Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN ár hefur tals- verður samdráttur orðið í íslenska rjúpnastofninum. Á þessum vett- vangi verður ekki fjallað um ástæður þessa, en þær eru nokkr- ar. Sérfræðingar og veiðimenn hafa því talið nauðsynlegt að draga verulega úr rjúpnaveiðum. Fyrr- verandi umhverf- isráðherra, Siv Frið- leifsdóttir, ákvað að friða rjúpuna í þrjú ár. Veiðimenn og ýmsir aðrir voru afar ósáttir við friðunina. Í fyrra ákvað fráfar- andi umhverf- isráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, að rjúpnaveiðar skyldu hefjast aftur einu ári fyrr en áætlað var. Þegar veiðar hófust að nýju var rjúpna- veiðitíminn styttur um þrjár vikur og bannað var að selja rjúpur. Þá voru veiðimenn hvattir til að stilla veiðum sínum í hóf. Þessar að- gerðir þóttu nauðsynlegar til að vernda rjúpuna. Sölubann Rjúpan hefur lengi verið einn vinsælasti jólamatur Íslendinga. Það var því skiljanlegt að margir væru ósáttir við að geta ekki keypt jólarjúpurnar úti í næstu verslun. Þess má geta að árið 2002, árið fyrir rjúpnaveiðibann, snæddu 19,1% Íslendinga rjúpur um jólin. Eftir rjúpnaveiðibannið reyndu því margir að kaupa rjúp- ur beint af veiðimönnum. Eins og áður hefur komið fram er sala á rjúpum ólögleg. Þá voru veiði- menn hvattir til að veiða aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína. Und- anfarin 3 ár hefur því staðan verið sú að rjúpur hafa að mestu leyti aðeins verið á borðum veiðimanna. Allt bendir til þess að sala á rjúpum verði ekki leyfð á næstu árum, alla vega á meðan rjúpnastofninn nær ekki að rétta úr kútn- um svo um munar. Innflutt villibráð Síðastliðin ár hefur tíðkast nokkur inn- flutningur á kjöti, þar með talin villibráð. Sem kunnugt er eru talsverðir verndartollar á innfluttu kjöti. Innflutt villibráð er því mjög dýr. Í verslunum hafa verið á boð- stólum ýmsar tegundir af erlendri villibráð. Í því sambandi mætti nefna dúfur, akurhænur, fasana, rjúpur, hirti, hreindýr og héra. Þeir sem vilja snæða villibráð um jólin ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og ætti fjölbreytt úr- val erlendrar villibráðar á hag- stæðu verði að vera nokkur sára- bót fyrir þá sem ekki geta náð sér í íslenskar rjúpur. Vandamálið er, eins og áður sagði, að erlenda villibráðin er dýr í innkaupum. Til dæmis er 30% tollur á innfluttri villibráð sem ekki er óhóflegur en svo kemur sérstakur vernd- arskattur. Af rjúpum er hann t.d. 446 kr. á kílóið og á innflutt hrein- dýrakjöt 1.014 kr. á kílóið. Ljóst má vera að ef aðeins væri greidd- ur 30% tollur af erlendri villibráð en ofurskattar felldir niður, gætu Íslendingar keypt erlenda villi- bráð á hagstæðu verði. Þessi að- gerð myndi hafa það í för með sér að talsvert minni eftirspurn yrði eftir íslenskri villibráð, þar með talið rjúpum. Tekjutap ríkissjóðs yrði sáralítið en verðlækkunin myndi gagnast íslensku rjúpunni þar sem hún yrði ekki eins eft- irsótt verslunarvara. Gætum hófs Þýðingarmesta aðgerðin til verndunar íslenska rjúpnastofns- ins er að veiðimenn gæti hófs; veiði aðeins sem samsvarar einni jólamáltíð fyrir fjölskylduna. Reynslan sl. haust sýnir svo um munar að meirihluti íslenskra rjúpnaveiðimanna dró verulega úr veiðum sínum. Allir þurfa að leggjast