Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 45 Þjónusta Nissan Terrano '98. Í topp- ástandi, bensín 2,4, ekinn 145 þús., 7 manna, með toppl. Uppl. í síma 895 3336. Toyota árg. '02, ek. 53 þús. km. Toppbíll! Toyota Corolla HB 1600cc, steingrár. Reyklaus, bein- skiptur, 17" álfelgur, sumar- og vetrardekk á felgum. Góðar græj- ur, þjófavörn. Uppl. í s. 864 6885/ 568 5294/846 4799. Til sölu af sérstökum ástæðum, Nissan Patrol SE2.8, 5 g. disel, árg. '98. Að mestu í eigu eins aðila og aðeins ekin 115 þús. km. Gullf., ósl., vel með farinn 7 m. bifr. sem vert er að skoða. Reglub. ástands- sk. á Nissan verkstæði. Ásett verð kr. 1.700.000 kr. Uppl. í s. 693 2504. Sveitamarkaður Laxá Leirár-sveit! Alls konar handverk, fatnaður, matur, heimalagaðar sultur o.fl. o.fl. Gerðu góð kaup. Opið laug. og sunnud. 13-18 allar helgar í haust. Tjarnarkaffi opið aftur! VW Golf Comfortline 1600 árg. 2000. Ek. 95 þús. Flottur bíll. Ásett verð 730 þús. Tilboð 570 þús. Áhv. 300 þús. með afborgun 17 þús. á mán. Til sýnis í Bílabúð Benna, (VB 412), Bíldshöfða 10. Sími 587 1000 og 845 4582. Jeppar 1963 Unimog 404 Túrbó dísel int., ekinn 12-13 þús., 8 manna, svefnpl., vaskur, ísskápur, vökva- st., nýl. 230 ah. geymir, nýuppt. startari og altern., 100% læsingar, gormar fr/aft. o.m.fl. Sími 824 7440. Hjólbarðar Til sölu 4 álfelgur fyrir Land- rover Discovery 1992-1998. Verð 25.000, stærri deilingin. Til sölu 4 nagladekk á álfelgum fyrir Ford Explorer eða Ford Ranger. Verð 25.000. Uppl. í síma 824 8018. Álsportfelgur „Low profile“. Til sölu fjórar ónotaðar álfelgur, gatabil 4x100 með Michelin Rad- ial dekkjum 215/45ZR17 „low profile”. Söluverð 95.000. Sími 892 5386. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Hjólhýsi Vetrargeymsla Geymum fellihýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu rými. Nú fer hver að verða síðastur að panta pláss fyr- ir veturinn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 899 7012 Sólhús Getum útvegað Hobby Land- haus UML og UMF 2006. Með Alde ofnakerfi, gólfhita, gasmið- stöð/Ultraheat eða Aircondition. Allt að 100% lán. Útvegum allar gerðir af Hobby hjólhýsum. Upp- lýsingar í s. 894 6000 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu Volvo 850 GL, 1995. Sjálfsk. Sumar- & vetrardekk. Vil skoða skipti á tjaldvagn. Uppl. í síma 863 3625. Til sölu Audi S4 AVANT QUATTRO 2001, ekinn aðeins 46 þús. Annar af tveimur bílum á landinu. 