Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 41 ✝ Agnar Magn-ússon fæddist í Kaupmannahöfn 5. desember 1939. Hann lést á líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi 30. september síðastliðinn. Agnar ólst upp í Kaup- mannahöfn til 12 ára aldurs er hann fluttist til Íslands ásamt foreldrum sínum og systrum. Foreldrar hans voru Jón Magnússon tæknifræðingur, f. 1908, d. 1989, og Edith Magnússon dönsk að ætt, d. 2003. Systur Agnars eru Ulla Magnússon og Kristín Magnússon. Agnar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykja- vík. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafn- ar og Þrándheims, þaðan sem hann út- skrifaðist sem bygg- ingatæknifræð- ingur. Agnar starfaði um hríð hjá ÍSAL áður en hann hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum það- an sem hann útskrif- aðist sem verkfræð- ingur árið 1970. Agnar rak eigin teiknistofu um árabil að Arnarhrauni í Hafn- arfirði. Útför Agnars var gerð frá Foss- vogskapellu 10. október. Baráttunni er lokið. Baráttu við illvígan sjúkdóm, sem staðið hefur í nær tvö ár, er lokið. Agnar mágur minn er allur. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með stríði hans, stríði sem frá upphafi var tapað. Hann mætti örlögum sínum með jafnaðargeði og af æðruleysi. Ég kynntist Agnari stóra bróður konu minnar, Kristínar, á árinu 1970, þegar hann kom heim frá námi í Ameríku þar sem hann lauk mastersgráðu í burðarþolsverk- fræði. Augljóst var að þar fór mað- ur með fastmótaðar skoðanir á öll- um málum líðandi stundar og lá ekki á þeim. Við ræddum oft mikið saman um einstök dægurmál og vorum ekki alltaf sammála. Þá var skipst á skoðunum og stundum var okkur heitt í hamsi. Því það var líkt með okkur, við höfðum alltaf rétt fyrir okkur og gáfum ekkert eftir. Við vorum ef til vill of líkir, þrjóskir og einstrengingslegir. Agnar var sonur heiðurs- hjónanna Jóns Magnússonar og Edithar konu hans er bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Að honum lágu tveir stofnar, annars vegar ís- lenskur bændastofn með greinar úr Norður-Þingeyjarsýslu og af Ströndum og hins vegar dansk/ sænskur stofn, því móðuramma hans var sænsk. Við fyrstu sýn mætti halda að slík blanda gæti ekki hrist saman en það verður að segjast að hún tókst bara vel í Agnari. Stærstu kostir Agnars voru góð greind og frábær kímni, þessi danska kímni sem hann fékk í vöggugjöf frá móður sinni. Hann sá kómísku hliðarnar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Greind hans kom fyrst og fremst fram í listsköpun hans, í hönnun húsa. Agnar var frábær teiknari og mál- ari enda átti hann ekki langt að sækja það, bæði í föður- og móð- urætt. Ekki hef ég tölu á þeim íbúðum og húsum sem Agnar hefur teiknað á langri starfsævi en þau eru mörg. Hann var mjög vandvirkur og fylgdist vel með hönnun sinni á byggingartíma og lagði sig í líma við að gera viðskiptavinina ánægða. Systkinin þrjú voru náin og fóru ferðir saman enda öll áhugasöm um ævintýraferðir, einkum til fjar- lægari landa, helst þar sem villidýr sleiktu tjaldsúlurnar. Margar sög- ur hafa verið sagðar frá þessum ferðum og sátum við oft löngum stundum við að skoða myndir frá þeim og var ekki laust við að hroll- ur færi um mann þegar Agnar lýsti ferðum sínum um myrkviði Afríku. Að leiðarlokum vil ég þakka Agnari, mági mínum, fyrir sam- fylgdina í um fjörutíu ár. Megi minningin um hann lifa meðal okk- ar um ókomin ár. Halldór S. Kristjánsson. Vinur okkar og frændi, Agnar Magnússon, lést á líknardeild Landspítalans 30. september síð- astliðinn, tæpum tveimur árum eft- ir að hann greindist með ólækn- andi krabbamein. Þrátt fyrir að veikindin hafi verið löng og erfið var Agnar við sæmilega heilsu þar til undir það síðasta og hann náði á þessum tíma að gera ýmislegt sem honum þótti skemmtilegt. Sér í lagi náði hann að fara í kveðju- ferðalög til Danmerkur og Afríku – tveggja landa sem voru honum mjög hugstæð. Agnar var einstakur og áhuga- verður maður. Hann átti mörg mis- munandi áhugamál og bjó yfir ein- stökum hæfileikum hvort sem var á sviði tækni eða stílhreinnar, fal- legrar hönnunar. Hann hafði líka mjög lúmskan húmor og stráksleg- an karakter sem gerði hann mjög skemmtilegan heim að sækja. Ég, Glúmur, man vel eftir hon- um þegar ég var lítill þar sem ég fékk að fara með honum í útrétt- ingar til Reykjavíkur. Ég var með litlar lappir og átti erfitt með að halda í við frænda sem arkaði með hattinn og myndarlegt yfirvara- skegg í gegnum miðbæinn, að senda inn og sækja húsateikningar og fleira. En erfiðið var vel þess virði þar sem ferðinni lauk alltaf með rjómaís á Skalla. Ég, Úlfar, kynntist Agnari ekki fyrr en síðar, þegar við Glúmur fórum sem táningar að taka þátt í hinum ýmsu dellum hans. Sérstak- lega hafði ég gaman að því að stússast í tölvum og forritum með Agnari og