á eitt svo að íslenski rjúpnastofninn megi ná sér á strik. Það á einnig við um rík- isvaldið. Þess vegna er afnám of- urgjalda á innflutta villibráð sárs- aukalaus aðgerð fyrir ríkisvaldið til verndunar rjúpunnar. F.h. stjórnar Skotveiðifélags Ís- lands. Erlend villibráð – verndun rjúpunnar Sigmar B. Hauksson skrifar um rjúpnaveiði » Þýðingarmesta að-gerðin til verndunar íslenska rjúpnastofnsins er að veiðimenn gæti hófs; veiði aðeins sem samsvarar einni jóla- máltíð fyrir fjölskyld- una. Sigmar B. Hauksson Höfundur er formaður Skotveiðifélags Íslands. Sagt var: Þarna var byggður vegur í fyrra. RÉTT VÆRI: Þarna var lagður vegur í fyrra. Eða: … gerður vegur … Gætum tungunnar NÚ ER sá tími að ganga í hönd að hálka fer að myndast á vegum landsins. Stór hluti ökumanna set- ur negld dekk undir bíla sína, ef að líkum lætur. Við Íslendingar sem áður bjugg- um við hreinasta og heilnæmasta andrúmsloftið, þurfum nú á þurr- um og kyrrum vetrardögum að búa við það að mengunarský grúf- ir yfir götum borgarinnar og þeim fjölmörgu, sem eru með sjúkdóma í öndunarfærum og lungum er ráð- lagt að hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Svíþjóð gefa rannsóknir til kynna að ævidögum Stokkhólmsbúa fækki meira af völdum svif- ryks en vegna um- ferðarslysa í borginni! Við ákveðnar að- stæður getur aukning svifryks hækkað dán- artíðni fólks um 6%. Svifryk er því hættu- legt heilsu manna, sérstaklega þó ef það kemst í lungu barna. Ég hvet foreldrafélög í leik- og grunnskólum höfuðborg- arsvæðisins, til að beita sér fyrir því að foreldrar skólabarna leggi sitt af mörkum til að minnka svif- ryk af völdum bifreiða sinna, því algengt er að almenningur geri sér ekki grein fyrir skaðsemi þess. Á síðari árum hefur svifryksmeng- un og heilsuspillandi áhrif hennar orðið til þess að notkun nagla- dekkja er bönnuð í ýmsum lönd- um, t.d. Japan. Ætla má að fólksbílar á negld- um dekkjum frá einu meðalheimili spæni upp nálægt hálfu tonni af malbiki á ári og „framleiði“ allt að 10 kg af heilsuspillandi svifryki. Svona getum við ekki hagað okkur til frambúðar. Einnig má bæta því við að Reykjavíkurborg þarf ár- lega að endurnýja um 10.000 tonn af malbiki vegna slits af völdum nagladekkja og það kostar til um 150 til 200 milljónum króna á ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að nauðsynlegt sé að aka á nagla- dekkjum á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikilvægt að ökumenn hafi það í huga. Hlýnandi veðurfar og aukin vetrarþjónusta Reykjavík- urborgar, vegagerðarinnar og ná- grannasveitarfélaganna, veldur því að við ökum nánast allan veturinn á auðum götum! Hvers vegna ekki að taka upp gjaldtöku af negldum hjólbörðum? Í Þrándheimi kostar 12.000 kr. að aka á negldum dekkjum og menn fá 10.000 kr. fyrir að skipta úr 4 negldum dekkjum yfir í ónegld dekk. Þar eru 33% ökutækja á negldum dekkjum og í Osló eru þau um 20%. Hvers vegna getur þorri ökumanna í Osló og Þrándheimi ekið á ónegldum hjólbörðum, en við ekki? Margir ökumenn aka á dekkj- um með slitnum nögl- um, sem hafa nánast ekkert notagildi, en gefa samt sem áður falska öryggistilfinn- ingu. Hvers vegna ekki að aka hægar í hálku og við vetraraðstæður? Ökutæki sem ek- ið er í mikilli hálku