265 hö, geðveikur bíll. Verð 3,6. Uppl. í síma 821 1316. Smáauglýsingar sími 569 1100 VLADIMIR Kramnik sigraði Veselin Topalov í gær í atskákein- vígi 2 ½ : 1 ½. 12 skáka einvígi þeirra með venjulegum umhugsun- artíma lauk 6:6 og þess vegna þurfti að fá fram úrslit með at- skákum. Kramnik er því nýr heims- meistari í skák, sá eini sem getur gert tilkall til þess titils. Skák- hreyfingin á alþjóða vísu hefur ver- ið sundruð eftir að Kasparov og Short héldu heimsmeistaraeinvígi sitt undir merkjum PCA, skáksam- bands atvinnumanna. Óumdeilt er nú að það var mikið óheillaspor og Kasparov hefur sjálfur viðurkennt að hafa gert mistök í því ferli. Kramnik tefldi í Elista í Kalmy- kíu sem heimsmeistari atvinnu- manna en Topalov sem FIDE heimsmeistari. Það er mikið áfall fyrir aðdáendur Búlgarans að hann skuli hafa tapað fyrir Kramnik sem lítið hefur borið á undanfarin ár. Topalov hefur unnið hvert stóraf- rekið á fætur öðru og teflt með miklum glæsibrag. Hann lét svo ummælt eftir að hafa unnið FIDE titilinn í fyrra að helsta fyrirmynd sín væri Bobby Fischer, einkum ýmsar áherslur hans: að tefla ávallt til þrautar, taka ekki jafnteflistil- boðum, bjóða ekki jafntefli, standa helst ekki upp frá skákborðinu. Mæta til leiks í klæðskerasaumuð- um fötum og þúsund dollara skóm. Vladimir Kramnik er fæddur í Moskvu 25. júní 1975. Hann sló í gegn á Ólympíumótinu í Manila 1992 er hann hlaut 8 ½ vinning úr 9 skákum hjá sigurliði Rússa en Kasparov sem tefldi á 1. borði hlaut 8 ½ vinning í tíu skákum. Næstu árin vann hann fjölmörg mót en gekk lakar í einvígjum. Kramnik hefur ekki staðið undir þeim kröf- um sem gerðar voru til hans eftir óvæntan sigur hans á Kasparov ár- ið 2000. Hann mun verja titil sinn í sérstöku móti á næsta ári en svo einkennilega sem það hljómar þá útiloka reglur FIDE að Topalov verði þar með. Skákirnar í gær voru æsispenn- andi og þúsundir skákunnenda um allan heim gátu fylgst með tafl- mennskunni á netinu á hinum ýmsu netþjónum. Keppendur höfðu 25 mínútur til umráða fyrir hverja skák, auk þess bættust við 10 sek- úndur við hvern leik. Eftir jafntefli í fyrstu skák náði Kramnik forystu með því að vinna aðra skákina. Lokaskákirnar tvær fara hér á eft- ir. Topalov jafnaði metin í þeirri þriðju en Kramnik átt síðasta orð- ið. 3. skák: Topalov – Kramnik Slavnesk vörn Krafmikil og skemmtilega skák. Sóknaruppbygging Topalovs var hæg framan af en í 33. leik hratt hann af stað peðasókn sem lauk með því að svartur varð að láta drottninguna af hendi. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Be2 Rbd7 8. O-O Bd6 9. g3 dxc4 10. Bxc4 Rb6 11. Be2 O-O 12. Rxg6 hxg6 13. e4 e5 14. f4 exd4 15. Dxd4 De7 16. Kg2 Bc5 17. Dd3 Had8 18. Dc2 Bd4 19. e5 Rfd5 20. Hf3 Rxc3 21. bxc3 Bc5 22. Bd2 Hd7 23. He1 Hfd8 24. Bd3 De6 25. Bc1 f5 26. De2 Kf8 27. Hd1 De7 28. h4 Hd5 29. Dc2 Rc4 30. Hh1 Ra3 31. De2 Dd7 32. Hd1 b5 33. g4 fxg4 34. Hg3 Ke7 35. f5 gxf5 36. Bg5+ Ke8 37. e6 Dd6 38. Bxf5 Hxd1 39. Bg6+ Kf8 40. e7+ Dxe7 41. Bxe7+ Bxe7 42. Bd3 Ha1 43. Db2 Hd1 44. De2 Ha1 45. Dxg4 Hxa2+ 46. Kh3 Bf6 47. De6 Hd2 48. Bg6 H2d7 49. Hf3 b4 50. h5 Svartur gafst upp. 4. skák: Kramnik – Topalov Slavnesk vörn Það kom á daginn að mikið hag- ræði virðist fólgið í því að hafa hvítt í skákum með styttum umhugsun- artíma. Topalov lenti snemma í varnarstöðu. 