Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 33 Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun gildir 16. okt. - 6. nóv. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is bókanlegt frá 13. október Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 3 4 4 7 2 1 0 / 2 0 0 6 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð. Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram. Fyrir skemmstu rakti undirrit- aður í stuttri klausu í Morg- unblaðinu aðfarir bankaráðs- manna Landsbanka Íslands, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, við sölu á hlutabréfum bankans í Vátrygg- ingarfélagi Íslands, en þær at- hafnir voru undanfari sölu bank- ans. Í ljós kom, að hlutabréf Landsbankans voru seld S- hópnum svonefnda fyrir 6,8 millj- arða króna. Þessi bréf seldi S- hópurinn 3 – þremur – árum síðar fyrir rúmleg 31 milljarð króna. Mismunur rúmir 24 milljarðar. Á sölu hlutabréfa Landsbank- ans í VÍS á sínum tíma báru aðal- ábyrgð þeir Helgi S. Guðmunds- son og Kjartan Gunnarsson, vafalaust að undirlagi þáverandi bankamálaráðherra, framsókn- arfrúarinnar frá Lómatjörn. Ær- in ábyrgð hlýtur það að teljast, enda tukthússök. En sagan var ekki hálfsögð. Það kemur í ljós við kaup S- hópsins á FL-Group að einn af að- almönnum S-hópsins reynist vera hinn sami Helgi S. Bankaráðs- maðurinn hefir sem sagt gefið sjálfum sér milljarðana við svo- kallaða sölu VÍS-bréfanna til S- hópsins. Það er ennfremur bókað að Kjartan Gunnarsson á vænan hlut í Landsbanka Íslands og hefir sem bankaráðsmaður í fyrrum Landsbanka ráðið miklu um það verðlag, sem hann sjálfur naut við kaup sín í nýja Landsbankanum. Það er eftir öðru að Helgi þessi S skuli vera formaður stjórnar Seðlabanka Íslands – eða kannski við hæfi. Þessi dæmi sýna ljóslega hverskonar framsóknar- forarvilpu ríkisstjórnarmenn eru sokknir í, enda munu þeir aldrei leyfa opinbera rannsókn á mála- vöxtum meðan þeir sitja á valda- stólum. Eru það kannski þessir kónar sem nýi forsætisráðherrann á við þegar hann segir í alþingi á dög- unum: ,,Ég missi ekki svefn yfir því að einhverjir aðilar hafi hagn- ast á viðskiptum.“ Á hinu kynni að verða stutt bið að einhverjir af bankaræningj- unum yrðu andvaka. Sverrir Hermannsson Bankaræningjar Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÁRIÐ 1928 voru Samúel Ólafs- son söðlasmiður og Magnús V. Jó- hannesson skipasmiður ráðnir sem fyrstu launuðu starfsmenn Reykja- víkurbæjar til að sinna fátækra- málum. Nútíma- velferðarþjónusta er arftaki fátækra- afgreiðslunnar, enda þótt markmið og úr- ræði hafi gjörbreytt um ásýnd. Mikið álag var á skrifstofu fá- tækramála um þetta leyti enda ríkti efna- hagskreppa. Skipa- smiðurinn og söðla- smiðurinn höfðu reynslu af störfum fyrir bæinn með setu sinni í niðurjöfn- unarnefnd. Þeir höfðu starfað þar ólaunað og tók það Magnús hálfan daginn og missti hann vinnuna fyrir vikið. Fékk hann þá launavinnu við útburð og innheimtu útsvarsseðla og við lögtök sem var hans sögn eitt óvinsælasta starf bæjarins. Það sem knúði borgarstjóra síðan til að ráða Magnús og Samúel í fátækra- málin var að nefndarmeðlimir sem sinntu störfum ólaunað sem borg- aralegri skyldu voru orðnir mjög tregir til að mæta og taka að sér verkefnin. Pólítískir stjórnendur Reykjavík- urborgar réðu nýlega nýjan sviðs- stjóra Velferðarsviðs. Hinn nýráðni starfaði um skeið á sömu stofnun og láta starfsmenn frá þeim tíma vel af henni. Það eru góðu frétt- irnar í málinu en jafnframt er að- kallandi að benda á að ráðningin er umdeilanleg. Formaður Velferð- arráðs borgarinnar tjáði sig um málið í grein í Mbl. 2.okt. sl. Fyr- irsögn greinarinnar er „Staða sviðsstjóra velferðarsviðs er stjórn- unarstaða“ og kemur sú fullyrðing ekki á óvart. Starf sviðsstjóra Velferðarsviðs er fjölþætt. Hann þarf að hafa góða þekkingu á innviðum og einkennum stofnana og kunna að greina og stýra margþættum samskiptum og ákvarðanatöku. Þetta geta ýmsir gert sem lært hafa stjórnun og rekstur. Það sem við bætist í vel- ferðarstjórnun er m.a. krafa um trausta þekkingu á veik- og styrk- leikum mannsins, á samskiptum hans við aðra og á tilurð, vexti og viðgangi ýmissa félagslegra fyr- irbæra. Þar reynir m.