Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HART er sótt að Kristin Halvorsen, fjármálaráð- herra Noregs og leiðtoga SV, Sósíalíska vinstri- flokksins, innan hennar eigin flokks en hún er sökuð um að hafa látið undan fyrir jafnaðar- mönnum í umhverfis- málum. Ýmis flokksfélög inn- an SV saka Halvorsen um svik og skora á hana að draga flokkinn út úr stjórn. Er ástæðan sú, að hún hefur fallist á, að byrjað verði að hreinsa koltvísýring frá gasorku- verum árið 2014 í stað 2012. Halvorsen svarar þessum ásökunum fullum hálsi og segir, að um sigur sé að ræða en ekki ósig- ur. Hinn kosturinn sé, að jafnaðarmenn taki saman við Hægriflokkinn og Framfara- flokkinn og reisi og reki gasorkuver án hreinsunar. Kom þetta fram í Aftenposten. Þessar yfirlýsingar hennar hafa ekki frið- að mótmælendur í hennar eigin flokki og öðrum samtökum, sem segja nú, að SV hafi yfirgefið umhverfishugsjónina fyrir ríkis- stjórnarvöld. Hafa þeir veifað spjöldum með flokksmerki SV útötuðu í olíu. Halvorsen brigslað um svik Halvorsen Gaf eftir varðandi hreinsun í gasorkuverum SVO virðist sem stórveldin séu að ná sam- komulagi um refsiaðgerðir gegn stjórnvöld- um í Norður-Kóreu vegna hugsanlegrar til- raunar þeirra með kjarnorkuvopn fyrir nokkrum dögum. Greiddi það götuna gagn- vart Rússum og Kínverjum, að Bandaríkja- menn krefjast þess ekki lengur, að gert sé ráð fyrir heimild til hernaðaraðgerða. Búist er við, að greidd verði atkvæði um refsiaðgerðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en sagt er, að þær heimili eftirlit með öllum vöruflutningi til og frá N- Kóreu. Ekki verður þó um að ræða bann við vopnaflutningi öðrum en þungavopna. Auk þessa hafa Japanar gripið til eigin refsiaðgerða en þær fela í sér algert við- skipta- og ferðabann og n-kóreskum skip- um verður bannað að koma í höfn í Japan. Enn er verið að kanna hvort N-Kóreu- menn hafi í raun sprengt kjarnorku- sprengju sl. mánudag en vísindamenn í Jap- an, Kína og Suður-Kóreu hafa ekki fundið nein merki um geislavirki frá sprengistaðn- um. Bendir það ekki til, að um raunverulega kjarnasprengingu hafi verið að ræða. Samkomulag um aðgerðir? ♦♦♦ BISKUPAR, prestar og þúsundir leikmanna tóku í gær þátt í hátíð við skrín eða helgistað Maríu meyjar í Fatima í Portúgal. Sagt er, að þar hafi hún mánaðarlega og um nokkurra mánaða skeið birst þremur börnum og fjár- hirðum árið 1917. Síðan eru 89 ár en á hverju ári safnast saman þúsundir manna í Fatima til að minnast atburðarins. Trúa því margir, að þar fái þeir bót ýmissa meina. Reuters Hátíð hinnar heilögu meyjar Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is YFIRLÝSINGAR Sir Richards Dannatts, yfirmanns breska her- ráðsins, um að kalla eigi breska herliðið í Írak heim hafa vakið mikla athygli og ekki aðeins í Bret- landi. Raunar neitar Dannatt því að hann sé kominn upp á kant við bresku stjórnina í þessu máli en segist þó standa við allt, sem fram kom í viðtali við hann í Daily Mail. Dannatt sagði í gær í viðtali við BBC að sum ummæli sín hefðu verið oftúlkuð. Ekki stæði til að breski herinn í Írak legði niður róf- una og hypjaði sig heim. Hafa yrði náið samband við Bandaríkjamenn um framvinduna en hann ítrekaði að erlent herlið, þar með það breska, væri óvelkomið í Írak og yki á hætt- una á hryðju- verkum. Sagði hann að það yf- irlýsta markmið að koma á raun- verulegu lýð- ræði í Írak væri bara villuljós og öllum fyrir bestu að átta sig á því. Litið er á yfirlýsingar Dannatts sem beina árás á stefnu Tony Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, í málefnum Íraks enda er það sagt einsdæmi á síðari tímum að æðsti yfirmaður breska hersins tjái sig með þessum hætti. Blair vísaði því á bug í síðasta mánuði að það væri betra fyrir Írak að Bretar kæmu sér burt þaðan og sagði bresku hermennina 7.200 vera þar að ósk lýðræðislega kjörinnar rík- isstjórnar og í umboði Sameinuðu þjóðanna. Sagt er að Blair, sem var í Skotlandi í fyrradag vegna við- ræðna um Norður-Írlandsmálin, hafi verið á „símafundi“ í alla fyrri- nótt vegna þessa máls. Íraksstefnan að „hrynja saman“ Breskir andstæðingar Íraks- stríðsins fögnuðu mjög ummælum Dannatts og Sir Menzies Camp- bell, leiðtogi frjálslyndra demó- krata, sagði að Íraksstefna ríkis- stjórnarinnar væri að „hrynja saman“. Sagði hann að margir háttsettir menn innan hersins hefðu ávallt efast um hana. Miklar vangaveltur eru um yf- irlýsingar Dannatts og efast sumir um að hann fái haldið embætti