Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 49 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA • L jó s m y n d : S v e n n i S p e ig h t VELKOMIN HEIM EGG er með allt til að innrétta og fegra heimilið þitt. EGG er á Smáratorgi. www.egg.is Við vorum á veitingastað í Bangkok og yfirþjónninn gaf okkur líkneskið. Sagði að það myndi gera allan mat bragðbetri. Við tókum þjóninn á orðinu og núna vakir Búdda yfir allri matseld á heimilinu. „ Búdda passar upp á eldamennskuna ” EDDA I eftir Jón Leifs verður flutt í fyrsta skipti í heild sinni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í dag. Þetta er stór- viðburður í íslenskri tónlistarsögu, því Edda er eitt mesta verk íslensks tónskálds. Verkið er í þremur bálk- um, en Jón lést frá Eddu III ófull- gerðri. Edda I er stórvirki eitt og sér, í þrettán þáttum. Tónleikarnir í dag eru kynntir sem frumflutningur verksins, en eins og fram hefur kom- ið, flutti Pólýfónkórinn, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar þrjá af þátt- unum þrettán, árið 1982, í tónleika- ferð kórsins til Spánar. Til að varpa ljósi á þann viðburð rifjum við upp aðstæður þá, eins og Ingólfur Guðbrandsson og Arnaldur Indriðason lýstu þeim. „Á rúmum þremur áratugum sem Pólýfónkórinn starfaði og frumflutti á Íslandi mörg helstu stórverk tón- bókmenntanna fyrir blandaðan kór, einsöngvara og hljómsveit, tókst kórinn á hendur allmargar hljóm- leikaferðir til Norðurlandanna, Bret- lands og mið- Evrópu, auk ferðanna til Spánar og Ítalíu, sú síðasta til Rómar, Assisi, Florence og Feneyja árið 1985, árið sem sérstaklega var helgað tónlistinni. Sérstakur ljómi er yfir ferð kórsins til Spánar sumarið 1982 en þá fagnaði kórinn í senn 25 ára starfsafmæli og var jafnframt ráðinn til hljómleikahalds af hálfu heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu sem skemmtilegt mótvægi við fótamenntina. Haldnir voru tón- leikar í borgunum Málaga, Marbella, Nerja, Granada og Sevilla, alls stað- ar fyrir húsfylli. Morgunblaðið gerði þessum at- burði hátt undir höfði með því að senda tvo af fremstu höfundum sín- um með í ferðina þá Ragnar Ax- elsson ljósmyndara og Arnald Indr- iðason blaðamann og rithöfund. Birtist hér á eftir stuttur útdráttur úr frásögn og viðtölum Arnalds við tónleikagesti og gagnrýnendur, en kórinn flutti efnisskrá þ.á.m. þætti úr stórverki Jóns Leifs, Ár var alda á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Gra- nada, hinni 31. í röðinni, en hátíðin nýtur sérstakrar virðingar um heim allan. Arnaldur segir:„ Var hér um heimsfrumflutning að ræða á þess- um þáttum Eddu óratoríum Jóns Leifs. Og í sjálfu sér stóran list- viðburð. Að lokinni stuttri æfingu hófust tónleikarnir í dómkirkjunni. Kirkjan tekur 3000 manns í sæti og má segja að hvert sæti hafi verið skipað. Kórinn fyllti þessa gríðarstóru dómkirkju tónum sínum að því er virtist fullkomlega áreynslulaust. Tónlistarfólkinu var fagnað geysi- lega vel að tónleikunum loknum … Af spjalli við nokkra áheyrendur að loknum tónleikunum í Granada mátti ráða að þeir hefðu verið meiri- háttar atburður í borginni. Manuel Martin sagði m.a. … „Ég held að þessir tónleikar séu þeir bestu sem ég hef farið á þessari tónlistarhátíð sem nú stendur yfir og er að ljúka. Edda – oratoría Jóns Leifs þótti mér mjög fallegt verk og vel flutt af kór og hljómsveit. …““ Rafael Rodriquez sagði: „Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Mag- nificent! Í 31 ár hef ég sótt tónleika á hátíðinni hér í Granada en ég hef aldrei verið á stórkostlegri tón- leikum og efast um að verða á öðrum slíkum. Kórinn og einsöngvararnir heilluðu mig og verk Jóns Leifs þótti mér mjög gott. … Ég held að þetta hafi verið best sótta atriðið á tónlist- arhátíðinni.“ Juan Domingo Moyano vildi fara á tónleikana í þriðja sinn, hann hafði farið á tónleikana í Malaga og ekið 50 km leið til Nerja að hlýða aftur á kór- inn. Hann sagði: „Ég fann streyma um mig kulda og fegurð norðursins þegar kórinn flutti kaflana úr verki Jóns Leifs, Eddu- oratoríuna. Það var stórkostlegt að heyra það, eins og reyndar allt annað á efnis- skránni.…undir magnaðri stjórn Ingólfs Guðbrandssonar .…“““ Með Jón Leifs á vörum á Spáni 1982 Morgunblaðið/RAX Ánægja Pólýfónkórinn söng þættina úr Eddu I fyrir Spánverja. Myndin er tekin í dómkirkjunni í Granada í tónleikaferðinni 1982. » „Það er synd fyrir heiminn að kórinn skuli ekki fara víðar“ Fyrirsögn dagblaðsins Granada 6. júlí 1982 um hljómleika Pólýfónkórs- ins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.