Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 37 Chevrolet Lacetti Station Kr. 1.892.000 www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 FerðabíllFjölskyldubíllSkólabíllFlutningabíllVetrarbíll Lacetti Meiri bíll – uppfullur af snjöllum lausnum Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að. Það eru 25 snjallar lausnir á geymslurými sem henta allri fjölskyldunni, bílstjórinn er með stjórnbúnað í stýrinu og geislaspilarinn tekur 5 geisladiska, svo fátt eitt sé talið. Það hefur verið hugsað fyrir öllu svo að þér og allri fjölskyldunni líði einstaklega vel í Chevrolet Lacetti. Komdu til okkar á Tangarhöfðann og skoðaðu Evrópulínuna frá Chevrolet, þín bíður reynsluakstur og kaffi á könnunni. Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Fjölskyldubíll í sparifötunum A U K A BÚ N A Ð U R Á M Y N D :Á LF EL G U R MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð um stöðu tónlistarmála í Skálholti frá stjórn Skálholts: „Fyrir um hálfum öðrum áratug var gert samkomulag milli Skálholtsstaðar, fjögurra sókn- arnefnda Skálholtsprestakalls og sveitarfélagsins Biskupstungna- hrepps um að standa sameiginlega að stöðu organista fyrir staðinn og sóknirnar. Hefur staðurinn greitt organista tíu mánaða laun, sóknirnar saman ein mánaðarlaun og sveitarfé- lagið ein. Skálholtsstaður hefur síðan séð organista fyrir húsnæði og nokk- urri starfsaðstöðu. Organisti hefur stýrt starfi Skál- holtskórs, sem eftir atvikum hefur þjónað þörfum sóknanna allra og staðnum sjálfum í söng á Skál- holtshátíð og við sérstök tilefni. Kór- inn hefur fengið föst fjárframlög frá staðnum, auk starfsaðstöðu og fyr- irgreiðslu. Enn fremur hefur org- anisti byggt upp barna- og unglinga- kór í sóknunum, sem sóknirnar sjálfar hafa greitt fyrir. Loks hefur hann stýrt kammerkór Suðurlands. Þessir tveir síðarnefndu kórar hafa ekki starfað á vegum Skálholtsstaðar enda er þeirra hvergi getið í ráðning- arsamningi organistans. Þó hafa þessir kórar notið fyrirgreiðslu á staðnum. Aðdragandi breytinga í Skálholti Á undanförnum árum hefur um- fang starfseminnar á Skálholtsstað farið vaxandi. Þar kemur til aukið starf í tengslum við Skálholtsskóla, sívaxandi straumur ferðamanna og ný þátttaka dvalargesta frí- stundabyggða í helgihaldi staðarins. Dagana 9. og 10. janúar var hald- inn fundur með kirkjuráði, skólaráði Skálholtsskóla og þeim sem á staðn- um starfa. Þar komu fram hug- myndir um að sameina rekstur Skál- holtsstaðar og Skálholtsskóla, sem kirkjuráð féllst á. Á þessum fundi var fjallað sér- staklega um starfsemi skólans. Sam- kvæmt lögum um skólann starfar hann á þremur sviðum, sem nefnast guðfræðisvið, kirkjutónlistarsvið og almennt fræðasvið. Kom fund- armönnum saman um að þörf væri á að styrkja starfsemina á kirkju- tónlistarsviði og leita í því sambandi samstarfs við söngmálastjóra og Tónskóla kirkjunnar. Þá þegar lá ljóst fyrir að tónlistarstarfið á staðn- um yrði endurskipulagt og var haft á orði að hugsanlega væri nauðsynlegt að leggja niður starf organista í nú- verandi mynd og móta nýtt starf sem yrði að fullu í þágu Skálholts og aug- lýsa það. Í framhaldi þessa fundar var óskað eftir því að organisti Skálholts- dómkirkju myndi ræða þessa end- urskipulagningu við söngmálastjóra og fulltrúa Tónskólans og leggja þar fram sínar tillögur. Af því varð ekki en þó funduðu þessir aðilar um þessi mál tvívegis, í júlí og september, þar sem rætt var um væntanlegar skipu- lagsbreytingar á starfi organistans. Niðurstaða stjórnar Eftir að hafa hlustað á væntingar fólks og sérfróðra manna um aukið tónlistarstarf í Skálholti komst stjórn Skálholts að þeirri niðurstöðu að rétt væri að auglýsa hina nýju stöðu og veita fleirum en einum tækifæri til að sækjast eftir hinu nýja starfi. Hin nýja staða ætti að snúast um þrjá meginþætti. Fyrst væri þjón- ustan við hið reglubundna helgihald Skálholtsdómkirkju. Í öðru lagi ætti starfið að fela í sér þjónustu við starf- semi Skálholtsskóla og fræðslu þar. Í þriðja lagi ætti organisti að sinna ákveðinni listrænni forystu þar sem hann leitaðist eftir að ná fram auknu samstarfi og samþættingu alls tón- listarstarfs á staðnum auk samstarfs við söngmálastjóra og Tónskóla þjóð- kirkjunnar og Sumartónleika í Skál- holti. Viðbrögð við gagnrýni á uppsögn Eftir uppsögn organista 14.9. 