á 60 km/klst. þarf tvöfalt lengri hemlunarvega- lengd en ef það er á 40 km/klst. Margir standa í þeirri trú að tryggingafélögin geri kröfu um að vetrardekkin séu negld, það er ekki rétt, þau vilja að hjólbarðar hæfi aðstæðum, þ.e. vetrardekk við vetraraðstæður. Hugleiðið muninn á hreinum götunum nú í sumar og svo hvern- ig veturinn er með sandi og möl í vegköntum, leðjuaustri yfir bílana og með tilheyrandi grjótkasti, framrúðubrotum og skemmdum í lakki. Við verðum öll að taka ábyrgð á umhverfi okkar og gera það sem í okkar valdi stendur til að minnka mengun þess. Því getum við ekki leyft okkur lengur að aka á negld- um hjólbörðum. Við eigum áður en vetur gengur í garð að fjarlægja naglana úr vetrardekkjunum og leggja þar með okkar af mörkum til að minnka svifryk og heilsu- spillandi áhrif þess. Það er mitt mat að nagladekk séu ekki lengur valkostur í þéttbýlustu stöðum landsins vegna mengunar. Áður en þú setur nagladekkin undir! Sighvatur Arnarsson fjallar um svifryk og nagladekk » Við eigum, áður envetur gengur í garð, að fjarlægja naglana úr vetrardekkjunum og leggja þar með okkar af mörkum til að minnka svifryk og heilsuspill- andi áhrif þess. Sighvatur Arnarsson Höfundur veitir forstöðu Skrifstofu gatna- og eignaumsýslu á Fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. UNDANFARIN ár hefur borið æ meira á því að prestar og jafnvel djáknar séu með viðveru og kynn- ingar í grunnskólum landsins við öll möguleg tækifæri og hafa m.a. sett á fót kristilega ráðgjaf- arþjónustu innan veggja þriggja skóla. Í Hofsstaðaskóla í Garðabæ er þjónusta sem kallast Vinaleið. Á forsíðu vefseturs skól- ans má finna upplýs- ingar um þjónustuna, sem byggir á „kristi- legri sálargæslu og for- varnarstarfi“ sem Þór- dís Ásgeirsdóttir djákni var frumkvöðull að og er orðin sjö ára gömul. Verkefnið var upphaflega þróað í samvinnu við kirkju og skóla í Mosfellsbæ en þar er Þórdís með viðtöl og samskipta- námskeið fyrir börn. Vinaleið stendur einnig til boða í Flataskóla, Garðabæ í umsjón „skóladjákna“. Í lýsingu á Vinaleið í Hofsstaðaskóla segir: „Með stuðningsviðtölum við nem- endur er leitast við að leiðbeina, sætta, styrkja og gera heilt. Það er aðalinntak sálgæslunnar. … Sál- gæsluviðtölin eru stuðningsviðtöl en ekki meðferðarviðtöl. Góð samvinna er á milli fagaðila í grunnskólanum svo sem kennara, námsráðgjafa, sál- fræðinga, deildarstjóra sér- kennslu …“ Áfram segir: „Boðleiðir Vinaleiðar eru þrjár: 1) Nemandi óskar eftir þjónustu beint við fulltrúa Vinaleiðar eða hann talar við umsjónarkennara. 2) Umsjón- arkennari sækir um fyrir nemanda sinn. 3) Foreldri biður um við- tal. Viðtölin fara fram á skrifstofum Vinaleiðar í skólanum. Föst viðvera skóladjákna eða skóla- prests í skólanum er undirstaða þess að þjónustan sé virk. Vina- leið er einnig stuðn- ingur við kennara.