ö.o. á hæfni til að samþætta þekkingu úr ýms- um greinum félagsvísinda. Í velferðarþjónustu eru teknar ákvarðanir sem valda oft straum- hvörfum í daglegu lífi, bæði þeirra sem nýta sér almenna þjónustu s.s. öldrunarþjónustu og félagslegan stuðning og þeirra sem standa til langframa höllum fæti í lífinu. Þess vegna er farsælast að stjórnandi sem er sérhæfður í velferðarmálum standi í brúnni. Á þessu sviði er miklum fjármunum forvaltað og því þurfa fjárglöggir menn að vera á ferð. Mörgum slíkum er til að dreifa sem geta stutt við sérfræð- inga í velferðarþjónustu sem og á öðrum sviðum. Því ber að fagna að nokkrir mjög hæfir sérfræðingar á sviði stjórn- unar sóttu um starfið. Það er ekki sjálfgefið því að hér um ræðir eitt af mestu álagsstörfum sem um get- ur hérlendis m.a. vegna þess hve viðkvæm mál eru og á stundum lítt viðurkennd. Formaður Velferðarráðs bendir á að það sé mikilvægt að nýta þekk- ingu fagaðila þegar það á við og hafi því sérstaklega verið litið til stjórnunarhæfni og reynslu við ráðninguna. Ég tel að ekki hafi ver- ið litið til réttrar fagþekkingar því að ákvarðanir um velferð fólks eiga að vera í höndum yfirstjórnanda sem er sérhæfður á því sviði. Ákvörðuninni má líkja við það að prófastur með stjórnunarreynslu þætti hæfastur sem skattrann- sóknastjóri. Það er e.t.v. þörf á að upplýsa hina pólitísku stjórnendur um að rétt eins og hægt er að mennta sig í stjórnun menntastofn- ana og heilbrigðisstofnana og al- mennt í opinberri stjórnsýslu er hægt að mennta sig í velferðarstjórnun. Ég er sammála því að þessi staða er ekki frá- tekin fyrir eina fag- stétt enda tryggja prófgráður á sviði vel- ferðarmála því miður ekki gæði fremur en meistaranám í við- skiptafræði og stjórn- un. Tvímælalaust hefði átt að ráða umsækj- anda með stjórn- unarhæfni og við- urkennda sérþekkingu í velferðarstjórnun. Slíkir umsækj- endur hljóta að hafa blasað við þeim sem fjölluðu um ráðninguna því að í hópnum var að finna ein- staklinga með langvarandi reynslu á sviði velferðarstjórnunar og m.a. með próf upp á vasann í félagslegri stjórnun og stjórnsýslu svo sem fé- lagsráðgjafar, félagsfræðingar o fl. í þessum geira afla sér gjarnan. Því hafði ég orð á sögubrotinu í inngangi greinarinnar að formaður Velferðarráðs minnist á það að for- veri fv. sviðsstjóra hafi verið lög- fræðingur, en mér er ókunnugt um hve margir höfðu þá sérhæft sig sem viðskiptafræðingar. Ég veit hins vegar að lögfræðingurinn var reynslu sinnar og bakgrunns vegna réttur maður á réttum stað þegar hann var ráðinn. Það er ástæða til að rifja upp að sérhæfing var þá ekki hafin á sviði velferðarstjórn- unar hérlendis. Síðan hefur mikil þróun átt sér stað á þessu sviði, nýjar fagstéttir og sérhæft nám komið til sem hægt hefur verið að leggja stund á í nokkra áratugi við fjölmarga viðurkennda háskóla er- lendis. Velferðarmál og stjórnun á því sviði er verkefni sem njóta ber krafta sérhæfðs yfirstjórnanda. Hvort sem pólítík réð ráðningunni eður ei, en formaður gerir það að sérstöku umtalsefni í grein sinni, var þar ekki litið til nútíma þekk- ingarþróunar í velferðarmálum. Hvers konar yfirstjórnun hent- ar best í velferðarþjónustu? Guðrún Kristinsdóttir fjallar um ráðningu sviðsstjóra Velferðarsviðs » Velferðarmál ogstjórnun á því sviði er verkefni sem njóta ber krafta sérhæfðs yf- irstjórnanda. Guðrún Kristinsdóttir Höfundur er prófessor með sér- fræðileyfi á sviði félagsþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.