Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 21 MENNING SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 45 26 10 /2 00 6 Vetur 2006 Fullar búðir af glænýjum vetrarvörum Í dag kl. 15.30 Unakuluk - Elsku vina Heilmildamynd um frumbyggja Kanada, framleidd af Women’s Vid- eo Workshop, 2005 Á morgun kl. 14 Atanarjuat - Spretthlauparinn Margverðlaunuð mynd eftir Zach- arias Kunuk, sem gerist á harð- býlum heimskautasvæðum Kanada, þar sem inúítar eiga í stöðugri bar- áttu við óblíða náttúru. Mánudag kl. 18 Rare Birds - Fágætir fuglar Gamanmynd í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar sem segir frá því þeg- ar tveir vinir reyna að bjarga fjár- hag sínum með því að gefa í skyn að fágætur fugl hafi sést í nágrenni þeirra. Þriðjudag 17. október kl. 18 Unakuluk Miðvikudag 18. október kl. 18 Rare Birds Fimmtudag 19. október kl. 19 Unakuluk Laugardag 21. október kl. 14 Atanarjuat Kvikmyndasýn- ingar í Bóka- safni Kópavogs KANADÍSK menningarhátíð hefst í Kópavogi í dag, með því að forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, opn- ar þrjár sýningar í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni, þar sem teflt er saman list kanadísku frumbyggj- anna, indíána og inúíta, og hinni vest- rænu hefð. Verkin á sýningu Carls Beam eru unnin með blandaðri tækni upp úr ljósmyndum, ljósmyndarinn Myron Zabol sýnir sviðsettar portrett- myndir af írókesaindíánum og á þriðju sýningunni gefur að líta þrívíð verk inúíta í Kanada úr beini, rost- ungstönn og ýmsum steintegundum sem sýna dýr, menn og furðuverur. Sýningarnar verða opnaðar almenn- ingi á morgun kl.11. Einn besti píanóleikari heims Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í Salnum á hátíðinni. Hinn heims- kunni píanóleikari Angela Hewitt leikur verk eftir Bach, Beethoven, Rameau og Chabrier á tvennum tón- leikum (tvær efnisskrár) á mánu- dagskvöld og þriðjudagskvöld kl. 20. Red Sky er margverðlaunaður fjöl- listahópur sem flytur ævintýri úr sagnaheimi Cree-indíána í dansi, leik og tónum og barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona munu miðla menningu inúíta í fortíð og nútíð með barkasöng og trommu- dansi. Red Sky og barkasöngvararnir koma tvisvar fram í Salnum, á mið- vikudag og fimmtudag kl. 20, en auk þess skemmta þau grunnskólabörn- um í Kópavogi á skólatónleikum í Salnum undir merkjum Tónlistar fyr- ir alla og taka þátt í fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum. Óperuprímadonnan Mary Lou Fallis og meðleikari hennar, Peter Tiefenbach, snúa aftur með nýja og bráðskemmtilega dagskrá á föstu- dagskvöld kl. 20, en heimsókn þeirra í Salinn í fyrravor varð mörgum ógleymanleg. Kvikmyndir og bókmenntir Kanadískar kvikmyndir og bók- menntir verða í brennidepli í Bóka- safni Kópavogs meðan á Kanadískri menningarhátíð stendur. Á öllum hæðum safnsins verður lögð áhersla á kanadískt efni til sýnis og útláns. Í Listvangi á þriðju hæð verður spiluð tónlist, í barnadeild verður uppstill- ing á barnabókum, á annarri hæð eru skáldsögur og ævisögur og í Kórnum, sýningarsal á fyrstu hæð safnsins, verða sýndar kanadískar kvikmyndir alla daga hátíðarinnar. Í Lindasafni verður ennfremur brúðuleikhús Helgu Arnalds um Leif heppna. Rithöfundurinn Michael Ondaatje mun skipa heiðurssess í Bókasafninu og verður bókum hans stillt sér- staklega upp. Heimsþekktir listamenn á kanadískri menningarhátíð Inúítalist Barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona. Gerðarsafn Bros, eftir Joseph Shuqslak, frá árinu 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.