“ Allt hefur þetta greinilega verið sett af stað í góðri meiningu en jafnframt von djákna / presta og þjóðkirkjunnar til að hafa sín áhrif á börnin. Ég vil gagnrýna þetta af eftirfarandi ástæðum: 1. Prestar og djáknar, sama frá hvaða söfnuði eða trúflokki þeir eru, eiga ekki erindi inn í ríkisrekna skóla landsins þar sem börnin okkar eiga að vera vernduð frá hvers kyns trú- aráhrifum. Í kristinfræði og trúar- bragðafræði er séð um að kenna börnunum um trúarbrögð heimsins. Rétt eins og ríki og kirkja eiga að vera aðskilin, eiga menntun og trúboð að vera aðskilin. Þetta eru grundvall- ar mannréttindi sem viðurkennd eru af mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fólk getur tekið sjálft ákvarðanir um hvort að það vilji senda barnið sitt í trúarlegt viðtal ut- an skólatímans. Þegar sá sem tekur viðtalið gerir það í starfi sínu sem djákni eða prestur er ekki hægt ann- að en flokka það sem trúarlegt. 2. Það er óhæft að hægt sé að senda barn í trúarlegt sálgæsluviðtal eða það fari sjálft án þess að sam- þykki foreldra/forsjármanna liggi fyrir. 3. Prestar eða djáknar, sama hvaða söfnuði þeir tilheyra, eiga ekki að hafa skrifstofu innan veggja ríkisrek- inna skóla. 4. Fagaðilar eins og t.d. klínískir sálfræðingar, geðlæknar og náms- ráðgjafar ættu að sjá sóma sinn í því að mótmæla þessari ófaglærðu innrás presta og djákna inn í grunn- skólakerfið. Sagt er að „Vinaleiðin kærleiksþjónusta“ séu „stuðnings- viðtöl en ekki meðferðarviðtöl“. Þetta er bara orðaleikur. Einkaviðtöl geta haft mikil áhrif á börn og breytt hug- myndum þeirra og hegðun. Allt slíkt telst því sem meðferð, sem í þessu til- viki er ekki veitt af fagaðila. Prestar og djáknar eru ekki menntaðir á þessu sviði og hafa ekki leyfi til að bjóða upp á meðferð. Vilji þeir veita kristilegan stuðning skulu þeir / þær gera það utan grunnskólanna. Liður í trúboði og sókn þjóðkirkjunnar Karl Sigurbjörnsson biskup nefndi í setningarræðu Prestastefnu Íslands 2006 (sjá á kirkja.is) eftirfarandi und- ir fyrirsögninni „Sóknarfæri kirkj- unnar“: „Sérþjónustan á sjúkrahúsum … Fullorðinsfræðslan … Námskeið um sorg og sorgarviðbrögð, biblíunám- skeið Alfa-námskeið, hjónanámskeið, bænabandið, tólf sporin allt hefur þetta opnað nýjar gáttir. Gleðilegt að sjá þegar slík námskeið opna brýr yf- ir til helgihaldsins. … kyrrðardagar … Vinaleiðin er stórmerkilegt fram- tak í Mosfellsprestakalli. Ég vildi óska að fleiri skólar og sóknir tækju höndum saman um slíka leið.“ Mér verður ómótt við þennan lest- ur. Af þessu er ljóst að yfirmaður þjóðkirkjunnar styður starfsemi eins og Vinaleiðina heils hugar og ber enga virðingu fyrir því að börn eiga að vera í friði frá trúboði í skólum landsins. Ég á ekki orð yfir þessari innrás fulltrúa Þjóðkirkjunnar inn í grunn- skólana. Er þeim ekki nóg að halda Sunnudagaskóla og KFUM/K í sín- um húsum? Þurfa þeir að troða sér inn í skólana í krafti þess að 84% landsmanna eru skráð í þjóðkirkj- una? Það skiptir engu máli hvort það eru 1% eða 99% sem eru í henni. Trú- boð rétt eins og stjórnmálaáróður á ekki rétt á sér innan veggja skólanna. Ég vil biðja alla þá sem vilja gæta jafnræðis og mannréttinda innan menntakerfisins að mótmæla þessu. Trúvæðing grunnskólanna gegnum kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar Svanur Sigurbjörnsson mót- mælir kristilegri ráðgjaf- arþjónustu í grunnskólum » Trúboð rétt eins ogstjórnmálaáróður á ekki rétt á sér innan veggja skólanna. Ég vil biðja alla þá sem vilja gæta jafnræðis og mannréttinda innan menntakerfisins að mót- mæla þessu. Svanur Sigurbjörnsson Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.