Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 40
✝ Kristinn Jó-hannes Guð- jónsson fæddist á Hjallatúni í Tálknafirði 1. jan- úar 1946. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans við Hring- braut hinn 7. október síðastlið- inn. Foreldrar Kristins voru Guð- jón Guðbjartsson, f. 5. maí 1916, d. 12. nóvember 1993, verkamaður o.fl., og Gyða Jó- hannesdóttir, f. 1. nóvember 1922, d. 18. maí 2002, húsmóðir og starfaði einnig sem verka- maður. Bræður Kristins eru Sig- urberg Guðjónsson lögfræð- ingur, f. 11.3. 1947, kona hans er Bjarney S. Njálsdóttir, f. 7.9. 1947, og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Sævar Guðjónsson, f. 22.7. 1948, kona hans er Sig- ríður Bjarnadóttir, f. 2.10. 1949, og eiga þau þrjú börn, og; Ólaf- ur Grétar Guðjónsson, f. 7.9. 1953, kona hans er Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, og eiga þau þrjú börn. fyrri samböndum. Þau eru Ei- ríkur Axel Hafþórsson, f. 28.4. 1976, kona hans er Björg Ágústa Kristinsdóttir, f. 17.11. 1981, og Eva Björg Árnadóttir, f. 31.5. 1985, kærasti hennar er Hlynur Gauti Ómarsson, f. 27.10. 1981. Kristinn ólst upp í Hjallatúni á Tálknafirði hjá ömmu sinni og afa, Kristínu og Jóhannesi. Hann starfaði og lærði á Tálknafirði. Hann kláraði vél- stjórapróf þar árið 1967. Haust- ið 1984 fór hann í Stýrimanna- skólann og nam hann þar 1.stig í skipstjórnun. Hann flutti til Patreksfjarðar. Þar starfaði hann sem sjómaður í fjölda ára. Árið 1994 fluttist fjöldskyldan í Skipasund í Reykjavík og bjó þar í níu ár. Fyrst starfaði Kristinn sem viðgerðamaður hjá Celcíus í um þrjú ár. Síðan fór hann að vinna hjá Jóni Ás- björnsyni hf. eða Fiskkaupum, þar sem hann var vélstjóri og síðar meir stýrimaður, þangað til hann veiktist sem var árið 2003–2004. Þá hætti hann að mestu leyti störfum sínum hjá Fiskkaupum. Síðustu tvö árin voru spítalavistir hans tíðar þar sem líðan hans var mismunandi og fór sífellt hrakandi. Undir það síðasta hafði hann verið á spítalanum samfleytt í marga mánuði. Útför Kristins var gerð föstu- daginn 13. október. Fyrri kona Krist- ins er Lovísa Guð- mundsdóttir, f. 6.6. 1946. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Thelma B. Krist- insdóttir, f. 20.6. 1966, maður hennar er Hallór Leifsson, f. 17.7. 1966. Dætur þeirra eru Lovísa Karítas, f. 28.4. 1985, og Ída María, f. 26.7. 2000. 2) Hólmfríður Lovísudóttir, f. 23.5. 1969, maður hennar er Almar Jóhannesson, f.6.4. 1960. 3) Guð- jón Kristinsson, f. 25.3. 1980, unnusta hans er Guðrún Dóra Ingvarsdóttir, f. 29.1. 1980. Kristinn giftist Sigurlín Skaftadóttur 30.6. 1993. Hún er f. 7.7. 1955. Þau eiga einn son saman, Kristin Ólaf, f. 26.7. 1994, og ættleiddi hann dóttur Sigurlínar, Betsý Árna Krist- insdóttur, f. 22.8. 1983. Maður hennar er Stefán Þór Stef- ánsson, f. 1.8. 1979, sonur þeirra er Steinþór Kristinn Stefánsson, f. 14.4. 2004. Kristinn gekk í föðurstað börnum Sigurlínar úr Elsku Kiddi (pabbi). Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er búin að vera svo frosin síðustu daga síð- an þú fórst frá okkur og trúi ég því varla að þú sért farinn. Ég er alltaf á leiðinni upp á spítala í heimsókn til þín, en fatta síðan að ég get það ekki. Það er svo sárt að sjá þig ekki meira, sjá þig ekki verða ánægðan og hissa þegar ég kem inn um dyragættina hjá þér á spít- alanum og heyra þig segja: „Nei, Eva mín, þú komin,“ og tala um allt sem okkur datt í hug hverju sinni. Það var alltaf svo gott að sjá þig, sama hvert ástand þitt var. En núna á ég svo mikið af minn- ingum um okkur sem eru svo dýr- mætar. Þú hefur verið pabbi minn síðan ég var pínkulítil, alveg síðan pabbi minn dó tókstu við okkur fjölskyldunni og við fluttum á Patró til þín. Það var æðislegt, þú varst svo góður við okkur öll. Allt- af þegar þú komst af sjónum kom- um við alltaf og sóttum þig og það var líka stuð að fara með þér í róð- ur. Eitt sem ég man svo vel var þeg- ar við fórum í útilegu í Bjarkar- lund, ég, þú mamma og Betsý. Þær fóru að sofa langt á undan okkur og síðan dönsuðum við langt fram á nótt við Sálina. Oh, það var svo gaman. Svo eru svo margar minn- ingar sem ég á til um okkur öll að ég gæti skrifað heila bók. En allt breyttist þegar þú veikt- ist. Það er ólýsanlegt hvað einn maður er mikið kraftaverk og gat þolað eins og þú gerðir. Það gæti enginn annar gert. Ég hélt alltaf í vonina að núna myndi allt lagast en það gerðist ekki. Við vitum að núna líður þér vel og ert hættur að þjást og ert með englunum og passar okkur fjöl- skylduna. Þín verður alltaf sárt saknað, elsku pabbi. Þín dóttir Eva Björg. Kristinn Jóhannes Guðjónsson 40 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég hef séð ísbjörn deyja á túninu í Skjaldarbjarnarvík á Ströndum. Ég stend við gluggann við hlið ömmu og við tökum andköf þegar blóðið spýt- ist úr skepnunni yfir snjóhvítt túnið. Langafi minn, Guðjón, gengur að dýrinu og stjakar við því með hlaup- inu. Ég hef séð þennan björn svo oft. Fyrst þegar ég var drengur, kannski sex ára, uppi á háalofti í Hafnargötu í Bolungarvík og amma er að svæfa mig, og svo síðast á sjúkraheimili á Akranesi þar sem amma mín bjó síðustu ár ævi sinnar. Þá var ég orðinn nokkuð fullorðinn en amma ennþá lítil falleg stúlka. Ísbirnir hafa í gegnum tíðina ekki aðeins bjargað litlum veiðimanna- Anna Jakobína Guðjónsdóttir ✝ Anna JakobínaGuðjónsdóttir fæddist í Skjald- arbjarnarvík á Ströndum hinn 6. október 1913. Hún lést á dvalarheim- ilinu Höfða 4. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akra- neskirkju 13. októ- ber. samfélögum á Græn- landi. Áður fyrr var mikill fengur í slíkri skepnu í harðbýlum sveitum þar sem kjör voru kröpp. Og einn góðan veðurdag legg- ur ísbjörn land undir fót, þrammar þungum skrefum eftir ísbreið- um Grænlands eða Svalbarða til þess að bjarga fjölskyldu við nyrstu byggð á Ströndum. Ísbjörninn stendur gegnt lang- afa, ég og amma erum í glugganum. Selur klýfur sjóinn og horfir forvit- inn að landi. Fjöllin eru snarbrött og hrikaleg og inni í fjörðunum sogar djúpið fjöllin til sín og þeytir þeim upp á yfirborðið og svo hleypir langafi af. Og allt er breytt. Langafi kaupir bát og leigir jörð í Þaralát- ursfirði og flytur frá Skjaldarbjarn- arvík þar sem hann hafði búið við kröpp kjör ásamt fjölskyldu sinni. Við amma höldumst í hendur við gluggann. Hún lítil og ég