19. .. a6 var ónákvæm- ur leikur og eftir að hvítur vann peð tók frípeðið á a-línunni á rás. Það réð síðan úrslitum. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Be2 Bb7 9. O-O Be7 10. e4 b4 11. e5 bxc3 12. exf6 Bxf6 13. bxc3 c5 14. dxc5 Rxc5 15. Bb5+ Kf8 16. Dxd8+ Hxd8 17. Ba3 Hc8 18. Rd4 Be7 19. Hfd1 a6 20. Bf1 Ra4 21. Hab1 Be4 22. Hb3 Bxa3 23. Hxa3 Rc5 24. Rb3 Ke7 25. Hd4 Bg6 26. c4 Hc6 27. Rxc5 Hxc5 28. Hxa6 Hb8 29. Hd1 Hb2 30. Ha7+ Kf6 31. Ha1 Hf5 32. f3 He5 33. Ha3 Hc2 34. Hb3 Ha5 35. a4 Ke7 36. Hb5 Ha7 37. a5 Kd6 38. a6 Kc7 39. c5 Hc3 40. Haa5 Hc1 41. Hb3 Kc6 42. Hb6+ Kc7 43. Kf2 Hc2+ 44. Ke3 Hxc5 45. Hb7+ Svartur gafst upp. Nú þegar Kramnik hefur verið krýndur heimsmeistari í skák er full ástæða til að dvelja við þau deilumál sem hafa sett svo sterkan svip á einvígishaldið. Þegar Kramnik ákvað að sitja í hvíldarherbergi sínu og tefla ekki fimmtu skákina í Elista fetaði hann í fótspor Bobby Fischers sem mætti ekki til leiks í 2. einvígis- skákinni gegn Boris Spasskij í Laugardalshöll þann 13. júlí 1972. Þeir eru einu mennirnir í skáksög- unni sem hafa tapað skák með þessum hætti í einvígi um heims- meistaratitilinn. Kramnik stóð á rétti sínum og benti á með óhrekj- andi rökum að hann hefði á engan hátt brotið reglur einvígisins með óteljandi salernisferðum. Nokkrum dögum síðar ákvað hann þó að halda áfram keppni en tefla „undir mótmælum“. Svo sögulegum stað- reyndum sé haldið til haga þá var það Bent Larsen sem slengdi þessu hugtaki fram er hann dróst á að tefla á millisvæðamótinu í Lening- rad vorið 1973 eftir hatrammar deilur við þáverandi forseta FIDE, Max Euwe. Ekki leið á löngu þar til stuðningsyfirlýsingum tók að rigna yfir Kramnik; Kasparov skrifaði grein í Wall Street Journal þar sem hann sagði það blasa við að Topalov og hans menn væru að reyna að komast „inn í hausinn á andstæð- ingnum“ og allt tal um mögulegt svindl Kramniks verkaði ankanna- lega í ljósi þess að Topalov sjálfur lægi undir grun um að hafa notað tölvuforrit við ýmis tækifæri og varla hægt að skýra frammistöðu hans á undanförnum misserum með öðrum hætti. Anatoly Karpovs kvaðst hefði pakkað saman og farið heim við þessar aðstæður. Viktor Kortsnoj tók í sama streng og ítrekaði orðróminn um tölvusvindl Topalovs. Engar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir. Topalov virtist eiga sér formæl- endur fáa þar til Sergey Stanishev, forsætisráðherra Búlgaríu, skrifaði Kirsan Ilyumzhinov bréf og undir- strikaði nauðsyn þess að aðstæður væru á keppnisstað væru með eðli- legum hætti. Síðan hafa ýmsir val- inkunnir menn komið fram og stutt Topalov. Þó deilunum um þetta einvígi sé auðvitað ekki lokið liggur fyrir að áfrýjunarnefndin sagði af sér og Kirsan forseti FIDE úrskurðaði að úrslitin í fimmtu skákinni skyldu standa. Kramnik hótaði að lög- sækja FIDE vegna þess gjörnings