Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Leiðtogafundur MíkhaílsGorbatsjovs og RonaldsReagan í Höfða fyrirtuttugu árum var jafnvel enn merkilegri en menn hafa talið fram til þessa, að mati tveggja fræðimanna sem grandskoðað hafa öll gögn frá fundinum. Þessi gögn voru gerð opinber í gær og afhenti Thomas Blanton, forstöðumaður National Security Archive (NSA) við George Washington-háskólann í Washington í Bandaríkjunum, borgaryfirvöldum í Reykjavík nýja samantekt á gögnum frá leiðtoga- fundinum. Jafnframt var opnuð ný heimasíða hjá NSA með gögnum um fundinn 1986. Þau Svetlana Savranskaya og Thomas Blanton starfa bæði hjá NSA og fluttu erindi á ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær um fund þeirra Reagans og Gorbat- sjovs í Höfða 1986 ásamt William Taubman, sagnfræðiprófessor við Amherst-háskóla í Massachusetts. Savranskaya stýrir samstarfi NSA og rússneskra skjalasafna og hefur nýlokið rannsókn á rúss- neskum stjórnarskjölum um leið- togafundinn 1986. Savranskaya velti því fyrir sér í erindi sínu í Ráðhúsinu í gær hvers vegna ekki hefði náðst samkomulag með þeim Gorbatsjov og Reagan í Reykjavík 1986 þegar svo aug- ljóslega hefði verið vilji hjá þeim til að ná saman um fækkun, jafnvel al- gera útrýmingu kjarnavopna. Savranskaya sagðist telja að leið- togarnir tveir hefðu verið mjög ná- lægt því að ná samkomulagi. „Það sem skorti upp á til að þetta gerðist var trúnaðartraust milli leiðtog- anna, traust sem ekki var til staðar þessa daga í Reykjavík 11. og 12. október 1986. Það sem er svo kald- hæðnislegt við þennan fund, út frá sjónarhóli Sovétmanna, var að Gor- batsjov fór að bera traust til Reag- ans strax í kjölfar fundarins í Reykjavík, það var ein af afleið- ingum fundarins. En það traust var ekki til staðar á fundinum sjálfum.“ Savranskaya sagðist byggja nið- urstöður sínar m.a. á lestri skjala Politburo, stjórnmálanefndar Kommúnistaflokksins sovéska, fyr- ir og eftir fundinn. Sagði hún að Sovétmönnum hefði verið orðið fyllilega ljóst fyrir fundinn í Reykjavík að stjörnustríðsáætlun Reagans væri ekki raunhæf; en það var einmitt hún sem allt strandaði á þegar til kom. „Um sumarið 1986 var Sov- étstjórnin búin að gera upp við sig að ekki stafaði slík ógn af stjörnu- stríðsáætlun Reagans að það ætti að þurfa að standa í vegi samninga um eyðingu kjarnavopna,“ sagði Savranskaya. Gorbatsjov vildi semja um allt – eða ekki neitt En hvers vegna lét Gorbatsjov þá stranda á þessum þætti, þegar þeir Reagan voru orðnir sammála um nauðsyn þess að eyða öllum kjarnavopnum stórveldanna? Savranskaya sagði aðstæður heima við hafa stuðlað að því að Gorbatsjov tók þá afstöðu sem hann tók, en ljóst er að sovéski her- inn var allt annað en ánægður með hugmyndir um víðtæka afvopnun. „Þennan þátt ræðir Gorbatsjov sér- staklega á fundi Politburo í október þetta ár,“ sagði Savranskaya en þau gögn er að finna í þeim skjölum sem nú hafa verið afhent reykvísk- um borgaryfirvöldum og aðgengi- leg eru á vefsíðu NSA. Savranskaya sagði að í öðru lagi hefðu Bandaríkjamenn fullkomlega misskilið markmið Sovétmanna í aðdraganda fundarins í Reykjavík. Gögnin sýndu að Bandaríkjamenn töldu að Gorbatsjov vildi tryggja áframhaldandi valdajafnvægi sem væri Sovétmönnum hagfellt þannig að honum yrði kleift að takast á við vandamál heima fyrir. Á hinn bóginn sýndu sovésk skjöl að Gorbatsjov var þegar búinn að lýsa því yfir á fundum Politburo að hann vildi eyða öllum kjarnavopn- um; þ.e. ganga mjög langt. Sovétmenn hefðu líka misskilið afstöðu Bandaríkjamanna, þeir hefðu ekki áttað sig á því að Reag- an myndi verða jafn tilkippilegur til að samþykkja útrýmingu a kjarnavopna og hann síðan ist vera. Savranskaya