Morgunblaðið - 14.10.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.10.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 21 MENNING SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 45 26 10 /2 00 6 Vetur 2006 Fullar búðir af glænýjum vetrarvörum Í dag kl. 15.30 Unakuluk - Elsku vina Heilmildamynd um frumbyggja Kanada, framleidd af Women’s Vid- eo Workshop, 2005 Á morgun kl. 14 Atanarjuat - Spretthlauparinn Margverðlaunuð mynd eftir Zach- arias Kunuk, sem gerist á harð- býlum heimskautasvæðum Kanada, þar sem inúítar eiga í stöðugri bar- áttu við óblíða náttúru. Mánudag kl. 18 Rare Birds - Fágætir fuglar Gamanmynd í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar sem segir frá því þeg- ar tveir vinir reyna að bjarga fjár- hag sínum með því að gefa í skyn að fágætur fugl hafi sést í nágrenni þeirra. Þriðjudag 17. október kl. 18 Unakuluk Miðvikudag 18. október kl. 18 Rare Birds Fimmtudag 19. október kl. 19 Unakuluk Laugardag 21. október kl. 14 Atanarjuat Kvikmyndasýn- ingar í Bóka- safni Kópavogs KANADÍSK menningarhátíð hefst í Kópavogi í dag, með því að forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, opn- ar þrjár sýningar í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni, þar sem teflt er saman list kanadísku frumbyggj- anna, indíána og inúíta, og hinni vest- rænu hefð. Verkin á sýningu Carls Beam eru unnin með blandaðri tækni upp úr ljósmyndum, ljósmyndarinn Myron Zabol sýnir sviðsettar portrett- myndir af írókesaindíánum og á þriðju sýningunni gefur að líta þrívíð verk inúíta í Kanada úr beini, rost- ungstönn og ýmsum steintegundum sem sýna dýr, menn og furðuverur. Sýningarnar verða opnaðar almenn- ingi á morgun kl.11. Einn besti píanóleikari heims Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í Salnum á hátíðinni. Hinn heims- kunni píanóleikari Angela Hewitt leikur verk eftir Bach, Beethoven, Rameau og Chabrier á tvennum tón- leikum (tvær efnisskrár) á mánu- dagskvöld og þriðjudagskvöld kl. 20. Red Sky er margverðlaunaður fjöl- listahópur sem flytur ævintýri úr sagnaheimi Cree-indíána í dansi, leik og tónum og barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona munu miðla menningu inúíta í fortíð og nútíð með barkasöng og trommu- dansi. Red Sky og barkasöngvararnir koma tvisvar fram í Salnum, á mið- vikudag og fimmtudag kl. 20, en auk þess skemmta þau grunnskólabörn- um í Kópavogi á skólatónleikum í Salnum undir merkjum Tónlistar fyr- ir alla og taka þátt í fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum. Óperuprímadonnan Mary Lou Fallis og meðleikari hennar, Peter Tiefenbach, snúa aftur með nýja og bráðskemmtilega dagskrá á föstu- dagskvöld kl. 20, en heimsókn þeirra í Salinn í fyrravor varð mörgum ógleymanleg. Kvikmyndir og bókmenntir Kanadískar kvikmyndir og bók- menntir verða í brennidepli í Bóka- safni Kópavogs meðan á Kanadískri menningarhátíð stendur. Á öllum hæðum safnsins verður lögð áhersla á kanadískt efni til sýnis og útláns. Í Listvangi á þriðju hæð verður spiluð tónlist, í barnadeild verður uppstill- ing á barnabókum, á annarri hæð eru skáldsögur og ævisögur og í Kórnum, sýningarsal á fyrstu hæð safnsins, verða sýndar kanadískar kvikmyndir alla daga hátíðarinnar. Í Lindasafni verður ennfremur brúðuleikhús Helgu Arnalds um Leif heppna. Rithöfundurinn Michael Ondaatje mun skipa heiðurssess í Bókasafninu og verður bókum hans stillt sér- staklega upp. Heimsþekktir listamenn á kanadískri menningarhátíð Inúítalist Barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona. Gerðarsafn Bros, eftir Joseph Shuqslak, frá árinu 1999.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.