stór. Ég man þegar hún byrjaði að missa minnið. Fyrst í stað gleymdi hún hvar hún hafði lagt frá sér hluti og að lokum endaði hún í Skjaldar- bjarnarvík þar sem við stöndum nú við gluggann og horfum á björninn deyja. Ég bjó hjá afa, ömmu og pabba í nokkur ár. Amma mín gekk mér í móður stað. Ég var hjá þeim á Dröngum og Seljanesi öll sumur þar til ég var þrettán ára. Amma las fyr- ir mig á hverju kvöldi þar til ég sofn- aði. Hún færði mér kakó í rúmið. Þegar faðir minn hóf svo sambúð með fósturmóður minni var ég orð- inn svo fordekraður að þegar mér var fengið það hlutverk að raða skónum og taka til í herberginu mínu strauk ég að heiman. Hún varði mig þegar ég þurfti á því að halda. Ég var klaufskur við matar- borðið eins og flestir Strandamenn og þegar ég skreytti dúkinn með uppstúf eða sel og einhver af bræðr- um pabba sagði: „Getur þú ekki haldið matnum á disknum, dreng- ur,“ sagði amma: „Hann er nú örv- hentur greyið.“ Og þegar manneskja deyr ólmast minningarnar óreiðukenndar í höfð- inu og ég man þegar amma kenndi mér að lesa, þegar hún náði í mig til Reykjavíkur og við sigldum til Ak- ureyrar og þaðan á Strandirnar, þegar hún fylgdi mér í skólann, þeg- ar hún horfði á mig frá útidyrahurð- inni hvern einasta dag sem ég gekk frá Hafnargötunni að Grunnskólan- um í Bolungarvík. Ég man eftir henni halda á mér og syngja fyrir mig, ég man eftir henni að prjóna, ég man mjúkar hendur hennar og hljómfagra röddina, fegurðina og glaðværðina í augunum og ég man eftir sögunni um músina sem beit hana í fingurinn og kramdir þú ekki þessa mús, amma? Nei, hún talaði mjög fallega um þessa mús og hún talaði um þessa mús og þennan ís- björn á meðan við vorum í fjörunni á Dröngum að tína sprek í eldinn, og sólin var að setjast og sólrákin náði upp í landsteina og krían var þarna á sveimi að kljúfa djúpið upp á við með síli í gogginum og amma sagði: „Ég hef aldrei drepið neina lifandi veru um ævina, nema flugu og það var óvart.“ Amma mín var um tíma mamma mín og ég sakna hennar, í raun byrj- aði ég að sakna hennar fyrir ein- hverjum árum og var svolítið af- brýðisamur út í þennan ísbjörn þegar hún gat ekki lengur framkall- að minningarnar sem við áttum saman. En sagan af ísbirninum var góð, og ég er þakklátur örlögunum að senda ömmu þennan ísbjörn. Fleira var það ekki í bili, elsku amma mín, ég bið að heilsa í bæinn. Kristjón Kormákur Guðjónsson. Nú eru allar systurnar fjórar úr hópi níu barna hjónanna Guðjóns og Önnu í Skjaldarbjarnarvík á Strönd- um látnar. Strandadrottningin eins og hún birtist í mínum huga, Anna Jakobína Guðjónsdóttir, féll frá fyrir viku. Anna á Dröngum dvaldi síð- ustu æviár sín á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar naut hún um- hyggju og heimsókna barna sinna. Hún var 94 ára þegar hún lést. Sá sem þetta ritar heimsótti frænku sína Önnu á Dröngum síð- astliðið vor, og eins og ávallt var hún glaðleg og blíð. Á seinni árum fannst mér að hún líktist ömmu minni meir og meir, eins og Anna Jónasdóttir amma mín frá Skjaldarbjarnarvík er í minni mínu frá æskuárum. Anna Jakobína var falleg kona. Hún gat vissulega verið ákveðin þó jafnan væri stutt í bros og