sagði að Go hefði ekki viljað neitt hálfk að hvort ætti að semja um fangsmikla útrýmingu kjar eða alls ekki neitt. Gorbatsjov hefði hins ve meðvitaður um að ekki væ þessi markmið næðust. Va ásetningur Sovétmanna að fréttamannafund, lýsa fund heppnaðan og kenna Band mönnum um. „En við vitum hann gerði allt annað þega á fréttamannafundinum [í skólabíó],“ sagði Savransk Var skýringin sú að und fundarins í Höfða var Gorb kominn á þá skoðun, að þei an ættu samleið. Að fundur Höfða væri upphafið að ein stærra; að handan við horn samningar sem myndu ma þáttaskil. Sagði Savranskaya að þe skýringin á því að þegar á vikunum eftir fundinn í Hö Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands héldu ráðstefnu um Herslumuninn van merk tíðindi yrðu í Sálufélagar Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov ræða saman opinber þykja benda til að á fundinum í Höfða hafi leiðtogarnir t Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hittust í Reykjavík fyrir tutt- ugu árum. Davíð Logi Sigurðsson fór á ráð- stefnu þar sem gerð var tilraun til að meta mikilvægi fundarins. Vekjandi fyrirlestrar Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri ávar stefnuna í gær. Við hlið hans sitja fyrirlesararnir Thomas Blanto Svetlana Savranskaya og við hlið hennar er Ólafur R. Grímsson f SÍMHLERANIR Á fyrstu tveimur til þremur ára-tugum íslenzka lýðveldisinsvar það útbreidd skoðun á meðal stjórnmálamanna, sérstaklega á vinstri kantinum en einnig í sumum tilvikum á þeim hægri, að símar þeirra væru hleraðir. Bæði heimasímar og vinnusímar. Að hluta til mátti leita skýringa á þessari tortryggni til kalda stríðsins og þeirrar gífurlegu hörku, sem einkenndi það fyrstu áratugina eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Að öðru leyti var ástæðan sú, að stjórnmálaátökin hér heima fyrir voru gífurlega hörð og þar var verkalýðs- hreyfingunni beitt óspart fyrir vagn vinstri flokkanna. Þegar þessir stjórnmálamenn voru spurðir í einkasamtölum hvað þeir hefðu fyrir sér í þessum grunsemdum var svarið oftast að þeir heyrðu klikk í símunum, þegar þeir voru að tala sam- an. Þótt stjórnmálaátökin væru mjög hörð voru þessir menn í sumum tilvik- um hinir beztu vinir og dæmi um að þeir hafi talað sín á milli á eins konar dulmáli um mál, sem þeir vildu ekki að aðrir hefðu fregnir af. Í flestum tilvikum var það trú þess- ara manna, að það væru leyniþjón- ustumenn, sem starfandi væru í sendi- ráðum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, sem stæðu fyrir þeim símhlerunum, sem þeir töldu sig verða vara við. Nú hefur Þór Whitehead prófessor upplýst, að í nokkrum tilvikum hafi ís- lenzk yfirvöld látið hlera síma áhrifa- manna, sérstaklega í Sameiningar- flokki alþýðu – Sósíalistaflokki og þá að gefnu tilefni og að undangengnum dómsúrskurði. Til þess að skilja þessar ákvarðanir verða menn að þekkja það andrúms- loft kalda stríðsins, sem hér ríkti á þessum árum. Þetta var barátta upp á líf og dauða. Nú hafa sumir þeirra ein- staklinga, sem hlut áttu að máli, óskað eftir að sjá gögn um hleranir á símum sínum. Það er sjálfsagt að þeir fái þau gögn, þegar hér er komið sögu. Það getur á engan hátt skaðað öryggi ís- lenzka ríkisins að þeir fái þessi sögu- legu gögn í hendur. Alveg með sama hætti er æskilegt að öll gögn, sem til eru í skjalasöfnum erlendra ríkja um þessa einstaklinga og aðra, komi að fullu fram í dagsljósið. Á fyrstu áratugum lýðveldisins má telja víst að starfsmenn bæði KGB og CIA hafi starfað í sendiráðum bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Undir lok Viðreisnartímabilsins var það skoðun þeirra, sem mest sam- skipti áttu við bandaríska sendiráðið á þeim árum, að slíkir