sínu. Doug Henderson, fyrrver- andi hermálaráðherra og banda- maður Gordons Browns fjármála- ráðherra, getur sér til um að Dannatt hafi áður látið skoðanir sínar í ljós við yfirmenn sína, þá líklega Tony Blair, en ekki hafi verið á þær hlustað. Vegna þess hafi hann ákveðið að viðra þær op- inberlega. Sir Richard Dannatt, sem er mjög trúrækinn, hefur áður gagn- rýnt stjórnvöld og hann sakar þau um að hafa ekki staðið vörð um kristna trú í Bretlandi. Vegna þess hafi skapast þar „siðferðilegt tómarúm“, sem hafi leyft íslamskri öfgastefnu að blómstra í landinu. Ummælin talin árás á Íraks- stefnu bresku stjórnarinnar Richard Dannatt Blair á „símafundi“ í alla fyrrinótt vegna yfirlýsinga Sir Richards Dannatts Dhaka, Ósló. | Muhammad Yunus, „bankastjóri fátæka mannsins“, og Grameen-banki hans hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa hjálpað snauðu fólki í Bangladesh með litlum lánum. Þegar Yunus fagnaði tíðindunum sagði hann að þau væru mikil hvatning í barátt- unni gegn fátækt um allan heim. Yunus, sem er menntaður hag- fræðingur, fæddist í borginni Chitta- gong árið 1940 og er af efnuðu fólki kominn. Segir hann að móðir sín hafi haft mikil áhrif á sig í æsku en hún mátti ekkert aumt sjá og lét engan tómhentan frá sér fara. Hugmyndin um bankann vaknaði eftir að Yunus hafði rætt við konu, sem gerði bambusstóla, en hann komst að því að þegar hún hafði greitt milliliðunum fyrir bambusinn var afrakstur hennar sjálfrar lítill sem enginn. Yunus setti saman lista yfir 42 manneskjur í sömu stöðu og fann út að heild- arupphæðin, sem þær þurftu, var innan við 1.900 ísl. kr. Gaf hann fólkinu þá pen- inga og bankinn var farinn af stað. Nú eru banka- stofnanir á borð við Grameen- bankann reknar víða um heim en starfsemi þeirra er með öfugum for- merkjum miðað við aðrar fjár- málastofnanir. Lántakendur setja enga tryggingu fyrir lánunum og þau eru framlengd ef þörf krefur. Það er sem sagt engin trygging fyrir því að lánin verði endurgreidd önnur en geta lántakenda og heiðarleiki. Það heyrir hins vegar til undantekn- inga að lán séu ekki greidd og mikið er um að lántakendur hjálpi hver öðrum við að standa í skilum. Lán- takendur hjá banka hans eru nú 6,61 milljón og 97% þeirra eru konur. Stanley Fischer, fyrrverandi aðal- hagfræðingur Alþjóðabankans, seg- ir að smálánin geri fólki kleift að hjálpa sér sjálft en víða í Asíu til dæmis er algengt að vextir hjá milli- liðum séu hærri en lánið sjálft. Norsku Nóbel- nefndinni hrósað Búist hafði verið við að einhver, sem staðið hefði framarlega í frið- arviðræðum, hreppti verðlaunin og því kom úthlutunin mörgum á óvart, ánægjulega á óvart segja margir fréttaskýrendur, sem hrósa norsku Nóbelnefndinni fyrir að hafa breikk- að það svið, sem verðlaunin taki til. Þegar Ole Danbolt Mjøs, formað- ur norsku Nóbelnefndarinnar, skýrði frá verðlaununum, sagði hann að Yunus hefði mikla hæfileika sem brautryðjandi og hefði tekist að gera hugsjón sína að veruleika. „Við trúum því að fátækt eigi ekki heima í siðuðu samfélagi. Hún á hvergi heima nema á safni,“ sagði Yunus, friðarverðlaunahafi Nóbels. „Fátækt á heima á safni“ Muhammad Yunus, „bankastjóri fátæka mannsins“, fær friðarverðlaun Nóbels Í HNOTSKURN » Muhammad Yunus stofn-aði Grameen-bankann 1976 en talið er að nú séu 10.000 smálánastofnanir um allan heim. » Áætlað er að starfsemiþeirra nái til þriggja millj- arða manna og hafi bætt kjör 500 milljóna. » Mikla athygli vekur aðstarfsemin skilar hagnaði og afskriftir eru litlar. Muhammad Yunus MARK R. Warner, fyrrverandi rík- isstjóri í Virginíu, tilkynnti öllum að óvörum í fyrradag að hann myndi ekki keppa eftir því að verða forseta- efni demókrata í kosningunum 2008. Kvaðst hann ekki vilja leggja það á fjölskyldu sína. Fram að þessu var það talið víst að Warner tæki þátt í forkosningabar- áttunni og var litið á hann sem helsta keppinaut Hillary Rodham Clinton öldungadeildarþingmanns. Þótti hann hampa nokkuð ýmsum gildum repúblikana og taldi demókrötum fyrir bestu að fara dálítið bil beggja. Var hann búinn að safna um 480 millj. ísl. kr. í kosningasjóð og var tíður gestur í þeim ríkjum þar sem fyrstu forkosningarnar verða. Sagt er að Warner hafi ákveðið þetta m.a. með tilliti til dóttur sinnar en hún er sykursýkisjúklingur. Lík- legt þykir að Evan Bayh, öldunga- deildarþingmaður fyrir Indiana, muni hagnast á ákvörðun Warners. Warner hættir við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.