2006 með þriggja mánaða uppsagn- arfresti, samkvæmt kjarasamningi hans og uppsögn sama dag á sam- starfssamningi við sóknarnefndir Skálholtsprestakalls og sveitarfélags Biskupstungnahrepps, sem þá var, barst hörð gagnrýni víðs vegar frá, sem vígslubiskup Skálholts hefur svarað fyrir hönd stjórnar Skálholts. Þessari gagnrýni var einnig svarað á fundi kirkjuráðs 21. og 22. september í samráði við formann stjórnar Skál- holts. Í framhaldi af fundi stjórnar org- anistafélagsins með biskupi í lok september, óskaði biskup eftir því að umfjöllunaraðilar ræddu þessi mál með stjórn Skálholts. Sá fundur var haldinn 3. október með starfs- mönnum á biskupsstofu og söng- málastjóra, sem óskaði sérstaklega eftir að stjórn Skálholts myndi leita eftir að ná sáttum. Tillögur stjórnar Skálholts eru þrjár: 1. Starfslokum organista sé frest- að til 31. maí 2007. 2. Ef sóknarnefndir Skálholts- prestakalls og sveitarstjórn Bál- skógabyggðar beita sér fyrir ráðningu organista á þeirra veg- um með hugsanlegri þátttöku annarra prestakalla og stofnana í uppsveitum Árnessýslu telur stjórn Skálholts koma til greina að Skálholtsstaður hagnýti sér þann starfskraft að einhverju leyti eftir samkomulagi við sóknirnar. 3. Núverandi organista verði gef- inn kostur á hinu nýja starfi frá 1. janúar 2007. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði þrír mánuðir. Náist ekki sam- komulag um erindisbréf og laun fyrir 31. desember 2006, nýtur hann starfsloka í samræmi við lið 1. hér að ofan. Drög að starfslýsingu organista Starf organista í Skálholti er fullt starf sem miðast við þjónustu hans á staðnum sem tónlistarstjóri. Þjón- usta hans við aðrar kirkjur Skálholts- prestakalls er óháð starfi hans á staðnum og ekki hluti af því starfi sem hér er fjallað um. Hann er starfsmaður Skálholtsstaðar og er ráðinn af stjórn Skálholts, sem sem- ur við hann um kaup og kjör. Í störf- um sínum heyrir hann undir formann stjórnar Skálholts, sem setur honum erindisbréf og framkvæmdastjóra Skálholts, hvað varðar fjárhag og framkvæmd starfsáætlunar. Starf organista í Skálholti felst einkum í þremur meginþáttum: A Skálholtsdómkirkja – Helgihald Messað er hvern helgan dag í Skálholti. Helgiþjónusta í Skálholts- kirkju miðast við þarfir og skyldur dómkirkju sem í senn þjónar sínum heimasöfnuði og kirkjunni allri óháð landfræðilegum sóknarmörkum. Organisti ber ábyrgð á organleik og söngstjórn í Skálholtskirkju og leit- ast við að halda við lýði kirkjukór með reglulegum æfingum. Hann leikur a.m.k. við tvær mess- ur í kirkjunni í mánuði hverjum og á stórhátíðum. Honum ber sumarleyfi í samræmi við það sem tíðkast í samn- ingum annarra organista. Ein messa hvers mánaðar er sérstaklega messa fyrir sóknarfólk í Skálholtssókn og semur stjórn Skálholts við sókn- arnefnd um hugsanlega þátttöku í því. Leitast er við að halda morgun- og kvöldbænir í kirkjunni hvern virkan dag. Organisti tekur þátt í þeim eftir samráði við aðra embættismenn staðarins og hefur forystu um að kenna staðarfólki meiri fjölbreytni í tíðasöng. B Skálholtsskóli – þjónusta og fræðsla. Organista í Skálholti ber að þjóna vegna helgihalds í tengslum við fundi, ráðstefnur, kyrrðardaga og önnur mannamót á vegum Skálholts- skóla, þegar eftir er leitað. Hann skal hafa samstarf við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og Tónskólann, m.a. um námskeiðahald og kennslu. C Skálholtsstaður – listræn for- ysta. Organista í Skálholti ber að leita samkomulags við Sumartónleika í Skálholtskirkju um það hvernig hann tengist þeim best til samstarfs og samþættingar Sumartónleika við annað tónlistarstarf og helgihald staðarins m.a. með tilliti til kirkju- tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar. Organisti í Skálholti sé til ráð- gjafar og aðstoðar við vörslu og úr- vinnslu gagna Helgisiðastofu. Organista í Skálholti ber sem ábyrgðarmanni orgela kirkjunnar að hafa forystu um að skipuleggja aukin not hljóðfæra í þágu kirkjutónleika og ferðamanna árið um kring. Organista í Skálholti ber að sækja starfsmannafundi með fram- kvæmdastjóra, þar sem unnið sé eftir samþykktri starfsáætlun og fjár- hagsáætlun, svo og að sækja þá fundi sem vígslubiskup kann að boða með honum og öðrum. Sr. Sigurður Sigurðarson, sr. Hall- dór Gunnarsson og Jóhann E. Björnsson.“ Staða tónlistarmála í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.