starfsmenn væru ekki lengur til staðar í sendiráðinu. Á þeim árum dró líka úr tortryggni þeirra, sem nokkrum árum áður töldu síma sína hafa verið hleraða. Á þeim sömu árum minnkaði harkan í kalda- stríðsátökunum hér heima fyrir, sam- skipti Viðreisnarstjórnar og verka- lýðsfélaga bötnuðu mjög og meiri samskipti voru á milli stjórnmála- manna á vinstri kantinum og þeim hægri. Snemma á áttunda áratugnum mögnuðust þessi átök upp fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Vinstri stjórn tók við völdum, sem hafði það að yfirlýstu markmiði að vísa varnarlið- inu úr landi, og hörð átök hófust með þorskastríðinu fyrst á árunum 1972– 1973 og aftur á árunum 1975–1976. Á þeim árum óskaði Geir Hallgríms- son, þáverandi forsætisráðherra, eftir því við ritstjóra Morgunblaðsins, að þeir ættu ekki við hann opinská samtöl væri hann staddur í öðrum löndum. Ástæðan var sú, að talið var að starfs- menn sovézka sendiráðsins hleruðu millilandasamtöl, þegar þau færu um loftið á milli Landssímahússins og Gufuness. Á þessum árum var Morg- unblaðinu kunnugt um að kannað var reglulega hvort símar lykilráðherra væru hleraðir og hefur blaðið talið, að svo hafi verið bæði fyrr og síðar. Eftir lyktir þorskastríðanna tveggja dró úr tortryggni um að símar ís- lenzkra ráðherra væru hleraðir. Hins vegar má telja víst, að með auknum fíkniefnainnflutningi til landsins hafi hleranir íslenzkra aðila á grundvelli dómsúrskurða aukizt verulega. Nú hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagt tvennt um hleranir í sinni ráðherratíð. Í fyrsta lagi, að hann hafi fengið mann, sem hafði til þess tæknilega þekkingu, til að kanna, hvort síminn á ráðherra- skrifstofu hans væri hleraður. Þessi tæknimaður hafi komizt að þeirri nið- urstöðu að svo væri. Þáverandi utan- ríkisráðherra fylgdi málinu hins vegar ekki eftir, sem hann hefði átt að gera. Það er alvörumál ef talið er að sími ráð- herra í ríkisstjórn Íslands sé hleraður. Jafnframt hefur Jón Baldvin upp- lýst að eftir að hann skýrði frá ofan- greindu opinberlega fyrir nokkrum dögum hefði fyrrverandi starfsmaður Landssímans haft samband við hann og sagt honum frá því, að hann hefði fylgzt með hlerunum á síma Jóns Bald- vins á ráðherraárum hans. Og jafn- framt að þessi einstaklingur væri tilbúinn til að koma fram, staðfesta vitnisburð sinn og skýra frá því, sem hann hefði séð og heyrt um þetta efni. Það er mjög æskilegt að þessi fyrr- verandi starfsmaður Landssímans komi fram opinberlega og skýri frá því, sem honum er kunnugt um þetta efni. Það er nauðsynlegt til þess að hreinsa andrúmsloftið í samfélaginu að þessi einstaklingur komi fram á sjónarsviðið og skýri frá þeim upplýsingum, sem hann hefur undir höndum. Öryggi fjarskipta af þessu tagi er mikilvægt. Nú á tímum skiptir ekki máli, hvort um er að ræða símtöl, tölvupóst eða faxsendingar. Ef símar eru hleraðir eða brotizt inn í tölvu- póstssamskipti og faxsendingar án þess að rökstuddir dómsúrskurðir liggi fyrir er um alvarleg lögbrot að ræða. Umræður um þessi mál, sem ekki byggjast á óyggjandi staðreyndum máls, eru líklegar til að ýta undir margvíslega tortryggni. Fyrir aldar- fjórðungi gekk þetta þjóðfélag í gegn- um tímabil hugaróra og ofsóknar- kenndar. Þetta tímabil var kennt við Geirfinnsmálið. Þá var því m.a. haldið fram að heiðvirður og grandvar stjórn- málamaður væri í sérstökum tengslum við undirheima Reykjavíkur. Allt reyndist þetta vera hugarburður en mikill skaði var skeður bæði fyrir ein- staklinga og þjóðfélagið. Við skulum læra af reynslunni og leitast við að umræðurnar um símhler- anir fari ekki í sama farveg. Stað- reyndir málsins verða að koma fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.