blíðu í fari hennar. Reyndar finnst mér að það hafi verið einkenni allra systk- inanna úr Skjaldarbjarnarvík eins og ég man þau. Það var stutt í glað- værð og létta lund hjá þeim öllum, þó ég eigi óljósa minningu um Guð- mund Óla föðurbróður minn sem lést af slysförum langt um aldur fram við bjargsig á Hornströndum. Anna eignaðist 14 börn. Fimm með fyrri manni sínum Samúel, og 9 börn með seinni manni sínum Kristni Jónssyni. Ég heimsótti þau hjónin Önnu og Kristin oft þegar þau bjuggu í Bolungarvík. Þar var rökræðan oft mjög skemmtileg og fyrir mig fróðleg. Nú fækkar því fólki með hverju árinu sem bjó og lifði sínu lífi á Norður-Ströndum. Þar fellur burt úr okkar þjóðlífi dug- legt og kjarkmikið fólk. Vonandi höfum við börn fólksins af Ströndum fengið kosti þeirra og glaðværð í arf. Frændum mínum og frænkum, börnum Önnu á Dröngum, færi ég samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Arnar Kristjánsson. Hrefna systir var einungis einu og hálfu ári eldri en ég og þótt við værum ólíkar á margan hátt vorum við mjög nánar í uppvextinum og hélst náið sam- band með okkur alla tíð, eins þótt hún flytti í annan landshluta. Hrefna var vel gefin og gekk vel í skóla, hún var félagslynd og átti gott með að kynnast fólki og átti þar af leiðandi stóran vina- og kunningjahóp. Hún var tónelsk með afbrigðum og söng um tíma í kór Laugarnesskóla. Það er margs að minnast nú þeg- ar ég kveð systur mína, sem stóð mér næst í uppvextinum, en upp úr stendur hversu raungóð hún var þegar einhver bágindi gerðu vart við sig hjá fjölskyldu eða vinum. Hún hafði góða kímnigáfu og gát- um við oft hlegið dátt af litlu tilefni og var hún jafnan hrókur alls fagn- Hrefna Guðjónsdóttir ✝ Hrefna Guðjóns-dóttir fæddist á Brekastíg 14 í Vest- mannaeyjum 21. janúar 1940. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 30. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyr- arkirkju 12. októ- ber. aðar þegar við syst- urnar fjórar hittumst í sumarbústað ár hvert síðustu árin. Þrátt fyrir mátulegt kæruleysi voru and- leg málefni henni hugleikin og las hún hvað hún gat um þau málefni og ræddi þau við hvern sem heyra vildi. Hún var mjög bókelsk og lestrar- hestur hinn mesti og man ég ekki eftir henni öðruvísi en með bók í hendi eða á náttborðinu og ósjaldan skellti hún upp úr þegar hún sat eða lá við lestur. Börn og heimili voru henni eitt og allt, en Smári og hún nutu og njóta barna- láns og stoltari móðir og amma en Hrefna er vandfundin. Fyrir um tveimur árum greindist Hrefna með ólæknandi sjúkdóm, sem nú hefur haft betur. Þrátt fyrir erfiðar rannsóknir og spítalalegur hélt hún reisn sinni og talaði um sjúkdóminn eins og hvert annað verkefni til að kljást við, hvað hún og gerði með bjartsýni og einurð. Hrefna trúði staðfastlega á fram- haldslíf og vil ég trúa að nú líði henni vel í annarri veröld. Ég kveð þig, kæra systir, með söknuði, en söknuður Smára, barnanna og barnabarnanna er þó mestur. Við hjónin vottum þeim okkar innilegustu samúð. Sigríður Guðjónsdóttir (Sísi). Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs ehf. Vaktsími 896 6988 Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.