en sér varla ástæðu til þess nú eftir að hafa sigrað í einvíginu. Vandamál af því tagi sem móts- haldarinn í Elista stóð frammi fyrir eru ekki ný á nálinni og t.d. hreinn barnaleikur miðað við bramboltið í Reykjavik 1972. Þótt einvígisreglur geti verið býsna skýrar ná þær aldrei yfir öll möguleg og ómöguleg vandamál. Kvikmyndaturnarnir í Laugardalshöllinni voru reistir samkvæmt undirrituðu samkomu- lagi en þeir trufluðu Fischer. Ekk- ert í reglum bannaði spegilgler- augu sem Kortsnoj setti upp er hann tefldi við Karpov í Baguio 1978, né heldur að menn hefðu dul- sálfræðing í liði sínu eins og hinn alræmda Zoukhar sem var með Karpov á Filippseyjum 7́8. Kasp- arov kvaðst hafa ráðið „seiðkarl“ til liðs við sig er hann tefldi einvígi nr. 2 við Karpov haustið 1985. Allir sáu hvernig Kortsnoj reyndi að slá Jóhann Hjartarson út af laginu með reykingum sínum í Saint John 1988 en reykingar voru þó ekki bannaðar. Möguleiki á tölvusvindli er til staðar í öllum skákmótum nú til dags. Þess vegna er nauðsynlegt að eyða allri tortryggni. Þess má geta að þegar Topalov varð heimsmeist- ari í San Louis í Argentínu í fyrra urðu keppendur að fara í gegnum sérstaka skoðun fyrir hverja um- ferð. Kvartanir Topalovs vegna þrástöðu Kramniks í hvíldarher- bergi og salerni eru afar eðlilegar. Sambærilegt mál kom upp í loka- einvígi áskorendakeppninnar í Bel- grad fyrir tæplega 30 árum. Þá fór allt í bál og brand er Spasskij sat í hvíldarherbergi sínu og kom aðeins fram til að leika gegn Kortsnoj. Háttalag Kramniks er svipað. Þá er réttur hans til að heyja heims- meistaraeinvígi nú að margra mati hæpinn. Sigur hans í einvíginu við Kasparov árið 2000 var vissulega glæsilegur og árangur frábærrar strategíu en svo einkennilega sem það kann að hljóma þá vann hann réttinn til að skora á Kasparov með því að tapa fyrir Alexei Shirov. Hið svonefnda Prag samkomulag frá 2002 er sérstakur kapítuli út af fyr- ir sig en þar var Wisvanathan An- and haldið frá öllum samningum. Framlag Kramniks til skákarinnar á nýrri öld er einfaldlega fremur lítilfjörlegt í samanburði við Topa- lov, Kasparov og Anand. Stóru mis- tök Topalovs voru að samþykkja þetta einvígi. Kramnik er vanur að nýta sér vel þau tækifæri sem að honum bjóðast eins og sannaðist í Elista. Vladimir Kramnik er nýr heimsmeistari helol@simnet.is Helgi Ólafsson NÝR skákskýrandi hefur störf á Morgunblaðinu í dag, Helgi Ólafsson stórmeistari í skák. Helgi mun rita skákþætti í blaðið ásamt Helga Áss Grét- arssyni. Helgi Ólafsson hefur verið í fremstu röð íslenskra skák- meistara um langt árabil. Hann hefur einnig ritað mik- ið um skák í blöð og tímarit. Morgunblaðið býður Helga velkominn til starfa. Nýr skák- skýrandi Vladimir Kramnik SKÁK Elista í Kalmykíu HEIMSMEISTARAEINVÍGI ... 23. september – 13. október 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.