skoða með honum stærðfræði- og reikniforrit. Eftir á að hyggja var þessi tími alveg ómetanlegur undirbúningur fyrir það nám og vinnu sem ég hef síðar stundað á þessu sama sviði. Það var sérstaklega á tánings- aldri sem við strákarnir tókum mikinn þátt í áhugamálum Agnars. Þar sem Agnar bæði hafði, og gaf sér, nægan tíma til að sinna tóm- stundum sínum. Þá var yfirleitt hægt að koma í heimsókn án fyr- irvara og Agnar var til í að segja manni frá og leyfa manni að taka þátt í nýjasta verkefninu eða áhugamálinu. Alvöruvinnuna tók Agnar síðan í rispum þar sem hann sat nótt sem dag við teikniborðið (og síðar tölvuna) og kláraði arki- tektateikningar og tækniútreikn- inga. Milli vinnutarna hjá Agnari, og prófatarna hjá okkur strákun- um, voru síðan margar vikur þar sem allt snerist um nýjasta áhuga- málið. Áhugamálin voru mýmörg og það er nú ekki eins og öll hafi höfð- að til okkar strákanna. Við höfðum t.d. ekki jafngaman og Agnar af uppstoppuðum dýrum frá Afríku, lifandi skriðdýrum og páfagaukum, eða látúnsmunum í skipstjórastíl frá nítjándu öld. Sumt höfum við að vísu lært að meta síðar, eins og klassíska tónlist og myndlist. Við gátum því miður ekki tekið mikinn þátt í því að hanna og smíða hús- gögn með Agnari en í því hafði hann alveg sérlega snilligáfu. Við fengum heldur ekki mikið að snerta hinar geypilega spennandi módelþyrlur – en þær voru sér- pantaðar frá Þýskalandi, margra metra langar með stórum mótorum og gýróskópum. Við heyrðum hins vegar um öll þessi verkefni í mikl- um smáatriðum og gátum þannig óbeint verið með. Það voru samt mörg skemmtileg áhugamál sem Agnar leyfði okkur strákunum að taka beinan þátt í. Þar má minnast á bíla, veiði, myndavélar og ferðalög. Þar var alltaf málið stúderað í botn og Agnar keypti yfirleitt allar flott- ustu vélar og tæki sem þurfti til að stunda áhugamálið. Til dæmis var keypt fínasta útgáfa af Nikon myndavél, með topplinsum. Að því búnu þegar allir fídusar höfðu ver- ið prófaðir (og því gamanið farið að minnka), voru færðar út kvíarnar og búin til framköllunar- og stækk- unaraðstaða. Í hana var tekið heilt herbergi (ömmu Glúms til nokkurs ama) og keyptar allar bestu græj- ur til að stækka og prenta litmynd- ir. Þetta var alveg dæmigert fyrir Agnar enda engu til sparað þegar kom að áhugamálunum og fáar fyr- irstöður þegar áhuginn var mikill. Eftir að við strákarnir urðum eldri, og fórum utan til náms og vinnu, hittum við Agnar sjaldnar. Hann var samt alltaf góður vinur sem gaman var heim að sækja og í þeim heimsóknum snerust umræð- urnar gjarnan, eins og áður, um eitthvað nýtt og skemmtilegt verk- efni eða áhugamál. Nú þegar Agn- ar hefur lagt upp í sína síðustu saf- aríferð stöndum við þakklátir og ríkari fyrir að hafa fengið að kynn- ast eins merkilegum og einstökum manni eins og hann var. Við kveðj- um hann með kærleik. Glúmur og Úlfar. Agnar Magnússon Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÚA SIGÞRÚÐUR SIGLAUGSDÓTTIR, Laugargötu 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 8. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 16. október kl. 13.30. Finnur Sigurðsson, Berglind Vilhjálmsdóttir, Gísli Hjörleifsson, Bryndís Fiona Ford, Sveinn Hjörleifsson, Leifur Hjörleifsson, Diljá Finnsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI G. BLÖNDAL fyrrv. skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 13. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Benedikt Blöndal, Ragna Blöndal, Sigurður G. Blöndal, Irma Blöndal, Margrét Þ. Blöndal, Sigurjón Finnsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, stjúpsonur, bróðir og afi, LÚÐVÍK PER JÓNASSON, Kárastíg 3, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 27. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum aðstandendum og vinum fyrir auðsýnda samúð og hlýju í okkar garð. Árni Gunnar Sveinsson, Sigfinnur Þór Lúðvíksson, Sigurdís Gunnarsdóttir, Hildur Júlía Lúðvíksdóttir, Sveinbjörn Másson, Guðrún Björg Lúðvíksdóttir, Gísli Ólafsson, Jónas Árni Lúðvíksson, Hannes Valur Lúðvíksson, Soffía Rúna Lúðvíksdóttir, Rúnar Ketill Georgsson, Soffía Jónasdóttir, Hafþór Björgvin Jónasson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR frá Svínhólum í Lóni, Hagatúni 9, Hornafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fimmtu- daginn 12. október. Hannes Erasmusson, Aðalheiður Hannesdóttir, Rögnvaldur Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR ÞORVALDUR ÓLAFSSON, Hverfisgötu 121, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 12. október. Jarðarför auglýst síðar. Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir, Sigríður Gestrún Halldórsdóttir, Halldór Veigar Guðmundsson, Gestur Halldórsson, Marta Lunddal Friðriksdóttir, Magnús Halldórsson, María Hlinadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.