiga sitt verkið hvort á tónleikadagskránni. Verk Mistar heitir því forvitnilega nafni Vikivaki fyrir stúdínufrænkur og segist hún hafa samið það fyrir ári í tilefni stúdentsútskriftar dóttur sinnar og frænku hennar. Það var einmitt Hamrahlíðarkórinn sem frumflutti lagið við þau tímamót, en þær frænkur, og reyndar sonur Mistar sömuleiðis, eru í kórnum. Hlæjandi segir Mist hefð vera fyr- ir því að kórinn frumflytji lag þegar börn tónskálda útskrifist. „Þegar ég útskrifaðist þá samdi pabbi fyrir kórinn,“ upplýsir hún en Mist er dóttir Þorkels Sigurbjörns- sonar sem einnig á verk á tónleik- unum, Á raupsaldrinum. „Ég held að Karólína [Eiríksdóttir] hafi samið fyrir sína dóttur þegar hún útskrif- aðist og Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son fyrir sinn son,“ heldur hún áfram og er augljóslega skemmt við tilhugsunina. Lag Jóns Nordals, Heilræðavísa, sem sömuleiðis verð- ur flutt í dag, segir Mist vera af sama meiði, samið fyrir dóttur Jóns í tilefni útskriftar hennar. Er verkum Jóns gert sérstaklega hátt undir höfði á tónleikunum enda áttatíu ára afmælisár þessa virta tónskálds. Tvö lög eftir Snorra Sigfús Verk Örlygs, Ísland, við samnefnt kvæði Hannesar Péturssonar, var skrifað árið 2004 fyrir 350 manna samkór á árlegu kóramóti fram- haldsskólakóra. Síðan hafa Hamra- hlíðarkórarnir flutt það við ýmis til- efni, nú síðast á Evrópumóti ungmennakóra, Europa Cantat, í Mainz í Þýskalandi í sumar. Auk verka sem þegar hafa verið nefnd syngur kórinn verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Huga Guðmunds- son og Hauk Tómasson. Þá frum- flytur hann tvö lög eftir Snorra Sig- fús Birgisson. Eðli málsins samkvæmt hafa hvorki Mist né Örlygur heyrt verk Snorra en Mist segir að börnin sín séu hæstánægð með verkefnaskrána alla. Að syngja lög Jóns Nordals segja þau svo vera einstaka upp- lifun. Örlygur, sem sjálfur hefur sungið flest verk Jóns með Hamra- hlíðarkórnum, segir þau geysilega merkileg og einstaklega falleg. „Það er heiður að mitt verk sé upphafið að tónleikadagskrá undir stjórn Þor- gerðar sem verk Jóns slá botninn í,“ segir hann að lokum. Einstök upplifun að syngja verk Jóns Nordal Morgunblaðið/Sverrir Ungdómur Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika í Hallgrímskirkju á vegum Norrænna músíkdaga í dag. Hamrahlíðarkórinn syngur íslensk verk á tónleikum í Hallgrímskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.